Morgunblaðið - 25.04.2018, Page 21

Morgunblaðið - 25.04.2018, Page 21
MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2018 MORGUNBLAÐIÐ 21 Af hverju það lag? Við erum báðar mjög hrifnar af þessu lagi og fannst þetta bara nokkuð skemmtileg áskorun. Munuð þið syngja til einhvers í salnum? Nei, við vonum ekki. Uppáhaldslag til að syngja í sturtu? Úff, þau eru alltof mörg … Við skulum bara segja að dívurnar séu mjög vinsælar á þessum lista. Palli (Páll Óskar) eða Bubbi (Bubbi Morthens)? Páll Óskar. Hver elskar ekki glimmer og pallíettur? Fullkomið stefnumót? Bara eitthvað nógu dýrt … NEi DJÓK! Við höldum að það væri geðveikt gaman að fara á karaoke-bar. Tinder vs Hot or not? Er Hot or Not ennþá í gangi? Draumastarf? Næstu stórsöngkonur Holly- wood. Lýsið ykkur í þremur orðum Amelía: Klaufi, metnaðargjörn og bara eitthvað gott. Krist- björg: Klaufsk, góðhjörtuð. Uppáhaldslag með Beyonce? Love on Top eða Run the World. Uppáhaldssnappari? Camilla Rut, hún er snillingur. Besti leikurinn á leikjanet.is? Klárlega Bubble Struggle. Eruð þið góðar að syngja? Við höldum alla- vega lagi … eða svo sögðu mæður okkar. Hvert er planið eftir menntó? Það er í vinnslu … Hefur löggan stoppað ykkur? Nei, ekkert alvarlega. Síðasta lygi sem þið sögðuð? Það eru nokkrar saklausar hér fyrir ofan :) Skrítnasti matur sem þið hafið borðað? Djúpsteiktur kolkrabbi og skata. Hver er ykkar helsti ótti? Við erum báðar lofthræddar. Ef þið gætuð eytt einum degi með ein- hverjum frægum, hver væri það og hvað mynduð þið gera? Amelía: Jennifer Hudson, ég væri alveg til í smá kennslu hjá henni. Kristbjörg: Úff, allt of margir til að velja úr! Furðuleg staðreynd um ykkur? Við erum mjög sammála um marga hluti þrátt fyrir að vera mjög ólíkar persónur. Hvaða fræga einstaklingi mynduð þið vilja festast í lyftu með? The Rock, til að hann geti barið upp hurðina svo við fáum ekki innilokunarkennd. Ef þið væruð fastar í sjónvarpsþætti í viku, hvaða þáttur mynduð þið vilja að það væri? Kristbjörg: Grace and Frankie því þær eru snillingar. Eruð þið í sokkum? Já! Báðar í svörtum sokkum. Vandræðalegasta móment lífsins? Krist- björg: Þegar ég datt niður stiga fyrir framan fulla stúku af fólki og hellti nocco yfir allt and- litið á mér. Amelía: Ég rann einu sinni niður allan rúllustigann í Kringlunni, það var ágæt- lega vandræðalegt. Báðar: Við vonumst því til þess að það verði ekki margir stigar í keppn- inni. Sykurskert kókómjólk eða bara kókó- mjólk? Klárlega venjuleg kókómjólk. Coke vs Pepsi? Drekkum hvorki kók né pepsí. Hlölli eða Subway? Subway. Hundar eða kisur? Amelía: Hundar. Krist- björg: Kisur. Eruð þið A- eða B-manneskjur? Við erum svona mitt á milli A og B. Það eiga allir sína daga. Pönnsur eða vöfflur? Pönnsur! Eruð þið femínistar? Já. Á hvernig tónlist hlustið þið? Bara næstum allan skalann. Hvers gætuð þið ekki lifað án? Súkkulaðis. Hvað borðið þið á morgnana? Cheerios eða hafragraut. Uppáhaldsorð? Kristbjörg: Snilld. Amelía: Hef ekki hugmynd. Bláir eða svartir pennar? Svartir. Snap eða insta? Snap. Eruð þið með opið instagram eða snapc- hat? Nei. Friends eða How I met your mother? Friends. Þær Amelía Rún 18 ára og Kristbjörg Ásta 19 ára keppa fyrir hönd Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Þær ætla að syngja lagið No Peace duet með Sam Smith og Yebba Ólíkar persónur en oft sammála Af hverju það lag? Lagið hentar mér mjög vel. Muntu syngja til einhvers í salnum? Gunnu, mömmu besta vinar míns. Uppáhaldslag til að syngja í sturtu? Þau eru ansi mörg. Palli (Páll Óskar) eða Bubbi (Bubbi Morthens)? Bubbi. Fullkomið stefnumót? Ekki hugmynd, eitthvað óplanað og einfalt. Tinder vs Hot or not? Er lestarstjóri á Hot or Not-vagninum. Draumastarf? Eitthvað sem ég hef ánægju af á hverjum degi. Lýstu þér í þremur orðum Jákvæður, ákveðinn, keppnismaður. Uppáhaldslag með Beyonce? If I were a boy er geggjað. Hvert er þitt átrúnaðargoð? Johnny John- son er mitt átrúnaðargoð. Uppáhaldssnappari? Oskarpalli, bara skandall að hann skuli ekki hafa unnið So you think you can snap. Besti leikurinn á leikjanet.is? Pass. Ertu góður í að syngja? Of course. Hvert er planið eftir menntó? Háskóli. iOS vs android? iOS. Hefur löggan stoppað þig? Yess, reyndar fyrir að keyra of hægt, sem er gríðarlega töff. Síðasta lygi sem þú sagðir? Lýg aldrei. Skrítnasti matur sem þú hefur borðað? Ekkert svo ég muni. Hver er þinn helsti ótti? Gæsir á vegkanti eftir að ein ákvað að brjóta framrúðuna hjá mér. Ef þú gætir eytt einum degi með ein- hverjum frægum, hver væri það og hvað mynduð þið gera? Jón Jónsson. Við mynd- um 100% finna eitthvað skemmtilegt að gera. Furðuleg staðreynd um þig? Er bullandi þríburi. Hvaða fræga einstaklingi myndirðu vilja festast í lyftu með? Siggu Beinteins. Ef þú værir fastur í sjónvarpsþætti í viku, hvaða þáttur myndirðu vilja að það væri? Riverdale er spennandi. Ertu í sokkum? Já. Vandræðalegasta móment lífs þíns? Þessi er erfið. Sykurskert kókómjólk eða bara kókó- mjólk? Venjuleg bara. Coke vs Pepsi? Coke. Hlölli eða Subway? Söbbari. Hundar eða kisur? Hundar. Ertu A- eða B-manneskja? A. Pönnsur eða vöfflur? Vöfflur. Ertu femínisti? Yes. Á hvernig tónlist hlustar þú? Alls konar. Hvers gætir þú ekki lifað án? Mömmu. Hvað borðarðu á morgnana? Muslí. Bláir eða svartir pennar? Blue. Snap eða insta? Insta. Ertu með opið instagram eða snapchat? Insta. Friends eða How I met your mother? Fri- ends. Ágúst Þór Brynjarsson er 18 ára nemandi við Framhaldsskólann á Húsavík. Hann ætlar að taka lagið Forrest Fires Gæti ekki hugsað sér lífið án mömmu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.