Morgunblaðið - 29.03.2018, Síða 15

Morgunblaðið - 29.03.2018, Síða 15
FRÉTTIR 15Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2018 Fjarðalistinn, L-listi félagshyggju- fólks í Fjarðabyggð, var sam- þykktur á opnum félagsfundi í vik- unni. Á listanum eiga sæti átta konur og tíu karlar. Eydís Ás- björnsdóttir, bæjarfulltrúi L- listans, er í fyrsta sæti og Sigurður Ólafsson, verkefnastjóri hjá SVN, er í öðru sæti. Næst á eftir þeim koma Hjördís Helga Seljan Þór- oddsdóttir umsjónarkennari og Einar Már Sigurðarson skólastjóri. Eydís verður efst á Fjarðalistanum Fjarðabyggð Stærstur hluti frambjóð- enda á Fjarðalistanum í kosningunum í vor. Framboðslisti bæjarmálafélagsins Fyrir Kópavog var samþykktur í netkosningu félagsmanna nýverið. Um er að ræða nýtt framboð fyrir kosningarnar í vor. Efstur á listan- um er Ómar Stefánsson, fv. bæjar- fulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi. Í næstu fimm sætum á eftir Óm- ari eru Jóna Guðrún Kristinsdóttir, Rebekka Þurý Pétursdóttir, Hlynur Helgason, Valgerður María Gunn- arsdóttir og Guðjón Már Sveinsson. Fyrir Kópavog Sex efstu frambjóðendur á nýjum lista fyrir kosningar í Kópavogi. Fyrir Kópavog með Ómar efstan á lista Helgi Kjartans- son verður odd- viti T-listans í Bláskógabyggð í sveitarstjórnar- kosningunum nú í vor. Uppstill- ingarnefnd lagði fram tillögu um röðun á listann á fundi í Aratungu og var hún samþykkt samhljóða. Í næstu sætum verða Valgerður Sæv- arsdóttir, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir og Róbert Aron Pálmason. Helgi efstur á T-lista í Bláskógabyggð Helgi Kjartansson Framboðslisti D-lista sjálfstæðis- manna og óháðra fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Grund- arfirði hefur verið samþykktur. Jósef Ó. Kjartansson leiðir listann en í næstu sætum eru Heið- ur Björk Fossberg Óladóttir, Unnur Þóra Sigurðardóttir og Rósa Guð- mundsdóttir. Grundarfjörður Fjögur efstu á listanum. Jósef efstur á D- lista í Grundarfirði 2018 Tryggingastofnun ríkisins (TR) hef- ur verið sýknuð af kröfu Flokks fólksins vegna máls sem tengist út- borgun lífeyris í ársbyrjun 2017. Málið er rekið í nafni Sigríðar Sæ- land Jónsdóttur, móður Ingu Sæ- land, formanns Flokks fólksins. Inga sagði í samtali við mbl.is að flokk- urinn myndi áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Forsaga málsins er sú að þegar Alþingi breytti lögum skömmu fyrir áramót 2016/2017 féll fyrir mistök út ákvæði sem heimilaði skerðingu á líf- eyri eldri borgara vegna greiðslna sem þeir fá úr lífeyrissjóði. Trygg- ingastofnun skerti samt sem áður greiðslur lífeyrisþega um næstu mánaðamót og sendi stjórnvöldum ábendingu um mistökin. Því var lög- unum breytt til að setja aftur inn heimild fyrir skerðingunni. Sú breyting var afturvirk. Nam skerð- ingin alls um fimm milljörðum kr. Áfrýja máli gegn TR til Hæstaréttar Morgunblaðið/Hari Dómsmál Sigríður Sæland og dóttir hennar, Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fyrir utan dómsal, eftir að niðurstaða lá fyrir í málinu gegn TR.  Rekið í nafni móður Ingu Sæland Við þökkum þolinmæðina og hlökkum til að taka á móti ykkur í glæsilegri Vínbúð. LOKAÐ ÍAPRÍL VÍNBÚÐIN SKÚTUVOGI Vínbúðin í Skútuvogi verður lokuð í apríl vegna breytinga. Við bendum viðskiptavinum á að næstu Vínbúðir eru í Skeifunni og Borgartúni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.