Morgunblaðið - 20.03.2018, Side 35
Raufarhöfn voru auðvitað Óskar
Halldórsson, þeir Sveinn Ben. og
Vilhjálmur Jónsson sem ráku Óðin
og Valtýr Þorsteinsson.
Óskar, eða Íslandsbersi, eins og
Halldór Laxness kallar hann í Guðs-
gjafaþulu, var heimagangur heima
hjá okkur, alltaf hress og kátur.
Hann gaf mér einu sinni ávöxt sem
ég hafði aldrei séð áður. Ég ætlaði
að bíta í ávöxtinn en Óskar hló og
sagði: „Þú verður fyrst að afhýða
þetta.“ Það var þá banani. Óskar var
alltaf að færa fólki eitthvað, var
alúðlegur og skemmtilegur og ekki
til í honum hroki.“
Eftir hjúkrunarnámið fór Ásthild-
ur að vinna á Sjúkrahúsi Akraness
og vann þar alla sína starfsævi. Hún
stundaði almenna hjúkrun til ársins
1958. Starfaði síðan við Ungbarna-
eftirlitið á Akranesi 1964-70, var
hjúkrunarforstjóri við Sjúkrahúsið á
Akranesi 1970-75 og var hjúkrunar-
framkvæmdastjóri þar 1975-93 er
hún lét af störfum.
Ásthildur hefur starfað í Odd-
fellowreglunni á Akranesi, stúku nr.
5 Ásgerði, frá árinu 1984 og gegnt
þar ýmsum trúnaðarstörfum.
Ásthildur hefur ferðast töluvert
og hefur mikla ánægju af klassískri
tónlist: „Ég vann yfirleitt öll sumur
á sjúkrahúsinu og tók því sumarfríið
á veturna á áttunda áratugnum. Þá
fórum við hjónin í mörg ár til Gran
Canaria í janúar eða febrúar og
dvöldum þar fram í mars. Seinna
fórum við að ferðast meira um Evr-
ópu. En nú erum við hætt þessu
flandri fyrir nokkrum árum, erum
áskrifendur að Sinfóníutónleikum
og förum mikið í leikhús.
Annars er ég mikil fjölskyldu-
manneskja. Ég vil helst vera á með-
al minna nánustu, hef yndi af yngstu
kynslóðinni og nýt þess að fylgjast
með henni vaxa úr grasi.“
Fjölskylda
Eiginmaður Ásthildar er Helgi
Kristmann Haraldsson, f. 13.10.
1933, fyrrv. bifreiðastjóri og fram-
kvæmdastjóri. Foreldrar hans voru
Haraldur Kristmannsson, f. 2.8.
1893, d. 13.12. 1973, bifreiðastjóri á
Akranesi, og k.h. Jóna Þorleifs-
dóttir, f. 12.5. 1897, d. 22.9. 1992,
húsmóðir á Akranesi.
Börnin eru 1) Hólmfríður Jóns-
dóttir, f. 26.6. 1952, sjúkraliði í Mos-
fellsbæ, en hún var ung ættleidd af
bróður Ásthildar, og konu hans, og á
Hólmfríður á þrjú börn; 2) Haraldur
Helgason, f. 10.12. 1958, verktaki á
Akranesi og eru börn hans Krist-
rún, f. 1995, og Ásthildur Jóna, f.
1998; 3) Einar Baldvin Helgason, f.
20.7. 1960, vélvirkjameistari á Akra-
nesi en kona hans er Sigríður Ása
Bjarnadóttir leikskólakennari og
eru börn þeirra Baldvin, f. 1985, Ása
Birna, f. 1988, og Bjarni Kristmann,
f. 1993; 4) Gerður Helga Helgadótt-
ir, f. 8.2. 1964, leikskólakennari á
Akranesi en maður hennar er Sæv-
ar Jónsson blikksmíðameistari og
eru börn þeirra Emil Kristmann, f.
1990, og Jón Helgi, f. 1998. Lang-
ömmubarið er Kári Leó Emilsson, f.
2016.
Systkini Ásthildar; Jón Einars-
son, f. 1923, d. 1993, vélstjóri hjá
Landhelgisgæslunni, búsettur í
Reykjavík; Katrín Einarsdóttir, f.
1925, nú látin, húsfreyja í Atlanta í
Bandaríkjunum; Árni Einarsson, f.
1927, kennari, búsettur í Hafnar-
firði; Sveinn Einarsson, f. 1929,
rennismiður, búsettur í Reykjavík;
Baldvin Einarsson, f. 1940, bygg-
ingafræðingur, búsettur í Reykja-
vík, og Guðrún Einarsdóttir, f. 1942,
húsfreyja á Laugarvatni.
Foreldrar Ásthildar voru Einar
Baldvin Jónsson f. 25.8. 1894, d.
11.2. 1968, hreppstjóri á Raufar-
höfn, og k.h., Hólmfríður Árnadótt-
ir, f. 19.9. 1904, d. 17.7. 1992, hús-
freyja á Raufarhöfn.
Ásthildur
Einarsdóttir
Sabína Stefanía Jónsdóttir
húsfr. í Þistilfirði
Árni Árnason
b. í Þistilfirði, síðast
á Svalbarðsseli
Ástfríður Árnadóttir
húsfr. á Kópaskeri
Árni Ingimundarson
starfsm.Kaupfélags N-Þing. á
Kópaskeri, frumbýlingur þar
Hólmfríður Árnadóttir
húsfr. á Raufarhöfn
Hólmfríður Jónsdóttir
húsfr. á Brekku
Ingimundur Rafnsson
hreppstj. á Brekku í Núpasveit
Páll Einarsson
ýslum., hæsta-
éttardómari og
fyrsti borgar-
stjórinn í Rvík
Unnur
Ólafsdóttir
veðurfr. í
Rvík
Franz Eduard Pálsson deildarstj. í Rvík
Kristján Eldjárn
gítarleikari
Ari Eldjárn
uppistandari
Ólafur Pálsson
verkfr. í Rvík
Dr. Páll Einarsson jarðeðlisfr. í Rvík
Baldvin Einarsson verkfr. í Rvík
s
r
Einar Baldvin
Pálsson
yfirverkfr. hjá
Reykjavíkur-
borg
Guðrún Laxdal
húsfr. á Akureyri
Jón Guðmundsson
hafnsögum. á Akureyri
Pálína Hildur Jónsdóttir
húsfr. á Raufarhöfn
Jón Einarsson
kaupm. á Raufarhöfn
Kristín Pálsdóttir
dóttir Páls Jónssonar
sálmaskálds í Viðvík
Einar Baldvin Guðmundsson
hreppstj., oddviti og alþm. á Hraunum í Fljótum, bróðursonur
Baldvins Einarssonar sem gaf út Ármann á Alþingi
Úr frændgarði Ásthildar Einarsdóttur
Einar Baldvin Jónsson
hreppstj. og kaupm. á Raufarhöfn
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2018
Loftpressur - stórar sem smáarBjörn Þorsteinsson sagnfræði-prófessor fæddist að Þjót-anda í Villingaholtshreppi
20.3. 1918. Þótt hann fæddist á Suður-
landi var hann í raun af þekktum hún-
vetnskum ættum, sonur Þorsteins
Björnssonar, kaupmanns og frumbýl-
ings á Hellu á Rangárvöllum, og
f.k.h., Þuríðar Þorvaldsdóttur kenn-
ara.
Þorsteinn var bróðir Sigurgeirs,
föður Þorbjörns, prófessors í eðlis-
fræði við HÍ. Þorsteinn var sonur
Björns Eysteinssonar í Grímstungu
sem var forfaðir ýmissa þjóðkunnra
Húnvetninga.
Björn lauk stúdentsprófi frá MR
1941, cand.mag.-prófi í íslenskum
fræðum frá HÍ 1947, stundaði fram-
haldsnám við University of London
1948 og 1949 og varði doktorsritgerð
HÍ 1970.
Björn kenndi við Gagnfræðaskóla
Vesturbæjar, Iðnskólann í Reykjavík
og Laugalækjarskóla, kenndi sögu við
MH og var prófessor í sögu við HÍ frá
1971. Þá var hann fararstjóri á sumrin
um skeið, stofnaði leiðsögunámskeið á
vegum Ferðaskrifstofu ríkisins 1960
og veitti þeim forstöðu til 1967 og síð-
an, ásamt Vigdísi Finnbogadóttur.
Björn var afkastamikill fræðimaður
og stundaði brautryðjendarannsóknir
á samskiptum Íslendinga og Eng-
lendinga á síðmiðöldum. Meðal helstu
fræðirita hans má nefna Nýja
Íslandssögu; Enskar heimildir um
sögu Íslands á 15. og 16. öld; Ensku
öldina í sögu Íslands; Tíu þorskastríð
1415-1976; og Íslenzka miðaldasögu.
Björn var formaður Rangæinga-
félagsins í Reykjavík, var forseti
Sögufélags, formaður Sagnfræð-
ingafélagsins og ritstjóri Sögu. Þá fór
hann í framboð fyrir Sósíalistaflokk-
inn og Alþýðubandalagið.
Björn lést 6.10. 1986.
Í tilefni þess að hundrað ár eru liðin
frá fæðingu Björns, verður haldið
minningarþing honum til heiðurs,
Bjarnarmessa, í Veröld, Húsi Vigdís-
ar Finnbogadóttur, í dag kl. 16.30-
18.30.
Merkir Íslendingar
Björn Þorsteinsson
90 ára
Adda Geirsdóttir
85 ára
Friðrik Áskell Clausen
Hörður Þormar
Jóhannes Brandsson
Rafn Heiðar Þorsteinsson
Ragnar Ásmundsson
Sigurbirna Hafliðadóttir
80 ára
Ólafía Bjarney Ólafsdóttir
75 ára
Ágúst Guðjónsson
Brynjar Viborg
Guðrún Gyða Sveinsdóttir
Hilmar Guðmundsson
Hjálmtýr Guðmundsson
Júlíus Sæberg Ólafsson
Óskar Már Ólafsson
Páll Þorsteinsson
Sigurður Sigurðsson
Þorbjörg Ásmundsdóttir
70 ára
Grétar Geirsson
Guðjón Sveinbjörnsson
Guðmundur Ingi Hildisson
Heiðrún Sveinbjörnsdóttir
Heimir Skarphéðinsson
Jóhannes Þórarinsson
Kristján Ólafsson
Ragnhildur Ásmundsdóttir
Sigríður Gunnarsdóttir
Sigurður Þráinsson
Valdís R. Ívarsdóttir
Þóra Þórarinsdóttir
60 ára
Algimantas Rumsevicius
Guðríður Jónsdóttir
Hörður Grétar Olavson
Ingibergur G. Þorvaldsson
Katrín Baldursdóttir
Nexhmije Fuga Elezdóttir
Óskar Kristinsson
Sigurveig Pétursdóttir
Valdís Inga Valgarðsdóttir
Þyri Magnúsdóttir
50 ára
Ari Hallgrímsson
Boban Ristic
Daiva Kiskeviciene
Dragan Kristinn Stojanovic
Elsa Björk Harðardóttir
Geirrún K. Stefánsdóttir
Guðmundur Breiðfjörð
Guðný E. Briem Óladóttir
Hildur Gylfadóttir
Jóhannes Þ. Jóhannesson
Jón Arnar Baldurs
Páll Grímsson
Sigurlaug G. Skaftadóttir
Tomasz Jan Wróblewski
Zbigniew Józef Troscianko
40 ára
Arnór Fannar Reynisson
Artur Miroslaw Lepkowski
Árnmar J. Guðmundsson
Björg Pétursdóttir
Dröfn Nikulásdóttir
Egill Örn Sverrisson
Fanný B.M.Jóhannsdóttir
Heiða Jóhannsdóttir
Kjartan Þ. Þorvaldsson
Krishna Kumar Damodaran
Ólafur Pétur Pétursson
Óskar Örn Árnason
Sigurbjörg Ólafsdóttir
Svetlana Zaytseva
30 ára
Harpa Hrund Jóhannsdóttir
Helena Björk Eiríksdóttir
Ragnheiður Stefánsdóttir
Sandra Bjarney Helgadóttir
Snævar Ingi Hafsteinsson
Steinþór John Magnússon
Þór Sævarsson Carlsson
Til hamingju með daginn
30 ára Sigrún ólst upp í
Reykjavík, býr þar, lauk
BA-prófi í íslensku við HÍ
og BA-prófi í myndlist við
LHÍ og er að vinna í textíl
og við skriftir og vinnur
með IYFAC.
Maki: Friðgeir Einarsson,
f. 1981, rithöfundur og
sviðslistamaður.
Sonur: Tómas, f. 2013.
Foreldrar: Huld Konráðs-
dóttir, f. 1963, og Sig-
urður Tómas Magnússon,
f. 1960.
Sigrún Hlín
Sigurðardóttir
40 ára býr á Akureyri,
lauk kennaraprófi og er
leikskólakennari á Trölla-
borgum.
Maki: Sumarliði Guðmar
Helgason, f. 1974, lausna-
stjóri og tónlistarmaður.
Börn: Gunnlaugur Orri, f.
2000; Hákon Helgi, f.
2003, og Bríet Sunna, f.
2010.
Foreldrar: Gunnlaugur
Konráðsson, f. 1946, og
Valborg María Stefáns-
dóttir, f. 1951.
Soffía Júnía
Gunnlaugsdóttir
40 ára Helga ólst upp í
Reykjavík, er þar búsett,
lauk BEd.-prófi frá KHÍ og
er grunnskólakennari við
Hlíðaskóla í Reykjavík.
Dætur: Júlía, f. 2003;
Laufey, f. 2006, og Katla,
f. 2012.
Foreldrar: Laufey Jó-
hannsdóttir, f. 1955,
grunnskólakennari við
Hlíðaskóla í Reykjavík, og
Steinþór Þórarinsson, f.
1951, d. 1994, húsasmið-
ur.
Helga
Steinþórsdóttir