Morgunblaðið - 20.03.2018, Page 18

Morgunblaðið - 20.03.2018, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ TalsmaðurRíkisút-varpsins nefndi það nýlega í grein hér í blaðinu, til réttlætingar á tilveru þess, að enn stæði vilji víða til að starfrækja slíkar stofnanir. Slík dæmi eru vissulega til. En gagnrýni á framgöngu slíkra stofnana heyrist víða og þá ekki síst sú gagnrýni að þær taki ekki kröfuna um hlutleysi í stjórnmálum mjög alvarlega. Það er dálítið hlálegt því að víð- ast er þörfin fyrir hlutleysi á einum stað í frétta- og upplýs- ingaflórunni aðalröksemdin fyrir því að slíkar stofnanir séu nauðsynlegar og þær skuli kostaðar af fé almennings. Þeir sem fylgjast með umræðum í Bretlandi kannast vel við sí- felldar kvartanir yfir hinni miklu vinstri slagsíðu á BBC og er sú stofnun þó talin vera eins og hvítskúraður engill í þeim efnum í samanburði við „RÚV“ af þeim sem hafa gert á því samanburð fyrir sig. Þeir sem fylgjast með umræðu í Danmörku kannast við hið sama, þótt danska ríkisútvarpið búi alls ekki við sama alvarlega hlutleys- ishallann og RÚV. Danska ríkisstjórnin ákvað nýlega að skera framlög til danska útvarpsins niður um 20%. „RÚV“ sagði frá og nefndi réttilega að aðrir fjölmiðlar teldu aðgerðina nauðsynlega til að minnka samkeppnisskekkj- una. Þegar til Ríkisútvarps var stofnað hér fyrir tæpum 90 ár- um var „öryggishlutverk“ ekki endilega notað til að réttlæta ríkisreksturinn þótt það væri nefnt. Á síðari tímum er mjög til þess vitnað þegar réttlæt- ingu vantar. Í þrengingum kreppuára og af tæknilegum ástæðum þóttu einkaaðilar ekki hafa burði til að koma upp og annast slíka þjónustu. Það mat var vísast rétt. Sá þáttur hefur gjörbreyst. Ríkisútvarpið sjálft hefur í verki gert lítið úr þessu örygg- ishlutverki. Þegar eldgos hófst nærri Eyjafjallajökli á sínum tíma hafði mbl.is fjallað um gos- ið í klukkutíma áður en „örygg- isventill“ þjóðarinnar vaknaði. En fjarvera hans gerði ekkert til því skilaboð bárust í síma á svæðinu og fólk gat þá snúið sér að mbl.is og fylgst með atburð- unum þar til „RÚV“ vaknaði. Enn muna menn þegar miklir jarðskjálftar urðu um aldamót- in síðustu og „öryggisvörður“ þjóðarinnar taldi hamfarirnar ekki duga til að skjóta fréttum inn í útsendingu af fótboltaleik! Og upphaf að frjálsu útvarpi og sjónvarpi á Íslandi varð þegar starfsmenn „RÚV“ slökktu á sjoppunni í verkfalli opinberra starfsmanna 1984. Var það fagnaðarefni þegar gegnsýrður áróður fólks í verkfallsham þagnaði. Starfs- fólkið áttaði sig á mistökunum og vældi í yfirvöldum um að fá að setja stasjónina í gang aftur og vitn- aði þá í „öryggishlutverkið“ sem það hafði steingleymt þeg- ar það slökkti. Það voru mistök að opna aftur fyrir síbylju áróð- urs og lengdi verkfallið. Nú sýna mælingar að frá því kl. 18.15 síðdegis fram til morguns hlustar varla nokkur maður á Ríkisútvarpið og fáir á Ríkis- sjónvarpið. Verður að treysta því að atburðir sem gætu hreyft við öryggishlutverki „RÚV“ gerist ekki á þeim tíma. „Öryggishlutverkið“ er úrelt réttlæting. Hið sama gildir í sí- fellt ríkari mæli um hið marg- lofaða menningarhlutverk „RÚV“. Vissulega á stofnunin mikið og gott efni í sínum fórum frá liðinni tíð en ótrúlega mörgu hefur verið hent. Fram- leiðsla menningarefnis er minnkandi þáttur í starfsem- inni og dapurlegt að horfa upp á hvað stofnunin hefur lítið frum- kvæði í þeim efnum þrátt fyrir ríkuleg fjárráð. Aðrir fjöl- miðlar framleiða mikið efni, menningar- og sögulegt, um leið og þeir keppa við ríkis- stofnun um tilveru. Ríkis- útvarpið tönglast á því á hverj- um degi og oft á dag að það sé „stofnunin okkar allra,“ en get- ur þó ekki stillt sig um sífelld brot á grundvallarreglunni um hlutleysi þess. Ríkisútvarpið gat þess í sinni frétt að þótt danskir fjölmiðlar fögnuðu almennt niðurskurði á peningamokstri í danska út- varpið þá hefðu aðrar raddir einnig heyrst og lagt áherslu á það, að miðlar „í almannaþjón- ustu þyrftu að vera öflugir, því þeir gegndu mikilvægu hlut- verki í lýðræðissamfélögum sérstaklega nú, þegar fölsun frétta og fréttaflutningi, sem gagnast sérstökum pólitískum málstað, vex fiskur um hrygg“. Hér á landi á þessi síðasta setning best við um framgöngu „RÚV“ í fréttalegum efnum. Í frétt „RÚV“ var þess getið og haft eftir talsmanni dönsku ríkisstjórnarinnar að eftir nið- urskurð myndi stuðningur við dönsku systurstofnunina enn vera mjög ríflegur eða um 3 milljarðar danskra króna, sem svaraði til 50 milljarða ís- lenskra króna, sem dygði stofn- uninni vel. Það er rétt sem „RÚV“ benti á, að þetta eru myndarlegar fjárhæðir. En með öðrum orð- um þá veitir danska ríkið 8.620 krónur (íslenskar) á hvern Dana til að styðja við sína stofn- un, en „RÚV“ fær 12.200 krón- ur á hvern Íslending og fær að auki að keppa af afli við aðra fjölmiðla á auglýsingamarkaði. Það fær danska „RÚV“ ekki. Útvarpsmál enn steinrunnin hér}Danir búnir að fá nóg Í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. októ- ber 2012 greiddu tveir þriðju (66,9%) þeirra sem kusu með því að frumvarp stjórnlagaráðs yrði lagt til grundvall- ar nýrri stjórnarskrá. Það var ekki bara meirihluti kjósenda sem samþykkti frumvarp stjórnlagaráðs sem grundvöll að nýrri stjórnarskrá, það var aukinn meirihluti kjósenda sem samþykkti það. Það er mikil- vægt að þetta atriði sé skýrt, aukinn meiri- hluti fyrir því að frumvarp stjórnlagaráðs sé grundvöllur allra breytinga að nýrri stjórnar- skrá. Það virðist nefnilega vera að ákveðnir stjórnmálaflokkar misskilji þetta og hafa í sinni stefnu að ekki eigi að umturna öllum ákvæðum stjórnarskrárinnar. Þegar það er sagt, þá á það nefnilega ekki við um frumvarp stjórnlagaráðs. Það frumvarp er nefnilega alls engin umturnun á núverandi stjórnarskrá. Fyrir kosningarnar 2016 birti ég greiningu á þeim mun sem er á núverandi stjórnarskrá og frumvarpi stjórnlagaráðs. Ég bjó til lista yfir allar setningar núver- andi stjórnarskrár og bar þann lista við allar setningar frumvarps stjórnlagaráðs. Sá samanburður var að mestu leyti gerður með aðstoð reiknirits sem ber saman setn- ingar og sýnir hversu líkar þær eru. Ég fór svo hand- virkt yfir niðurstöður reikniritsins til þess að votta að samanburðurinn væri réttur. Niðurstaðan er áhugaverð. Í texta Stjórnarskrár Íslands eru 203 setningar. Í frumvarpi stjórnlagaráðs eru hins vegar 378 setningar. Nýja stjórnarskráin er því mun lengri en nú- verandi stjórnarskrá og spurningin sem ég vildi svara með því að bera saman allar setn- ingar stjórnarskrárinnar og frumvarps stjórnlagaráðs er hversu mikið af núverandi stjórnarskrá er í nýju stjórnarskránni? Nið- urstaðan er að það eru 43 setningar sem hverfa úr núverandi stjórnarskrá á meðan 160 halda sér nær óbreyttar í frumvarpi stjórnlagaráðs. Það bætast hins vegar við 228 nýjar setningar frá stjórnlagaráði. Umræðan hlýtur þá að eiga að snúast um hvort það sé eðlilegt að þessar 43 setningar hverfi, hvort þær breytingar (ef einhverjar) á hinum 160 setningunum eru „umturnun“ og svo eigum við að taka efnislega umræðu um viðbæturnar. Frumvarp stjórnlagaráðs hefur stuðning aukins meirihluta kjósenda sem grundvöllur að nýrri stjórnarskrá og ef munurinn á núverandi stjórnarskrá og frumvarpi stjórnlagaráðs er skoðaður þá stenst það enga skoðun að um einhverja umturnun sé að ræða. Ályktanir stjórnmálaflokka sem snúast um að koma í veg fyrir umturnun í stjórnarskrármálum ættu því ekki að eiga við. Þær ályktanir eru kannski viðeigandi fyrir ein- hverjar aðrar tillögur um breytingar á stjórnarskrá. Ég bara veit ekki hvaða tillögur það eru. Björn Leví Gunnarsson Pistill Aukinn meirihluti Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Telja verður að líkur hafiaukist á að frumvarp umlækkun kosningaaldurs ísveitarstjórnarkosningum úr 18 árum í 16 ár verði samþykkt eftir afgreiðslu málsins úr stjórn- skipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til annarrar umræðu. Meiri hluti nefndarmanna, tveir úr stjórnar- flokkunum og þrír úr stjórnarand- stöðunni, standa að álitinu. Styðja þeir lækkun kosningaaldursins og leggja til að frumvarpið verði sam- þykkt. Telja þeir að hægt sé að koma þessari breytingu á strax við gildis- töku laganna þannig að 16 og 17 ára ungmenni geti kosið til sveitar- stjórna við kosningarnar 26. maí næstkomandi. Aftur á móti leggja þeir jafnframt til að kjörgengi verði áfram takmarkað við 18 ára aldur. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna og fram- sögumaður meirihlutans, segist vona að frumvarpið komist sem fyrst á dagskrá þingsins til annarrar og þriðju umræðu og eigi þess vegna að geta fengið skjótvirka afgreiðslu. Það verði svo bara að koma í ljós hver afstaða þingheims er en hún gangi þvert á flokka. Kolbeinn segir að hvað framkvæmdina varðar sé ekkert því til fyrirstöðu að unnt sé að lækka kosningaaldurinn fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hluti síðasta árgangs grunn- skólanema gæti kosið Enn er þó ekki útséð um hvort frumvarpið nýtur nægilegs stuðn- ings á þinginu en ljóst er að afstaða til lækkunar kosningaaldurs fer ekki eftir flokkslínum. 14 þingmenn úr öllum flokkum standa að frumvarp- inu og fyrir helgi skilaði meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar frá sér sameiginlegu nefndaráliti með breytingartillögu. Að nefndar- álitinu standa Helga Vala Helga- dóttir Samfylkingunni og formaður nefndarinnar, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Jón Þór Ólafsson Pírati, Jón Steindór Valdimarsson Viðreisn og Þórunn Egilsdóttir Framsóknar- flokki. „Á Íslandi miðast skólaskylda við 16 ára aldur og telur nefndin að með því að lækka kosningaaldur í 16 ár gefist skólum gott tækifæri til að gera kosningaþátttöku sjálfsagða og eðlislæga ungmennum,“ segir í nefndarálitinu. Fram kemur að nefndin ræddi nokkuð um réttindi og skyldur barna og skyldur forsjár- foreldra en samkvæmt lögræðis- lögum verða menn lögráða 18 ára. Fram að því ráða foreldrar persónu- legum högum barnsins, þ.e. fara með forsjá þess. „Meiri hlutinn telur að það sé rétt skref að veita 16 ára börnum rétt til að kjósa og þurfa þau þá að fara að þeim fyrirmælum sem eiga við um kjósendur og kveðið er á um í kosningalögum. Meiri hlutinn tekur fram að í forsjá foreldranna felst ekki réttur foreldra til að taka ákvörðun fyrir börnin um hvað þau eigi að kjósa eða til að aðstoða börn sín á kjörstað í krafti forsjár- skyldna.“ Lögð er áhersla á að ungt fólk sem er að kjósa í fyrsta sinn fái meiri fræðslu um lýðræðislega þátttöku. Verði frumvarpið lögfest öðlast hluti síðasta ár- gangs grunnskólanema kosn- ingarrétt. ,,Meiri hlutinn bein- ir því til ráðherra mennta- og menningarmála að huga sér- staklega að því hvernig best verði hagað fræðslu fyrir þennan hóp og að haft verði samráð við umboðsmann barna þar um,“ segir í álit- inu. Nefndarmeirihluti vill lækka strax í 16 ár Morgunblaðið/Hari Í þingsal Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, 2 stjórnarþing- menn og 3 úr stjórnarandstöðu, mæla með lækkun kosningaaldurs. Gagnrýnt hefur verið að ef lækka eigi kosningaaldur í 16 ár verði 16 og 17 ára einstaklingar um leið kjörgengir til sveitarstjórna þó að þeir séu ekki orðnir fjár- ráða fyrr en þeir ná 18 ára aldri. Í nefndaráliti meirihlutans segir um þetta: ,,Fyrir nefndinni komu fram sjónarmið um að kjörgengi ætti fremur að fylgja lögræðisaldri, m.a. vegna þess að fulltrúar í sveitarstjórnum taka ákvarðanir sem varða fjárhag sveitarfé- laga og ekki eðlilegt að ófjárráða einstaklingar komi að slíkum ákvörð- unum. Meiri hlutinn fellst á þessi sjónarmið og leggur til breytingar á frumvarp- inu þannig að það verði einungis kosninga- rétturinn sem miðast við 16 ára aldur.“ Öðlist kjör- gengi 18 ára NEFNDARÁLIT MEIRIHLUTA Kolbeinn Óttarsson Proppé

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.