Morgunblaðið - 02.05.2018, Side 27

Morgunblaðið - 02.05.2018, Side 27
var tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands fyrir þær rannsóknir. Vorið 2015 lauk Lísbet síðan MBA- prófi frá Háskóla Íslands. Efni lokarit- gerðar var mælingar á arðsemi í mannauðsstjórnun. „Ég byrjaði snemma að passa börn, rétt 10 ára og náði varla upp fyrir handfangið á barnavagninum. Fór svo þegar ég hafði aldur til, rétt fyrir ferm- ingu, að vinna í frystihúsinu Brynjólfi, eins og venja var hjá krökkum í hverf- inu, og vann síðan ýmis störf þar til námi lauk.“ Árið 1999 hóf Lísbet störf sem starfsmannastjóri hjá Fiskistofu en árið 2005 stofnaði hún eigið fyrir- tæki og tók að sér stjórnunarráðgjöf og námskeiðahald innan fyrirtækja auk þess sem hún flutti inn erlenda fyrirlesara á sviði stjórnunar. Þá starf- aði hún því samhliða sem ráðgjafi In- sights Learning and Development, al- þjóðlegu fyrirtæki sem hefur það að markmiði sínu að efla fólk, í störfum sínum sem utan þeirra. Árið 2010 var Lísbet boðin staða forstöðumanns flutninga- og fræðslumála hjá SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu, við hagsmunagæslu, sem hún gegndi þar til hún tók við stöðu framkvæmda- stjóra Starfsafls fræðslusjóðs, í eigu Samtaka atvinnulífsins og Flóa- bandalagsins, á vormánuðum 2016. Lísbet hefur komið að ýmsum nefndarstörfum og hér eru dæmi um nokkur: Sat í nýliðanefnd FKA, Fé- lags kvenna í atvinnulífinu, í stjórn Inspired by Iceland (Ísland allt árið) og í stjórn Íbúasamtaka Bústaða og Háaleitis. „Í dag sit ég í stjórn félags MBA-HÍ og gegni formennsku í hópi um góða stjórnarhætti á vegum Stjórnvísi. Ég hef verið svo lánsöm að fá að starfa við það sem mér þykir skemmti- legast; samskipti, stjórnun og góða stjórnarhætti. Önnur áhugamál eru hönnun, listir, útivera og mannrækt. Best þykir mér að fara í góðan göngu- túr meðfram fjörunni eða þar sem svæði er skógi vaxið, þar núllstilli ég mig. Þá hef ég í gegnum árin fiktað við myndlist og skrif.“ Fjölskylda Eiginmaður Lísbetar frá 6.11. 2004 er Sveinbjörn Allansson, f. 8.12. 1968, innkaupastjóri Globus. Foreldrar hans: Hjónin Allan Heiðar Svein- björnsson, húsasmíðameistari á Akra- nesi, f. 24.4. 1937, og Kristín Jóns- dóttir, frá Guðnabæ á Akranesi, f. 17.11. 1939, d. 16.2. 2018. Börn: 1) Daði, f. 13.8. 1988, nemi í sjúkraþjálfun, maki: Valdís Eva, nemi í hjúkrunarfræði. Barnabörn: Benedikt og Alexandra; 2) Allan, 18.11. 1996, verkamaður á Akranesi, maki: Wiolka Zabielska, verkakona; 3) Andri, f. 14.11. 2003, nemi; 4) Dagmar, 1.9. 2005, nemi. Systkini: Albróðir Lísbetar er Gunnar, f. 1.10. 1964, maki: Ragnheið- ur Ása Ingiþórsdóttir, f. 30.7. 1966. Hálfsystkini, samfeðra: 1) Íshildur Þrá, f. 11.12. 1936, maki: Sigurður Þor- gilsson, f. 19.2. 1936, d. 29.4. 1982. 2) Valmundur Óli, f. 20.8. 1938. 3) Einar Trúmann, f. 9.8. 1940, maki: Sigríður Knudsen, f. 23.5. 1949. 4) Þröstur Bergmann, f. 27.3. 1942, maki: Ingv- eldur Bjarnadóttir, f. 5.5. 1945. 5) Níels, f. 28.8. 1945, maki: Rakel Guð- mundsdóttir, f. 26.10. 1949. 6) Agatha, f. 11.12. 1947, maki: Robert M. Reader. Foreldrar: Hjónin Einar Söring, f. 20.10. 1913, d. 25.11. 2001, yfirverk- stjóri, og Svanhvít Guðmundsdóttir, f. 14.9. 1946, lyfjatæknir og ritari. Lísbet Einarsdóttir Ingigerður Kristjánsdóttir húsfreyja í Borgarfirði Jón Gunnarsson bóndi og verkamaður í Borgarfirði Gunnhildur Jónsdóttir bóndi í Ásgarði Guðmundur Pétursson pípulagningamaður í Ásgarði, Sandgerðisbæ Svanhvít Guðmundsdóttir lyfjatæknir og ritari í Innri-Njarðvík Pétur Magnússon sjómaður og bílstjóri á Hellissandi Ingveldur Sigurðardóttir húsfreyja og verkakona á Hellissandi Jónína G. Einarsdóttir húsfreyja á Álftanesi Einar Einarsson bóndi á Álftanesi Valgerður Einarsdóttir húsfreyja og verkakona í Keflavík Þórarinn Ole Söring sjómaður og verkamaður í Keflavík Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja í Mjóafirði Ole Larsen Strome sjómaður í Mjóafirði Úr frændgarði Lísbetar Einarsdóttur Einar Þ. Söring bílstjóri og yfirverkstjóri í Innri-Njarðvík Framkvæmdastjórinn Lísbet. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2018 Þorsteinn Eyjólfsson, lögmaður og hirðstjóri, var uppi á 14. öld. Hann var frá Urðum í Svarfaðardal en átti fleiri höfuðból og er talinn sonur Eyjólfs Arnfinnssonar riddara á Urðum og k.h., Ólafar Björnsdóttur. Þorsteins er fyrst getið árið 1356, þegar hann sigldi til Noregs ásamt Jóni skráveifu og Árna Þórðarsyni og fengu þeir, ásamt Andrési Gísla- syni, sem siglt hafði út árinu áður, sameiginlega hirðstjórn yfir landinu til þriggja ára. Mun Vestfirðinga- fjórðungur hafa komið í hlut Þor- steins. Árið 1362 sigldi Þorsteinn til Nor- egs ásamt Þorsteini Hallssyni presti á Hrafnagili. Voru þeir handteknir þar og hnepptir í varðhald. Magnús Eiríksson smek konungur lét leysa Þorstein úr haldi 1863 en vinátta er sögð hafa verið með þeim. Árið 1364 kom Þorsteinn aftur til landsins ásamt Ólafi Péturssyni; Þorsteinn var þá lögmaður og þeir virðast hafa gegnt hirðstjóraemb- ættinu einnig þar til Andrés Gísla- son og Ormur Snorrason komu til landsins 1366. Árið 1367 sigldi Þor- steinn aftur og fór þá að finna Magn- ús konung, sem sat í varðhaldi í Sví- þjóð. Á heimleiðinni var hann hertekinn, 2. maí 1368, af lýbskum kaupmönnum og fluttur til Lübeck, þar sem hann sat í fangelsi. Heim kom hann 1369 og hafði þá lögsögn yfir öllu landinu og aftur 1372-1380. Hann virðist hafa tekið við hirð- stjórn af Andrési Sveinssyni þegar hann sigldi 1387 og haft hana þar til Eiríkur Guðmundsson kom út með hirðstjórn sama ár. Þegar Eiríkur var drepinn 1388 tók Þorsteinn enn við embættinu og gegndi því þar til Vigfús Ívarsson kom til landsins 1390. Hann varð þá aftur lögmaður og gegndi því embætti líklega til dauðadags. Erfðaskrá Þorsteins er til, gerð þriðja í hvítasunnu 1386 á Hólum í Hjaltadal og kemur þar fram að hann var stórauðugur. Kona hans var Arnþrúður, dóttir Magnúsar Brandssonar á Svalbarði. Börn Þor- steins sem eru þekkt voru Ingibjörg kona Hrafns Bótólfssonar lögmanns, og Arnfinnur, riddari og hirðstjóri á Urðum. Þorsteinn lést eftir 1402. Merkir Íslendingar Þorsteinn Eyjólfsson Urðir í Svarfaðardal Þorsteinn var þaðan og bjó líklega þar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi 100 ára Þórður Árni Björgúlfsson 90 ára Guðrún M. Friðbjörnsdóttir Sigrún A. Höskuldsdóttir 85 ára Kristjana Aðalsteinsdóttir Vilborg Magnúsdóttir Þóra Stefánsdóttir 80 ára Einar Kjartansson Elsa L. Hermannsdóttir Haraldur Thorlacius Sveinbjörn Matthíasson 75 ára Auður Guðjónsdóttir Björn Jóhannsson Cecil Haraldsson Guðrún Þ. Jóhannsdóttir Jón Már Smith Reynir Svanholt Sveinsson Sigurður Kr. Jóhannsson Steinunn Kristín Norberg 70 ára Aalo Jaerving Erna Jónsdóttir Guðbjörg Helga Bjarnad. Hannes Benediktsson Kristín Bjarney Sveinsdóttir Ólafur Guðgeirsson Steinn Árni Sigurðsson 60 ára Ólína Einarsdóttir Sigurbjörg J. Sverrisdóttir Sigurjóna Þórhallsdóttir Sigurlaug Jónína Hauksd. Trausti Gunnsteinsson Una Eyrún Ragnarsdóttir 50 ára Aðalheiður L. Guðmundsd. Brynja Grétarsdóttir Gerður Björnsdóttir Guðbjarni Guðmundsson Guðbjörg Hulda Stefánsd. Guðbrandur Baldursson Guðni Hólm Stefánsson Kristín Ragna Gunnarsd. Lísbet Einarsdóttir Sigríður Björk Arnardóttir 40 ára Áslaug Pálsdóttir Egill Örn P. Hjaltalín Erla Pálsdóttir Friðrik Lindbergsson Guðjón Ingi Sigurðsson Guðmundur Þór Bjarnason Guðrún Árný Guðmundsd. Gunnar Már B. Sigurðsson Hjörtur J. Guðmundsson Jón Þór Hauksson María Óladóttir Sigfús E. Aðalsteinsson Sveinn Logi Sölvason Þorsteinn Pálsson 30 ára Aðalbjörg Marta Agnarsd. Arna Silja Jóhannsdóttir Arnór Ásgeirsson Auður Ómarsdóttir Ásbjörn Friðriksson Birkir Brynjarsson Brynjar Orri Bjarnason Elín Kara Karlsdóttir Harpa Hermannsdóttir Herborg Sörensen Hildur Grétarsdóttir Hjálmdís Ólöf Helenudóttir Ilze Vaza-Frolova Ingvi Guðmundsson Jóhann Ingi Ævarsson Stefán Þórarinsson Svala Magnúsdóttir Sævar Snorrason Vera Dögg Höskuldsdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Erla er Reykvík- ingur, viðskiptafræðingur að mennt og er flugfreyja hjá WOW air. Systkini: Tvíburi Erlu er Þorsteinn, f. 1978, og tví- burarnir Ása Lind og Lilja Rós, f. 1986. Foreldrar: Páll Ásgeir Pálsson, f. 1955, raf- magnstæknifr. hjá ÍAV, og Sigríður Halldóra Þor- steinsdóttir, f. 1958, hár- greiðslukona og vinnur hjá ISON heildverslun. Erla Pálsdóttir 40 ára Þorsteinn er Reykvíkingur og við- skiptafr. á rekstrarsviði EFLU – verkfræðistofu. Maki: Þórhildur Ósk Jónsdóttir, f. 1982, flug- freyja hjá WOW og snyrtifr. Börn: Ragnheiður Harpa, f. 2005, Hildur Rakel, f. 2010, og Hekla Sigríður, f. 2016. Foreldrar: Páll Á. Páls- son, f. 1955, og Sigríður H. Þorsteinsdóttir, f. 1958. Þorsteinn Pálsson 30 ára Jóhann er Skaga- maður og hefur búið á Akranesi alla sína ævi. Hann er rafvirki hjá Skag- anum 3X. Systkini: Sara Lísa, f. 1990, og Sindri Snær, f. 2005. Foreldrar: Ævar Guð- jónsson, f. 1962, vélamað- ur hjá Bjarmari ehf., og Heiðveig Erla Brynjólfs- dóttir, f. 1963, fiskvinnslu- kona hjá Norðanfiski, bús. á Akranesi. Jóhann Ingi Ævarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.