Morgunblaðið - 02.05.2018, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Borgaryf-irvöld íReykjavík
ganga æ lengra í að
knýja í gegn þétt-
ingu byggðar. Sú
stefna að nýta auðar lóðir og
þétta byggð eftir því sem að-
stæður leyfa er sjálfsögð og
hefur lengi verið við lýði. Nú-
verandi borgaryfirvöld hafa
hins vegar gengið mun lengra
en þetta og stunda þéttingu af
slíkum ákafa að stór hætta er á
ferðum að óafturkræfur skaði
verði af.
Nýtt dæmi um þetta eru
þéttingaráform við Furugerði,
meðfram Bústaðavegi. Í aðal-
skipulagi segir um þetta svæði:
„Svæðið er að mestu fullbyggt
og fastmótað. Möguleiki er á
lítilsháttar þéttingu íbúða-
byggðar (4-6 íbúðir) við Furu-
gerði, næst Bústaðavegi
(Gróðrarstöðin Grænahlíð).“
En þó að talað sé um 4-6 íbúðir í
aðalskipulagi hefur borgin nú
uppi áform um að byggja allt að
37 íbúðir á lóðinni. Þegar íbú-
arnir kvörtuðu svöruðu borgar-
yfirvöld með hótunum um að
„strangt til tekið [sé] möguleiki
á að fara upp í allt að 49 íbúðir á
þessum reitum án þess að
breyta aðalskipulagi Reykja-
víkur“.
Borgaryfirvöld átta sig vita-
skuld á að á þessu svæði eru
ekki aðstæður fyrir alla þessa
þéttingu og um leið að ótti íbú-
anna sé skiljanlegur. Borgaryf-
irvöld vita sem er að ef slíkum
fjölda íbúða er troðið inn í
hverfi sem er „að mestu full-
byggt,“ eins og segir í aðal-
skipulagi, þá hlýtur eitthvað
undan að láta.
Eitt af því sem ástæða er til
að hafa áhyggjur af á svæðinu
er að bílastæði
verða ekki næg fyr-
ir alla nýju íbúana.
Þetta er augljóst
og borgaryfirvöld
gera sér bersýni-
lega grein fyrir því. Þau reyna
ekki að halda því fram að
áhyggjurnar séu ástæðulausar
en svara þess í stað út í hött.
Svar borgaryfirvalda er að íbú-
ar við Furugerði geti „nýtt
reiðhjól sem samgöngumáta, til
jafns við bifreið, þar sem breyt-
ingar á Grensásvegi hafa leitt
til betra aðgengis fyrir reið-
hjól“.
Það að Grensásvegurinn var
þrengdur fyrir um 200 milljónir
króna á sem sagt að vera rétt-
læting fyrir því að íbúar við
Furugerði þurfi ekki að eiga
bíla eins og aðrir borgarbúar.
Þegar rökstuðningurinn er
kominn í slíka órafjarlægð frá
veruleikanum er ástæða fyrir
borgarbúa að hafa áhyggjur.
Og ekki aðeins íbúa Furugerð-
is, því að ofurþétting eins og
þar er áformuð er möguleg mun
víðar í borginni. Í aðalskipulag-
inu sem vitnað var í hér að
framan má sjá að í næsta ná-
grenni við Furugerðið eru til
dæmis margir aðrir möguleikar
á ofurþéttingu byggðar sé horft
til orðalags aðalskipulagsins og
túlkunar núverandi borgaryfir-
valda um það hvað sé mögulegt
„strangt til tekið“. Að ekki sé
talað um aðra borgarhluta þar
sem „strangt til tekið“ má þétta
byggð verulega þó að í aðal-
skipulagi segi að svæðið sé „að
mestu fullbyggt,“ enda víðast
hvar hægt að ferðast um á reið-
hjólum og meira að segja
hvernig sem viðrar, vetur, sum-
ar, vor og haust, strangt til tek-
ið.
Furðusjónarmið
borgaryfirvalda ná
nýjum hæðum}
Íbúar við Furugerði
ferðist á reiðhjólum
Í gær hækkuðulaun almennt
samkvæmt kjara-
samningum um 3%.
Lægstu laun hækk-
uðu meira, eða um
7%. Eftir tvo mán-
uði hækkar svo mótframlag at-
vinnurekenda í lífeyrissjóði úr
10% í 11,5% og hafa þá hækkað
um 3,5% á tveimur árum.
Þessar myndarlegu hækk-
anir koma í framhaldi af nokkr-
um öðrum myndarlegum hækk-
unum á síðustu árum.
Samanlagt hafa kjör launþega
því breyst gríðarlega til hins
betra á liðnum árum og gengi
krónunnar hefur tryggt að
launþegar hafa notið verulegra
kjarabóta.
Þegar Ísland er borið saman
við önnur ríki má sjá að staðan
hefur gjörbreyst á fáum árum
og Ísland er í hópi
þeirra landa þar
sem laun eru hæst.
Ánægjulegt er að
um leið er Ísland í
hópi þeirra landa
þar sem laun eru
jöfnust.
Á næstu mánuðum og miss-
erum skiptir miklu að verja
þann árangur sem náðst hefur.
Illa grundaðar hugmyndir um
að hægt sé að bæta kjör jafn
hratt og gert hefur verið á síð-
ustu árum eru ekki það sem
launþegar þurfa á að halda.
Með skynsemi er hægt að ná
enn meiri árangri og tryggja
áframhaldandi kjarabætur inn í
framtíðina. En með óraunsæju
skrumi er líka hægt að eyði-
leggja þann árangur sem náðst
hefur. Vonandi velja lands-
menn fyrri leiðina.
Ísland er komið í
hóp þeirra landa
þar sem laun eru
hæst og jöfnust}
Gríðarlegar kjarabætur
Á
dögunum átti ég erindi í kjörbúð í
miðborg Reykjavíkur. Erindið var
ekkert mikilvægt, heldur ætlunin
að fjárfesta í sódavatni og tyggjói,
sem hvorugt telst nauðsynjavara.
Þegar kom að því að greiða reyndist fjárhæð
þessara hluta vera 838 krónur! Vatnsflaskan,
sem innihélt 500 ml af kolsýrðu vatni, var verð-
lögð á 439 kr og tyggjóið á 399 kr. Þar sem þetta
var engin nauðsynjavara, þakkaði ég bara fyrir
mig, sagðist hætt við kaupin og hélt mína leið.
Nú má margt segja um það hvað það er yfir-
leitt heimskulegt að fjárfesta í vatni og tyggjói,
en ég vona að lesendur sjái í gegnum fingur sér
með það og horfi á efni pistilsins sem er hvort
ekki eigi að fara í átak gegn okri á Íslandi.
Undanfarin ár, þegar ferðamönnum hefur fjölg-
að umtalsvert, hefur borið æ meira á frásögnum
af brauðsneiðum í sjoppum sem seldar eru líkt og um dýr-
indis steikur sé að ræða, kaffibollum sem verðlagðir eru
eins og kampavínslögg eða gistingum á fábrotnum gisti-
heimilum í dreifbýli sem verðlagðar eru eins og fjögurra
stjörnu hótel á Times Square.
Frá Feneyjum bárust þær fregnir fyrr á árinu að lög-
reglustjórinn þar í borg í félagi við borgarstjóra hefði
ákveðið að grípa til aðgerða gegn okri, eftir að fréttir bár-
ust af því að fjórir japanskir ferðamenn hefðu verið rukk-
aðir um 139 þúsund krónur fyrir fjórar steikur og bakka
með grilluðum fiski. Þetta gullgrafaraæði er því sem betur
fer ekki einskorðað við okkur Íslendinga, en okkar er að
bregðast við hér á landi. Stjórnvöld ættu, í
samvinnu við samtök neytenda og fleiri aðila,
að hefja vinnu við það að athuga hvernig
sporna megi við svona okri sem enga tengingu
hefur við raunveruleg útgjöld söluaðila.
Stjórnvöld segi ég því þó að samkeppnin eigi
að leysa öll vandamál þá er staðreyndin engu
að síður sú að okrið virðist frekar breiða úr sér
en hitt. Með fjölgun ferðafólks ber meira á
þessu. Ferðafólk virðist eiga í meiri erfið-
leikum með að átta sig á þessu gríðarháa verð-
lagi á köflum sem kemur líklega til af okkar ör-
gjaldmiðli sem og hversu flókið það kann að
vera í stuttri heimsókn að setja sig inn í hvar
er betra að kaupa inn og hvaða staði ber að
forðast. Þetta snýr vissulega einnig að okkur
íbúunum, en ég leyfi mér engu að síður að full-
yrða að við erum þó betur í stakk búin til að
sneiða einfaldlega hjá stöðum sem okra með viðlíka hætti
á viðskiptavinum sínum. Einhvers konar þak á álagningu
hefði þó vissulega áhrif á okkur öll.
Samtök ferðaþjónustu og Íslandsstofa ættu einnig að
sjá sér hag í því að koma að slíku verkefni. Þessi græðgi
sem birtist okkur í ofurálagningu á vörum og þjónustu
spyrst fljótt út og hefur nú þegar sett svartan blett á okk-
ar góða land. Förum í þetta verkefni og finnum tæki sem
nýta má til að sporna við þessum óskunda.
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Okur í boði?
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
Helgavala@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Skattbyrði barnlausra laun-þega hér á landi sem erumeð meðallaun er nokkruþyngri en nemur meðaltal-
inu í ríkjum innan OECD. Sömu sögu
er að segja af skattgreiðslum hjóna
eða sambýlisfólks þar sem annað er
útivinnandi, með meðallaun og tvö
börn á framfæri sínu. Þetta má lesa út
úr árlegum samanburði OECD á
skattbyrði launafólks á seinasta ári í
35 aðildarríkjum stofnunarinnar.
Þessar niðurstöður koma í ljós þeg-
ar reiknað er hversu hátt hlutfall af
launatekjum sínum launþegar greiða
sjálfir í skatta og að teknu tilliti til
bóta en þá mælist skattbyrði barn-
lausra einstaklinga á Íslandi með
meðallaun 28,7% á síðasta ári en með-
altalið innan OECD var 25,5%. Þetta
þýðir að einhleypur og barnlaus laun-
þegi með meðallaun á vinnumarkaði
hér á landi hélt eftir 71,3% af atvinnu-
tekjum sínum eftir skatta en með-
altalið innan OECD fyrir þennan hóp
launþega var 74,5% samkvæmt út-
reikningum OECD.
Barnabætur og aðrir frádrættir
draga vitanlega úr skattbyrði laun-
þega sem eru með börn á framfæri
sínu. Í samanburði OECD kemur
fram að skatthlutfall einstaklings með
tvö börn á framfæri sínu og með með-
allaun fór í 18,6% í fyrra þegar tekið
hefur verið tillit til bóta. Sú sköttun er
þó eftir sem áður nokkuð yfir meðal-
tali OECD-ríkjanna, sem var 14% í
fyrra. Er skatthlutfallið fyrir þennan
hóp hér á landi hið tólfta hæsta meðal
allra 35 aðildarlanda OECD, að því er
fram kemur í umfjöllun um skatt-
byrðina á Íslandi. Þetta hefur í för
með sér að 81,4% af heildarlaununum
eru eftir í vasa launþegans á Íslandi
sem er með meðallaun og tvö börn á
framfæri sínu eftir að hann hefur
greitt alla sína skatta og skyldur. En
meðallaunþeginn í OECD fær meira
af tekjum sínum í vasann eða 86% en
munurinn er þó mikill milli landa.
Í 23. sæti í samanburði OECD
Um árabil hefur OECD líka notað
annan mælikvarða á skatta ein-
staklinga og reiknað svokallaðan
skattafleyg við samanburð á skatt-
lagningu á laun í aðildarlöndunum.
Skattafleygurinn sýnir hlutfall
samanlagðra skatta og launatengdra
gjalda af launakostnaði atvinnurek-
andans vegna starfsmanns. Hér eru
þá t.d. tryggingagjald og framlög til
almannatrygginga frá sjónarhóli
launagreiðandans tekin með svo og
endurgreiðslur frá skatti og bætur
launþegans reiknað sem hluti af
heildarlaunakostnaði vegna sérhvers
starfsmanns. Fleygurinn sýnir í
hverju landi fyrir sig hversu breitt bil
er á milli heildarlaunakostnaðarins og
þess sem launþeginn ber úr býtum
eftir skatta. Því hærri sem skatta-
fleygurinn er, þeim mun minna fær
launþeginn í vasann eftir skatta.
Skattbyrðin hér á landi á þennan
mælikvarða var nálega sú sama í
fyrra og á árinu á undan. Ísland er í
23. sæti meðal OECD-ríkjanna eða
sama sæti og árið 2016. Fleygurinn er
hærri í 22 OECD-löndum en hér.
Hlutdeild skatta og launatengdra
gjalda af meðallaunum einhleyps og
barnlauss einstaklings var 33,2% á
seinasta ári, örlítið lægri en á árinu á
undan og talsvert undir meðaltalinu
innan OECD, sem var 35,9%.
Samanburður á skattgreiðslum
hjóna með tvö börn þar sem annað er
útivinnandi og með meðallaun setur
Ísland einnig í 23. sæti meðal OECD-
landanna.
Hafa ber í huga við þennan saman-
burð fyrirvara sem fjármálaráðu-
neytið hefur áður bent á vegna út-
reikninga OECD á skattafleygum að
lífeyriskerfi margra landa OECD
byggjast upp á skatti sem leggst bæði
á launagreiðendur og launþega, en
hér á landi er meginstoð lífeyriskerf-
isins utan hins opinbera.
Þyngri skattbyrði en
að jafnaði í OECD
Morgunblaðið/Ómar
Úttekt Skattar af launatekjum hækkuðu í 20 af 35 löndum OECD í fyrra .
Þó að skattafleygurinn hafi
breyst tiltölulega lítið hér á
landi á seinustu misserum og
verið undir meðallagi OECD,
hefur hann hækkað verulega
yfir lengri tíma litið og skatt-
byrði launþega með meðal-
laun þyngst á undanförnum
árum.
OECD bendir á að frá árinu
2000 hefur skattafleygur ein-
hleyps launþega á Íslandi
hækkað um 4,4 prósentustig
á sama tíma og hann minnk-
aði um 1,1 stig að meðaltali í
OECD-löndunum. Mestar
hækkanir urðu eftir hrunið á
árunum 2009 til 2013 en þá
jókst skattbyrðin um þrjú pró-
sentustig.
Hækkaði eft-
ir hrunið
SKATTAFLEYGURINN
Morgunblaðið/Arnaldur
Fé Skattafleygurinn var 28,8% árið
2000 en 33,2% í fyrra.