Morgunblaðið - 02.05.2018, Síða 8

Morgunblaðið - 02.05.2018, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2018 Það var vel til fundið hjá ungumjafnaðarmönnum að endur- flytja í gær tuttugu ára gamla ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur um hús- næðismál. Ræðan mun vera sú lengsta í sögu Alþingis, rúmar tíu klukkustundir, og vitaskuld eftir því áhugaverð. Víst er að margir höfðu beðið óþreyjufullir í tvo áratugi eftir að fá að hlýða á ræðuna aftur.    Ekki var síður veltil fundið að fá Dag B. Eggertsson til að flytja hluta ræð- unnar, enda er hann nú sá kjörinn fulltrúi Samfylkingarinnar, og raunar þótt horft sé til annarra flokka, sem lengst getur tal- að um hvaðeina. Talið er að ef Dag- ur kemst einhvern tímann á þing sé ræðumet Jóhönnu í stórkostlegri hættu.    En nú þegar hafinn hefur veriðendurflutningur á gull- kornum Jóhönnu verður vonandi ekki látið staðar numið við húsnæð- ismálin. Hún hafði svo margt mikil- vægt að segja um önnur mál.    Margir sakna þess til dæmis aðfá ekki að heyra reglulega ræður hennar um nauðsyn þess að samþykkja Icesave-samningana, sem tilvalið væri að flytja 1. maí á næsta ári. Og helst árlega eftir það.    Og þá væri jafn viðeigandi og núað fá Dag til að flytja hluta af ræðunum, því að fáir menn studdu Icesave-baráttu ríkisstjórnar Jó- hönnu jafn dyggilega og Dagur.    Er ekki öruggt að landsmenngeti leyft sér að fara að hlakka til? Jóhanna Sigurðardóttir Hvað með Icesave-ræðurnar? STAKSTEINAR Dagur B. Eggertsson Borgarráð hefur samþykkt tillögu skrifstofu eigna og atvinnuþróunar um að gerður verði leigusamn- ingur við Helga Svavar Helgason veitingamann um verslunarhúsnæði á Langholtsvegi 70. Í þessu húsi við Sunnutorg var í áratugi rekinn söluturn en rekstri hans var hætt fyrir nokkrum árum. Auglýst var eftir hugmyndum að starfsemi í Sunnutorgi á Langholtsvegi 70 í september 2017. Um er að ræða 57 fermetra verslunarhúsnæði byggt árið 1959, teiknað af Sigvalda Thordarson arkitekt. Við val á starfsemi var miðað við að húsið gæði hverfið meira lífi og fjölbreytni. Væntanlegir leigutakar áttu að leggja fram hugmyndir að starfsemi, útliti og umhverfi en húsið hafði mikið látið á sjá síðustu ár. Alls skiluðu 5 aðilar inn hug- myndum. Þriggja manna dómnefnd sem í sátu Hrólfur Jónsson, Ólöf Örvarsdóttir og Heiðar Ingi Svansson valdi hugmynd Helga S. Helgassonar besta en þar er gert ráð fyrir að lagfæra húsið og vernda upprunalegt útlit. Ragnar Kjartansson myndlistarmaður mun hanna staðinn. Gert er ráð fyrir að opna síðar á árinu veitinga- og kaffihús. Leigugjald er krónur 120.000 á mánuði. Helgi Svavar Helgason er ekki ókunnur rekstri veitingahúsa. Hann hefur m.a. rekið Slippbarinn og Öldu hótel Bistró. Hann stefnir að því að kaffi- húsið verði fjölskylduvænt. Það verður opið alla daga frá kl. 10 til 21. sisi@mbl.is Kaffihús kemur í stað sjoppu Sunnutorg Húsið verður fært í upprunalegt horf. Framkvæmdasýsla ríkisins hefur óskað eftir tilboðum í nýbyggingu fyrir Byggðastofnun í Sauðármýri 2 á Sauðárkróki. Um er að ræða jarðvinnu, uppsteypu og fullbúið hús og allan frágang að utan og innan, ásamt lóð. Byggingin verður 998 fermetrar á tveimur hæðum og með kjallara undir hluta hússins. Á heimasíðu Byggðastofnunar segir að verkefnið hafi verið unnið samkvæmt aðferðafræði upplýs- ingalíkana mannvirkja og að- ferðafræði vistvænnar hönnunar. Stefnt er að því að byggingin verði vottuð sem vistvænt mannvirki samkvæmt alþjóðlega vottunar- kerfinu BREEAM. Verkinu skal vera að fullu lokið 30. september 2019. Tilboða ósk- að í nýtt hús Byggða- stofnunar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sauðárkrókur Reisa á um 1.000 fer- metra hús fyrir Byggðastofnun. SAMSTARFSAÐILI Hringdu í 580 7000 eða farðu á heimavorn.is AR SEM ÞÚ ERTHV Veður víða um heim 1.5., kl. 18.00 Reykjavík 4 léttskýjað Bolungarvík 1 snjóél Akureyri 5 léttskýjað Nuuk -2 snjókoma Þórshöfn 5 rigning Ósló 7 rigning Kaupmannahöfn 7 skúrir Stokkhólmur 11 léttskýjað Helsinki 7 skýjað Lúxemborg 10 skýjað Brussel 12 heiðskírt Dublin 10 súld Glasgow 10 skúrir London 12 skúrir París 13 alskýjað Amsterdam 11 léttskýjað Hamborg 7 rigning Berlín 14 heiðskírt Vín 22 heiðskírt Moskva 23 heiðskírt Algarve 19 léttskýjað Madríd 14 léttskýjað Barcelona 12 þrumuveður Mallorca 16 léttskýjað Róm 17 léttskýjað Aþena 26 léttskýjað Winnipeg 3 alskýjað Montreal 13 skýjað New York 19 heiðskírt Chicago 23 heiðskírt Orlando 25 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 2. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:56 21:55 ÍSAFJÖRÐUR 4:44 22:16 SIGLUFJÖRÐUR 4:27 21:59 DJÚPIVOGUR 4:21 21:28

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.