Morgunblaðið - 02.05.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.05.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2018 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Bæjarstjórn Akraness áformar breytingu á hafnarsvæði á Grenj- um til að koma til móts við óskir fyrirtækisins Skaginn 3X hf. um aukið rými. Fyrir liggur umsókn fyrirtækisins um stækkun iðn- aðarbygginga um 4.000 fermetra. Skaginn 3X hefur undanfarin ár verið leiðandi fyrirtæki í nýsköpun í matvælaiðnaðinum og þá sérstak- lega í tækjabúnaði fyrir sjávar- útveg. Lausnir Skagans byggjast á mikilli sjálfvirkni með áherslu á aukin gæði og nýtingu afurða auk þess sem hagkvæmar og umhverf- isvænar kæli-, pökkunar- og flutn- ingslausnir eru hafðar að leiðar- ljósi. Hjá fyrirtækinu starfa um 90 manns við hönnun, þróun og fram- leiðslu. Skaginn 3X hf. hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands árið 2017. Athafnasvæði Skagans 3X er á Grenjum milli Lambhúsasunds og Krókalóns. Þar hefur um áratugi verið dráttarbraut og skipasmíða- stöð Þorgeirs og Ellerts. Í frum- hugmyndum er litið til stækkunar landfyllingar til norðurs út í Króka- lón. Hugsanlegar landfyllingar gætu orðið um 12-13.000 fermetrar. Fyllingarefni mun koma úr viður- kenndum námum með starfsleyfi. Efni í brimvarnargarð fæst að mestu úr núverandi garði verði sú leið valin að færa hann fram til norðurs. Í skipulagslýsingu, sem birt er á vef Akraneskaupstaðar, koma fram áherslur sveitarstjórnar, upplýs- ingar um forsendur, viðfangsefni og fyrirhugað skipulagsferli. Með framlagningu og kynningu lýsingar í upphafi verks er umsagnaraðilum, hagsmunaaðilum og almenningi gefinn kostur á að leggja fram sjónarmið og ábendingar sem að gagni gætu komið við skipulags- vinnuna áður en gengið verður frá breytingartillögum til afgreiðslu og auglýsingar. Svæðið á Grenjum er þéttbyggt stórum iðnaðarbyggingum. Úti- svæði með ýmsum búnaði og að- stöðu er á suður- og vesturhluta svæðisins. Landið hefur verið mót- að með landfyllingum við eiðið milli Lambhúsasunds og Krókalóns frá landi yfir á Vesturflös, sem markar vesturmörk svæðisins. Ströndin við Krókalón hefur breyst mikið, ann- ars vegar vegna sjóvarnargarða meðfram henni allri og hins vegar vegna landfyllinga á Grenjum. Skipulags- og umhverfisráð legg- ur áherslu á að vaxtarmöguleikar fyrirtækja á skipulagssvæðinu verði tryggðir eftir því sem að- stæður leyfa. Jafnframt verði þess gætt að landfyllingar og landmótun falli sem best að landslagi og um- hverfi. Vaxtarmöguleikar fyrirtækisins Skaginn 3X, sem er vaxandi fram- leiðslufyrirtæki á sínu sviði á al- þjóðamarkaði, séu takmarkaðir nema með landfyllingum. Hagræði felist í stækkun iðnaðarbygginga þannig að auka megi framleiðslu- getu fyrirtækisins á Akranesi. Framkvæmd í umhverfismat Skipulagsbreytingarnar eru háð- ar lögum um umhverfismat. Því verður unnin umhverfisskýrsla samhliða breytingu á aðalskipulagi þar sem metin verða þau áhrif sem hugsanlegar breytingar kunni að hafa á umhverfi og samfélag. Skipulagsbreytingin verður kynnt á íbúafundi sem haldinn verður í bæjarþingsalnum, þriðju hæð í Stillholti 16-18, í dag, mið- vikudaginn 2. maí kl. 18:00. Einnig verður kynnt fyrirhuguð breyting á Akraneshöfn sem felst m.a. í nýjum hafnarbakka með 220 metra við- legu, þ.e. 90 metra lenging á núver- andi bakka. Skaginn 3X áformar stækkun  Hyggst byggja 4.000 fermetra nýbyggingu á Akranesi  Nýbyggingin mun rísa á landfyllingum til norðurs út í Krókalón  Skipulagslýsing kynnt á íbúafundi í dag  Hafnargarðurinn verður lengdur Morgunblaðið/Árni Sæberg Skipaskagi Yfirlitsmynd yfir byggðina á Akranesi. Lengst til vinstri má sjá byggingar Skagans 3X sem sumar hýstu áður skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts. Litið er til stækkunar á landfyllingum til norðurs út í Krókalónið. VÍKURVAGNAR EHF. STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfði 8. - 110 Reykjavík - Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is Hjólastandar á bíla og í bílskúrinn. Hver standur er fyrir 2-3 hjól. Vönduð evrópsk framleiðsla. Dráttabeisli á allar gerðir bíla ásamt ásetningu. Fastar kúlur, smellukúlur og prófílbeisli. Ásetning á staðnum. nnanmál YFIR 30 ÁRA REYNSLA Í AÐ ÞJÓNUSTA VIÐSKIPAVINI - MIKIL ÞEKKINGOGVÖNDUÐVINNUBRÖGÐ - farangursbox á allar gerðir bíla.Stærðir 360 - 500 lítra Vönduð evrópsk framleiðsla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.