Morgunblaðið - 02.05.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.05.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2018 VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Það væri mjög gagnlegt að taka nágrannaríki okkar til fyrirmyndar og veita skattaafslætti til einstak- linga og fyrirtækja, á móti því fé sem viðkomandi setja í rannsókn- arsamstarf og styrki til háskóla, og hvetja þannig til samstarfs at- vinnulífs og háskólanna,“ segir Jó- hanna Vigdís Guðmundsdóttir. „Það skiptir svo miklu máli fyrir samfélagið að færa þekkinguna út úr háskólunum og inn í atvinnu- lífið. Það nærir nýsköpunarum- hverfið og þannig verða líka til nýjungar í rótgrónum fyrirtækj- um.“ Jóhanna Vigdís er framkvæmda- stjóri tengsla hjá Háskólanum í Reykjavík og mun á þriðjudag stýra kynningarfundi um verkefna- sjóð HR. Sjóðurinn úthlutar styrkjum vegna rannsóknarverk- efna meistara- og doktorsnema við HR, sem unnin eru í samstarfi við atvinnulífið og eru alls 44 milljónir í pottinum þetta árið. „Á við þokkalegt þróunarteymi“ Jóhanna Vigdís segir brýnt að reynt verði að greiða enn frekar fyrir samstarfi háskólasamfé- lagsins og atvinnulífsins. Í tilviki HR hafi gefist mjög vel að eiga í nánu og markvissu samstarfi við jafnt stór sem smá fyrirtæki. Þannig séu nemendur betur búnir undir vinnumarkaðinn og atvinnu- lífinu gert mögulegt að nýta dýr- mæta þekkingu og starfskrafta nemendanna. Hún segir verkefnasjóðinn gott dæmi um vel heppnað samstarf. „Með því að leggja fjármagn í verkefnasjóðinn eru fyrirtækin að fá til sín mjög hæfa nemendur til að sinna afmörkuðum rannsóknar- eða þróunarverkefnum. Samstarfs- fyrirtækin koma til okkar með ákveðnar hugmyndir um rann- sóknir, eða verkefni til að fram- kvæma, sem geta fallið að rann- sóknarsviði framhaldsnema við ýmsar deildir háskólans. Nemend- urnir gera á móti tillögur að verk- efnum, í samstarfi við leiðbeinend- ur sína, og fagleg nefnd ákveður hvaða verkefni hljóta styrk,“ segir Jóhanna Vigdís. „Meistarasjóður- inn getur í raun verið mjög hag- kvæm leið fyrir fyrirtæki til að finna svör við brennandi en erf- iðum spurningum, án þess að þurfa að nýta til þess krafta starfsmanna sem hafa í nógu að snúast við sín daglegu störf. Samstarfsfyrirtækin fá iðulega mikið fyrir sinn snúð og ekki óalgengt að út úr slíku sam- starfi komi, yfir samningstímann, rannsóknir sem jafnist á við þokkalegt rannsóknar- og þróun- arteymi.“ Nemendurnir græða líka, enda fá þeir að spreyta sig á raunhæfu verkefni þar sem þeir geta nýtt þá þekkingu sem þeir hafa öðlast í náminu. Þeir skapa sér um leið dýrmæt sambönd í atvinnulífinu og ná mögulega að greiða sér leið að góðu framtíðarstarfi. „Allar deildir HR eiga líka í samvinnu við fjölda fyrirtækja sem fá til sín nemendur í starfsnám. Þar fá nemendurnir þekkingu og þjálfun, og fyrirtækin leið til að kynnast efnilegum fram- tíðarstarfsmönnum.“ Samstarfið færir þekk- inguna út í atvinnulífið Ljósmynd/Golli Ávinningur Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir segir bæði háskólann, nemend- urna og fyrirtækin hagnast á samstarfinu og að það ýti undir nýsköpun.  44 milljónir til styrktar rannsóknum framhaldsnema við HR Undanfarna sex mánuði hefur olíu- framleiðsla Venesúela minnkað um 23% eða um það bil 450.000 föt af olíu á dag. Að sögn FT telja mark- aðsgreinendur líklegt að fram- leiðslan muni dragast saman um allt að 500.000 föt til viðbótar á þessu ári. Til að setja þróun olíuframleiðslu Venesúela í samhengi þá sömdu Rússland og OPEC-ríkin um það í árslok 2016 að minnka olíu- framleiðslu sína um 1,8 milljónir fata á dag til að hækka heimsmark- aðsverð á olíu. Er olíuframleiðsla í Venesúela í miklum ólestri og hefur fjöldi starfsmanna ríkisolíufyrirtækisins PDVSA sagt upp störfum. „Okkur skortir vinnuvélar, okkur skortir verkfæri, okkur skortir allt,“ hefur FT eftir Patrick Pouyanne, for- stjóra franska olíufyrirtækisins Total, sem er með starfsemi í Venesúela. Tveir innkaupastjórar Chevron, sem einnig er með rekstur í land- inu, voru handteknir í síðustu viku og sakaðir um landráð eftir að þeir neituðu að undirrita vörukaupa- samning við PDVSA þar sem verð reyndist í mörgum tilvikum tvöfalt hærra en á almennum markaði. Segir Reuters að fulltrúar PDVSA noti slíka samninga sem leið til að raka til sín mútum. Þegar hafa 80 stjórnendur hjá PDVSA og hjá birgjum þeirra verið handteknir fyrir meinta spillingu. Forsetkosningar fara fram í Venesúela 20. maí næstkomandi og hafa Bandaríkin, ESB og fimmtán stærstu lönd Rómönsku Ameríku sagt að þau muni ekki viðurkenna niðurstöður kosninganna enda hafi stjórnvöld meinað öllum nema ein- um fulltrúa stjórnarandstöðunnar að bjóða sig fram gegn Nicolás Maduro sem stýrt hefur landinu frá 2013. Er talið líklegt að Bandaríkin bregðist við sigri Maduro með auknum viðskiptaþvingunum, sem munu laska olíugeira landsins enn frekar. ai@mbl.is AFP Skortur Hallað hefur hratt undan fæti í stjórnartíð Nicolás Maduro. Olíuframleiðsla Vene- súela minnkar hratt Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að fresta því um 30 daga að leggja aukna tolla á innflutt ál og stál frá ríkjum Evrópusam- bandsins, Kanada, Mexíkó og öðrum vinalöndum. FT segir þetta veita embættismönnum meira ráðrúm til að semja um varanlegar undanþágur frá tollunum en fulltrúi Hvíta hússins upplýsti á mánudag að ekki yrði um frekari fresti að ræða. Heimildarmenn telja stutt í að samkomulag náist á milli Bandaríkj- anna, Kanada og Mexíkó um breyt- ingar á fríverslunarbandalagi Norð- ur-Ameríku sem m.a. munu hlífa nágrönnum BNA við tollunum. Hafa Bandaríkin notað fyrirhugaða ál- og stáltolla sem vopn í viðræðunum en Kanada er stærsti innflytjandi áls og stáls til Bandaríkjanna. Viðræður við ESB virðast ekki ganga jafn greiðlega. Hafa Bandarík- in lagt til að setja magnkvóta á inn- flutning á evrópsku áli og stáli, eða semja um hagstæðari tolla á iðnaðar- vörum, en samningamenn ESB verið lítt hrifnir af þeim hugmyndum. Fulltrúar Evrópusambandsins sögðu á mánudag að ESB skorti ekki viljann til að semja um lægri tolla við Bandaríkin en fyrst þyrftu ráðamenn í Washington að veita ríkjum Evrópu varanlega undanþágu frá nýju ál- og stáltollunum. „Þó að við höfum lengi verið vinir og samstarfsaðilar Banda- ríkjanna þá munum við ekki semja á meðan við sætum hótunum,“ sagði í tilkynningu frá framkvæmdastjórn ESB. Bráðabirgðasamningar hafa þegar náðst á milli Bandaríkjanna og Arg- entínu, Ástralíu, og Brasilíu. Hafa löndin 30 daga til að staðfesta samn- ingana en þeir munu fela í sér varan- lega undanþágu frá nýju tollunum. Í síðasta mánuði gerðu Bandaríkin og Suður Kórea með sér verslunar- samning sem m.a. kveður á um að innflutningur á suðurkóresku stáli til Bandaríkjanna muni minnka um 30%. ai@mbl.is AFP Skjálfti Stál undirbúið til flutnings. Útspil Trumps kann að hafa nýst til að flýta fyrir breytingum á Nafta-samningnum við Mexíkó og Kanada. Trump frestar tollum á vinaþjóðir  ESB sakar BNA um að beita hótunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.