Morgunblaðið - 25.04.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 25.04.2018, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2018 Þ ó að Birgitta Haukdal hafi ekki hlotið verðlaunasæti þegar hún tók þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Laugaskóla opnaði sá söngur henni leið inn í íslenska tónlistarheiminn. Hún segir keppnina mjög mikilvægan vettvang fyrir ungt fólk sem vill koma sér á framfæri í tónlistinni og þetta hafi verið henni dýrmæt reynsla. „Ég sem ung stelpa kom utan af landi og fyrir mér var þetta algjör draumur, að fá að syngja í keppni sem þessari fyrir Framhaldsskólann á Laugum. Flutningurinn gekk svona ágætlega, engir flugeldar svo sem, en ég komst klakklaust í gegnum þetta. Nema hvað að stuttu síðar hringir Gunnar Þórðarson, sem hafði verið í dómnefnd keppninnar, í mig og spyr hvort ég hafi áhuga á að taka þátt í ABBA-sýningu sem hann var þá að vinna í og átti að setja upp í Broadway.“ Birgitta bjó þá á Húsavík svo það var stór pakki fyrir hana að fara út í slíka sýningu í Reykjavík og Gunnar þurfti að leita samþykkis hjá foreldrum hennar. „Þau tóku vel í þetta, enda vissu þau að söngur er líf mitt og yndi. Til að byrja með flaug ég suður hverja einustu helgi til að taka þátt í sýningunni og endaði svo á því eftir ár af því flugi að flytja til Reykjavíkur og hef verið að syngja síðan. Ég hugsa oft til þess að ef ég hefði ekki tekið þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna hefði Gunni Þórðar ekki tekið eftir mér og ég væri enn á Húsavík að vinna í bak- aríinu,“ segir Birgitta og hlær. „Það er nefnilega ekkert mikilvægast að sigra í keppnina heldur er þetta ótrúlega mikilvægur vettvangur fyrir söngvara og tónlistarfólk að koma fram og tengjast.“ Birgitta lærði mikið á því að taka þátt í keppninni. „Ég mætti með kassettu sem innihélt lagið Wind Beneath My Wings með Bette Midler og lét hljómsveitina hafa hana. Á þessum tíma átti maður ekki stórt safn laga til að velja úr, bara það sem maður hafði á kassettunum heima. Hljóm- sveitin spilaði það eins og það var á kassettunni en í dag veit ég að lagið var í allt of lágri tóntegund fyrir mig, sem hentaði mér ekki. Síðan þá hef ég passað að syngja lög í réttum tóntegundum!“ Símtal frá Gunnari Þórðar strax á eftir Birgitta Haukdal Birgitta telur að hún væri að gera eitthvað allt annað í dag ef ekki hefði verið fyrir Söngkeppni fram- haldsskólanna. E yþór Ingi Gunnlaugsson sló í gegn í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2007 með lagi Deep Purple, Perfect Strangers sem í íslenskri þýð- ingu hét Framtíð bíður en lagið flutti hann fyrir Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. „Ég hef alltaf verið mikið fyrir gamalt rokk og ról og ég valdi þetta lag því þetta var eftirlætislag pabba og Deep Purple lag sem var talsvert nýrra en það sem ég var að hlusta á. Annars var ég lengi að spá í þetta, alls konar lögum fram og til baka og var með hugmyndir um að taka lag með Radiohead eða Muse,“ segir Eyþór Ingi. Lagið Framtíð bíður tók hann fyrst í afmæli föður síns og segir að tilhugsunin um að standa á stóru sviði og syngja þetta fyrir föður sinn sitjandi úti í sal með myndavélina hafi gert útslagið hvað hann valdi að lok- um. „Manni fannst þetta svo mikil alvara, stórt svið, al- vöruhljómsveit og hljóðkerfi og það er mikill lærdómur sem felst í því að reyna að leggja sig allan fram og vera stressaður.“ Opnaði þátttakan dyr fyrir þér? „Að miklu leyti já. Hljómsveitin Buff var að spila undir og við erum allir miklir félagar í dag og svo kannski mundu margir eftir manni úr keppninni sem maður kynntist þar, það er svolítið erfitt að meta hvað kemur á undan hverju. Svo var ég reyndar dreginn inn í aðra keppni strax í kjölfarið, í Bandið hans Bubba. Ef til vill hafði Söngkeppni framhaldsskólanna áhrif á að maður fór þangað inn.“ Vildi syngja með pabba úti í sal Morgunblaðið/Skapti Eyþór Ingi Gunnlaugsson Eyþór Ingi flutti eftirlætislag föður síns í Söngkeppni framhaldsskólanna. H era Björk Þórhallsdóttir var fyrsti keppandi í Söngkeppni framhaldsskólanna til að flytja eitt vinsælasta lag keppninnar fyrr og síðar; Án þín með Trúbrot. Hún hreppti annað sætið í keppn- inni árið 1991 þar sem hún söng fyrir Fjölbrautaskólann Í Breiðholti. „Sviðin gerðust ekki mikið stærri en þarna á Hótel Ís- landi og það var ákveðið andlegt sjokk að standa þarna og þurfa bara að standa sig, en afar lærdómsríkt. Það sem ég lærði utan vinnubragða var fyrst og fremst hvað það er mikið til af frábærum söngvurum og tónlistarmönnum hér- lendis. Þarna kynntist ég mörgum þeirra í fyrsta skipti en við kynntumst ákaflega vel allir keppendurnir,“ segir Hera Björk. Enn þann dag í dag kemur fólk til Heru Bjarkar og rifj- ar upp þegar hún flutti lagið og á vegi hennar hafa orðið kvenkyns keppendur sem völdu að syngja Án þín því þær, sem litlar stelpur, sáu Heru Björk flytja í það í sjónvarp- inu. Lagið valdi hún með hjálp móður sinnar sem einnig er söngkona en Hera Björk hafði þá verið að hlusta mikið á Trúbrot. Lagið krefst þess af söngvaranum að hann sé með breitt raddsvið svo hann fær að sýna vel hvað í honum býr. Vegna þessa og fallegrar melódíu lagsins varð það lag fyrir valinu hjá Heru. „Maður fann það úti í þjóðfélaginu að það voru allir að fylgjast með keppninni. Manni svíður svolítið í dag þegar keppnin hlýtur ekki þá viðurkenningu og athygli sem hún á að fá. Það er nefnilega ákaflega flott vinna sem fer þarna fram, ekki bara á sviðinu heldur líka baksviðs og fyrir framan sviðið, undirbúningurinn allur og skipulagið. Svo er þetta svo frábær skóli fyrir þessa krakka, það skiptir ekki máli hvort það gengur upp hjá þeim eða ekki, það er jafnvel betri skóli að fá rassskell en klapp.“ Jafnvel betra að fá rassskell Morgunblaðið/Valli Hera Björk Þórhallsdóttir Heru Björk finnst mjög krúttlegt að sjá atriðið sitt í seinni tíð og sjá hve hrædd hún var í framan. É g eignaðist marga góða vini þarna sem hafa fylgt mér síðan og margir þeirra hafa orðið góðir sam- starfsfélagar og félagar í tónlist síðar meir,“ seg- ir Svavar Knútur Kristinsson sem tók þátt í keppninni árið 1995 og landaði þriðja sætinu. Svavar söng og spilaði lagið „Ræningjarnir leita“ úr Kardemommubænum og flutti það fyrir hönd Mennta- skólans við Hamrahlíð. Flestir þekkja lagið en í því reyna ræningjarnir að hafa upp á ýmsum munum sem þeir hafa týnt, svo sem húfunni sinni, hempunni og flautunni. „Ég sneri laginu upp í djass og gerði það aðeins þunglyndislegra en í minni útfærslu voru ræningjarnir ekki beint viðkunnanlegir gleðigaurar heldur meiri durtar. Ég var að læra á píanó á þessum tíma og var eitthvað að leika mér við hljóðfærið og þetta var útkom- an, þetta var svona tilraunamennska unglingsins. Keppnin sjálf gaf mér ákveðið búst í sjálfstrausti því það var ekki stórt á þeim tíma, maður var að feika það þangað til maður meikaði það. Þetta var einnig mikill skóli í að venjast því að syngja fyrir framan stóran áheyrandahóp en þetta voru alveg um 800 manns sem maður söng fyrir.“ Meðal félaga sem Svavar Knútur eignaðist í keppn- inni var Jón Geir Jóhannsson, trommari Skálmaldar, en þeir hafa unnið mikið saman í alls konar verkefnum eft- ir þetta. „Þetta var skemmtileg reynsla til að eiga í hjartanu og eftir þetta fannst mér ekki eins mikið mál að gera tónlist, stíga á svið og koma fram. Ef maður gengur inn í þessa keppni með opnum huga og í góðri trú kynntist maður ofboðslega mörgum krökkum sem eru á sama stað og maður sjálfur og eru að hugsa um sömu hluti. Á þessum árum er maður oft að leita að slíkum félögum, sem hafa svipuð markmið í lífinu og maður sjálfur.“ Eignaðist framtíðar- félaga Morgunblaðið/Árni Sæberg Svavar Knútur Kristinsson Svavar Knútur sneri lagi úr barna- leikriti upp í djass.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.