Morgunblaðið - 20.03.2018, Side 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2018
✝ Bjarni ÞórPálmason
fæddist í Reykja-
vík 21. október
1991. Hann and-
aðist á Landspít-
alanum 11. mars
2018.
Foreldrar hans
eru Pálmi Krist-
insson verkfræð-
ingur, f. 12.5.
1957, og Salome
Tynes flugfreyja, f. 31.5.
1961.
Bjarni var ókvæntur og
barnlaus. Systkini hans eru
fræðingur, f. 6.3. 1989.
Bjarni ólst upp í Fossvogs-
hverfinu í Reykjavík og stund-
aði nám við Fossvogsskóla og
Réttarholtsskóla. Hann lauk
grunnskólaprófi frá Hjalla-
skóla í Kópavogi árið 2007.
Bjarni Þór stundaði knatt-
spyrnu frá barnsaldri og var
liðtækur félagi í Víkingi.
Eftir grunnskólanám starf-
aði Bjarni í byggingarvinnu
en undanfarin ár starfaði
hann sem stuðningsfulltrúi við
Hörðuvallaskóla í Kópavogi
og Fjölbrautaskóla Suður-
nesja og sem leiðbeinandi við
leikskólann Aðalþing í Kópa-
vogi og í Kjallara Hins hússins
á vegum Reykjavíkurborgar.
Útför Bjarna Þórs fer fram
frá Bústaðakirkju í Reykjavík
í dag, 20. mars 2018, og hefst
athöfnin klukkan 13.
Ágúst Ottó, versl-
unarmaður, f.
23.2. 1995, og
Birna Lind,
menntaskólanemi,
f. 18.12. 2000.
Hálfsystkini
Bjarna, samfeðra,
eru Hjalti Þór,
verkfræðingur, f.
6.5. 1981, maki
hans er Ingunn
Agnes Kro lög-
fræðingur, f. 27.3. 1982, og
Elísabet, jarðfræðingur, f. 9.8.
1986, sambýlismaður hennar
er Grétar Már Pálsson verk-
Elsku Bjarni minn. Þó að það
sé sárt og erfitt að kveðja þig á
þessari stundu er ég afar þakk-
látur og stoltur yfir því að hafa
fengið að vera pabbi þinn og að fá
að njóta þeirrar hlýju og mann-
gæsku sem þú gafst okkur. Það er
sú minning um þig sem mun lifa
áfram í hjörtum okkar.
Snemma kom í ljós að Bjarni
var atorkusamur og fór sínar eigin
leiðir. Oftar en ekki var hann
fremstur meðal jafninga og
óskráður leiðtogi og fyrirmynd í
sínum vinahópi. Þegar hann var
sjö ára gamall ákvað hann að
byggja kastala í garðinum. Við
foreldrarnir vorum að heiman og
því ákvað Bjarni að hringja í nýja
farsímann hans afa síns, sem þá
var staddur á Spáni, til að spyrja
hann hvar naglarnir hans pabba
væru. Afi hans reyndi að fá hann
ofan af þessu enda ekkert vit í því
að negla 5 tommu nagla í trjábol-
inn, hvað þá að hringja til útlanda
sem var rándýrt á þessum tíma.
Þegar heim var komið blasti verk-
ið við okkur, hann hafði eytt öllum
deginum í að reka 150 nagla í trjá-
bolinn. Öllum mátti ljóst vera að
hið stóra og myndarlega tré væri
ónýtt og yrði að fjarlægja. En viti
menn, tréð sem stendur rétt neð-
an við Bústaðakirkju tók óvæntan
vaxtarkipp og óx og dafnaði sem
aldrei fyrr.
Upp úr þessu lá leið Bjarna í
fótboltann þar sem hann af mikl-
um áhuga fékk útrás fyrir hæfi-
leika sína og getu. Víkingur var að
sjálfsögðu hans félag og Víkin
nánast hans annað heimili á þess-
um tíma og fram yfir unglingsár-
in. Bjarni var efnilegur knatt-
spyrnumaður og mikill
markaskorari. Hann gerði ekki
mikið úr frammistöðu sinni á vell-
inum, honum fannst það bara
sjálfsagt að skora mörk og að
vinna leiki fyrir Víking.
Bjarni var einstaklega góður og
hjartahlýr drengur og hvers
manns hugljúfi. Hann átti það til
að huga betur að velferð og líðan
annarra en að sinni eigin. Bjarni
var lítið gefinn fyrir veraldleg
gæði og að leita uppi þekkta og þá
sem meira eiga undir sér. Hans
fólk var litla fólkið, börnin og fatl-
aðir. Það var fólkið sem hann hafði
unun að vinna með. Þau elskuðu
hann og vildu vera með honum og
hann elskaði að vera með þeim.
Það gaf honum lífshamingju og
gleði og meira en allt veraldlegt
getur gefið.
Á góðviðrisdögum átti Bjarni
það til að koma heim í Kvistaland
með vini sína úr Hinu húsinu og
fara með þeim í heita pottinn. Það
voru hlýjar tilfinningar sem fóru
um okkur þegar við horfðum á þá
vinina busla í heita vatninu í garð-
inum. Bjarni var þeirra maður,
þeir litu upp til hans og hann var
umvafinn væntumþykju frá þeim.
Bjarni var líka vinsæll hjá
krökkunum í leikskólanum og þau
vildu vera með honum. Þegar
hann mætti til vinnu hópuðust
börnin oft út að hliðinu og hróp-
uðu: Bjarni er kominn – Bjarni er
kominn. Foreldrar sumra leik-
skólabarnanna voru hins vegar
misánægðir með það þegar börnin
þeirra tóku upp á því að tússa
myndir á handleggi sína þegar
heim var komið. Skýringin var
einföld; „ég vil vera eins og
Bjarni“. Þetta þótti eðlilega ekki
nógu gott, enda húðflúrið tekið
fyrir á fundi með starfsmanninum.
Aðeins mánuður er síðan þú
barst kistuna hennar ömmu þinn-
ar út úr Bústaðakirkju. Þessar
síðustu vikur hérna heima voru
okkur afar dýrmætar. Þótt líf þitt
hafi ekki alltaf verið auðvelt varst
þú einbeittur og ákveðinn og sagð-
ir okkur frá fallegum og spenn-
andi framtíðaráformum þínum. Á
ögurstundu brast svo hjartað þitt
og þú varst frá okkur tekinn. Sorg
okkar er mikil og erfið en minn-
ingin um þig mun lifa að eilífu.
Elsku Bjarni minn, þú varst
einstök gjöf sem við þökkum fyrir.
Guð geymi þig, elsku drengurinn
minn.
Þinn
pabbi.
Þegar ég fékk þennan fallega
hnoðra í fangið, frumburðinn
minn, fannst mér líf mitt full-
komnað. Ég var bókstaflega að
springa af hamingju, ást, stolti,
gleði … þeirri tilfinningu sem all-
ar mæður hljóta að upplifa þegar
þeim fæðist nýtt líf. Stelpurnar
inni á ungbarnastofunni sögðu
með blik í augum „oh, þú átt þenn-
an fallega, hárprúða dreng með
dökku augnkústana!“ Já, hann
byrjaði snemma að bræða okkur
kvenfólkið með fallegu augunum
sínum og dökku augnhárunum.
Strax við fæðingu kom hann mér í
skilning um að það þyrfti að hafa
svolítið fyrir honum. Bjarni vildi
t.d. ekki vera á brjósti, snéri bara
upp á sig þegar reynt var að
leggja hann á brjóst. Móðurmjólk-
inni var pumpað á pela fyrstu 2-3
vikurnar og þar með var brjósta-
gjöfinni lokið.
Bjarni var fyrirferðarmikill og
kröftugur strákur. Uppátækja-
samur, fjörugur grallari sem fór
alltaf sínar eigin leiðir. Það var
ekkert setið í rólegheitum og
kubbað í lego, nei, herbergið var
sett á annan endann, búnar til
hindrunarhlaupabrautir úr hús-
gögnum og lökum eða rennt sér á
dýnu niður stigana heima í Loga-
landi. Það var aldrei lognmolla í
kringum Bjarna. Þegar hann hafði
aldur til var skottast niður í Vík-
ina, fyrst á fótboltanámskeið og
síðan á æfingar hjá Víkingi. Nú
vorum við foreldrarnir sannfærðir
um að með fótboltanum fengi lífs-
kraftur Bjarna okkar útrás. Það
gerði hann svo sannarlega. Hann
var efnilegur fótboltastrákur og
minningarnar frá þessum árum
eru fjölmargar og góðar.
Bjarni var vinamargur og
æskuvinirnir héldu alltaf tryggð
hverjir við aðra, þó svo að vegir
þeirra lægju í ólíkar áttir.
Bjarni var einstaklega barn-
góður og hjartahlýr. Hann mátti
ekkert aumt sjá. Hann vann um
tíma á leikskóla og við umönnun
fatlaðra. Þar var hann á heima-
velli. Börnin elskuðu hann og hann
elskaði þau.
Elsku hjartans drengurinn
minn. Lífsgleðin vék aldrei úr
hjarta þínu. Þú varst ekki tilbúinn
að yfirgefa þetta jarðlíf, en örlögin
gripu harkalega í taumana og þú
fékkst ekkert við ráðið. Hjartað
þitt réð einfaldlega ekki við að-
stæður. Þó að sorgin nísti mig og
þó að ég sé ósátt almættinu, þá er
ég svo óendanlega þakklát fyrir að
hafa haft þig hjá mér í 26 ár. Þú
varst fallegur að innan sem utan.
En umfram allt varstu góður.
Minning þín er það sem mun ylja
okkur fjölskyldunni um ókomin
ár.
Ég kveð þig, elsku drengurinn
minn, með ljóði eftir langömmu
þína Hrefnu Tynes. Guð geymi
þig að eilífu, elsku Bjarni minn.
Far vel, þú fagra sál.
Trúin er andans sigur
sannleiksleitandi barna
ljósið sem lifnar af engu
ljómar þó eins og stjarna.
Vissan sem vonin vekur
veitist þó erfitt að skilja
er þó blessunin besta
brot af almættisvilja.
Vonin er líftaugin ljósa
leiðarstjarna á vegi
aflgjafi breysku barni
bjarmi af komandi degi.
Ylur frá æðra heimi
angan af jarðargróðri
uppfylling allra drauma
auður af andans fóðri.
Kærleikur, kjarni lífsins
kenn’ mér að þjóna þér einum.
Þú sem ert æðsta aflið
ættir í öllum greinum
að vera í meðvitund manna
mildinnar ríki máttur
svo lífið frá vöggu til grafar
verði þinn andardráttur.
(Hrefna Tynes)
Þín
mamma.
21. október 1991 var mikill
gleðidagur í mínu lífi þegar óskin
rættist um yngra systkini og um
leið nýjan besta vin. Ég man að þó
ég hafi einungis verið fimm ára þá
tók ég hlutverk eldri systur mjög
alvarlega og lofaði að vernda þig
og vera þér til halds og trausts
með góðri leiðsögn frá Hjalta
stóra bróðir. Það kom snemma í
ljós að það var hægara sagt en
gert. Þú varst ákveðinn, hug-
myndaríkur og ævintýragjarn. Þú
áttir auðvelt með að bræða alla í
kringum þig þegar að einhver ætl-
aði að segja þér til, með skæru
bláu augunum og skemmtilega
hlátrinum. Það átti reyndar eftir
að koma systur þinni oft að góðum
notum líka. Við urðum ævintýra-
félagar og góðir prakkarar saman.
Áhugamál þín á yngri árum voru
oft óhefðbundin, eins og stang-
veiði og tónlistarsmekkur á borð
við Santana, Mambo No. 5. Ólíkt
öðrum jafnöldrum þínum varst þú
óhræddur að gera nákvæmlega
það sem gerði þig glaðan. Við tók
svo fótboltinn, skvísurnar og
Réttó í bland við rokkið og rappið.
Ég man að við lágum öll þrjú
saman í Logalandinu þegar að
símhringing kom til ömmu Birnu
um nýfæddan bróður, hann Ágúst
Ottó. Þér leist nú ekkert sérstak-
lega vel á að fá hann heim og sagð-
ir einfaldlega NEI, við mikinn
hlátur okkar Hjalta. Fljótt urðu
þið bræður, svo nálægt í aldri en
þó gjörólíkir, nánustu vinir og
trúnaðarfélagar. Svo kom yngsta
systkinið, litla Birna okkar sem þú
passaðir svo vel upp á og elskaðir.
Unglingsárin tóku við hjá okkur
og þá kom meira í ljós hversu ólík
við öll vorum. En um leið hversu
mikið við gátum lært af hvert öðru
og það nýttum við okkur vel. Betri
systkinahóp er ekki hægt að óska
sér. Þegar að við komum öll sam-
an þá var alltaf einkahúmorinn,
gleðin og kærleikurinn ráðandi.
Bústaðaferðirnar á Þingvöllum,
utanlandsferðirnar, ferðalögin um
landið á jeppanum hans pabba,
þar sem setningin „eru ekki allir í
stuði“ var endurtekin dag eftir
dag, spilakvöldin, fjölskyldukvöld-
in okkar dýrmætu, milljón góðar
minningar.
Þegar þú komst á unglingsárin
þurfti ég svo að sætta mig við það
að litli bróðir minn var einfaldlega
orðin miklu meira töff en ég. Út-
geislun þín og gleði var svo ótrú-
lega sterk og það vildu allir vera í
kringum þig. Þú lifðir hátt og
hratt og vildir upplifa allt það
besta sem lífið hafði upp á að
bjóða. Þú varst fordómalaus, hlýr
og skilningsríkur og ég var mjög
stolt af þér fyrir það. Þú varst allt-
af heiðarlegur við mig og treystir
á mig og fyrir það er ég þakklát.
Fjölskyldan var þér mikilvæg og
ég hef sjaldan heyrt ungan dreng
tala af svo mikilli ástúð og virð-
ingu um mömmu sína, sem sagði
svo mikið um hvernig maður þú
varst. Þú sást fegurðina í svo
mörgu, oft hversdagslegum hlut-
um sem fara fram hjá flestum og
varst duglegur að senda mér
myndir af slíkri fegurð sem gerði
alla daga aðeins betri.
Upp á hæstu eldfjallatinda, í
dýpstu myrkustu gljúfur og á
stærstu jökla Jarðar mun ég taka
þig með og upplifa fegurðina í öllu
sem að lífið hefur upp á að bjóða.
Því lofa ég þér.
Hvíl þú í friði elsku litli bróðir,
við hittumst síðar í paradís.
Þín systir Ella.
Elísabet Pálmadóttir
Ég get nánast svarað fyrir alla
sem þekktu Bjarna Þór, hann var
góður, hjálpsamur og vildi fólki
vel. Hann elskaði alla og ekki síst
börn og minnimáttar. Hann var
stöðugt hlæjandi og breytti flestu
í grín. Hann var með einstakt
bros, sem lyfti mér alltaf upp.
Ég gleymi aldrei samræðunum
sem áttu sér stað, einstaka sinn-
um á næturnar þar sem við töl-
uðum saman um hvað lífið væri
stutt.
Mig langar að setja hér ljóð eft-
ir Hrefnu Tynes, langömmu okk-
ar, sem hún samdi fyrir Bjarna á
skírnardaginn hans. Honum þótti
mjög vænt um þetta ljóð og lét
húðflúra það á sig þó nokkrum ár-
um seinna.
Blessa, faðir, litla vininn,
vertu honum ljós og líf.
Hvert sem annars leið hans liggur
örugg er þín hjálp og hlíf.
Elsku Bjarni minn. Orð fá ekki
lýst hvað ég mun sakna þín mikið.
Þú kenndir mér svo margt og
varst sannarlega besti bróðir sem
hægt var að hugsa sér. Og er ég
ævinlega þakklát fyrir það. Ég
veit þú vakir yfir okkur. Ég elska
þig að eilífu og minning þín mun
lifa í hjörtum okkar allra sem eftir
erum. Guð geymi þig. Takk fyrir
að vera bróðir minn.
Þín litla systir
Birna Lind.
Þegar foreldrar mínir komu
með mig heim af fæðingadeildinni
leist Bjarna bróður ekkert á mig.
Hann vildi að þau skiluðu mér
strax aftur upp á spítala. Hann var
ekki lengur eina barnið á heim-
ilinu og líkaði ekki athyglin sem ég
fékk. En hann komst yfir þetta og
með tímanum fór honum að líka
ágætlega við mig og fljótt urðum
við miklir vinir. Bjarni varð mikil
fyrirmynd í mínu lífi og mjög
snemma ákvað ég að ég ætlaði að
verða jafn flottur og hann.
Bjarni var mikill prakkari og
hann tók mig oft með sér í alls
konar ævintýri. Þegar ég var fjög-
urra ára og Bjarni þá sjö voru
Bjarni og félagar hans á leið út að
leika. Ég spurði þá hvort ég mætti
koma með og hann sagði já og tók
mig með. Hann skammaðist sín
ekkert fyrir að hafa litla bróður
með, heldur tók hann mig alltaf
undir sinn væng.
Það gladdi Bjarna mest að fá að
gleðja aðra og ekki síst þá minni
máttar. Bjarni starfaði lengi í
Hinu húsinu með þroskaskertum
krökkum og hann var þeim mikill
gleðigjafi. Bjarni framleiddi gleði
og orku hvert sem hann fór og í
fjölskylduboðum var alltaf aug-
ljóst þegar Bjarni var á svæðinu
því hláturinn og hávaðinn í honum
heyrðist milli hæða. Það var alltaf
stutt í grínið hjá honum.
Bjarni var góður bróðir og
hann var líka góður vinur. Við töl-
uðum oft um lífið og tilveruna og
mér fannst eins og ég væri að tala
við sjálfan mig þegar ég talaði við
Bjarna. Hann skildi mig það vel og
svo líkir vorum við.
Bjarni hefur verið mér við hlið
allt mitt líf og mun vera það áfram
í minningunni.
Nú er hlutverki hans í þessu lífi
lokið og ég er viss um að hans bíð-
ur annað og stærra hlutverk á nýj-
um stað. Ég veit að inni í honum
syngur ennþá vitleysingur.
Ég elska þig Bjarni minn og
sakna þín.
Þinn bróðir
Ágúst Ottó Pálmason.
Elsku Bjarni bróðir. Ég sem
hélt að ég gréti ekki. Það er margt
í þessum heimi sem maður skilur
ekki og þetta er eitt af því. Sorgin
er mikil en eins og sagt er þá er
sorgin ást sem kemst ekki til skila.
Þú komst með látum inn í líf
okkar og það var alltaf fjör í kring-
um þig.
Þegar ég flutti 13 ára gamall til
ykkar í Logalandið fékk ég að
taka betur þátt í fjörinu. Hvort
sem ég var vakinn við að fá golf-
kúlu í hausinn svo að ég vaknaði
og kæmi að leika eða þú ryddist
inn í herbergi mitt þegar ég var
virðulegur táningur þá fyrirgaf
maður þessu brosi og augum allt.
Þú varst alltaf að prakkarast eitt-
hvað, spilandi fótbolta, körfubolta
á planinu eða rennandi þér á sleða,
orkan var svo mikil. Þegar þú upp-
götvaðir leyni-nammiskápinn í
eldhúsinu, sem ég hafði löngum
sótt lymskulega í, fórst þú aðra
leið. Þú tókst ekki einn mola og
faldir slóð þína heldur kláraðir þú
alla molana og sagðir svo hrein-
skilnislega að sektin yrði sú sama
við að taka alla molana eins og að
taka bara einn.
Á unglingsárunum eru mér
minnisstæðar þær utanlandsferð-
ir sem við fórum saman. Ein ferð-
in var til Englands þar sem að við
sáum bæði mína menn og svo ykk-
ar Ágústar menn spila. Í Bítla-
borginni fannst þér ekkert sjálf-
sagðara en að skella þér í
dulargervi minna manna og á
leiknum ákvaðst þú að þykjast
syngja með ensku bullunum. Það
þótti þeim ekki jafn fyndið og okk-
ur. Eftir leik þinna manna fórum
við svo baksviðs þar sem þú sem
sannur bróðir barst Ágúst á öxlum
þér svo að hann gæti séð átrún-
aðargoðið sitt.
Bjarni Þór
Pálmason
Ástkæri faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
BIRGIR HALLUR ERLENDSSON
skipstjóri,
Hraunvangi 1, Hafnarfirði,
lést fimmtudaginn 15. mars á Landakoti í
Reykjavík.
Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 27. mars
klukkan 15.
Arndís Birgisdóttir Kristján Haraldsson
Erlendur Þ. Birgisson
Hallur Birgisson Kristín Dóra Karlsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
HJALTLÍNA SIGRÍÐUR
AGNARSDÓTTIR
frá Ísafirði
Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ
er látin. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju
fimmtudaginn 22. mars klukkan 13.
Sigurbjörg Gísladóttir
Herdís J. Thompson Allyn Thompson
Sigríður Jóhannesdóttir
Kristjana M. Jóhannesdóttir Páll Sólberg Eggertsson
Þuríður Sveinsdóttir
Brynja Jóhannesdóttir Sigurjón Stefánsson
Jóhanna Jóhannesdóttir
Guðmundur Hj.F. Jóhannes. Eyrún Anna Gestsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi
GARÐAR GUÐJÓNSSON
lést á Hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn
14. mars. Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju
miðvikudaginn 28. mars klukkan 13.
Kristín Jóhannesdóttir
Sævar Garðarsson Jóna Fríða Gísladóttir
Rúnar Garðarsson Þóra Einarsdóttir
Hrefna Garðarsdóttir
Úlfar Garðarsson
barnabörn og barnabarnabörn.