Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 2
Öflugt hagsmunafélag sem gætir réttinda nemenda Samband íslenskra framhalds- skólanema (SÍF) var stofnað 4. nóvember 2007 við sameiningu Hagsmunafélags framhaldsskólanema og Iðnnemasambands Íslands, en Félag fram- haldsskólanema leið undir lok nokkrum árum fyrr. Markmiðið með stofnun SÍF var að setja á laggirnar stórt og öflugt hagsmunafélag fyrir alla nema á framhaldsskólastigi og stuðla þannig að því að brúað yrði það bil sem hefur verið á milli bók- og iðnnáms og tryggja að ekki yrði brotið á réttindum eða hagsmunum framhaldsskólanema. Stemma stigu við mismunun „Við berjumst fyrir réttindum nemenda og reynum að ganga úr skugga um að ekki sé verið að mismuna nemendum og slíkt. Við vinnum með mennta- málaráðuneyti og fleiri aðilum að ýmsum verkefnum,“ segir Davíð og nefnir sem dæmi aukna áherslu á sálfræðiþjónustu í skólum, áherslu á að skoða stöðu nemenda með annað móðurmál en íslensku og fleira. „Við erum að taka bæði á ósýnilegum vandamálum og þeim sem eru sýnilegri.“ Eitt af þeim verkefnum sem sambandið hefur staðið fyrir er Söngkeppni framhaldsskólanna og þótt hún snúi ekki endilega að hagsmunum nemenda eða réttindum þá segir Davíð Snær hana þó mikilvægan þátt í lífi framhalds- skólanema. Svona keppni þekkist hvergi annars staðar í heiminum „Það hefur sýnt sig í gegnum árin að þeir sem hafa tekið þátt í keppninni hafa skarað fram úr á tónlistarsviðinu og náð að nýta keppnina sem ákveðinn stökkpall. Þetta er frábær vettvangur fyrir nemendur að kynnast og fá að sjá hæfileikaríkustu nemendur hvers skóla stíga á svið. Svona keppni, sem öllum framhaldsskólum landsins býðst að taka þátt í, þekkist ekki annars staðar í heiminum. Við erum mjög stolt af því að geta staðið fyrir svona keppni.“ 2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2018 Útgefandi Árvakur Umsjón Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Auglýsingar Valur Smári Heimisson valursmari@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumynd: Thinkstock Sigurskólar í Söngkeppni framhaldsskólanna frá upphafi 1990 Fjölbrautaskóli Suðurlands 1991 Flensborgarsk. í Hafnarfirði 1992 Menntaskólinn í Reykjavík 1993 Menntaskólinn í Reykjavík 1994 Menntaskólinn í Kópavogi 1995 Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra 1996 Menntaskólinn í Kópavogi 1997 Menntask. við Hamrahlíð 1998 Menntask. við Hamrahlíð 1999 Flensborgarsk. í Hafnarfirði 2000 Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra 2001 Flensborgarsk. í Hafnarfirði 2002 Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra 2003 Menntaskólinn á Akureyri 2004 Menntask. við Hamrahlíð 2005 Menntaskólinn í Reykjavík 2006 Fjölbrautask. Vesturlands 2007 Verkmenntask. á Akureyri 2008 Verzlunarskóli Íslands 2009 Fjölbrautaskóli Vesturlands 2010 Borgarholtsskóli 2011 Tækniskólinn 2012 Tækniskólinn 2013 Menntask. við Hamrahlíð 2014 Tækniskólinn 2015 Menntaskólinn í Reykjavík 2016 Menntask. við Hamrahlíð 2017 Enginn sigurvegari – keppnin ekki haldin 2018 ? Söngur hefur fylgt manninum í aldanna rás, söngur getur verið tjáning eða nautn. En hvað lætur manninn sækja í að heyra söng? Söngur er ákveðin list. List er sú íþrótt að gera eitt- hvað fagurt eða eftirtektarvert, maðurinn sækir í þetta því án listarinnar værum við örugglega öll drulluþunglynd eða bara dauð. Við söng og aðra list leysir heil- inn hormón sem heitir dópamín, það hormón lætur okkur líða vel. Maðurinn sækir í að líða vel, döö, þess vegna förum við á listsýn- ingar og tónleika. Söngkeppnir eru einnig viðburður sem við sækjum í. Lengi hefur verið keppt í söng og hefur það aldrei verið jafn vin- sælt og nú. Margar stjörnur hafa komið sér á framfæri í gegnum söngkeppnir af því að við höfum öll gaman af því að sjá eitthvað nýtt. En hvað er það sem gerir söng að besta söngnum? Er það sá söngvari og það lag sem leysir mesta dópamínið? Eða er það algjört smekksatriði? Einhvers staðar setjum við mörk, fólk er oft sammála um hvaða söngur sé fallegur og hvaða söngur geti ekki talist áheyrilegur. Er það tengt dópamínlosuninni eða er eitthvað allt annað sem fær okkur til að njóta tónlistarinnar? Þegar söngur er dæmdur er oft farið eftir reglum; hvernig söngv- ari beitir rödd sinni, lagavali og tilfinningunni sem söngvarinn setur í sönginn. Söngvarinn er örugglega uppfullur af þessu dópamíni sem maðurinn sækir svo í; þegar söngvarinn leyfir tilfinningunni svo að flæða með söngnum til áheyrenda finnum við sjálf fyrir dópamínlosuninni og njótum þess að hlusta. Við getum því sagt að söngur sé dæmdur eftir því hve mikill gleðigjafi söngvarinn er. En eigum við ekki að leyfa áheyrendum að dæma um það laugardaginn 28. apríl þegar Söngkeppni framhalds- skólanna verður haldin á Akranesi. Elísa Sól Bjarnadóttir sat í undirbúningsnefn keppninnar. Útlitið var ekki bjart fyrir örfáum vikum þegar Söngkeppni framhaldsskólanna var nærri blásin af, annað árið í röð. Framhaldsskólanemar voru þó ekki af baki dottnir og héldu sínu striki. Keppnin skyldi haldin í ár. Úr varð að Söng- keppni framhaldsskólanna 2018 fer fram laugardaginn 28. apríl í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Steiney Skúladóttir og Atli Már Steinarsson eru kynnar keppninnar í ár. 24 glæsileg atriði í Söngkeppni framhaldsskólanna Alls eru 24 framhaldsskólar skráðir til leiks en keppendur eru þó nokkuð fleiri þar sem sumir skólar senda heilu sönghópana á svið. Keppnin hefst kl. 21 og er sýnd beint á RÚV. Söngkeppni framhaldsskólanna var fyrst haldin árið 1990 og hefur verið haldin síðan nema í fyrra. Þá tókst ekki að halda keppni. Sigurvegarar keppninnar hafa komið úr ýmsum skólum. Enginn einn skóli hefur „átt“ keppnina heldur hafa margir hrósað sigri. Ómögulegt er að segja fyrir um hvaða skóli eða hvaða atriði sigrar í ár. Margt þarf að smella svo hægt sé að halda keppnina Davíð Snær Jónsson er formaður Sambands íslenskra framhalds- skólanema sem heldur keppnina. Hann segir að margt þurfi að smella til að svona umfangsmikill viðburður geti orðið að veruleika. Allir lögðust á eitt og í ár tóku Vinir hallarinnar á Akranesi að sér að halda keppnina í samstarfi við framhaldsskólanema. Hann segir það mikilvægt að keppnin skuli sýnd í sjónvarpi og einnig sé nauðsynlegt fyrir félagið að fá með sér einhvern framkvæmda- aðila, keppnin sé orðin það stór í sniðum. „Það er mikilvægt að sýnt sé frá keppninni í sjónvarpi svo lands- menn geti orðið vitni að þessu og nemendur fylgst með sínum kepp- endum. Keppnin er það umfangsmikil og dýr í framkvæmd að það gengur ekki upp lengur að framhaldsskólanemar geri allt sjálfir. Síðustu ár hefur það ekki verið hægt. Nemarnir hafa séð um hluta af undirbúningi.“ Davíð bendir á að flestir skólar standi einnig að veglegum undankeppnum og leggi þannig mikið í að velja sinn fulltrúa. Stórkostlegar forkeppnir skólanna „Það er magnað hvað þessar forkeppnir eru orðnar stórar og flottar. Metn- aðurinn hjá skólunum er mjög mikill og fyrstu árin var sjálf úrslitakeppnin, Söngkeppni framhaldsskólanna, algjörlega í höndum framhaldsskólanema. Ákveðnir skólar komu sér saman um að deila niður þáttum í undirbún- ingnum; einn skóli reddaði tæknifólki, annar leitaði að styrkjum, þriðji sá um sviðið o.s.frv. Þannig varð keppnin fyrst til. En framhaldsskólanemar hafa almennt minni tíma núorðið. Með stytt- ingu náms var námsefnið ekkert dregið saman í samræmi við það, þannig að álagið er meira.“ Davíð Snær Jónsson, formaður SÍF. Hún verður víst haldin í ár! Af hverju söngkeppnir?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.