Morgunblaðið - 20.03.2018, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2018
✝ MatthildurValdís
Elíasdóttir fædd-
ist 21. mars 1923
á Elliða í Staðar-
sveit, Snæfells-
nesi. Hún lést á
dvalar- og
hjúkrunarheim-
ilinu Grund 23.
febrúar 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Elías
Kristjánsson frá Lágafelli, f.
29. júlí 1880, d. 10. desember
1938, og Sigríður Guðrún Jó-
hannesdóttir frá Dal í Mikla-
holtshreppi, f. 25. júní 1888,
d. 16. október 1928.
Alsystkini: Kristján, f. 1911,
d. 1988; Vigdís Auðbjörg, f.
1914, d. 1965; Jóhanna Hall-
dóra, f. 1915; stúlka fædd
andvana 1916; Hulda Svava, f.
1917, d. 2002; Jóhannes Sæ-
mundur, f. 1920, d. 1921; Unn-
ur, f. 1926; stúlka fædd and-
vana 1928.
Hálfsystkini: Erla, f. 1932;
Sigríður Guðrún, f. 1934;
Magnús, f. 1935; Elías Fells, f.
1937.
Matthildur giftist Sigurði
Hjálmari Þorsteinssyni frá
Neðri-Miðvík, Aðalvík á Horn-
ströndum, f. 6. mars 1918, d.
9. september 1984. Foreldrar
foreldrum sínum og systk-
inum á bænum Elliða, Staðar-
sveit, Snæfellsnesi. Þegar
Matthildur var fimm ára dó
móðir hennar heima af barns-
förum.
Fjölskyldan flutti að Lága-
felli 1932 þegar Matthildur
var níu ára. Þar bjó faðir
hennar með Söru Magnús-
dóttur og áttu þau fjögur
börn saman. Tíu árum síðar
lést faðir Matthildar, þá var
hún 15 ára.
Matthildur fer til Reykja-
víkur vorið 1939, 16 ára og
býr hjá elstu systur sinni, Vig-
dísi, og Þórarni, mági sínum.
Síðan fer hún í vist hjá Stef-
áni Má, syni Einars Benedikts-
sonar skálds, á Hringbraut.
Hún flytur til Vigdísar á
Skeggjagötu, þar sem hjónin
ráku saumastofu og vann hún
þar.
Hún kynnist Sigurði H.
Þorsteinssyni og 1943 flytja
þau til föður Sigurðar í Neðri-
Miðvík, Aðalvík á Horn-
ströndum. Þau flytja suður
1945, búa fyrst við Nesveg og
síðar í íbúðarbragga nálægt
Granaskjóli. Þau byggja 1957
á Skólabraut (nú Valhúsa-
braut) á Seltjarnarnesi. 1966
flytja þau á Bræðraborgarstíg
og þar bjó Matthildur í 40 ár.
Sigurður féll frá 1984. Eftir
heilaáfall 2006 flytur
Matthildur í Staðarsel ásamt
Elíasi og býr heima þar til
hún fer á Grund 2012. Þar
lést hún 94 ára að aldri.
Útförin hefur farið fram.
hans voru Þor-
steinn Bjarnason
frá Neðri-Miðvík
og kona hans,
Hólmfríður Ragn-
heiður Guðmunds-
dóttir, f. 20. nóv-
ember 1890, d. 3.
ágúst 1921.
Börn þeirra: 1)
Hafþór Vestfjörð
f. 16. febrúar
1943, d. 22. júní
1997, maki Margrét Helga-
dóttir, börn þeirra Helgi og
Sigurður. 2) Ragnar Vest-
fjörð, f. 17. janúar 1945, maki
Þórunn Kristjónsdóttir, barn
þeirra Sigríður Rita, Þórunn
átti fyrir Stein, Baug og
Helgu Jónu. 3) Elías Vest-
fjörð, f. 8. október 1947. 4)
Þorsteinn Vestfjörð, f. 21.
mars 1949, maki Ingunn
Hrefna Albertsdóttir, barn
þeirra Sigríður Hrefna, Ing-
unn Hrefna átti fyrir Albert.
5) Sigþór Rúnar, f. 21. sept-
ember 1954, d. 12. desember
1975. 6) Hjördís Svava Vest-
fjörð, f. 2. nóvember 1959,
sambýlismaður Benedikt
Bjarnason, Hjördís átti fyrir
Hauk Davíð, Benedikt átti fyr-
ir Snorra, Bjarna Þór og
Kjartan.
Matthildur bjó ásamt
Mikið er ég þakklát fyrir
samveruna þessa löngu ævi og
að þú varst skýr og minnug allt
til enda. Það er ekkert sjálf-
sagt. Þú sagðir mér oft sögur af
því þegar þú varst komin til
Reykjavíkur, nýorðin 16 ára.
Sögur af mannlífinu, konunum
á saumastofunni, vinkonunum
og ferðunum í Gúttó og Iðnó til
að dansa. Það fannst þér
skemmtilegt. Þú varst létt í
lund, hláturmild og alltaf fannst
mér mikil rómantík í þér, allt til
enda varstu líka bæði stolt og
sterk. Ekki varstu mikið að
kvarta eða dvelja við það sem
betur mátti fara, vildir alltaf
gera gott úr hlutunum. Þú hafð-
ir tamið þér ákveðið æðruleysi.
Þú hafðir gaman af því að
lesa og þá sérstaklega frásagnir
af Snæfellsnesi eins og ævisögu
Árna prófasts Þórarinssonar
eftir Þórberg Þórðarson, mikið
gastu hlegið að henni, einnig
bækurnar hans Oscars Clausen
af góðu fólki og fleira. Einnig
hafðir þú áhuga á bókum um
andleg málefni og framhaldslíf.
Þær voru ófáar ferðirnar sem
ég arkaði úr Vesturbænum upp
í stóra, fallega húsið í Þingholt-
unum, þar sem Borgarbóka-
safnið var til húsa og fékk lán-
aðar bækur handa okkur.
Yfirleitt Enid Blyton bækurnar
handa mér og ofangreindar
bækur handa þér og bar ég
mest heim 10-12 bækur í einni
ferð. Uppáhalds ljóðskáldið þitt
var Davíð Stefánsson, þú hélst
líka upp á Jóhannes úr Kötlum,
Matthías Jochumsson og Tómas
Guðmundsson.
Útvarpið var alltaf í gangi
heima og þú kunnir textana við
öll dægurlögin og raulaðir með.
Svo heklaðir þú ófá rúmtepp-
in úr lopa og gafst eitthvað í
gjafir, prjónaðir líka og saum-
aðir út.
Þér þótti alltaf vænt um
sveitina þína, Staðarsveit á
Snæfellsnesi og Jökulinn. Syst-
ir þín, Vigdís, og Þórarinn mað-
ur hennar áttu sumarbústað
rétt hjá Elliða, þar sem þú
fæddist. Þú varst svo heppin að
geta stundum farið þangað að
sumri og það fannst þér ynd-
islegt. Þá var rölt út að gamla
bæjarstæðinu á Elliða, undir
Elliðahamrinum. Þar var gamli
hestasteinninn enn. Og við
komum við hjá stóra álfaklett-
inum og köstuðum kveðju á álf-
ana, ég trúði því auðvitað að
þeir byggju þar. Þú kenndir
mér að þekkja hljóðið í fugl-
unum og að þekkja fífuna og
fleiri blóm.
Eftir að mamma fór á Grund,
gat hún komið í heimsóknir
annað slagið í Staðarselið þar
sem hún bjó áður. Elli bróðir
bjó þar og tók á móti henni og
hún gat stoppað í einhverja
daga. Yfirleitt er talað um að
fólk fari inn á hjúkrunarheimili
í hvíldarinnlagnir en hún sagð-
ist vera að fara í hvíldarinnlögn
þegar hún fór heim og hafði
gaman af.
Smám saman hrakaði sjón-
inni og þá hlustaði mamma
meira á hljóðbækur, útvarp og
tónlistardiska inn á milli.
Hún var og er einstaklega
góð fyrirmynd og verður það
áfram.
Ég flyt þér, móðir, þakkir þús-
undfaldar,
og þjóðin öll má heyra kvæðið mitt.
Er Íslands bestu mæður verða taldar,
þá mun þar hljóma fagurt nafnið
þitt.
Blessuð sé öll þín barátta og vinna,
blessað sé hús þitt, garður feðra
minna,
sem geymir lengi gömul spor.
Haf hjartans þakkir, blessun barna
þinna,
– og bráðum kemur eilíft vor.
(Davíð Stefánsson)
Hjördís (Hjöddý)
Fyrir um það bil níu árum
rugluðum við Hjördís dóttir þín
reytum okkar saman. Þá varstu
komin í hjólastólinn í Staðar-
seli. Ég þurfti ekkert að þreifa
mikið fyrir mér til að finna að
þarna fór góð og heilsteypt
manneskja. Þú varst ekkert að
barma þér yfir þínu hlutskipti
eða kvarta yfir neinu. Tókst
hlutunum með æðruleysi og
alltaf var stutt í hláturinn og
kímnina. Og það var ómögulegt
annað en að hlæja með þegar
líkaminn hristist af kitlandi
hlátri. Ekki síst þegar bernsku-
brek kraftmikilla ungra manna
á Seltjarnarnesinu voru færð í
sagnabúning.
Þú varst sagnafróð og minn-
ug en hafðir þínar skoðanir sem
þú lést frá þér fara óhikað.
Hugurinn var skýr alveg fram á
hinstu stund.
Síðustu árin dvaldir þú á
dvalarheimilinu Grund. Ég varð
ekki var við annað en að þar liði
þér vel, þó einkum eftir að þú
fékkst sérherbergi og gast
hlustað á hljóðbækur og út-
varpið til að stytta þér stundir.
Fregnir bárust af því að fyrst
eftir að þú komst á Grund
hefðu gestir og gangandi mátt
forða sér á hlaupum þegar
Matthildur brunaði um gangana
á hjólastólnum.
Á gömlum myndum má sjá
glæsilega konu sem horfir með
reisn fram á veginn. Þessari
reisn hélstu ávallt, allt fram á
síðustu stund. Og ekki þætti
mér það ólíklegt að ungir menn
hefðu snúið sér við á götu á
stríðsárunum þegar Matthildur
gekk hjá. Þú varst vandlát á
fatnað og vildir vera vel tilhöfð
ekki síður en unglingarnir.
Þó svo að aldurinn tæki sinn
toll og líkamleg geta hörfaði
hélstu þínu stolti.
Degi er tekið að halla, þinn
tími var kominn. Það var ekki
venja Matthildar að göslast
áfram eða vera með hávaða,
friðsemdin var henni eðlislæg.
Þegar þú lagðir aftur augun í
hinsta sinn var mikil ró yfir
þér. Þannig kvaddirðu þennan
heim.
Matthildur mín, takk fyrir
allt. Hvíl í friði.
Benedikt Bjarnason.
Það var alltaf tilhlökkunar-
efni að fara í heimsókn til Matt-
hildar ömmu. Ekki það að elsku
faðir minn sálugi hafi alltaf lát-
ið okkur bræðurna vita fyrir-
fram þegar bíltúrinn skilaði
okkur óvænt í Vesturbæinn og
lagt var fyrir framan húsið á
Bræðraborgarstígnum. Amma
átti nefnilega alltaf appelsín í
glerflöskum og kynstrin öll af
kökum og kexi sem við bræð-
urnir höfðum gríðarlegan áhuga
á og oft greiðan aðgang að í
heimsóknum okkar. Meðan við
gæddum okkur á kræsingunum
í eldhúsinu stússaði amma
stanslaust í einhverju og sagði
okkur sögur af honum Krumma
í næsta húsi eða öðru sem var í
gangi í hverfinu og sjaldnast
settist hún til borðs með okkur
gestunum. Oft var gestkvæmt
hjá ömmu og fjörugar umræður
um landsins gagn og nauðsynj-
ar fóru fram í eldhúsinu góða. Í
minningunni var heimilið á
Bræðraborgarstíg næstum eins
og óformlegur samkomustaður
ættingja og vina. Fólk leit inn,
sat í einhvern tíma og spjallaði.
Þarna leið öllum vel í góðum fé-
lagsskap.
Þegar komið var í heimsókn
á Bræðraborgarstíginn og
gengið upp stigann að útidyra-
hurðinni tók oft á móti manni
grjónagrautur í skál sem amma
setti út fyrir kettina í hverfinu.
Ólíkt okkur var köttunum ekki
boðið inn því inni í borðstofu
voru tveir gárar í búri og hefði
þeim þótt sú heimsókn frekar
óþægileg. Þessir gárar, sem ég
man ekki hvort hétu eitthvað,
minntu reglulega á sig með
góðlátlegu tísti. Á fyrri hluta
unglingsára minna heimsótti ég
ömmu oftar og fékk þá stund-
um að vera yfir nótt. Oft sat ég
hjá búri gáranna, rétt hjá
svarta þunga skífusímanum, og
lék mér að segulbitum eða lá í
sófanum inni í stofu og las sí-
gildu myndasögurnar um Inn-
rásina frá Mars, Ferðina til
tunglsins eða Prinsinn og betl-
arann. Þegar ég var yngri
hlustaði ég á Kardimommu-
bæinn í plötuspilaranum og síð-
ar lá ég yfir upptökum á Skon-
rokki í myndbandstækinu hans
Denna.
Amma tók alltaf einstaklega
vel á móti mér og sýndi þessum
unga frekjuhundi sem ég gat
stundum verið mikla þolinmæði
og hlýju. Amma hafði svo góða
nærveru að það skipti ekki máli
hvort ég sat þögull eða talaði;
manni leið vel hjá henni. Elsku
yndislega amma mín. Takk fyr-
ir allar góðu stundirnar okkar
saman. Ég reyni að tárast ekki
yfir því sem ég hef misst, held-
ur gleðjast yfir því sem hefur
gerst.
Þinn
Helgi.
Matthildur
Valdís Elíasdóttir
✝ Erna R. Sigur-grímsdóttir fædd-
ist 29. júní 1938 í
Reykjavík. Hún lést 28.
janúar 2018.
Foreldrar hennar
voru Valgerður
Bjarnadóttir, f. 3.
ágúst 1914, d. 8. mars
1993, og Sigurgrímur
Grímsson verkstjóri, f.
22. júlí 1912, d. 16.
ágúst 1992. Systkini
Bjarni Sigurgrímsson, f. 30.8.
1941, og Ingibjörg Sigurgríms-
dóttir, f. 24.8. 1947, d. 30.1.
2018.
Erna giftist Árna Ólafssyni, f.
á Breiðabólstað í Miðdölum 4.
sept. 1932, d. 28. júní 2004,
bónda í Hlíð, Hörðudal, hinn 26.
júní 1959. Foreldrar hans voru
Ólafur Árnason frá Hólmi í
Austur-Landeyjum, f. 20. ágúst
1892, d. 28. okt. 1975, og Sigríð-
ur Ögmundsdóttir frá Fjósum í
Búðardal. Fósturforeldrar Árna
voru Ólafía Jónsdóttir, f. 27. júlí
1903, d. 20. des. 1988, og Gestur
Jósefsson, f. 22. maí 1898, d. 11.
des. 1983.
Sonur þeirra er Sigurgrímur
Ingi Árnason, f. 22. feb. 1965.
Árni var bóndi þar til hann
Foreldrar hennar voru
Valgerður Bjarnadóttir,
f. 3. ágúst 1914, d. 8.
mars 1993, og Sigur-
grímur Grímsson verk-
stjóri, f. 22. júlí 1912, d.
16. ágúst 1992. Systkini
Bjarni, f. 30.8. 1941, og
Erna R., f. 29.6. 1938 í
Reykjavík, d. 28. janúar
2018.
Ingibjörg var gagn-
fræðingur að mennt en
fór vestur um haf sem barn-
fóstra og eignaðist þar börn sín,
Andrew M. Cubero og Eriku
Ernu Cubero með Angel M.
Cubero, f. 1947, d. 1984. Ingi-
björg á fimm barnabörn, þau
Marvin, Tönju, Alexander Bald-
vin, Kristófer Inga og Birgi.
Ingibjörg starfaði m.a hjá
Pósti og síma og síðar hjá Út-
vegsbanka/Íslandsbanka í er-
lendum viðskiptum. Ingibjörg
og systir hennar Erna fæddust
á Laugarásvegi 54, en foreldrar
þeirra bjuggu lengst af á Hjalla-
vegi 12.
Ingibjörg hafði gaman af
lestri góðra bóka og krossgátur
voru í uppáhaldi.
Útför Ingibjargar fór fram í
kyrrþey.
brá búi og fluttist til Reykjavík-
ur árið 1975 og gerðist starfs-
maður í ÍSAL. Stofnaði Ker-
fóðrun ásamt fleiri starfsmönn-
um ÍSAL.
Erna var húsmóðir í Hlíð en
eftir að þau hjón fluttu til
Reykjavíkur starfaði hún hjá
Sambandinu við tollútreikn-
inga. Hún var gagnfræðingur
að mennt.
Erna og systir hennar höfðu
yndi af ferðalögum og fóru þær
ásamt Árna margar góðar ferð-
ir og síðar einar eftir hans dag.
Útför Ernu fór fram í kyrr-
þey.
Ingibjörg Sigurgrímsdóttir
fæddist 24. ágúst 1947 í Reykja-
vík. Hún lést 30. janúar 2018.
Jarðneskt líf okkar er ekki ei-
líft og öll snúum við aftur til
foldar. Við erum gestir á þessari
jörð sem koma og fara. Þær
systur Erna Ragnheiður og
Ingibjörg voru ekki jafnaldrar,
en mjög nánar. Báðar vel gerðar
og góðar manneskjur þannig að
eftir því var tekið. Það skiptir
máli í þessum heimi að hafa gott
hjartalag og vilja öðrum vel, því
eins og allir vita er kærleikurinn
ofar öllu. Því er það mikil gæfa
að vera þess aðnjótandi að kær-
leikurinn finni sér líf í tilvist
okkar allra. Þær systur voru
fullar af kærleika. Stóra systir,
Erna Ragnheiður, var hafsjór af
fróðleik um t.d. ættir og upp-
runa þeirra beggja og þannig
leið mér eins og ég hefði per-
sónulega þekkt foreldra þeirra,
þau Völu Bjarna og Sigurgrím,
ömmu Magneu, ömmu Sumar-
línu og fleiri. Sögurnar af fólkinu
hennar voru góðar og föður-
bræðurnir, synir ömmu Línu,
voru líka í uppáhaldi, sérlega
einn sem gaf Ernu þvottabala og
sólskinssápur sem var fengur,
því þá gat hún hjálpað ömmu
Línu að þvo þvott, gólf og tröpp-
ur. Ingibjörg, litla systir, var
dulari og sagði ef til vill minna,
en ef þannig lá á henni gat hún
opnað sig og þá var jafnan gott
að leggja við hlustir. Báðar voru
þær eldklárar og létu sér annt
um fólkið sitt, bæði vini og
vandamenn og vildu þeim allt
hið besta, enda með hjartað á
réttum stað. Það sem er ein-
kennilegt en undirstrikar klár-
lega hvað þær systur voru nán-
ar, er að andlát þeirra bar að
með aðeins tveggja daga milli-
bili, sem segir mjög mikið um
mjög sérstakt samband þessara
tveggja heiðurskvenna. Þær
vildu ekki skiljast hvor frá ann-
arri, heldur vera saman í þess-
um heimi og þeim næsta, hjá
sínu fólki. Ég var svo heppin að
fá að vera nærri þessum elskum
nokkuð lengi og er því afar
þakklát. Maður fær ekki alltaf
tækifæri til að kynnast góðu
fólki og njóta samvista við það.
Ég vil að lokum votta ástvin-
um systranna samúð mína við
fráfall þeirra og þakka þessum
samhentu systrum áralanga vin-
áttu og góða samveru.
Í hel trega eilífðra tára
í tilveru genginna orða.
Fugl heljar í fánýti sára
er flaug á væng í roða
rósar í engladal fráfalls,
Herra kærleika blessar.
Fall í fang heljar í kæru
ofin ástúð í nánd þinna.
Félagi farinn í dal hinna,
á fund Paradísa væru vina,
rós lifir í engladal Guðs,
Jesús horfir í hlýju á þig.
Frá í ferð í láti til þinna
falleg englasál fylgi þér.
Fór frá í Paradís hinna
ferðalag í eilífð sem er
rósaljós í engladal hels,
Herra í kærleik hérna.
Í kalli er kærleiks gjöf
kyrrsett er rósin í sorg.
Flýgur fugl, horfir í höf
ferðast víða um borg,
rós engladals frá gröf,
Jesús vill bænörva þig.
Vökult flug fugls í höf,
ferðlag ástvinar á skýi.
Vonvísi, ekkert meiðir,
vænting staðurinn nýi.
Rósrof í engladal hels.
Herra, kærleikur þeirra.
Endastöð í eilífð sé þín
í ósk að gæfa sé kærri
að fugl fangi þarfa sýn
frá himni er engill nærri
í kliði látinn frá Paradís,
Jesús vill bænheyra þig.
(Jóna Rúna Kvaran.)
Blessuð sé minning Ernu
Ragnheiðar og Ingibjargar Sig-
urgrímsdætra.
Jóhanna B. Magnúsdóttir.
Erna R. Sigurgrímsdóttir og
Ingibjörg Sigurgrímsdóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir
og frænka,
KRISTBJÖRG G. KRISTJÁNSDÓTTIR,
Melaheiði 15, Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu,
Boðaþingi, fimmtudaginn 15. mars.
Útför hennar verður gerð frá Digraneskirkju föstudaginn
23. mars klukkan 15.
Gretar Þór Bergsson
Þórir Bergsson
Kristín Bergsdóttir Einar Baldvin Pálsson
Kristján Þór Valdimarsson