Morgunblaðið - 02.05.2018, Page 17

Morgunblaðið - 02.05.2018, Page 17
Borgarsjóður safnar skuldum og eigið fé rýrnar Allar tölur eru á föstu verðlagi m.v. árslok 2017. Heimild: Ársreikningar Reykjavíkurborgar. Meðalaukning skulda á ári Hækkun skulda á hverjum degi 2010 til 2017 2014 til 2017 2010 til 2017 2014 til 2017 2010 til 2017 2014 til 2017 2010 til 2017 2014 til 2017 2010 til 2017 2014 til 2017 Skuldaaukning á hverja fjölskyldu Hækkun/lækkun eigin fjár 1,5 1,0 0,5 0 8 7 6 .000 22 20 18 16 5 0 -5.000 7.045 1,8 19,3 8.084 1,0 22,1 5.799 -7.330 Milljónir kr. Milljónir kr. Milljónir kr. Milljónir kr. Salurinn er þéttset- inn. Langflestir hlut- hafarnir eru mættir. Fyrir liggur árs- skýrsla stjórnar og beðið er eftir ræðu stjórnarformannsins sem setið hefur í brúnni í átta ár og þar af síðustu fjögur sem hæstráðandi. Það hefur verið bullandi góðæri í efnahagslífinu. Hagvöxtur með því mesta í sög- unni. Landsframleiðsla jókst um 3,8% á síðasta ári og hagvöxtur ár- ið á undan var 7,4%. Ríkissjóður hefur verið rekinn með afgangi undanfarin ár og greitt skuldir hressilega niður. En þegar hluthafarnir fara yfir síðustu ár er fátt sem getur veitt þeim gleði. Tekjur hafa sannarlega hækkað verulega. Heildartekjur voru 28 milljörðum hærri að raun- virði á síðasta ári en fyrir fjórum árum og liðlega 41 milljarði hærri en fyrir átta árum. Slík tekjuaukn- ing hefði átt að vita á gott. Fyrirtækið þeirra hefur safnað skuldum – þær hafa tvöfaldast að raunvirði á átta árum. Sem hlutfall af tekjum hafa skuldir hækkað úr 56% í 85%. Launakostnaður hefur hækkað um 58% á föstu verðlagi án þess að hluthafarnir geti stoltir bent á að þjónusta við við- skiptavini fyrirtækisins hafi batn- að. Þvert á móti. Fyrir lok fundarins verða hlut- hafarnir að ákveða hvort þeir vilji endurnýja umboð stjórnar og stjórnarformannsins til næstu fjögurra ára. Átta milljarðar á ári Líkt og hluthafar á aðalfundi þurfa íbúar Reykjavíkur að taka ákvörðun þegar þeir ganga að kjörborði undir lok maí. Vilja þeir halda áfram á sömu braut eða telja þeir nauðsynlegt að breyta um stefnu í málefnum höfuðborg- arinnar. Borgarbúar gera sér grein fyrir að óbreytt stefna felur í sér að haldið verður áfram að safna skuld- um. Sé miðað við síð- ustu fjögur ár munu skuldir hækka um liðlega 22 millj- ónir króna á hverjum einasta degi – virka daga sem helgidaga – á næstu fjórum árum. Þetta þýðir yfir 32 milljarða skuldaaukningu á kjörtímabilinu eða um átta millj- arða að meðaltali á ári. Skuldir borgarsjóðs hafa meira en tvöfaldast að raunvirði á síð- ustu átta árum. Í lok síðasta árs námu skuldirnar tæpum 99 millj- örðum króna. Bagginn sem íbú- arnir þurfa að bera hefur því orðið þyngri með hverju ári. Skuldir á hverja fjölskyldu nema um 3,8 milljónum króna og hafa hækkað um tæplega 1,8 milljónir króna á föstu verðlagi frá ársbyrjun 2010. Hærri tekjur – lakari þjón- usta A-hluti borgarsjóðs hefur notið þess að tekjur hafa hækkað hressi- lega á síðustu árum. Á síðasta ári voru tekjur 41,4 milljörðum króna hærri á föstu verðlagi en árið 2010, þegar Samfylkingin og Besti flokkurinn tóku við lyklavöldunum í Ráðhúsinu. Þetta er nær 56% raunhækkun. Á hverja fjölskyldu námu tekjurnar tæplega 3,8 millj- ónum króna eða 1,3 milljónum hærri á föstu verðlagi en 2010. Þetta er 51% hækkun að teknu til- liti til fólksfjölgunar. Á síðasta ári voru tekjurnar tæplega 28 milljörðum hærri en 2014, – árið sem Dagur B. Egg- ertsson varð formlega borgar- stjóri. Mikil hækkun tekna hefði að öðru óbreyttu átt að gefa borginni svigrúm til að auka og bæta þjón- ustu við borgarbúa – gera borgina fallegri, þrifalegri og vistvænni. Svigrúmið hefur farið í eitthvað allt annað. Foreldrar eru úrkula vonar um að börn þeirra fái leik- skólapláss, eldri borgarar búa við lakari þjónustu, úthverfi borgar- innar eru afskipt og stjórnsýsla borgarinnar hefur lítinn metnað til að leiðbeina og greiða úr erindum íbúa og fyrirtækja. Upplýsingum er skipulega haldið frá borgar- búum og borgarstjóri er fyrir löngu hættur að bera ábyrgð á því sem fer úrskeiðis. Lífsgæði íbú- anna sem og annarra sem þurfa að reka erindi í höfuðborginni hafa verið skert með því að hefta sam- göngur. Stefna skortsins Í skipulagsmálum hefur stefna skortsins verið innleidd. Stjórn- endur borgarinnar hafa sagt sig frá allri ábyrgð í húsnæðismálum. Þeir telja það ekki lengur skyldu sína að tryggja nægjanlegt fram- boð lóða á sanngjörnu verði fyrir íbúðir – fjölbýli, einbýli og raðhús. Lóðaskortur í höfuðborginni hefur öðru fremur verið drifkraftur mik- illar hækkunar á kaupverði íbúða og hækkunar húsaleigu. Skort- stefnu í lóðamálum hefur meiri- hluti borgarstjórnar fylgt eftir með frjórri hugmyndasmíði við að hækka gjöld og álögur á húsbyggj- endur. Kostnaðinn af skortstefnu Reykjavíkurborgar hefur almenn- ingur þurft að greiða. Kaupmáttur launa er lakari en ella og skuldir heimilanna hærri. Hækkun fast- eigna- og leiguverðs hefur bein áhrif á framfærslukostnað – gerir fólki erfiðara að eignast húsnæði eða leigja sómasamlega íbúð fyrir fjölskylduna á sanngjörnu verði. Aðgerðir ríkissjóðs til að leysa vandann skila ekki þeim árangri sem að er stefnt. Húsnæðisstuðn- ingur í formi vaxta- og leigubóta, aukið fjárhagslegt svigrúm með heimild til að nýta skattfrjálsan séreignarsparnað til að kaupa fyrstu íbúð, eru étin að stórum hluta upp á markaði þar sem heimatilbúinn skortur ræður verð- myndun. Framtíðarsýn borgarbúa Reykvíkingar taka ákvörðun um framtíðina í kjörklefanum 26. maí næstkomandi. Þeir vita að álögur – skattar og gjaldskrár borgarfyrir- tækja – verða ekki lækkaðar á komandi árum, með óbreyttri hug- myndafræði. Lausatökin í rekstri A-hluta borgarsjóðs á síðustu átta árum grafa undan allri von um að borgarbúar fái að njóta hag- kvæmni stærðarinnar með lægri álögum og betri þjónustu. En íbú- ar Reykjavíkur geta treyst því að undir gunnfánum núverandi meiri- hluta verður haldið áfram að safna skuldum, skortstefnan verður fest betur í sessi og stöðugt stærri hluti hins daglega lífs fer í að sitja í biðröðum í holóttu gatnakerfi. Eftir Óla Björn Kárason » Sé miðað við síðustu fjögur ár munu skuldir hækka um lið- lega 22 milljónir króna hvern einasta dag – virka daga sem helgi- daga – á næsta kjör- tímabili. Óli Björn Kárason Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Skuldir borgarsjóðs: 22 milljónir á dag 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2018 Með ráð undir rifi hverju Eiginlega er það aðeins fyrir fuglinn fljúgandi að komast ferða sinna í miðborginni en samt má víða fara á hlaupahjólinu og að minnsta kosti undan rigningunni. Eggert

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.