Morgunblaðið - 12.04.2018, Side 12

Morgunblaðið - 12.04.2018, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018SJÓNARHÓLL HARI VEFSÍÐAN Það er ekki alltaf auðvelt fyrir stjórnendur að koma auga á vanda- mál í daglegum rekstri fyrirtæk- isins. Alls kyns atriði, stór og smá, geta verið að grafa undan fyrirtæk- inu eða gera starfsfólkinu lífið leitt svo að afköst minnka eða jafnvel að dýrmætir starfskraftar fara að hugsa sér til hreyfings. Kununu Engage (en- gage.kununu.com) er forrit sem á að hjálpa til við að koma vandamál- unum fram í dagsljósið. Forritið leyfir starfsfólki að senda inn nafn- lausar athugasemdir og ábendingar og heldur utan um vikulega við- horfskönnun sem reynir að draga fram það jákvæða og neikvæða á vinnustaðnum. Stjórnendur geta séð hvernig starfsánægjan breytist frá einni viku til annarrar og gripið til viðeig- andi ráðstafana ef eitthvað veldur því að andinn á vinnustaðnum er á niðurleið. Á nafnlausu spjallsvæði geta starfsmenn komið skoðunum sínum á framfæri og greitt atkvæði til að forgangsraða vandamálum og lausnum. ai@mbl.is Með viðhorf og líðan starfsmanna á hreinu Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is FJÖLPÓSTUR SEM VIRKAR *könnun Zenter apríl 2016. 61% landsmanna lesa fjölpóst 70% kvenna lesa fjölpóst 58% neytenda taka eftir tilboðum á vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst* Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar Málsmeðferð fyrir dómstólum getur tek-ið langan tíma og verið kostnaðarsöm.Dómsmál hefst með birtingu stefnu sem síðan er lögð fram fyrir héraðsdómi. Frá þeim tíma og þar til dómur fellur í héraðsdómi líða að jafnaði ekki færri en níu mánuðir. Þegar dómur hefur verið kveðinn upp er meginreglan sú að unnt er að leita endurskoðunar fyrir Landsrétti. Það tekur að líkindum annan eins tíma að fá úrlausn réttarins. Í undantekningar- tilvikum er svo hægt að leita endurskoðunar dóms Landsréttar fyrir Hæstarétti. Í mörgum tilvikum er málsmeðferðin enn lengri en hér hefur verið lýst en frá upphafi til enda er hún líklega sjaldnast skemmri en eitt og hálft ár. Þykir sá málsmeðferðartími raunar fremur stuttur borinn er saman við meðferðina í öðrum löndum. Við meðferð dómsmála þarf oft að leita eftir mati sérfræðinga á tilteknu ágreiningsatriði og eru slíkir sérfræðingar þá dómkvaddir. Semja þeir skriflega matsgerð. Ef þörf er á matsgerð í máli getur málsmeðferðartíminn margfaldast og þannig tekið nokkur ár. Málsmeðferðinni fylgir svo að jafnaði umtalsverður kostnaður. Ef ágreiningur rís milli aðila í viðskiptum og ekki næst að leysa hann utan dómstóla fer um málsmeðferðina eins og að framan var rakið; mál er höfðað fyrir almennum dómstólum með möguleika á að leita endurskoðunar fyrir æðri dómstólum, Landsrétti og eftir atvikum Hæsta- rétti. Aðilar hafa þó annan valkost til úrlausnar ágreinings, þ.e. að leggja málið fyrir gerðardóm. Almennt er reynt að hraða málsmeðferð fyrir gerðardómum og er það talinn einn helsti kostur gerðarmeðferðar hve skjót málsmeðferðin er. Nýlegt dæmi er af gerðardómi í máli sem varð- aði viðskipti. Leita þurfti atbeina sérfræðinga til að gefa skýrslu. Málsmeðferðin tók um níu mán- uði í heild sinni en gera má ráð fyrir að ef málið hefði farið fyrir almenna dómstóla hefði máls- meðferðin tekið nokkur ár. Aðilar máls hafa að jafnaði verulega hagsmuni af því að fá skorið úr ágreiningi sem allra fyrst eftir að hann rís. Gerðarmeðferð hefur að þessu leyti ótvíræða kosti. Annar kostur gerðarmeðferðar er að alger trúnaður ríkir um málsmeðferðina en dómar almennra dómstóla eru að meginstefnu til birtir opinberlega þar sem ágreiningur er rakinn í smáatriðum. Því hefur verið haldið fram að gerðarmeðferð sé kostnaðarsamari heldur en meðferðin fyrir landsdómstólum þar sem aðilar greiða dómurum málsins ólíkt því sem gerist þegar almennir dómstólar eiga í hlut. Sú gagn- rýni á þó ekki við nema í fáum tilvikum. Í þeim efnum skiptir máli að gerðardómur er aðeins á einu dómstigi á meðan hefðbundin dómsmál eru oftast rekin á tveimur dómstigum og kunna að koma fyrir þrjú dómstig eftir stofnun Landsréttar sl. áramót. Um gerðardóma gilda lög nr. 53/1989 um samn- ingsbundna gerðardóma. Lögin eru barn síns tíma og þarfnast endurskoð- unar. Nágrannalönd okk- ar standa okkur mun framar hvað slíka löggjöf varðar og er æskilegt að bæta þar úr, meðal annars til að Ísland geti frekar en nú komið til greina sem vettvangur fyrir alþjóðlega gerðar- meðferð, en ekki síður til að festa í sessi almenn- ar meginreglur sem taldar eru gilda við gerðar- dómsmeðferð þannig að enginn vafi leiki á um gildi þeirra. Í mörgum löndum eru starfræktar gerðardómstofnanir sem annast skipan gerðar- dómara. Um málsmeðferðina gilda svo að jafn- aði sérstakar reglur sem gerðardómsstofn- anirnar hafa sett sér. Eina gerðardómsstofnun- in hér á landi er á vegum Viðskiptaráðs Íslands (Nordic Arbitration Centre). Sá gerðardómur er notaður í vaxandi mæli hér á landi. Virðast fyrir- tæki vera farin að átta sig á kostum gerðardóms í ríkara mæli en verið hefur. Þó lögin sem gilda um gerðardóma þarfnist endurskoðunar girða þau ekki fyrir þá kosti sem gerðardómsmeðferð hefur upp á bjóða. Gerðardómsmeðferð LÖGRÆÐI Eiríkur Elís Þorláksson dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík ” Lög um samnings- bundna gerðardóma eru barn síns tíma og þarfnast endurskoð- unar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.