Morgunblaðið - 29.03.2018, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 29.03.2018, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2018 Ástkær eiginmaður minn, MAGNÚS SIGURÐSSON frá Úlfsstöðum, andaðist laugardaginn 24. mars. Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju miðvikudaginn 4. apríl klukkan 14. Jarðsett verður í Vallaneskirkjugarði. Sigríður Ólafsdóttir Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, tengdasonur og afi, PÁLMI RAGNARSSON frá Garðakoti II, lést á sjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 22. mars. Útförin fer fram frá Hóladómkirkju laugardaginn 7. apríl klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vilja minnast hans er bent á Utanfararsjóð Krabbameinsfélags Skagafjarðar eða Utanfararsjóð sjúkra í Skagafirði sem hægt er að greiða í hjá Blóma- og gjafabúð Sauðárkróks, s. 455-5544. Ása Sigurrós Jakobsdóttir Jakob Smári Pálmason Katharina Sommermeier Magnea Jóna Pálmadóttir Halldór Bjartmar Halldórsson Oddný Ragna Pálmadóttir Ingi Guðmundsson Sigríður Ingibjörg Pálmad. Svana Ásgrímsdóttir og barnabörn Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, ANNA SIGURLÍNA STEINGRÍMSDÓTTIR, Álftamýri 52, Reykjavík, lést á Hrafnistu mánudaginn 26. mars. Útförin verður auglýst síðar. Guðrún S. Guðmundsdóttir Valdimar Gíslason Magnús Örn Guðmundsson Sigrún Hjörleifsdóttir Grettir Ingi Guðmundsson Hrönn Harðardóttir Óðinn Ari Guðmundsson Iðunn Lárusdóttir Halldór Þór Guðmundsson Sigrún Þóranna Friðgeirsdóttir Rebekka R. Guðmundsdóttir Kristján Róbert Walsh barnabörn og barnabarnabörn Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, SVEINN ÓLAFSSON frá Þingeyri, fyrrverandi vélstjóri í Áburðarverksmiðju ríkisins, lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 26. mars. Ingigerður Sveinsdóttir Magnús Wang Jón Rúnar Sveinsson Valgerður Árnadóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐLEIFUR MAGNÚSSON bókbindari, Klettakór 1A, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 19. mars. Útför hans fór fram frá Bænhúsinu við Fossvogskirkju föstudaginn 23. mars. Athöfnin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jarðað var í Gufuneskirkjugarði á svæði G. Þökkum hlýhug og auðsýnda samúð. Ásta Erlingsdóttir Magnús Guðleifsson Guðbjörg Guðmundsdóttir Erlingur Guðleifsson Björk Hauksdóttir Björgvin Guðleifsson Sólveig Helga Gunnarsdóttir og barnabörnin Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, systir og vinur, EDDA BALDURSDÓTTIR íþróttakennari, Neðstaleiti 2, Reykjavík, lést á Kanaríeyjum föstudaginn 2. mars. Bálför hefur þegar farið fram á Kanaríeyjum að ósk hinnar látnu og verður jarðsungið frá Garðakirkju mánudaginn 9. apríl klukkan 11. Baldur Hans Úlfarsson Heiðrún Jensdóttir Anna Klara Hreinsdóttir Bragi Bjarnason Hreinn Hreinsson Olga Másdóttir Orri Hreinsson Þóra Björk Þórhallsdóttir Klara Baldursdóttir Björk Baldursdóttir Brynjólfur Ingólfsson barnabörn og barnabarnabörn Gummi var öð- lingur. Sannkallað- ur öðlingur. Hann var örlátur, skemmtilegur, ljúf- ur og góður. Ég kynntist honum fyrst sem nemandi í Austurbæj- arskóla þegar hann var umsjón- arkennari minn í 8. bekk. Við vorum gjörsamlega bilaður bekkur. Fyrri umsjónarkennara okkar í 7. bekk fórum við svo illa með að hann hætti að kenna og fór að æfa færeyska þjóð- dansa, sá seinni hvarf bara ein- hvern veginn. Gummi tók svo við okkur og á örugglega stóran þátt í hvað úr okkur rættist, og ég er stoltur af að hafa verið í 8. GS, ég á enn fótboltatreyjuna sem við létum gera á okkur, bekkjarliðið, merkt 8. GS yfir hjartastað. Gummi spilaði ekki oft fót- bolta sjálfur en hafði mikinn áhuga á fótbolta og svo atvik- aðist, eftir að námi mínu í Aust- urbæjarskóla lauk, að við vorum nokkrir sem fórum reglulega saman á landsleiki í fótbolta. Þetta voru góðar stundir, fleyg- urinn var látinn ganga og menn voru reifir og hvöttu sitt ís- lenska landslið, hvernig sem leikur gekk og sama hvort á vellinum voru þrjú hundruð eða þrjú þúsund manns. Eftir að ég skreið yfir tvítugt fækkaði til muna þeim skiptum sem við hittumst en alltaf jafn gaman þegar það gerðist, að spjalla, um fótbolta, einhver mál sem þá voru á döfinni eða bara ein- hverja vitleysu. Gummi réð mig svo sem kennara að Austurbæjarskóla haustið 2002 og ég kenndi þar í 13 ár, ég sem hafði aldrei unnið lengur en eitt ár á sama stað í sama starfi, svona frábært var það að vinna fyrir Gumma, og auðvitað með öllu því eðal fólki sem hann hafði kringum sig. Aldrei fann ég þó fyrir því að ég væri einhver undirmaður Gumma, frekar að hann væri að vinna fyrir mig. Hann var svolít- ið svoleiðis, vildi allt fyrir alla gera – sem er ekki hægt, og kom stundum í bakið á honum frá þeim sem ekki kunnu gott að meta eða ekki virtu viljann fyrir verkið. Líka það að hann horfði heldur á hið besta í fólki, vildi færa allt til besta vegar, og öll erum við jú gallagripir og þurf- um á mönnum eins og Gumma að halda til að gera tilveruna betri. Hann var líka skjöldur fyrir okkur kennara, lenti oft milli steins og sleggju þegar hann stóð með okkur gegn ein- hverri vitleysunni frá ráðamönn- um í Reykjavík – ég veit það því ég var stundum steinninn. Hvað um það, Gummi var einstakur ferðafélagi og mikil ánægja að hafa fengið að ferðast með honum; um Ísland, í útlönd- um, gegnum kafla lífsins, því Guðmundur Rúnar Sighvatsson ✝ GuðmundurRúnar Sig- hvatsson fæddist 12. október 1951. Hann lést 19. mars 2018. Útför Guð- mundar fór fram 28. mars 2018. það var ferðalagið, ekki lokaáfang- astaður, sem skipti máli, ekki hvernig maður ferðaðist eða hvert, heldur hvað maður gerði og lærði á leiðinni. Hvað maður gaf af sér. Og Gummi gaf af sér, með góðu skapi, góðum húm- or og einfaldlega með því að vera sá sem hann var. Gunnhildur; þú ert perla sem Gummi fann á sínu ferðalagi og ég veit að hann fylgir þér áfram, eins og hann verður ávallt í huga allra þeirra sem þekktu hann og unnu honum. Ég votta börnum hans og barnabörnum mína dýpstu samúð og öllum þeim sem þetta lesa en segi að lokum: Við skulum hugga okkur við að hafa fengið að verða sam- ferða manni eins og Gumma. Einar Þór Karlsson. Það var í ágúst 1999 sem ég hitti Guðmund Sighvatsson fyrst. Ég hafði verið ráðin deild- arstjóri við Austurbæjarskóla en þar átti ég eftir að starfa með honum í sjö góð ár. Guðmundur var stjórnandi í víðum skilningi, heimspekingur og góðhjartaður mannvinur. Hann náði djúpt og á sterkan hátt til fólks á öllum aldri, óháð stétt, kynferði og þjóðerni. Mér eru minnisstæðir stjórnenda- fundirnir sem ég átti í morguns- árið með fjórum köllum í nokk- ur ár. Þá var dyrunum yfirleitt lokað áður en erill dagsins hófst. Þetta voru auðvitað vinnustund- ir en fullar af fyndnum sögum er verða ekki sagðar hér. Á sagnasviðinu var Guðmundur meistari. Hann fangaði andar- takið og sagði skemmtilega frá. Ef hann heyrði góða sögu átti hann líka til að fella tár og hlæja með öllum líkamanum sem gat verið mjög smitandi. Það var hægt að fletta upp í Guðmundi um alla sögulega hluti skólans, því hann var ein- staklega minnugur, sérstaklega ef atvikin voru kúnstug. Það var hins vegar ekki hans sterka hlið að dreifa verkum enda ætlaði hann alltaf að gera allt sjálfur. Oft og tíðum skammaði ég hann fyrir að hafa ekki látið mig vita af ýmsum uppákomum. Ég sé hann fyrir mér glottandi við of- hlaðna gamla skrifborðið sitt veiða alveg í miðju bunkans: „Þú meinar þetta bréf, Stína mín.“ Seinna átti ég sjálf eftir að ná alveg ótrúlegri tækni við að finna gögn hjá honum en okkar samstarf ásamt Héðni, Jasoni og Möggu var alltaf sér- lega gott. Það var gaman á þessum ár- um í Austurbæjarskóla og minn- ist ég þessa tíma með hlýju og gleði. Félagslífið var gott og gaman í vinnunni. Saman ásamt öðrum skipulögðum við Guð- mundur fundi, samkomur, starfsdaga, ferðalög og utan- landsferðir. Skólinn fór á þess- um árum til Spánar, Frakk- lands, Tékklands og Belgíu að ógleymdum haustferðunum að fjallabaki og víðar. Við Steinar eigum góðar minningar frá þessum ferðum. Guðmundur var góður ferða- félagi og nú er komið að leið- arlokum. Ég hitti hann ekki alls fyrir löngu á gangi, ég held að hann hafi vitað hvert stefndi þó að það hafi gerst snögglega. Hann blikkaði mig og sagði: „Það er langt í að þú kveðjir, Stína mín, en ætli það styttist ekki með mig.“ Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Blessuð sé minning Guð- mundar Sighvatssonar. Kristín Jóhannsdóttir. Það er mikið lán og ekki sjálfgefið að njóta vináttu starfsfélaga og yfirmanna á vinnustað. Þeirrar gæfu hef ég fengið að njóta ríkulega. Það er með djúpri hryggð að ég rita minningarorð um fyrrum yfir- mann, jafnaldra og kæran vin í meira en tvo áratugi, Guðmund Sighvatsson. Á löngum kennslu- ferli hef ég notið þess að vinna með fjölmörgu gáfuðu og færu skólafólki, en það er á engan hallað þegar ég segi að þar standi hann upp úr. Af mörgum góðum eðlisþátt- um Guðmundar minnist ég lít- illætis hans. Honum tókst að stækka okkur samferðafólkið. Mér finnst ég meiri manneskja af því að hafa unnið með honum. Þannig er góður stjórnandi og það verður aðeins sá sem býr yfir auðmýkt hins vitra. Á síðasta starfsári sínu í Austurbæjarskóla gekk Guð- mundur í starf skólaliða að hluta samhliða krefjandi skólastjóra- starfi. Hvernig sem viðraði stóð hann útivaktina, bæði í morg- unfrímínútum og í hádegishléi, þótt heilsan væri ekki góð. Hann sinnti því af sömu alúð og trúmennsku og starfi sínu sem æðsti stjórnandi. Þegar það var ámálgað við hann af samstarfs- fólki að þetta væri alveg ótækt vísaði hann því brosandi á bug og sagðist njóta þess að kynnast börnunum betur. Hann tók þetta á sig þegar ekki fékkst nægilegt starfsfólk. Þegar svo hrafnahjón gerðu sér laup ofan við útidyr í friðsælu páskaleyfi lét Guðmundur aftengja skóla- bjölluna og tók sér þá gömlu í hönd. Hrafnamóður mátti ekki styggja. Hún skyldi njóta frið- helgi í Austurbæjarskóla. Allt sem sneri að velferð nemenda var honum hjartans mál, einkum ef það gat lyft und- ir þá sem minna máttu sín. Þannig greip hann það tveim höndum að opna Austurbæjar- skóla upp á gátt fyrir nemend- um af erlendum uppruna. Það voru hans skjólstæðingar. Hann var afar stoltur af því að skólinn skyldi verða móðurskóli í fjöl- menningu. Í því kristallaðist mannúðarstefnan sem honum var svo hugleikin. Guðmundur hafði til að bera leiftrandi gáfur, orðsnilld og svo einstaka hlýju og útgeislun að hann gat talað mann inn á nán- ast hvað sem var. Það var ekki fyrr en gengið var af hans fundi að tvær grímur runnu stundum á mann. En aldrei vildi maður bregðast trausti hans, hvað sem á gekk. Guðmundur var örlátur á sjálfan sig og gjafmildur á tíma sinn svo af bar. Aldrei sást hann skipta skapi þótt vinnudagar væru langir og mikill erill. Allir töldu sig eiga eitthvað í honum. Nemendur leituðu til hans. Hvert haust og hvert vor var jafn mikil eftirvænting eftir að heyra ræðuna hjá honum sem ætíð var ávísun á góðan hlátur, svo fyndinn var hann. Minningarnar um Guðmund verma og blása lífi í hugsjóna- glæður sem bærast í brjósti. Eitt af mörgu góðu við að eld- ast er að mörkin milli anda og efnis verða óljósari. Þú finnur betur fyrir styrk þess góða sem þegið hefur verið á langri leið. Slíkan fjársjóð skilur Guðmund- ur eftir hjá okkur sem nú syrgj- um hann. Far vel, kæri vinur, hafðu þökk fyrir allt og allt. Konu hans og ástvinum öðrum sendi ég mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Kristín Magnúsdóttir. Allt frá fyrstu kynnum okkar Guðmundar Sighvatssonar taldi ég hann í hópi vina minna. Við hann gat ég rætt um allt sem á mér hvíldi, stórt og smátt. Það var ekki að öllu leyti einfalt mál að vera yfirlýstur samkyn- hneigður kennari á Íslandi við upphaf þessarar aldar. Viðhorf samfélagsins voru önnur en nú. Ég hóf kennslu í Austurbæj- arskóla nýlega kominn út úr skápnum, ögn týndur sjálfum mér og oft í efa um hvernig best væri að fóta sig í lífinu. Þessi mál og önnur sem á mér lágu, ungum manni, gat ég ætíð rætt við Guðmund skólastjóra því hér var á ferð merkilegur mannvinur. Trúr sínum þing- eysku rótum byggði hann upp fjölmenningarlegan skóla þar sem allir áttu skjól. Mennskan var Guðmundi Sighvatssyni í blóð borin. Um kennsluna og málefni henni tengd var auðvelt að ræða við Guðmund og þá kemur glíman við heimanámið upp í hugann. Sitt sýndist hverjum í þeim efnum, en hins vegar fundum við Guðmundur í sam- einingu upp á svari sem ég leyfi mér að kalla snilldarlausn. Lesturinn varð að vera til stað- ar enda hluti af aldagömlum hefðum. Hins vegar var annað heimanám valkvætt þar sem nemandinn og foreldrarnir leit- uðu sjálf svara við því hvað hentaði hverjum og einum. Hér var tekið mið af þörfum hvers einstaklings og það viðhorf hafði Guðmundur alla tíð að leiðarljósi. Óvenjulegt innsæi og hugsjón mannúðar réð för á vakt hans í Austurbæjarskóla og fyrir þá eiginleika uppskar hann fölskvalausa aðdáun í skólasamfélaginu. Eftir að ég hvarf frá kennslu í skóla hans og til annarra starfa hittumst við reglulega og ræddum hvað- eina sem varðaði hugðarefni beggja, meðal annars íslenska skólasögu og þá ekki síst þátt Hollvinafélags Austurbæjar- skóla og mikilvægi þess á þeim vettvangi sem hann hafði valist til starfa. Að leiðarlokum fylgja Guð- mundi Sighvatssyni hlýjar þakkir fyrir samfylgdina og þá gjöf að hafa byggt mig upp sem kennara. Guðjón Ragnar Jónasson. Ég hóf störf sem leiklistar- kennari við Austurbæjarskóla haustið 2005 undir dyggri stjórn Guðmundar R. Sighvats- sonar. Það má segja að þarna hafi Guðmundur brotið blað í sögu Austó með því að ráða leiklistarkennara í fullt starf því fram að því hafði leiklist ekki verið kennd þar sem ein af föst- um námsgreinum. Enn liðu sex ár þar til leiklist fékk sinn stað í námskrá sem ein af listgrein- unum, sem gerðist 2011. Þarna var Guðmundur sannarlega frumkvöðull í því að jafna hlut listgreinanna. Ári áður en ég var ráðin hafði ég útskrifast frá LHÍ með kennsluréttindi í leik- list og vildi strax finna farveg til að auka veg leiklistarinnar innan skólakerfisins. Ég bjó í næstu götu við Austó og fannst upplagt að byrja þar. Við Guð- mundur funduðum og ég kynnti hugmyndir mínar um það

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.