Morgunblaðið - 12.04.2018, Qupperneq 16
VIÐSKIPTA
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is. Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Sigurður Nordal fréttastjóri, sn@mbl.is. Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
VIÐSKIPTI Á MBL.IS
Allri áhöfninni sagt upp
337 milljóna gjaldþrot Garðsbúsins
Milljarðakröfur hafa gengið á víxl
Levi’s fer í mál við Kenzo vegna …
Samkaup kaupa valdar verslanir …
Mest lesið í vikunni
INNHERJI
RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON
SKOÐUN
Heyfihamlaðir ferðamenn voru að-
stoðaðir 40 þúsund sinnum á Kefla-
víkurflugvelli árið 2017, samkvæmt
samantekt öryggisfyrirtækisins
Securitas, sem séð hefur um þjón-
ustuna síðan 1. apríl árið 2014. Eitt
ár er síðan samningurinn var endur-
nýjaður til þriggja ára eftir útboð.
Telma Dögg Guðlaugsdóttir
útibússtjóri Securitas á Reykjanesi
segir að í dag starfi um 50 starfs-
menn við þessa þjónustu, bæði í fullu
starfi og í hlutastörfum. Í vikulok
munu aðrir 30 bætast við vegna
aukinna umsvifa í sumar. Hún segir
að tæknin við þessa vinnu hafi tekið
stakkaskiptum og nú séu skráningar
allar í gegnum spjaldtölvur tengdar
við kerfi flugstöðvarinnar.
Securitas stofnaði á dögunum nýja
deild sem eingöngu sér um þjónustu
á flugvellinum, Aviation Services.
Telma segir að auk þjónustu við
hreyfihamlaða þá sjái nýja deildin
um öryggisleit og umsjón með tapað
fundið. „Við unnum útboð fyrir
þriggja ára þjónustu við bandaríska
flugfélagið United Airlines sem er að
hefja flug hingað í sumar. Þetta er
samningur um hefðbundna öryggis-
leit. Það eru meiri kröfur að þessu
leyti á bandarísku félögin en þau ís-
lensku.“
50 - 60 týnast daglega
Þriðja þjónustan sem Securitas
hefur tekið við á flugvellinum er um-
sjón með tapað-fundið, bæði fyrir
flugvöllinn í heild sinni, og einnig í
vélum WOW air. „Þar erum við
einnig búin að tæknivæða þjón-
ustuna með samningi við hugbún-
aðarfyrirtækið Missing X sem er
mjög framarlega í þessum málum.
Nú geta ferðamenn, sem verða fyrir
því að tapa farangri, fengið fljótari
afgreiðslu og geta fylgst mun betur
með hvernig málin þróast svo allt
verður skilvikara.“
Mest voru 175 hreyfihamlaðir ferðamenn aðstoðaðir á einum degi árið 2017.
Aðstoða 40.000
hreyfihamlaða
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Securitas hefur stofnað
nýja deild sem eingöngu
sér um þjónustu á Kefla-
víkurflugvelli. Um 100
manns munu starfa við
ýmsa þjónustu þar í sumar.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Stanslaust er þrýstingi haldiðuppi um aukin útgjöld ríkissjóðs
og sveitarfélaga. Margt af því mætti
missa sín, hvað sem líður stóryrðum
um „sjálfsagðar“ kröfur um að
skattfé sé varið í hitt og þetta. En
það geta hins vegar allir tekið undir
þá skoðun að hlúa beri vel að öldr-
uðum og ekki síst þeim sem eiga við
vanheilsu að stríða. Það er þokka-
legur mælikvarði á hvort samfélagið
rísi undir skyldum sínum eða ekki.
Í viðtali sem nýlega var birt í Við-skiptaMogga við Önnu Birnu
Jensdóttur, framkvæmdastjóra Sól-
túns, kom fram að í raun séu 500-700
manns á biðlistum eftir að komast á
hjúkrunarheimili. Enginn þeirra vill
vera á þeim lista og er þar af hreinni
og brýnni þörf.
Anna Birna, sem er einn mestireynsluboltinn á sviði öldr-
unarhjúkrunar í landinu, nefnir að á
næstu 12 árum, eða til ársins 2030,
þurfi að fjölga hjúkrunarrýmum um
1.800 en þau eru í dag um 2.700 tals-
ins. Samkvæmt nýrri fjármála-
áætlun ríkisstjórnar Katrínar Jak-
obsdóttur er stefnt að því á næstu
fimm árum að fjölga hjúkr-
unarrýmum um 550 og bæta aðbún-
að á 240 rýmum sem nú þegar eru til
staðar.
Gangi áætlanir ríkisstjórn-arinnar eftir mun það rétt að-
eins eyða núverandi biðlistum. Þá
mun hið opinbera hafa sjö ár til við-
bótar til að byggja 1.250 rými til við-
bótar. Því miður er ástæða til að ótt-
ast að forystan muni ekki hafa
döngun í sér til þess.
Mun meira
þarf tilUm langt árabil hafa fyrirtækiog félagasamtök af ýmsum
toga leitað leiða til að draga úr
kynbundnum launamuni á vinnu-
markaði og þar hefur verið verk að
vinna. Þótt deilt hafi verið um hver
munurinn sé í raun og veru eru of
mörg dæmi þekkt um misrétti í
þessa veru til þess að ástæða sé til
að draga tilvist vandans í efa. Þá
hafa ýmsir aðilar leitað leiða til að
mæla muninn svo hægt sé að
bregðast við og tryggja að öllu fólki
sé umbunað á málefnalegum for-
sendum.
Meðal þeirra fyrirtækja semtekið hafa til hendinni í þess-
um efnum er Orkuveita Reykjavík-
ur og þar hefur verið gengið
hraustlega til verks líkt og þegar
parketið var lagt á steypublautt
gólfið í höfuðstöðvunum ógurlegu
að Bæjarhálsi. Ekkert hálfkák þar
á bæ. Og á síðustu árum hafa mæli-
tæki fyrirtækisins séð hinn kyn-
bundna launamun minnka jafn
hratt og þrýstinginn á borholum
þess á Hellisheiði. Fyrrnefnda
þrýstingsfallinu ber sannarlega að
fagna en hitt er meira áhyggjuefni.
Slíkur hefur árangur fyrirtæk-isins verið í baráttunni við hinn
kynbundna launamun að í lok síð-
asta árs mældist hann ekki aðeins
horfinn heldur benda mælingar til
að taflinu hafi hreinlega verið snúið
við. Enn leynist launamunur hjá
fyrirtækinu, kynbundinn einnig, en
konum í vil. Þeir sem barist hafa
gegn kynbundnum launamuni í
gegnum árin yrðu flestir uggandi
við þær fréttir, enda hefur munur í
þessum efnum verið þyrnir í augum
sanngjarns fólks, í hvora áttina
sem hann hefur gengið.
En þannig er það ekki hjá Orku-veitunni. Það kom í ljós þegar
Sólrún Kristjánsdóttir, mannauðs-
stjóri Orkuveitunnar, fór yfir hinn
gegndarlausa árangur fyrirtækisins
í þessum efnum á ársfundi fyrir
skemmstu. Töluðu staðreyndirnar
sínu máli þar, munurinn var konum
í vil sem nam 0,2%. Og hvað kallaði
sá munur á? Jú, að skálað væri í
kampavíni í hópi „mannauð-
steymis“ fyrirtækisins. Það skiptir
nefnilega máli hjá sumum á hvern
hallar og hvenær. Hvenær ætli
mannauðsstjóri myndi draga tappa
úr flösku yfir mælanlegu misrétti
þar sem hallaði á konur? Og ef
hann gerði það, myndi hann nokkru
sinni leyfa sér að hafa það í flimt-
ingum á aðalfundi? Kannski, en það
yrði hans síðasti aðalfundur á þeim
vettvangi.
Ekki sama Jón og séra Jóna
Landsvirkjun mun
greiða 1,5 milljarða
króna í arð. Það er
sama fjárhæð og í
fyrra.
Arðgreiðslur
Landsvirkjunar
1
2
3
4
5
Settu starfsfólkið í fyrsta sæti
WOW Biz er fyrir þá sem vilja aukin þægindi, einfaldleika og greiða leið inn
í vélina. Innifalið er hraðferð um borð,máltíð, forfallavernd og sömuleiðis
BigSeat, eða besta sætið sem er í boði hverju sinni. WOW air flýgur einu sinni
til tvisvar á dag til allra helstu viðskiptaborga Evrópu og Ameríku. WOW Biz
kjörin leið fyrir þá sem þurfa að komast hratt og örugglega milli staða.
WOW Biz
Sumir þurfa einfaldlega
meira WOW en aðrir.
BRÍETARTÚNI 13 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS
er