Morgunblaðið - 20.03.2018, Síða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2018
Opið virka daga 9-18, laugardaga 11-16 • www.rafkaup.is Ármúla 24 • S. 585 2800
Vel var mætt á „rauðum“tónleikum SÍ á fimmtudagþó ekki væri í fulla sneis.Aðalaðdráttaragnið var
ugglaust finnska sópransöngkonan
er hér kom fram í fyrsta sinn á Ís-
landi. Þar næst fjölskrúðug og al-
þekkt sinfónía Berlioz.
Fyrir settlegustu hlustendum
kann þó að hafa vegið móti nafn
naumtjáða módernistans Antons
Weberns. Það var samt að ósekju,
enda verkið frá því áður en tólftóna-
aðferð Schönbergs var að fullu um
garð gengin meðal þeirra Albans
Berg í svokölluðum Seinni Vínar-
skóla, nánar til tekið um það leyti
sem „atónalt“ forstig hennar vakti
mest fyrir nefndum lærimeistara
beggja. Og einkum fyrir að vera vel
samin og enn áheyrileg tónsmíð sem
staðizt hefur tímans tönn betur en
margt annað eftir lok síðrómantíkur,
eins og vel kom fram í næmri túlkun
kvöldsins þar sem SÍ var á efstu
doppum þegar í upphafi.
Hinir ástríðuþrungnu fimm
söngvar Richards Wagner við ljóð
Mathilde Wesendonck, einu lög hans
fyrir einsöngvara og píanó eftir
æskuárin (hér í orkestrun eftir Felix
Mottl), hafa verið hljóðritaðir af
liggur við hundruðum söngvara og
samanburðarvalið eftir því yfir-
gengilegt.
Sjálfur féll ég á sínum tíma fyrir
meðferð hinnar ungversku Sylviu
Sass. En þó að stærra raddfæri
Karitu Mattila hentaði kannski bet-
ur óperufíklum, var túlkun hennar
engu að síður fjölbreytt og lág-
stemmt innileg þegar það átti við.
Var söngkonunni tekið með þvílíkum
kostum og kynjum utan úr sal að
halda mætti að launuð claque-sveit
(að mestu kvenkyns eftir hljóðum að
dæma) hefði fylgt henni hingað.
Eftir hlé brast á Draumóra-
sinfónía Hectors Berlioz í öllu sínu
ofskynjunarveldi, sem hefði á sál-
arvíkkunartímum hippa eins mátt
Hörkuspenn-
andi vímukviða
Eldborg í Hörpu
Sinfóníutónleikar bbbbn
Webern: Passacaglia Op. 1 (1908). Wag-
ner: Wesendonck-Lieder (1858). Berlioz:
Symphonie fantastique (1830). Karita
Mattila S og Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Stjórnandi: Yan Pascal Tortelier.
Fimmtudaginn 15. mars 2018 kl. 19:30.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST
AF TILRAUNUM
Ragnheiður Eiríksdóttir
heidatrubador@gmail.com
Vorið er komið! Veðrið á höfuðborg-
arsvæðinu hefur verið með besta
móti síðustu daga en það er samt
ekki hinn raunverulegi vorboði, held-
ur lítil og sakleysisleg hljómsveita-
keppni. Já, það er komið að Músíktil-
raunum í þrítugasta og sjötta sinn.
Þessi litla og saklausa hljómsveita-
keppni er reyndar langt því frá að
vera léttvæg fyrir íslenska menn-
ingu. Sigurvegarar Músiktilrauna
skrá sig á blöð sögunnar og fá tæki-
færi til að spreyta sig á tónlistar-
hátíðum innanlands sem utan, en all-
ir þátttakendur fá reynslu í fram-
komu og spilamennsku og íslenskt
tónlistarlíf græðir á því að fá meiri
tónlist og fleiri hljómsveitir. Ég við-
urkenni fúslega að vera það mikill
tónlistarnörd að ég telji bókstaflega
niður dagana þar til tilraunirnar hefj-
ast og á sunnudagskvöld var biðin
loks á enda og ég trítlaði niður í
Hörpu.
Sex hljómsveitir voru skráðar til
leiks og fyrst til að stíga á svið var
200 Mafía úr Kópavogi sem lék út-
hverfarapp. Það voru 7 (sjö!) rapp-
arar í þessu fyrsta bandi kvöldsins,
ásamt einum taktgerðarmanni. Það
er afar sérstakt að heyra sjö raddir
flytja stemmur sínar af fullum krafti
og sannfæringu, ýmist hverja í sínu
lagi eða allar saman. Útkoman var
nokkurs konar hættulegur rapp-
karlakór og skilaði sér í gæsahúð frá
fyrstu sekúndu.
Skagabandið Madre Mia var næst
á svið, skipað þremur stúlkum á aldr-
inum 14-15 ára og þótt æskuljóminn
sé alltaf sjarmerandi er þessi hljóm-
sveit enn í mótun. Lagasmíðar voru
ágætar en ég hefði viljað bæta við
áslætti og helst að það vanti aðeins
upp á einbeitingu og samspil.
Davíð Rist frá Ísafirði var síðastur
fyrir hlé og lék lágstemmt en lunga-
mjúkt þjóðlagapopp. Síðara lag hans
var betra og jafnvel smá krækja í við-
lagi og í heildina er þarna prýðis-
tónlist á ferð en kannski ekki sú
frumlegasta.
Eftir ágæta kaffipásu hófst leik-
urinn að nýju og hljómsveitin Hug-
arró úr Eyjafjarðarsveit steig á
stokk. Þrír liðsmenn spila rokk-
skotna pönktónlist, og bera með sér
frumlegheit og leikgleði, enda segj-
ast þeir eingöngu vera í hljómsveit til
að skemmta sér og vonandi öðrum í
leiðinni. Hugarró er kannski ekki
þéttasta sveitin sem keppir í ár, en
frjálst flæði trommarans og ferskar
tónlistarpælingar voru afar kær-
komnar.
Tveir tvítugir Reykvíkingar skipa
hljómsveitina Pixel Dream sem tók
við sviðinu á eftir Hugarró. Laga-
smíðar Pixel Dream eru dreymandi
tölvupopp eins og nafn sveitarinnar
segir til um, en þegar um ósungna
tónlist er að ræða er enn mikilvæg-
ara að vanda til verks og nostra við
lagasmíðar og útsetningar. Þar vant-
aði herslumuninn, og útkoman varð
því full-óeftirminnileg og flöt.
Síðust á svið á fyrsta undan-
úrslitakvöldi Músiktilrauna 2018 var
Melophobia frá Stykkishólmi sem lék
tónlist í anda bandarísks háskóla-
rokks. Tónlistin var mjög einföld, en
þrátt fyrir að einfaldleikinn sé oftast
bestur vantaði samt kjöt á beinin í
þessu tilviki. Sjálfir voru liðsmenn í
góðum fíling, einkum í öðru laginu
sem var meira að segja með smá
krækju í viðlagi og óvæntum upp-
takts-kafla.
Þegar atkvæði úr sal höfðu verið
talin voru úrslitin ráðin, og Madre
Mia hlaut kosningu úr sal. Dómnefnd
kaus svo rapparana úr Kópavogi, 200
Mafía, áfram og þessi tvö bönd eru
því komin í úrslit Músiktilrauna og
leika aftur næsta laugardag.
Frá lungamjúkum þjóðlagapopp-
urum til hættulegra rapp-kóra
200 Mafía Nokkurs konar hættulegur rapp-karlakór sem skilaði sér í gæsa-
húð frá fyrstu sekúndu, eins og segir í pistli. Sveitin komst áfram í úrslit.
Morgunblaðið/Hanna
Skagaband Hljómsveitin Madre Mia frá Akranesi komst áfram í úrslit Músíktilrauna eftir kosningu úr sal.
Mjúkt Davíð Rist lék lágstemmt
og lungamjúkt þjóðlagapopp.
» Þessi litla og sak-lausa hljómsveita-
keppni er reyndar langt
því frá að vera léttvæg
fyrir íslenska menningu.