Morgunblaðið - 29.03.2018, Síða 26

Morgunblaðið - 29.03.2018, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2018 FERMINGARGJAFIR Laugavegur 61 I Kringlan I Smáralind I sími 552 4910 I www.jonogoskar.is Ég er staddur í lest íBerlín og er að sækjamóður mína út á flug- völl ásamt dætrum mínum. Hún verður hjá okkur um páskana,“ segir Ragnar Hans- son kvikmyndagerðarmaður, en hann á 40 ára afmæli í dag. Ragnar er með annan fótinn í Berlín, en dætur hans búa þar, og er búinn að koma sér upp heimili í hverfinu Prenz- lauer Berg. Hann starfar þó að mestu í Reykjavík og er að klára að vinna sjónvarpsþætti með bróður sínum, Gunnari Hanssyni. Verða þeir sýndir skömmu eftir páska á RÚV og fram að sveitarstjórnarkosn- ingunum. „Þar mun Frímann Gunnarsson fjalla um borgar- skipulag eftir eigin höfði og fer fljótlega út af sporinu eins og honum einum er lagið, en hann þjáist af nimbýisma. Það er dregið af „not in my backyard“ og er algengt hjá fjólki sem finnst allt frá- bært nema það hafi áhrif á eigið líf. Við erum svolítið að tækla það. Ég er líka að vinna að heimildarmynd um Mezzoforte og skrepp heim í ýmis verkefni.“ Ragnar tók til dæmis upp kynninguna á ís- lenska landsliðsbúningnum. „Það var mjög skemmtilegt verkefni og umdeild kynning þótt auglýsingin sjálf hafi ekki verið það.“ Legókubbar eru mikið áhugamál hjá Ragnari. „Ég er búinn að hafa áhuga á þeim í nokkur ár og hann hefur aukist eftir að ég fór að vera í Þýskalandi, sem er mesta lególand í heimi. Það er auðvelt að komast yfir legókubba hér og þeir eru mun ódýrari en á Íslandi. Ég hef líka keypt notaða kubba og er að lappa upp á þá. Þetta er að verða gerð- arlegt safn hjá mér og eitt herbergi hjá mér verður tileinkað þessu og verður magnað, held ég. Kvikmyndagerð, börnin og kubbar er því það sem ég brenn mest fyrir.“ Ragnar ætlar út að borða með móður sinni og dætrum í dag. „Þetta verður mjög kósi hjá okkur yfir páskahelgina og við ætlum að borða mikið af íslenskum páskaeggjum. Í kvöld ætla ég að hitta Berlínarvini mína í syndabælinu Neukölln og förum við út að borða og mamma passar á meðan.“ Móðir Ragnars er Anna Sigríður Pálsdóttir, fyrrverandi dóm- kirkjuprestur, og faðir hans er Hans Kristján Árnason. Börn Ragnars eru Hrappur 16 ára, sem býr í Reykjavík, og Ripley Anna 6 ára og Akira Maja 4 ára sem búa í Berlín. Afmælisbarnið Ragnar býr í Berlín og Reykjavík jöfnum höndum. Kvikmyndir og kubbar Ragnar Hansson er fertugur í dag Akureyri Margrét Ruth Blön- dal Lárusdóttir fæddist 29. mars 2017 og á því eins árs afmæli í dag. Hún vó 2.960 g og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru Páley Sonja Wium Ragnarsdóttir og Lárus Blöndal Benediktsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. K ristín Rannveig Thor- lacius fæddist 30. mars 1933 í Austurbæjar- skólanum í Reykjavík. Faðir hennar var skólastjóri og átti fjölskyldan þar heima þar til Kristín varð 12 ára. „Við lát föður míns árið 1945 flutt- umst við úr skólanum og nokkrum ár- um seinna eignaðist móðir mín íbúð í Hlíðahverfinu, sem þá var að byggj- ast. Götur voru ófrágengnar, engin götulýsing, en þarna urðum við að paufast heim á dimmum kvöldum í svartamyrkri.“ Kristín var stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1953, tók kenn- arapróf frá Kennaraháskólanum 1980 og bætti síðar við sig námi í bóka- safnsfræði og útskrifaðist sem bóka- safnskennari frá Háskóla Íslands. „Ég var í síðasta hópnum sem tók inntökupróf í 1. bekk í MR vorið 1947. Það voru 30 nemendur sem komust þar inn og við útskrifuðumst árið 1953. Að loknu stúdentsprófi fór ég að vinna á skrifstofu í fjármálaráðu- neyti, en í ársbyrjun 1956 var ég ráð- in ritari Þjóðminjasafnsins hjá þeim frábæra húsbónda Kristjáni Eld- járn.“ Kristín var kennari við grunnskól- ann á Lýsuhóli í Staðarsveit 1973- 1994 og bókasafnskennari í Borgar- nesi frá 1994 til 2005. Kristín sat í sveitarstjórn Staðar- sveitar og var oddviti sveitarinnar í átta ár, 1978-1986. Hún hefur þýtt fjölda bóka og tvisvar fengið þýð- Kristín Thorlacius, kennari og þýðandi – 85 ára Börnin Systkinin raða sér upp í aldursröð árið 1995 í garðinum heima í Borgarnesi þar sem fjölskyldan bjó. Frá vinstri: Áslaug, Ingibjörg, Ragnhildur, Sigurður, Finnbogi, Örnólfur Einar og Ólafur. Barnabörnin eru kórónur öldunganna Hjónin Kristín Thorlacius og Rögnvaldur Finnbogason um 1960. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.