Morgunblaðið - 02.05.2018, Page 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2018
Egill Örn Pálsson Hjaltalín, húsasmiður og verktaki, á 40 ára af-mæli í dag. Hann er fæddur og uppalinn í Stykkishólmi og ernýfluttur þangað aftur eftir að hafa búið í Noregi um tíma,
nánar tiltekið í Førde, sem er höfuðstaður Sogns og Firðafylkis. „Við
hjónin fluttum þangað 2011, bæði út af efnhagnum og líka æv-
intýraþrá. Fórum þrjú út og komum fimm til baka.“
Egill rekur fyrirtækið E. Hjaltalín í Hólminum og sinnir mest við-
haldi. „Ég er að skipta um þök og þakrennur, svo er að aukast airbnb
og gistirými í Hólminum og þá hefur maður verið að innrétta svoleið-
is. Ég var líka að smíða leikmynd fyrir leikfélagið en ég starfaði við
það í Borgarleikhúsinu í fjögur ár áður en ég fór út.“
Egill teiknar líka og málar. „Ég gaf út fyrir tveimur árum póstkort
með myndum af Stykkishólmi sem eru til sölu í bænum og gaf líka út
jólakort með jólasveinunum. Það er hægt að sjá myndir eftir mig á Fa-
cebook-síðunni Egill Hjaltalín art.“
Eiginkona Egils er Ásta Sólveig Hjálmarsdóttir, fulltrúi á Pósthús-
inu. Synir þeirra eru Hjálmar Ingi, f. 2006, Reynir Axel, f. 2013, og
Bjarki Fannar, f. 2016. Foreldrar Egils eru Páll Hjaltalín, húsasmiður
frá Brokey, og Ásta Jónsdóttir.
„Ég hugsa að ég fari út að borða í tilefni dagsins, en við hjónin erum
að gæla við að halda upp á afmælið þegar það er komið betra veður.“
Fjölskyldan Egill, Ásta, Reynir Axel, Bjarki Fannar og Hjálmar Ingi.
Smíðar, teiknar og
málar í Hólminum
Egill Hjaltalín er fertugur í dag
L
ísbet Einarsdóttir fæddist
2. maí 1968 í Reykjavík
en ólst upp í Innri-
Njarðvík. „Ég bjó fyrstu
níu mánuðina á Ak-
urbrautinni á meðan pabbi kláraði
húsið sem hann byggði á Njarðvíkur-
brautinni þar sem ég bjó þar til ég
flutti að heiman tvítug. Þarna var
dásamlegt að alast upp og minning-
arnar margar.“
Lísbet var í Grunnskóla Njarðvíkur
og lauk þaðan grunnskólaprófi. Árið
1993 lauk hún stúdentsprófi af nátt-
úrufræðibraut og tækniteiknaraprófi
frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Við
tók nokkurra ára hlé áður en námi var
áfram haldið í Háskóla Íslands, nú í fé-
lagsfræði þar sem hún lauk BA-prófi í
félags- og atvinnulífsfræði árið 1999. Í
náminu gerði hún rannsóknir ásamt
Pálínu Benjamínsdóttur, þær fyrstu
hérlendis, um einelti á vinnustöðum og
Lísbet Einarsdóttir framkvæmdastjóri – 50 ára
Samskipti, stjórnun og
góðir stjórnarhættir
Hjónin „Þar sem eiginmaðurinn verður einnig fimmtugur á árinu höfum
við ákveðið að fagna allt árið,“ segir Lísbet Einarsdóttir.
Ásamt yngra settinu Frá
vinstri: Dagmar, Lísbet,
Andri og Sveinbjörn.
Þessir flottu krakkar, Erika A. Sigurðardóttir, Sigurbjörg K. Marteinsdóttir og
Kristófer A. Jónsson, héldu tombólu fyrir utan Krambúðina á Akureyri og söfn-
uðu 5.758 kr. fyrir Rauða krossinn.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Verið velkomin í verslun okkar
Opið virka daga kl. 8:30–17:00
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
Agility
Super 4 Super 8
Mini Comfort
RAFSKUTLUR
Í MIKLU ÚRVALI
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is