Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 14
Við styðjum okkar
keppendur
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2018
Munuð þið syngja til einhvers í salnum?
Já, til Guðjóns formanns NFVA.
Uppáhaldslag til að syngja í sturtu? Rain-
ing Blood með Slayer
Palli (Páll Óskar) eða Bubbi (Bubbi Mort-
hens)? Bubbi.
Fullkomið stefnumót? Land Rover og whi-
skey.
Tinder vs. Hot or not? Bara bæði betra.
Draumastarf? Bændur.
Lýsið ykkur í þremur orðum. Sól, sandur og
varlega.
Uppáhaldslag með Beyoncé? Sveitapilts-
ins draumur.
Hvert er ykkar átrúnaðargoð?Kreftaketle-
ner.
Uppáhaldssnappari? Kreftaketlener.
Besti leikurinn á leikjanet.is? Spilum ekki
svona tölvuleikjarusl.
Eruð þið góðir í að syngja? Neibb, en ger-
um það samt.
Hvert er planið eftir menntó? Bændaskól-
inn.
iOS vs. android? iOS
Hefur löggan stoppað ykkur? Já, bara síð-
ast í gærkvöldi, tvisvar minnir mig.
Síðasta lygi sem þið sögðuð? Að Massey
Ferguson væri þýskt. Hahahaha, fokk hvað
það var fyndið.
Skrítnasti matur sem þið hafið borðað?
Eitthvert útlenskt drasl. Man ekki hvað það
heitir. Bara íslenskt á okkar disk!!
Hver er ykkar helsti ótti? Að vinna söngva-
keppnina allt of léttilega.
Ef þið gætuð eytt einum degi með ein-
hverjum frægum, hver væri það og hvað
mynduð þið gera? Með Kreftaketlener og
líklegast bara fyllerí allan daginn.
Furðuleg staðreynd um ykkur? Við erum
allir með rollur í bakgarðinum hjá okkur.
Með hvaða fræga einstaklingi mynduð
þið vilja festast í lyftu? Kreftaketlener.
Ef þið væruð fastir í sjónvarpsþætti í
viku, hvaða þáttur mynduð þið vilja að
það væri? Í „Hvað segja bændur“ á N4.
Eruð þið í sokkum? Já, alvöru ullarsokkum
úr íslenskri ull.
Vandræðalegasta móment lífsins? Þegar
Þórður smurði óvart koppafeiti í dekkjaventil
á traktor.
Sykurskert kókómjólk eða bara
kókómjólk? Venjuleg mjólk beint úr beljunni
takk.
Coke vs. Pepsi? Coke.
Hundar eða kisur? Skjóta hundinn!!
Pönnsur eða vöfflur? Bara bæði betra.
Eruði femínistar? Nei.
Á hvernig tónlist hlustið þið? Gamla
íslenska tónlist.
Hvers gætuð þið ekki lifað án? Lambakjöts.
Hvað borðið þið á morgnana? Hafragraut
og lýsi.
Uppáhaldsorð? Sveit.
Eruð þið með opið instagram eða snapc-
hat?
Snöpp:
Snæþór - snaebjark Kristján - krystjaninn
Pétur - petur135 Þórður - lumbi888
Friends eða How I met your mother? Stikl-
ur með Ómari Ragnarssyni.
Pétur Snær Ómarsson, Þórður Brynjarsson, Snæþór Bjarki Jónsson og Kristján Guðmundsson úr Menntaskóla Borgarfjarðar
eru á aldrinum 16 til 18 ára og skipa hljómsveitina Pési og breiðnefirnir. Þeir ætla að syngja lagið Mescalin með Egó.
Gætu ekki lifað án lambakjöts
Af hverju það lag? Því að mér finnst þetta lag
vera gott.
Muntu syngja til einhvers í salnum? Ekki
nákvæmlega viss.
Uppáhaldslag til að syngja í sturtu? Stiches
eftir Shawn Mendes.
Palli (Páll Óskar) eða Bubbi (Bubbi Mort-
hens)? Nei.
Fullkomið stefnumót? Nei.
Tinder vs. Hot or not? Hot or not.
Draumastarf? Að verða söngvari.
Lýstu þér í þremur orðum Vitur, jákvæður,
stór.
Uppáhaldslag með Beyoncé? Ekkert.
Hvert er þitt átrúnaðargoð? Veit ekki.
Ertu góður í að syngja? Já.
Hvert er planið eftir menntó? Að gera eitt-
hvað gott.
iOS vs android? Android.
Hefur löggan stoppað þig? Nei.
Síðasta lygi sem þú sagðir? Man ekki.
Skrítnasti matur sem þú hefur borðað?
Baunir.
Hver er þinn helsti ótti? Dauði.
Furðuleg staðreynd um þig? Hugsa allt í
einu.
Ef þú værir fastur í sjónvarpsþætti í viku,
hvaða þáttur myndirðu vilja að það væri?
The Simpsons.
Ertu í sokkum? Já.
Sykurskert kókómjólk eða bara kókó-
mjólk? Sykurskert kókómjólk.
Coke vs. Pepsi? Pepsi.
Hundar eða kisur? Hundar.
Pönnsur eða vöfflur? Vöfflur.
Ertu femínisti? Nei.
Á hvernig tónlist hlustar þú? Rokk- og
popptónlist
Hvers gætir þú ekki lifað án? Að vera lifandi.
Hvað borðarðu á morgnana? Seríos.
Uppáhaldsorð? Eiginlega.
Bláir eða svartir pennar? Bláir.
Snap eða insta? Hvorugt.
Ertu með opið instagram eða snapchat?
Opið fyrir hvort tveggja.
Friends eða How I met your mother? Fri-
ends.
Thorvald Michael Vágseið er 16 ára nemandi við Tækniskólann.
Hann syngur lagið Slow hands eftir Niall Horan.
Til í að vera fastur í Simpsons-þætti