Morgunblaðið - 12.04.2018, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018FÓLK
SPROTAR
Advania Margrét Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin for-
stöðumaður vöru- og viðskiptaþróunar rekstrarlausna
Advania. Hlutverk Margrétar felst m.a. í að því að bæta
upplifun viðskiptavina af þessari þjónustu fyrirtækisins.
Hún starfaði áður sem vöru- og viðskiptaþróunarstjóri hjá
Já, sviðsstjóri þjónustu- og ráðgjafasviðs hjá Wise og
rekstrarstjóri tækniþjónustu hjá Íslandsbanka.
Margrét er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og hefur
lokið PMD stjórnendanámi í Háskólanum í Reykjavík.
Margrét ráðin forstöðumaður viðskiptaþróunar
ORF Líftækni Marta Guðrún Blöndal hefur verið ráðin
yfirlögfræðingur ORF Líftækni. Auk leiðandi hlutverks í lög-
fræðilegum viðfangsefnum félagsins mun Marta sinna
verkefnum á sviði viðskiptaþróunar. Hún hefur þegar hafið
störf hjá félaginu.
Marta starfaði áður sem aðstoðarframkvæmdastjóri og
lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Í störfum sínum fyrir ráðið stýrði hún
meðal annars útgáfu leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja og sat í
samráðshópi útgáfuaðila stjórnarháttaleiðbeininga í Evrópu og á Norð-
urlöndum.
Marta Guðrún ráðin yfirlögfræðingur
VISTASKIPTI
jafna tvær klukkustundir í viku.
Nemendurnir skoða m.a. hvaða vöru
eða þjónustu gæti vantað í heima-
byggð þeirra eða á landsvísu, og líka
hvernig þeirra eigin áhugamál og
hugmyndir geta hjálpað þeim að
finna nýjar lausnir. Nemendurnir
mynda hópa sín á milli og stofna lítið
fyrirtæki sem þau þurfa að stjórna
rétt eins og um alvörurekstur væri
að ræða,“ útskýrir Minna.
Nemendurnir gera m.a. með sér
verkaskiptingu, velja fram-
kvæmdastjóra, fjármálastjóra,
markaðsstjóra, og þar fram eftir göt-
unum. „Það þarf að velja nafn, hanna
vörumerki, og svo auðvitað kafa ofan
í tækifæri og áskoranir þeirrar vöru
eða þjónustu sem þau hyggjast bjóða
upp á. Liðin mega ekki taka peninga
að láni, en geta aflað hlutafjár sem
þau gera oft hjá fjölskyldu og vinum.
Þau þurfa líka oftar en ekki að efna
til samstarfs við „alvöru“fyrirtæki,
s.s. um afnot af framleiðslutækjum,
prentun, eða innflutning á hráefni.“
Fyrirtækin sem nemendurnir
stofna fá sinn eigin tímabundna
fyrirtækjareikning hjá Arion banka
sem er einn af bakhjörlum keppn-
innar. „Þau halda því utan um fjár-
málin, útgjöldin og greiðslur reikn-
inga rétt eins og um alvöru rekstur
væri að ræða,“ segir Minna.
Auk Arion Banka styðja Eimskip,
Landsvirkjun og Samtök atvinnulífs-
ins við bakið á keppninni, og einnig
að Háskólinn í Reykjavík, Sjáv-
arklasinn og Nýsköpunarmiðstöð Ís-
lands leggja sitt af mörkum með ráð-
gjöf og vinnuframlagi.
„Nemendurnir geta leitað til „men-
tora“ frá þessum fyrirtækjum og
Smáralind fylltist af ungum frum-
kvöðlum um síðustu helgi. Tilefnið
var vörumessa sem er hluti af árlegu
frumkvöðlaátaki samtakanna Junior
Achievement (JA) þar sem fram-
haldsskólanemendur spreyta sig á að
stofna og reka sprotafyrirtæki í
kringum eigin viðskiptahugmynd.
Minna Melleri, framkvæmdastjóri
JA á Íslandi, segir verkefnið veita
nemendunum dýrmætt veganesti, og
rannsóknir sem gerðar hafi verið er-
lendis sýni að þeir sem taka þátt í
frumkvöðlakeppni JA standi betur að
vígi á vinnumarkaði og séu líklegri til
að stofna eigin fyrirtæki.
„Frumkvöðlakeppnin gefur unga
fólkinu tækifæri til að spreyta sig, sjá
hvað það útheimtir að vera frum-
kvöðull, og gera alls kyns mistök á
leiðinni. Fyrir vikið eru þau betur í
stakk búin að stofna fyrirtæki síðar á
lífsleiðinni, og kunna þá líka að vara
sig á mistökunum,“ segir Minna.
Junior Achievement er með lands-
samtök um allan heim sem halda
sams konar keppni. Á Íslandi er
keppnin opin nemendum á aldrinum
16-21 árs og spannar eina framhalds-
skólaönn á meðan víðast hvar erlend-
is tekur keppnin heilt skólaár. Und-
anfarin tvö ár hafa íslensku
vinningsliðin haldið til Evrópu í
framhaldskeppni og í bæði skiptin
snúið til baka með sérstaka við-
urkenningu í farteskinu.“
Rekið eins og alvörufyrirtæki
„Að þessu sinni taka um 550 nem-
endur við 13 framhaldsskóla þátt í
keppninni hér á landi, og við hvern
skóla tekur kennari að sér að leiða
nemendur í gegnum verkefnið, alla
stofnunum, sem hjálpa þeim að koma
auga á styrkleika og veikleika við-
skiptahugmyndanna og veita þeim
leiðsögn við að koma verkefnum sín-
um á legg.“
Læra erfiðar lexíur
Minna segir almenna ánægju ríkja
meðal þeirra nemenda sem tekið
hafa þátt í keppninni, en hún sé engu
að síður krefjandi og kenni þátttak-
endum erfiðar lexíur. „Það fyrsta
sem sumir þurfa að gera er að koma
aftur niður á jörðina, og átta sig á að
draumar um að stofna næsta Facebo-
ok eiga kannski ekki mikla stoð í
raunveruleikanum. Tíminn er líka
knappur og ekki mikið svigrúm til að
breyta um stefnu ef í ljós kemur að
gerð voru mistök einhvers staðar á
leiðinni, enda þarf að vera hægt að
kynna vöruna fyrir neytendum á
vörusýningunni sem alla jafna er
haldin í byrjun apríl,“ útskýrir Minna
en keppnin hefst í janúar ár hvert. „Á
sama tíma eru nemendurnir að læra
fjármálalæsi, fræðast um fjárfest-
ingar og gerð fjárhagsáætlana, og
eru líka að læra um hlutverk leiðtog-
ans og hvernig á að vinna betur sam-
an í hópum.“
Vörumessan um síðustu helgi er
einn af hápunktum keppninnar, en í
lok apríl velur dómnefnd besta fyr-
irtækið. „Dómnefndin tekur ýmis at-
riði með í reikninginn, og velur ekki
endilega það lið sem hefur gengið allt
í haginn. Matið byggist m.a. á árs-
skýrslu sem hver hópur þarf að skila,
og taka þar fram hvaða mistök voru
gerð, og gefin stig fyrir það ef ljóst er
að hópurinn hafi lært af mistök-
unum.“
Morgunblaðið/Hari
Að stofna fyrirtæki er flókið og segir Minna Melleri mikilvægt að nemendurnir fái að gera mistök sem þeir geta lært
af. „Dómnefndin tekur ýmis atriði með í reikninginn, og velur ekki endilega það lið sem hefur gengið allt í haginn.“
Unga fólkinu kennt
að vera frumkvöðlar
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Í ár taka um 500 fram-
haldsskólanemar þátt í
sprotafyrirtækjakeppni
Junior Achievement á Ís-
landi. Þau þurfa að móta
góða viðskiptahugmynd
og stofna fyrirtæki á aðeins
fjórum mánuðum.
Félag atvinnurekenda Guðný Hjaltadóttir hefur verið
ráðin lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda. Hún kemur í
stað Ingu Skarphéðinsdóttur, sem starfað hefur sem lög-
fræðingur hjá FA undanfarin þrjú ár en fer nú til starfa hjá
Alþingi.
Guðný lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands
2012 og hlaut málflutningsréttindi 2014. Hún starfaði áður hjá Lögmönn-
um Lækjargötu og Lögmönnum Höfðabakka. Starfssvið Guðnýjar hjá FA
snýr að vinnurétti, útboðsrétti, samkeppnisrétti, samningarétti, kröfurétti,
félagarétti, Evrópurétti, stjórnsýslurétti, skaðabótarétti og almennri við-
skiptalögfræði.
Guðný Hjaltadóttir ráðin lögfræðingur
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími 554 4300 • solskalar.is
Hentar mjög vel
íslenskri veðráttu
Við höfum framleitt viðhaldsfría
glugga og hurðir í yfir 30 ár
Nánari upplýsingar á www.solskalar.is
Frábært skjól gegn vindi og regni
Sólskálar
-sælureitur innan seilingar
198
4 - 2016
ÍS
LEN
SK FRAML
EI
ÐS
LA32
Yfir 90 litir í boði!
Mörgum þekktustu frumkvöðlum heims gekk illa í skóla og flosnuðu
jafnvel upp úr námi áður en þeir stofnuðu fyrirtæki sem urðu margra
milljarða dala virði. Minna segir að frumkvöðlakeppni JA virðist höfða
sérstaklega vel til nemenda sem gengur illa í skólanum. „Þátttaka í
keppninni virðist hafa þau áhrif að draga úr brottfalli og endurvekja
áhuga krakkanna á náminu ef þeim hefur ekki gengið vel fram til þessa.
Þarna fá þau að reyna á hæfileika sem þau hafa ekki fengið að beita
mikið í skólastarfinu, þurfa að skipuleggja sig vel og sjá betur þau tæki-
færi sem kunna að bíða þeirra eftir útskrift.“
Reynsla af rekstri dregur úr brottfalli