Morgunblaðið - 02.05.2018, Side 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2018
Marvel-kvikmyndaheim-urinn verður að teljasteitt af merkari afrek-um kvikmyndagerðar
síðustu árin, en í dag, 2. maí, eru
nákvæmlega tíu ár liðin frá því að
Iron-man, fyrsta myndin í bálknum,
kom út í Bandaríkjunum. Síðan hef-
ur hver ofurhetjumyndin komið út á
fætur annarri, sem allar gerast í
sama söguheimi og tengjast þannig
séð innbyrðis, mismikið þó.
Og nú, tíu árum og 18 misspenn-
andi bíómyndum síðar, er komið að
nokkurs konar lokauppgjöri við
Thanos (Josh Brolin), föður Ga-
morru úr Guardians of the Galaxy-
myndunum og einnar öflugustu
veru alheimsins, en nokkuð hefur
verið ýjað að því í síðustu myndum
að slíkur lokabardagi væri yfirvof-
andi. Thanos þessi hyggur að sjálf-
sögðu á heimsyfirráð, sem felast í
því að safna saman sex kraftmiklum
kristölum, eilífðarsteinunum svo-
nefndu, á sína hönd, en hver og einn
þeirra gefur honum vald yfir
ákveðnum þætti efnisheimsins.
Það er ljóst strax frá byrjun
myndarinnar að hér verður ekkert
dregið undan og ekkert gefið eftir
til þess að búa til einhverja svaða-
legustu hasarmynd allra tíma.
Niðurstaðan er tveggja og hálfs
tíma rússíbanareið, þar sem nánast
allar þær hetjur sem kynntar hafa
verið í myndunum 18 á undan leiða
saman hesta sína til þess að hindra
Thanos frá því að ná takmarki sínu.
En verður jafnvel það að kalla sam-
an „landsliðsúrval“ allra ofurhetj-
anna í Marvel-heiminum nóg til að
stöðva Thanos?
Rétt er að taka fram, að maður
þarf ekki að hafa horft á allar
myndirnar 18 sem á undan eru
komnar til þess að njóta The Aven-
gers: Infinity War. Engu að síður er
líklegt að sá sem hafi gert það muni
njóta ýmissa andartaka í myndinni
umfram þann sem kemur nýr að
söguheiminum, og líklega er betra
ef viðkomandi hefur séð allavega
eina eða tvær af myndunum áður en
farið er á þessa.
Það þyrfti líklega að fá heila opnu
í blaðinu til þess að fara vandlega
ofan í leikaravalið, svo margir koma
við sögu. Fyrsta skal þó nefna
„Hefnendurna“ sjálfa sem myndin
heitir eftir. Robert Downey Jr. virð-
ist alltaf njóta sín jafnmikið sem
járnmaðurinn Tony Stark og þeir
Chris Hemsworth og Mark Ruffalo
vita nákvæmlega hvers krafist er af
þeim í hlutverkum sínum sem
þrumuguðinn Þór og græni risinn
Hulk. Benedict Cumberbatch leikur
galdrakarlinn Stephen Strange listi-
lega vel, og samspil hans og Tony
Stark, eða öllu heldur sameiginlegt
óþol þeirra hvors fyrir öðrum, léttir
myndina umtalsvert mitt í öllum
hasarnum.
Þá ber að nefna að Chris Pratt og
Zoë Saldana standa vel fyrir sínu
sem Starlord og Gamorra úr Gu-
ardians of the Galaxy, auk þess sem
Chadwick Boseman kemur ferskur
úr titilhlutverki sínu í Black Pant-
her, sem sýnd var fyrr á árinu. Er
þá margra enn ógetið í aðal-
hlutverkum, sem vissulega ættu
skilið að fá hrós.
Að auki bregður fyrir ýmsum
karakterum hér og þar í örskots-
stund. Stan Lee, snillingurinn á bak
við flestar af teiknimyndasögunum
sem Marvel-myndirnar byggjast á,
fær að sjálfsögðu sínar 15 sekúndur
líkt og venjulega, og aðdáendur
gamanþáttanna Arrested Develop-
ment ættu að hafa augun vandlega
opin í einu atriðinu.
Sá sem virkilega á skilið hrós fyr-
ir leik sinn í þessari mynd er hins
vegar Josh Brolin sem Thanos, ill-
mennið sjálft. Brolin tekst, þrátt
fyrir að vera falinn á bak við tölvu-
teiknaðan risa, að gæða Thanos til-
finningum og lífi, sem lyftir honum
á hærra plan en ella hefði verið. Sú
staðreynd að þetta arma illmenni
finnur til og þjáist hið innra með sér
líkt og við hin gerir hann einhvern
veginn raunverulegri, heldur en ef
Thanos hefði bara verið þessi dæmi-
gerði „vondikall“, jafnvel þó að oft
sé hægt að gera góða hluti með slík
hlutverk.
Það sem kannski helst dregur
myndina niður er að það er aðeins
of mikið um að vera í einu, þar sem
fylgjast þarf með nokkrum mismun-
andi söguþráðum renna saman í eitt
á sama tíma og Thanos færist sífellt
nær takmarki sínu. Síðasti klukku-
tíminn eða svo fer til að mynda í
langan lokabardaga á þrennum víg-
stöðvum og þarf áhorfandinn jafn-
vel að hafa sig allan við til þess að
vera með á nótunum.
Það er þó smávægilegur ágalli
þegar allt er tekið saman og loka-
atriði myndarinnar, sem er með því
áhrifaríkara sem undirritaður hefur
séð í kvikmyndahúsi, fer langleiðina
með að bæta algjörlega upp fyrir
hann. Þeir Russo-bræður, sem fara
með leikstjórnina, eiga sömuleiðis
hrós skilið fyrir að ná að halda utan
um mynd þar sem svo mikið er í
gangi í einu, en auðvelt hefði verið
fyrir þá að missa stjórnina al-
gjörlega úr höndum sér.
The Avengers: Infinity War er
því sannkölluð rússíbanareið þar
sem allt er skrúfað upp í topp sem
hægt er að skrúfa upp í topp. Óhætt
er að mæla með henni við alla sem
hafa fengið einhverja nasasjón af
Marvel-kvikmyndaheiminum á und-
anförnum áratug, sem og þá sem
vilja gleyma sér eina kvöldstund yf-
ir einni mestu „poppkornsbíómynd“
seinni tíma. Þessi, svo vitnað sé í
gítarleikara Spinal Tap, fer alla leið-
ina upp í ellefu.
Þessi fer upp í ellefu
Varmenni Josh Brolin fer á kostum að mati gagnrýnanda Morgunblaðsins í hlutverki sínu sem illmennið Thanos,
valdamesta lífvera alheimsins, í The Avengers: Infinity War. Rýnirinn segir myndina sannkallaða rússíbanareið.
Sambíóin og Smárabíó
The Avengers: Infinity War bbbbm
Leikstjórn: Anthony Russo og Joe
Russo. Handrit: Christopher Markus og
Stephen McFeely, byggt á sögu Stan
Lee og Jack Kirby. Aðalhlutverk: Robert
Downey Jr., Chris Hemsworth, Mark
Ruffalo, Chris Evans, Scarlett Johans-
son, Benedict Cumberbatch, Don
Cheadle, Tom Holland, Chadwick Bose-
man, Paul Bettany, Elizabeth Olsen,
Anthony Mackie, Sebastian Stan, Danai
Gurira, Letitia Wright, Dave Bautista,
Zoë Saldana, Josh Brolin og Chris Pratt.
Bandaríkin 2018, 149 mínútur.
STEFÁN GUNNAR
SVEINSSON
KVIKMYNDIR
Ofurhetjumyndin Avengers: In-
finity War, sem rýnt er í hér til
hliðar, sló heimsmet hvað miða-
sölutekjur varðar yfir frum-
sýningarhelgi, þ.e. nýliðna helgi.
Ofurhetjurnar skiluðu í miða-
sölukassana um 630 milljónum
dollara, jafnvirði um 63,8 millj-
arða króna. Fyrra met átti has-
armyndin The Fate of the Furious
en miðasölutekjur yfir frumsýn-
ingarhelgi af henni voru um 542
milljónir dollara í fyrra.
Þessi magnaða miðasala á
Avengers þykir líka merkileg að
því leyti að sýningar eru ekki
hafnar á myndinni í Kína. Þá þyk-
ir líklegt að myndin hafi líka sleg-
ið metið í miðasölu yfir
frumsýningarhelgi í Norður-
Ameríku og farið fram úr Star
Wars: The Force Awakens sem
skilaði á sínum tíma 248 millj-
ónum dollara í miðasölu. Líklegt
þykir að Avengers: Infinity War
hafi náð 250 milljónum dollara eða
rúmlega það en nákvæmar sölutöl-
ur voru ekki komnar þegar frétt
þessa efnis birtist á vef BBC á
mánudag.
Framleiðslukostnaður Avengers:
Infinity War var 300-400 milljónir
dollara, skv. frétt BBC, og hagn-
aðurinn af henni því nú þegar orð-
inn gríðarlegur.
Á frumsýningu Scarlett Johansson á
frumsýningu Avengers: Infinity War en hún
fer með hlutverk hetjunnar Black Widow.
Heimsmet slegið í
miðasölutekjum
AFP
Leitar þú að traustu
BÍLAVERKSTÆÐI
Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi
Sími 587 1400 |www. motorstilling.is
SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
TÍMAPANTANIR
587 1400
Við erum sérhæfðir í viðgerðum
á amerískum bílum.
Mótorstilling býður almennar
bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla.
Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is
PLUSMINUS | OPTIC
ICQC 2018-20