Morgunblaðið - 25.04.2018, Page 10

Morgunblaðið - 25.04.2018, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2018 Af hverju það lag? Því það er ofboðslega skemmtilegt lag. Muntu syngja til einhvers í salnum? Ég mun syngja til allra í salnum. Uppáhaldslag til að syngja í sturtu? You give me something með James Morrison. Palli (Páll Óskar) eða Bubbi (Bubbi Mort- hens)? Bubbi Morthens. Fullkomið stefnumót? Úff, ég myndi segja að það að taka góðan ísbíltúr og göngutúr í náttúrunni væri mjög gott stefnumót. Tinder vs Hot or not? Tinder. Draumastarf? Draumurinn væri að geta unnið sem atvinnu-„performer“. Lýstu þér í þremur orðum. Einlægur, hress og með athyglisbrest á háu stigi haha. Uppáhaldslag með Beyonce? Drunk in love. Hvert er átrúnaðargoð þitt? Góð spurning, en ef ég verð að velja einn einstakling þá væri það sir Paul McCartney. Uppáhaldssnappari? Goisportrond. Besti leikurinn á leikjanet.is? Hinn klass- íski bubble struggle. Ertu góð/ur/tt í að syngja? Já. Hvert er planið eftir menntó? Ferðast og njóta og svo stefni ég á fjármálaverkfræði. Hefur löggan stoppað þig? Aldrei. Síðasta lygi sem þú sagðir? Ég lýg ekki nema í gríni svo ætli það hafi ekki verið þegar ég laug að félögum mínum um daginn að ég væri svaklega peppaður í fallhlífarstökk (er skíthræddur við fallhlífarstökk) sem endaði með því að þeir urðu mjög til í það og við skráðum okkur í fallhlífarstökk í sumar, mér til mikillar gleði haha. Skrítnasti matur sem þú hefur borðað? Lamadýr. Hver er þinn helsti ótti? Að vera lokaður inni einhvers staðar. Ef þú gætir eytt einum degi með ein- hverjum frægum, hver væri það og hvað mynduð þið gera? Justin Bieber. Við mynd- um syngja, spila körfu, fá okkur eitthvað mjög sveitt að borða og ég myndi síðan rústa honum í FIFA-leik. Furðuleg staðreynd um þig? Ég hlæ mikið í aðstæðum þar sem ég á alls ekki að hlæja. Hvaða fræga einstaklingi myndirðu vilja festast í lyftu með? Kendrick Lamar. Ef þú værir fastur í sjónvarpsþætti í viku, hvaða þáttur myndirðu vilja að það væri? Það væru líklega Lost-þættirnir, þeir voru geðveikir. Ertu í sokkum? Já, meira að segja á báðum fótum. Vandræðalegasta móment lífs þíns? Hmm … þarf að velja úr mjög mörgum mó- mentum til að finna það vandræðalegasta. Sykurskert kókómjólk eða bara kókó- mjólk? Kókómjólk, þarf ekkert að flækja þetta. Coke vs Pepsi? Coke. Hlölli eða Subway? Hlölli. Hundar eða kisur? Hundar. Ertu A- eða B-manneskja? Langar að vera A en ég myndi tilheyra B-flokknum. Pönnsur eða vöfflur? Pönnsur. Ertu femínisti? Já. Á hvernig tónlist hlustar þú? Hlusta að- allega á klassískt rokk, popp og dass af rappi. Hvers gætir þú ekki lifað án? Redbull. Hvað borðarðu á morgnana? Eitt stykki hleðslu og banana. Uppáhaldsorð? Öll jákvæð orð. Bláir eða svartir pennar? Svartir. Snap eða insta? insta. Ertu með opið instagram eða snapchat? Neibb, hvort tveggja lokað. Friends eða How I met your mother? Fri- ends. Haraldur Fannar Arngrímsson 19 ára keppir fyrir Menntaskólann í Kópavogi. Hann tekur lagið Hotline bling Skíthræddur við fallhlífarstökk Af hverju það lag? Miklar tilfinningar í því lagi og ótrúlega gaman að syngja það. Muntu syngja til einhvers í salnum? Mun syngja til allra sem eru að hlusta. Uppáhaldslag til að syngja í sturtu? Shackles – Mary Mary & My neck, my back. Palli (Páll Óskar) eða Bubbi (Bubbi Mort- hens)? Báðir en samt meira Bubbi. Fullkomið stefnumót? Eldfjallarúllan á To- kyo, pepsi max og Friends, 6. sería. Svo bara karamelludýr og sofna í sykurvímu. Tinder vs Hot or not? Hot or not. Draumastarf? Allt sem tengist hönnun, arkitektúr, söng, leiklist og bara öll list ef ég má segja það. Lýstu þér í þremur orðum. Skynsöm, ákveðin, flippari. Uppáhaldslag með Beyonce? I was here og allt sem hún gerir live er fullkomið. Hvert er þitt átrúnaðargoð? Simon Cowell. Uppáhaldssnappari? Starkadurpet – alltaf fyndinn, ekkert vesen. Besti leikurinn á leikjanet.is? Bubble struggle eða leikurinn þar sem þú þarft að hamra spýturnar neðan af skónum, man ekk- ert hvað hann heitir en hann er mjög ávana- bindandi. Ertu góð í að syngja? Nei, það eru bara svo fáir í MÍ :( Hvert er planið eftir menntó? Læra meira, háskólast og skoða og upplifa eitthvað alveg nýtt. iOS vs android? iOS, ég er með fóbíu fyrir android. Hefur löggan stoppað þig? Já, löggan á Ísafirði er mikið fyrir að láta mann blása, veit ekki hvað það er … skemmtileg tæki kannski? Síðasta lygi sem þú sagðir? Ég lýg ekki en þetta var lygi sem ég laug. Hver er þinn helsti ótti? Ég hef alltaf verið ógeðslega hrædd um að ég stressprumpi á meðan ég er að syngja á sviði fyrir framan fólk og prumpið fari beint upp í pjölluna :) Ef þú gætir eytt einum degi með ein- hverjum frægum, hver væri það og hvað mynduð þið gera? Justin Bieber og ég skammast mín ekki einu sinni smá. Færum til Havaí eða Bora Bora að synda með höfr- ungum, klappa öpum og væntanlega skíta peningum og prumpa glimmeri. Furðuleg staðreynd um þig? Ég á þrjú börn. Hvaða fræga einstaklingi myndirðu vilja festast í lyftu með? Ellen DeGeneres. Ef þú værir föst í sjónvarpsþætti í viku, hvaða þáttur myndirðu vilja að það væri? Jane the virgin. Ég elska elska elska Rogelio de la Vega. Ertu í sokkum? Já, alltaf. Vandræðalegasta móment lífs þíns? Ég verð voða sjaldan vandræðaleg … hef alla- vega enga crazy sögu að segja. Sykurskert kókómjólk eða bara kókó- mjólk? Bara kókómjólk, sykur gerir mann sætari grrr. Coke vs Pepsi? Pepsi (max). Hlölli eða Subway? Subwaykaka, því ef þú kaupir tvær þá er þriðja á 11 krónur. Maður á samt alltaf að segja „og tvær subwaykökur“ svo afgreiðslufólkið þurfi að segja „já ef þú kaupir þrjár þá er þriðja á 11 krónur“. Það er bara svo ódýrt og skemmtileg tilbreyting. Að fara á Subway er eins og að fara bara til út- landa. Alveg klikkað. Svo hef ég ekki smakk- að Hlölla, kannski er það ástæðan. Hundar eða kisur? Hundar. Á dóttur sem er hundur, Tinna María Bieber. Hún gerir mig stolta á hverjum degi. Ertu A- eða B-manneskja? A á virkum, B á helgum, dett stundum í D-týpuna en voða sjaldan. Finnst ég oft vera K-, J- og L- manneskja, líka svona blanda af öllu og í miðj- unni einhvern veginn og alls konar flippmann- eskja og kruðari. Gæti alveg eins verið Þ, Æ, Ö – bara alveg frjálst hvernig það raðast. Pönnsur eða vöfflur? Pönnsur. Ertu femínisti? Að sjálfsögðu. Á hvernig tónlist hlustar þú? Alla tónlist, fer eftir aðstæðum og dögum. Hvers gætir þú ekki lifað án? Tónlistar og súrefnis. Hvað borðarðu á morgnana? Hafra- eða chiagraut. Uppáhaldsorð? Jullubudda. Bláir eða svartir pennar? Svartir. Snap eða insta? Instagram. Ertu með opið instagram eða snapchat? Er með opið insta: kristinhelgahagbards – eeen held að ég sé ekki með opið snap. Friends eða How I met your mother? Fri- ends alltaf og að eilífu. Kristín Helga Hagbarðsdóttir er 19 ára og keppir fyrir Menntaskólann á Ísafirði. Hún ætlar að syngja lagið Piece by piece með Kelly Clarkson Dreymir um að synda með höfrungum og Justin Bieber

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.