Morgunblaðið - 02.05.2018, Qupperneq 13
Sterk Ótrúlegt er hversu lítið slitin
aldargömul peysan er. Ekkert gat
er á henni að finna, en stroff-
ið hefur aðeins trosn-
að.
Bjó sig undir að sitja við
dánarbeð eiginmannsins
„Foreldrar mínir fóru að búa
saman um 1940, en pabbi minn, Þor-
lákur Helgaon, var hafnarverkfræð-
ingur og þurfti starfs síns vegna að
ferðast mikið um landið. Hann ferð-
aðist með strandferðaskipunum
Herðubreið og Skjaldbreið, í alla
vega veðrum og stundum þurfti
hann að fara ríðandi,“ segir Ragn-
heiður og bætir við að faðir hennar
hafi orðið mikið veikur í fimmta
bekk í Menntaskólanum í Reykja-
vík.
„Hann fékk brjósthimnubólgu á
alvarlegu stigi, en náði sér af henni,
lauk sínu stúdentsprófi árið 1923, og
ákvað þá að ganga yfir landið, ásamt
bekkjarbróður sínum sem einnig
hafði orðið veikur, til að herða sig,
verða sterkari og jafna sig í lung-
unum. Þeir gengu frá Reykjavík yfir
í Hrútafjörð.“ Ragnheiður segir að
móðir hennar hafi verið áhyggjufull
yfir öllum ferðalögum eiginmanns-
ins í vinnunni og að hún hafi lagt
áherslu á að hann væri vel klæddur
og passaði upp á lungun.
„Hún samdi við hann að hann
færi ævinlega með færeysku hlýju
ullarpeysuna hennar með sér, sem
hafði dugað svo vel frostaveturinn
mikla. Pabbi gegndi þessu yfirleitt,
nema einu sinni, þá tók hann peys-
una ekki með. Þetta var árið 1945 og
mamma var þá komin sjö mánuði á
leið með bróður minn. Hún fær
hringingu og henni sagt að pabbi
hafi verið lagður inn á sjúkrahúsið á
Húsavík, fárveikur. Það horfði ekki
vel með hann, svo hún var beðin um
að koma norður. Hún tók rútu í hasti
og bjó sig undir að sitja við dánarbeð
eiginmannsins. En hann hresstist
sem betur fer og náði aftur heilsu.
Þá tók mamma af honum loforð að
aldrei færi hann aftur án peysunnar.
Hann sagði: „Frú Elísabet, þetta er
rétt hjá þér, þessi peysa hefur marg-
oft bjargað lífi mínu.“ Og hann stóð
við það að fara aldrei án peysunnar
alla sína verkfræðingstíð.“
Þetta var aðalflíkin þegar ég
var að reyna að vera hippi
Peysan hélt áfram að þjóna því
hlutverki sínu hjá næstu kynslóð að
halda hita á heimilismeðlimum, því
aldrei var farið í útilegu án þess að
peysan góða væri með í för.
„Hvort sem það var bróðir minn
eða ég sem fórum í útilegu, þá tók-
um við þennan dýrgrip með. Auk
þess fannst mér hún svaka smart á
árunum 1966 til 1968, þegar ég var
að reyna að vera hippi, þá var þetta
aðalflíkin og ég sló í gegn þegar ég
skartaði henni. Ég ferðaðist mikið
með Náttúrufræðifélaginu og ævin-
lega var peysan með í för.“
Elísabet dóttir Ragnheiðar
reyndi að nota peysuna en átti erfitt
með hvað hana klæjaði undan henni.
Arnmundur sonur hennar hefur aft-
ur á móti tekið þá afstöðu að láta sig
ekki klæja.
„Peysan hefur verið í notkun í
þessi hundrað ár, en það mátti litlu
muna að hún færi frá mér þegar ég
flutti fyrir ári úr Hákoti, húsi mínu í
Fischersundi. Mér datt í hug að gefa
hana til Byggðasafnsins í Skógum
því hún tengdist sögu afa míns,
sýslumannsins í Rangárþingi. En ég
ákvað að flytja hana með mér á nýtt
heimili, sem betur fer, því eftir það
kom áhugi ömmudrengsins á peys-
unni í ljós.“
Sýslumaðurinn Björgvin afi Ragnheiðar keypti tuttugu fær-
eyskar peysur fyrir heimili sitt hinn harða vetur 1918.
Harkan í kuldanum
þennan frostavetur byrj-
aði í desember en síðan
herti frostið enn meir og
varð gríðarlegt
í janúar.
Efri-Hvoll 1923 Björgvin sýslumaður og kona hans, Ragnheiður, t.h. situr Elísabet en t.v.
stendur systir hennar. Framan við eru tvær fósturdætur og sá skeggjaði er Jón skrifari.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2018
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | sími 551 3366 | www.misty.is
Vorin eru sannarlega yndisleg, þegar
lífið kviknar bæði í gróðri og
skepnum. Garðar fólks fyllast af fjöl-
breyttum fuglasöng og jörðin angar
af nýju lífi. Magnús Guðmundsson,
starfsmaður Náttúrufræðistofnunar,
hefur komið upp vefmyndavél undir
þakskeggi þar sem svartþrastarkerla
liggur á í Mosfellsbæ. Getur fólk því
fylgst með streymi þessu með því að
fara á YouTube og slá inn í leit: Magn-
ús Guðmundsson Live Stream.
Ótrúlega gaman er að fá að gægj-
ast inn um þennan glugga og sjá
hvernig parið skiptir með sér verkum
og hvort þeirra er duglegra að draga
björg í bú. Kerlingin leitar til dæmis
fanga í garðinum og fer stuttar ferðir
en karlinn leitar aftur á móti eftir
ormum í næstu görðum.
Og athygli vekur að þó svo að boð-
ið sé upp á epli og brauð kýs fugla-
parið frekar að bjóða ungum sínum
upp á sprelllifandi ánamaðka.
Þeir eru iðnir blessaðir smáfugl-
arnir við að koma lífinu á legg, alltaf
að fljúga fram og til baka og leggjast
svo stundum hjá ungunum. Að kíkja
öðru hvoru inn á þetta streymi er til-
valið að gera með börnum.
Endilega …
Morgunblaðið/Ómar
Fallegur Þessi svartþröstur var í Laugardalnum eitt árið, með sinn gula gogg.
… fylgist með svartþresti fæða
unga sína í beinni útsendingu