Morgunblaðið - 02.05.2018, Side 9

Morgunblaðið - 02.05.2018, Side 9
9 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2018 Píratar í Reykja- nesbæ kynntu framboðslista sinn á opnum fundi sl. laugar- dag. Listann skipa 22 ein- staklingar með fjölbreyttan bak- grunn, segir í fréttatilkynn- ingu. Efstur á listanum er Þórólfur Júl- ían Dagsson, fisktæknir og vél- stjóri. Hrafnkell Brimar Hall- mundsson, fornleifa- og tölvunar- fræðingur, er í öðru sæti og Margrét Sigrún Þórólfsdóttir, grunn- og leikskólakennari, skipar þriðja sætið. Í fjórða sæti er Guð- mundur Arnar Guðmundsson sagn- fræðingur og Jón Páll Garðarsson framkvæmdastjóri í fimmta sæti. Þórólfur leiðir Pírata í Reykjanesbæ Þórólfur Júlían Dagsson Viðreisn býður fram lista í Mos- fellsbæ í komandi kosningum sem skipaður er til jafns körlum og konum. Valdimar Birgisson auglýs- ingastjóri er efsti maður listans en næst koma Lovísa Jónsdóttir lög- fræðingur, Ölvir Karlsson lögfræð- ingur og Hildur Björg Bærings- dóttir verkefnastjóri. Helstu áherslumál Viðreisnar eru gegnsæi í allri stjórnsýslu bæjarins og að velferð allra íbúa sé í fyrsta sæti. Viðreisn ætlar t.d. að styrkja skólastarf með því að styðja betur við kennara og tryggja öllum nemendum nútíma tækni og að- búnað. Viðreisn með lista í Mosfellsbæ Mosfellsbær Efstu menn hjá Viðreisn. N-listinn býður fram að nýju í Húnaþingi vestra fyrir komandi kosningar. List- inn bauð fram í síðustu kosn- ingum og náði meirihluta í sveitarstjórn. Oddviti listans er Magnús Magnús- son, sóknarprestur og hrossabóndi á Lækjarbakka í Miðfirði. Magnús hefur verið sóknarprestur í Breiða- bólsstaðarprestakalli frá árinu 2010. Í öðru sæti N-listans er Sig- ríður Ólafsdóttir, sauðfjárbóndi og ráðunautur í Víðidalstungu, og í 3. sæti er Magnús Eðvaldsson, íþróttakennari á Hvammstanga og varamaður í sveitarstjórn. N-listinn áfram í Húnaþingi vestra Magnús Magnússon Páll Valur Björnsson, kenn- ari og fv. þing- maður fyrir Bjarta framtíð í Suðurkjördæmi, leiðir lista Sam- fylkingarinnar í Grindavík fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar 26. maí. Í öðru sæti er Marta Sigurðardóttir bæjar- fulltrúi og í þriðja sæti kemur nýr inn Alexander Veigar Þórarinsson, kennari og knattspyrnumaður. Í fjórða sæti er Erna Rún Magnús- dóttir nuddari. Páll Valur efstur hjá Samfylkingunni Páll Valur Björnsson „Við lofum ekki upp í ermina á okkur,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallar- vina í borgarstjórn, sem ásamt fleirum hefur stofnað nýtt framboð fyrir borgarstjórnarkosningarnar 26. maí. Framboðið nefnist Borgin okkar Reykjavík, en tíu efstu sætin voru kynnt sl. föstudag. Sveinbjörg skipar efsta sæti listans, í öðru sæti er Edith Alvars- dóttir þáttagerðarmaður, Jóhannes Ómar Sigurðsson viðskiptafræð- ingur er í þriðja sæti og fjórða sæt- ið skipar Viktor Helgi Gizurarson, vélaverkfræðinemi í Háskóla Ísl. Nýr listi Borgarinnar okkar Reykjavíkur Reykjavík Efstu fjögur á lista Borgarinnar okkar, sem býður fram í Reykjavík í vor. Viðreisn og Neslistinn bjóða fram sameiginlegan lista í bæjarstjórnar- kosningunum á Seltjarnarnesi, undir listabókstafnum N. Sjö efstu frambjóðendur voru kynntir nýver- ið á fundi á kaffihúsinu Örnu á Sel- tjarnarnesi. Tvö efstu sæti listans skipa Karl Pétur Jónsson vara- bæjarfulltrúi og Hildigunnur Gunnarsdóttir, námsráðgjafi við Kvennaskólann. Í næstu sætum á listanum koma Björn Gunnlaugsson, kennari og verkefnastjóri hjá Kópavogsbæ, og Rán Ólafsdóttir laganemi. Í fimmta sæti er Oddur J. Jónasson þýðandi, Margrét Hugrún Gústavsdóttir blaðamaður er í 6. sæti og Ragnar Jónsson rannsóknarlögreglumaður er í 7. sæti. Helstu baráttumál listans eru að auka lýðræðislega stjórnarhætti á Seltjarnarnesi, þar sem sami flokk- ur hafi verið í meirihluta í 68 ár, þ.e. Sjálfstæðisflokkurinn. Karl Pétur efstur á sameiginlegum lista Viðreisnar og Neslistans á Seltjarnarnesi Seltjarnarnes Efstu frambjóðendur á lista Viðreisnar/Neslistans. SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.