Morgunblaðið - 20.03.2018, Síða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2018
skornirthinir.is
LYT NS
4 SEASONS
OS LE FLORIA
VATNSHELDIR
SKÓR
LE FLORIANS
4 SEASONS
Tilboðsverð: 16.097
100% vatnsheldir
Vibram sóli
Verð áður: 22.995
tærðir 36-47
6 litir
30% afsláttur
til 31. mars
Einu sinni, fyrir
mörgum áratugum, átti
ég þess kost að vinna á
Borgarspítalanum í um
þrjú ár. Það var erfitt
en mikið var það gam-
an. Ég vann við upplýs-
ingakerfi fyrir metn-
aðarfulla lækna á mjög
metnaðarfullum vinnu-
stað.
Spítalinn var rekinn
að sænskri fyrirmynd
og ekkert til sparað að gera hlutina
vel og betur en keppinautarnir. Þá
var Borgarspítalinn að keppa við
Landspítalann og Landakot. Í gríni
og alvöru var þá sagt að Borgarspít-
alinn væri rekinn eins og sænskur
spítali, Landakot eins og amerískur
spítali og Landspítalinn eins og „ís-
lenskur spítali“. Hjá þeim síðast-
nefnda voru skipulagsmál sögð í
óreiðu eins og síðan virðist hafa loðað
við hann. Hversu oft hafa ekki ýmis
mál „sprungið“ og orðið blaðamatur
hjá Landspítalanum í gegnum árin?
Síðan þetta var hef ég gjarnan fylgst
með þessum spítalamálum, af hliðar-
línunni. Horft á það (með hnút í maga)
hvernig spítalarnir hafa verið „Land-
spítalavæddir“. Það er ekki gaman að
horfa upp á þröngsýni ná yfirhönd-
inni.
Hverjum af öðrum hefur minni
spítölum verið lokað til að auka „hag-
ræðingu“ og stærri spítalarnir sam-
einaðir Landspítalanum. Ef einhver
gagnrýndi þetta var hann „persona
non grata“. Þó virðast þessar samein-
ingar ekki hafa skilað miklu og hvar
er metnaðurinn? Af umræðunni
mætti stundum halda að ekki sé nóg
með að það eigi bara að vera einn spít-
ali á landinu heldur sé það nóg sem
heilbrigðiskerfi. Spítalinn á að vera á
umferðareyjum við Hringbraut og
fólk getur bara komið þangað og náð
sér í læknisþjónustu. En ekki á bíl því
það er ekki gert ráð fyrir mörgum
bílastæðum á „Nýja Landspítal-
anum“, vegna plássleysis á umferðar-
eyjunum.
Nú eru margir sem halda því fram
að fyrirbyggjandi læknisþjónusta sé
það sem koma skal. Það
sé mun ódýrara að halda
almenningi heilbrigðum
en að lækna fólk af hin-
um ýmsu sjúkdómum.
Þetta mál kemst eigin-
lega ekki mikið í um-
ræðuna hér á landi því
hér má halda að heil-
brigðiskerfið eigi bara
að vera einn stór spítali,
eins og komið hefur
fram.
Ég held við ættum að
fara að hætta þessari
vitleysu. Hvernig væri
að hætta að loka minni spítölum um
land allt og fara að leggja meiri
áherslu á fyrirbyggjandi læknisþjón-
ustu? Efla heilsugæslu og sjá til þess
að ákveðin lágmarksþjónusta verði
veitt á minni sjúkrahúsum landsins,
t.d. með hreyfanlegu vinnuafli. Og
hvernig væri að skipuleggja svolítið
fram í tímann á Landspítalanum („ís-
lenska spítalanum“) t.d. með því að
reikna út fyrirfram hvað þarf mikið af
legurýmum og dvalarheimilum fyrir
gamalt veikt fólk sem fyllir of stóran
hluta af legurými stóra spítalans í
dag? Þetta má t.d. reikna út á hverju
ári fyrir 10 til 20 ár fram í tímann og
vinna í að alltaf sé nóg til af þeim
ódýrari kosti sem dvalarheimili er
með sínum legurýmum. Þannig að
síður þurfi að nota akut-rúm á stóra
spítalanum, sem kosta miklu meira í
rekstri. Þetta eru hlutir sem alltaf
virðast koma jafn mikið á óvart, á
hverju ári. En það má helst ekki tala
um svona alvöru hagræðingu.
Hvernig stendur á því að ég hef
aldrei séð neina umræðu um það hér
á landi hvað einn spítali á að vera
stór? Ætli að ástæðan sé sú að það
hefur ekkert verið rætt um þau mál?
Nú hljóta að vera einhver takmörk
fyrir hve stóran spítala er hentugt að
hafa, miðað við íslenskar aðstæður.
Og þá geri ég ekki ráð fyrir því að öll
heilbrigðisþjónusta landsmanna verði
á Landspítalanum við Hringbraut.
Ég held það væri heillaráð að fara að
skoða hvað borgar sig að byggja stóra
spítala. Þar eru ýmis mál sem taka
þarf tillit til eins og miðlæg staðsetn-
ing miðað við umferðaræðar, nóg
landrými fyrir byggingar og starfs-
fólk, því það er jú æskilegt að starfs-
fólk geti búið nálægt sínum vinnu-
stað. Finna þarf efri takmörk stærðar
vegna bráðalokunar spítalans svo
hægt verði að rýma hann og koma
(allri) starfseminni annað vegna
bráðalokunar. Bráðalokun getur or-
sakast af mörgum mismunandi
ástæðum. Það er ekki langt síðan að
svo skæðir vírusar herjuðu á Land-
spítalanum (Hringbraut) að bráða-
lokun virtist ekki langt undan. En það
má helst ekki ræða það mál. Náttúru-
hamfarir, stríðsátök, hættulegar sýk-
ingar, stórbruni, stórslys innandyra
og fleira sem ég get ekki látið mér
detta í hug, en er samt mögulegt. Lít-
ið dæmi um það er nýlegt stórhýsi
OR sem varð ónýtt vegna myglu á
fáum árum. Hverjum hefði dottið það
í hug? Bráðalokun og flutningur ann-
að: Akranes og Reykjanesbær? Það
hlýtur að verða að gera ráð fyrir
þessu í alvöru heilbrigðiskerfi dags-
ins í dag og framtíðarinnar.
Nú má segja að Landspítalinn við
Hringbraut sé ekki lengur skipulags-
mál, hann er orðinn að trúarbrögðum.
Nú er mál að linni: Hvernig væri að
byrja upp á nýtt og skipuleggja nýtt
heilbrigðiskerfi á Íslandi frá grunni,
gleyma gamla Landspítalanum („ís-
lenska spítalanum“) og öllu ruglinu í
kringum hann. Henda öllum núver-
andi áætlunum og byrja upp á nýtt
með hreint borð. Ég tel að það sem er
búið að gera standist ekki kröfur
framtíðarinnar vegna forsendu-
brests. Það kæmi mér ekki á óvart að
raunhæf greining á bestu stærð spít-
ala leiddi í ljós að hagkvæmt væri að
hafa tvo hæfilega stóra spítala á höf-
uðborgarsvæðinu sem væru með
ákveðna verkaskiptingu en einnig
ákveðna samkeppni. Þá mætti byggja
og endurnýja með hæfilegu millibili.
Að lokum er spurning hvort ekki er
orðið tímabært að gefa núverandi
yfirstjórn Landspítalans frí.
„Landspítalavæðing“
íslenska heilbrigðiskerfisins
Eftir Halldór
Friðgeirsson »Ég held það væri
heillaráð að fara að
skoða hvað borgar sig
að byggja stóra spítala.
Halldór
Friðgeirsson
Höfundur er verkfræðingur.
Kæru lesendur
Morgunblaðsins, kjós-
endur Sjálfstæðis-
flokksins, prestar
Þjóðkirkjunnar, sið-
fræðingar og aðrir Ís-
lendingar sem þekkja
muninn á réttu og
röngu.
Ég vil kynna ykkur
fyrir Hauki vini mín-
um. Hann er sagður
hafa verið drepinn í Sýrlandi.
Þangað fór hann í þeim eina til-
gangi að verja fólk og frelsi manna
undan Íslamska Ríkinu. Sam-
kvæmt fréttum á honum að hafa
bara gengið býsna vel í því verki
þar til Tyrkir tóku hann úr um-
ferð.
Áður en þú leggur niður blaðið
því þú nennir ekki að heyra röflið í
enn einum aumingjanum, róttækl-
ingi og stjórnleysingja sem ekkert
gagn er að, má ég kynna mig.
Ég er kallaður Lalli. Ég er vill-
ingur úr Fellunum sem snerist til
kristinnar trúar á unglingsárun-
um. Ég starfaði í sumarbúðum
KFUM&K í rúman áratug og
sinnti æskulýðsstarfi í Þjóðkirkj-
unni um árabil. Ég hef starfað með
stórum hluta íslenskra presta á
einhverjum tímapunkti á ferming-
arnámskeiðum í Vatnaskógi. Ég
hef unnið hjá Landhelgisgæslunni,
leikskóla og undanfarin ár sem
sjúkraliði á Landspítalanum. Ég
hygg að ég sé hverjum manni jafn-
vígur í að þekkja muninn á réttu
og röngu, góðu og illu.
Ég þekkti Hauk, hann var mér
kær vinur. Ég veit að Haukur
þekkti muninn á réttu og röngu
betur en við flest. Það sem varð
honum að falli er skortur á hæfi-
leika sem við hin höfum; að geta
litið undan. Að geta litið undan
kvöld eftir kvöld fyrir framan sjón-
varpskjáinn, horfandi á afhöfðanir,
mannabrennur, þrælamarkaði,
fjöldamorð, raðnauðganir, hrylling
eftir hrylling eftir hrylling.
Haukur vissi vel að það sem
hann þurfti að gera var rangt. Af
tveimur röngum kostum valdi
Haukur að gera eitthvað í stað
þess að gera ekkert. Hann valdi að
gera það sem við hin getum ekki
gert af því það fer of langt út fyrir
þægindarammann.
Haukur hataði stríð. Hann hat-
aði kerfin sem ýta undir stríð.
Hann sá hræsnina í stríðsþátttöku
íslenska ríkisins á sama tíma og
við hreykjum okkur af því að vera
kristin þjóð í friðsælu landi.
Hann sá í gegnum duluna sem
við hin breiðum yfir augu okkar.
Haukur fór ekki til Sýrlands til
að berjast eða meiða nokkurn
mann. Hann fór til Sýrlands til að
sigra Íslamska Ríkið. Hann fór til
að sigra óvini alls þess sem er rétt.
Hann fór til að SIGRA ISIS!
Hvaða annar maður á Íslandi
getur sagst hafa lagt sig fram um
að SIGRA ISIS???
Ég get ekki lýst þeim harmi,
sorg og óvissu sem við vinir Hauks
og fjölskylda erum að ganga í
gegnum. Svo virðist sem hann
Haukur okkar sé annaðhvort dáinn
og liggi enn á einhverri hæð við
einhvern bæ í Sýrlandi eða hann
sé í haldi Tyrkja annaðhvort lif-
andi eða dáinn. Við vitum að það
voru tyrkneskir fjölmiðlar sem
sögðu fyrst frá falli Hauks því
samherjar hans geta í raun ekkert
staðfest nema það sem tyrkneskir
fjölmiðlar segja.
Nú vitum við fyrir víst að Hauk-
ur tók ekki þátt í bardögum með
skilríki á sér. Það höfum við fengið
staðfest frá félögum Hauks í Sýr-
landi. Við höfum líka fengið stað-
festingu á því að enginn af félögum
Hauks hafi séð hann deyja eða séð
lík hans eða að hann hafi yfirhöfuð
látist. Enginn sá Hauk falla. Tveir
félagar Hauks sem voru með hon-
um enduðu á tyrknesku sjúkrahúsi
og dóu þar. Hæðin sem Haukur á
að hafa verið felldur á
hefur verið undir
stjórn bandamanna ís-
lenska ríkisins síðan.
Hvar er þá Haukur?
Það sem við ástvinir
Hauks erum núna að
ganga í gegnum er sú
hugsun að mögulega
hafi Haukur náðst lif-
andi og því viti þeir
nafn hans. Okkar mar-
tröð er rétt að byrja
þegar við leiðum hug-
ann að því að í tæpan
mánuð geti Haukur hafa verið í
haldi bandamanna íslenska ríkisins
með réttarstöðu hryðjuverkamanns.
Við sem höfum séð í gegnum dul-
una í mörg ár en litið undan vitum
vel hvaða meðferð bíður hryðju-
verkamanna í haldi bandamanna
okkar í hermálum.
Frá því 6. mars hafa ástvinir
Hauks unnið sleitulaust að því að
finna hann. Ég hef heyrt út undan
mér hvað hún Eva okkar, móðir
Hauks sé nú sterk og hvað allir séu
samhentir um að vera sterkir og
finna Hauk. Sannleikurinn er hins-
vegar sá að við brotnum daglega
undan vanmætti okkar.
Vill einhver hjálpa okkur?
Getur einhver sem þekkir mun-
inn á réttu og röngu staðið með
okkur á þessum erfiðu tímum?
Það er nógu erfitt fyrir okkur
sem elskum Hauk að glíma við
sorgina, missinn og óvissuna.
Að þurfa á sama tíma að glíma
við íslenska ráðamenn sem eru
bandamenn þeirra er bera ábyrgð á
hvarfi Hauks, er ekki að hjálpa.
Enginn þeirra þorir að taka afstöðu
með Hauki og því réttlæti sem hann
barðist fyrir. Enginn þeirra vill
taka afstöðu til þess hvort Haukur
hafi verið réttdræpur eða réttlátur.
Getur einhver tekið af okkur
byrðarnar í smá stund og barist
fyrir okkur um að fá Hauk heim, þó
ekki væri nema í einn dag?
Við þráum hvíld.
Getið þið prestar sem mig þekkið,
þið siðfræðingar og allir góðir menn
sem vitið skyn góðs og ills, hjálpað
okkur? Getið þið tekið eitt augna-
blik úr lífi ykkar til að gúggla orð-
unum „Constitution of Rojava“ og
lesið þá stefnuskrá. Ef þið viljið
komast nálægt því að skilja Hauk
Hilmarsson er best að byrja á því
að kynna sér það sem hann fór til
að verja. Látið í ykkur heyra! Var
vinur minn réttdræpur?
Getur einhver hjálpað okkur að
finna Hauk?
Það er meiri huggun að lemstr-
uðu DNA-sýni af einhverri hæð í
Sýrlandi heldur en ekkert.
Sorgin hefur beygt okkur en það
er óvissan sem brýtur.
Vill einhver hjálpa okkur?
Getið þið, góðu menn og konur
sem byggið Ísland og þekkið mun-
inn á réttu og röngu, hjálpað okk-
ur?
Getið þið útskýrt fyrir ráðamönn-
um þessa lands að við erum í raun
ekki öll sammála um nauðsyn þess
eða siðferðislegt réttlæti að drepa
annað fólk í pólitískum tilgangi?
Getið þið útskýrt fyrir ráðamönn-
um hvaða hrylling við erum að kalla
yfir annað fólk með þátttöku í
stríðsrekstri?
Spyrjið okkur sem nú söknum
Hauks.
Það er okkar veruleiki þessa dag-
ana.
Eftir Lárus Pál
Birgisson
»Ég hef heyrt út und-
an mér hvað hún
Eva okkar, móðir
Hauks, sé nú sterk og
hvað allir eru samhentir
um að vera sterkir og
finna Hauk. Sannleik-
urinn er hinsvegar sá að
við brotnum daglega
undan vanmætti okkar.
Lárus Páll Birgisson
Höfundur er sjúkraliði.
Vinur minn Haukur