Morgunblaðið - 20.03.2018, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.03.2018, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 79. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Stærstu þotunni snúið til … 2. Hélt framhjá með æskuástinni 3. Svindlsíminn hringdi í lögguna 4. Átján ára og 11 kíló »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Finnski leikhópurinn Blaue Frau sýnir gagnvirku þátttökuleiksýning- una 35 x ég og nokkrar leikkonur í Rósenborg á Akureyri í dag og á morgun kl. 18 og 20 báða daga og í Tjarnarbíói 24. og 25. mars kl. 19 og 21. Í verkinu er reynt að skapa femín- íska útópíu. Gestaleikkona fyrir norð- an er Saga Geirdal Jónsdóttir og Kristbjörg Kjeld fyrir sunnan. Blaue Frau skapar femíníska útópíu  Svipmyndir af samfélagi er yfir- skrift síðasta Þriðjudagsfyrir- lestrar vetrarins í Listasafninu á Akureyri sem fram fer í dag kl. 17. Þar segja myndlistar- konan Jeannette Castioni og leikarinn Ólafur Guð- mundsson frá verkefni sem fjallar um Íslendinga af mismunandi uppruna í samhengi við skapandi upplifun þeirra af sjálfum sér og samfélaginu í gegn- um leiklist, myndlist og gjörninga. Svipmyndir af sam- félagi á Akureyri  Í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Björns Þorsteinssonar er efnt til Bjarnarmessu í Veröld – húsi Vigdísar í dag kl. 16.30. Björn var brautryðjandi í nútímasagnfræði á Ís- landi og um langt skeið einn fremsti fræðimaður á sínu sviði. Meðal þeirra sem heiðra minningu Björns með erindum eru Björn Pálsson, Þórunn Valdimars- dóttir og Jón Atli Benediktsson. Bjarnarmessa í dag Á miðvikudag- Suðlæg átt, víða 8-13 m/s, en hvassara vestast. Rigning með köflum, en úrkomulítið norðaustantil. Hiti 3 til 8 stig. Á fimmtudag Sunnan 8-13 m/s, norðaustan 8-13 á Vestfjörðum. Rigning eða slydda, en bjart með köflum norðaustanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan og suðaustan 8-13 og rigning með köflum, úrkomulítið norðaustantil. Styttir að mestu upp í kvöld. VEÐUR „Maður er búinn að vera fárán- lega heppinn að fá öll þessi tækifæri, lærir alls konar hluti af þessu, með því að sjá hvern- ig þessir menn haga sér innan og utan vallar, og hvernig þetta líf er. Maður kynnist þessum sérstaka anda sem er hjá liði á þessu getustigi, þar sem allir eru með rosalegt atvinnu- mannahugarfar,“ segir Tryggvi Snær Hlinason, landsliðs- maður í körfuknattleik og leikmaður Valencia. »4 Heppinn að fá öll þessi tækifæri Bæði karla- og kvennalið Stjörnunnar leita að þjálfurum þar sem Einar Jónsson og Halldór Harri Krist- jánsson eru á förum. Aron Krist- jánsson hefur verið nefndur til sögunnar sem mögulegur þjálfari karlaliðs Garðbæinga. Morgun- blaðið fer yfir stöð- una á þjálfara- og leikmanna- málum í opnu íþróttablaðsins. » 2-3 Stjarnan leitar að þjálf- urum og Aron nefndur „Ég hef fína tilfinningu fyrir þessum leik. Það er ekkert um meiðsli í hópnum og leikmenn eru í góðu formi enda keppnistímabilið á nálg- ast hápunkt um þessar mundir,“ segir Þórey Rósa Stefánsdóttir, landsliðskona í handknattleik, en Ís- land mætir Slóveníu í Laugardals- höllinni annað kvöld í undankeppni Evrópumótsins. »1 Hef fína tilfinningu fyrir þessum leik ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Stofnfundur Addison-samtakanna á Íslandi var haldinn fyrir skömmu. Tilgangur þeirra er að halda utan um þá sem greinast með Addison- sjúkdóminn og aðra sem þurfa að taka inn lyfið hýdrókortisón vegna streitu, auk aðstandenda þeirra. Markmiðið er jafnframt að efla almenna fræðslu og vitund um sjúkdóminn. Hermann Arnar Austmar er talsmaður sam- takanna. Hann segir að samkvæmt upplýsingum félagsmanna séu liðlega 50 manns með Addison- sjúkdóminn hérlendis, þar af 21 greindur með nýrnahettubilun og 31 með aðra sjúkdóma. Á Facebook eru 22 í hópi sem nefnist Lífið með Addison. „Við þurfum að taka inn hýdrókortisón í töfluformi til þess að lifa af,“ segir hann og bendir á að a.m.k. fimm sjúkdómar valdi því að fólk sé háð inntöku hýdrókortisón, t.d. vegna bil- aðs heiladinguls eða bilaðra nýrnahettna, en kortisól er sterahormón sem myndast í nýrna- hettunum undir eðlilegum kringumstæðum. Greining erfið Fólk með Addison-sjúkdóminn hittist á liðnu hausti og að fenginni reynslu margra var ákveðið að stofna samtök til að stuðla að aukinni fræðslu meðal lækna um sjúkdóminn. „Það gengur erfið- lega að greina sjúkdóminn nema fyrir þá sem eru sérfræðingar eða hafa reynslu af sjúkdómn- um,“ segir Hermann. Hann bætir við að rétt greining taki oft langan tíma og viðbrögð fólks á heilbrigðissviði í neyðartilfellum séu oft hæg eða röng, sem geti leitt til lífshættulegs ástands sjúk- linganna. „Reynsla mín og annarra er á þá lund, starfsmenn í heilbrigðisþjónustu virðast ekki geta greint vandann nema þeir hafi reynslu af sjúkdómnum,“ segir hann. Um 30% sjúklinga með Addison-sjúkdóminn í Bandaríkjunum lifa við skert lífsgæði eða eru ör- yrkjar, að sögn Hermanns. Hann segir að margir hafi jafnframt aðra sjúkdóma eins og til dæmis sykursýki. „Við þurfum að fara varlegar en margir aðrir, þurfum eiginlega að sjá inn í framtíðina,“ segir Hermann og vísar til þess að sérstaklega andleg streita hafi þau áhrif að auka þurfi lyfjaneysluna, en helstu einkenni eru slappleiki, flökurleiki og skert þol. „Ef við erum veik eða grunur er um sýkingu verðum við að bregast hraðar við,“ held- ur hann áfram. Í því sambandi segir hann að ný- lega hafi verið tekinn úr honum endajaxl og þá hafi tannlæknirinn skrifað upp á sýklalyf. „Hann vildi að ég tæki það til öryggis, því við erum gjarnari að fá sýkingu.“ Addison-samtökin í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku buðu Hermanni á ráðstefnu um sjúkdóminn í Finnlandi í fyrra. Hann segir að dönsku samtökin hafi til dæmis látið útbúa fræðsluefni sérstaklega hannað fyrir lækna til þess að auðvelda þeim greininguna. Á ráðstefnunni var jafnframt rætt um lyfja- öryggi. Hermann segir að oft hafi reynst erfitt að fá lyf vegna þess að þau hafi hreinlega ekki verið til. „Við getum lifað án þeirra í einhvern tíma en það er óþægilegt að vera á síðustu pill- unum því þær halda bókstaflega í okkur lífinu,“ segir hann. Hermann segir að ferðamenn með sjúkdóminn geti verið í ákveðinni hættu, sérstaklega á fram- andi slóðum. Það hafi komið fyrir að læknar er- lendis hafi neitað að gefa sjúklingum hýdrókort- isón. Samtökin á Norðurlöndum hafi látið útbúa eyðublað, sem sé aðgengilegt á heimasíðum þeirra, þar sem fram komi að viðkomandi þurfi á lyfinu að halda og án réttrar þjónustu geti það þýtt dauða. Samtökin á Íslandi stefni að því að fá að þýða danska leiðarvísinn og annað fræðslu- efni. Danska sambandið hefur látið framleiða mynd- band þar sem sýnt er hvernig fólk með sjúkdóm- inn getur sprautað sig í neyðartilfellum. Her- mann segir að til standi að halda námskeið, þar sem hjúkrunarfræðingur kynnir hvernig á að bera sig að við slíkar aðstæður. „Fræðsla og réttar upplýsingar skipta alla miklu máli,“ segir hann. Efla fræðslu um Addison Morgunblaðið/Hari Addison Hermann Arnar Austmar er talsmaður íslensku samtakanna sem voru stofnuð fyrir skömmu.  Þurfa að taka lyfið hýdró- kortisón til þess að lifa af

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.