Morgunblaðið - 08.05.2018, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.05.2018, Blaðsíða 15
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018 15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2018 Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinnmiðvikudaginn 30. maí nk. kl. 17.15 í höfuðstöðvumArion banka, Borgartúni 19. Dagskrá 1. Skýrsla stjórnar 2. Kynning ársreiknings 3. Tryggingafræðileg athugun 4. Fjárfestingarstefna sjóðsins 5. Kosning stjórnar og varamanna 6. Kjör endurskoðanda 7. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins 8. Laun stjórnarmanna 9. Önnur mál Meginniðurstöður ársreiknings (í milljónum króna) Efnahagsreikningur 31.12.2017 Lífeyrisskuldbindingar skv. niðurstöðu tryggingafræðings 31.12.2017 Nafnávöxtun Yfirlit um breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris fyrir árið 2017 Iðgjöld 16.632 Lífeyrir -3.777 Hreinar fjárfestingartekjur 12.473 Rekstrarkostnaður -381 Hækkun á hreinni eign á árinu 24.948 Hrein eign frá fyrra ári 185.545 Hrein eign til greiðslu lífeyris 210.493 Eignir umfram áfallnar skuldbindingar 3.033 Í hlutfalli af áföllnum skuldbindingum 5,1% Eignir umfram heildarskuldbindingar 2.782 Í hlutfalli af heildarskuldbindingum 1,9% Kennitölur 1Meðalfjöldi sjóðfélaga sem greiddi iðgjald á árinu. 2Meðalfjöldi lífeyrisþega sem fékk greiddan lífeyri á árinu. Eignir í íslenskum krónum 79,5% Eignir í erlendri mynt 20,5% Fjöldi virkra sjóðfélaga¹ 18.307 Fjöldi sjóðfélaga í árslok 56.590 Fjöldi lífeyrisþega² 2.479 2017 Sl. 5 ár* Frjálsi 1 6,9% 6,5% Frjálsi 2 6,5% 6,0% Frjálsi 3 6,7% 4,7% Frjálsi Áhætta 5,8% 7,9% Tryggingadeild 4,8% 6,4% *Á ársgrundvelli Eignir Eignarhlutar í félögum og sjóðum 77.653 Skuldabréf 124.546 Bundnar bankainnstæður 1.012 Fjárfestingar alls 203.211 Kröfur 1.180 Handbært fé 6.964 Eignir samtals 211.355 Skuldir -862 Hrein eign til greiðslu lífeyris 210.493 Mest verðlaunaði sjóðurinn Frá árinu 2005 hefur Frjálsi lífeyrisjóðurinn unnið til ellefu verðlauna í lífeyrissjóðasamkeppnum á vegum fagtímaritsins Investment Pension Europe. Þetta er mesti fjöldi verðlauna sem íslenskum lífeyrissjóði hefur hlotnast. Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins Frjálsi lífeyrissjóðurinn hentar þeim sem hafa frjálst val um í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða skyldulífeyrissparnað. Allir geta greitt viðbótar- lífeyrissparnað í sjóðinn. Hafðu samband við okkur í síma 444 7000 eða sendu tölvupóst á lifeyristhjonusta@arionbanki.is. Á frjalsi.is má sjá upplýsingar um þjónustustaði sjóðsins. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins verða birtar á vef sjóðsins, frjalsi.is, tveimur vikum fyrir ársfund. Á fundinum verður kosið um tvo stjórnarmenn til tveggja ára og tvo varamenn til eins árs. Framboð til stjórnar þarf að liggja fyrir eigi síðar en sjö dögum fyrir ársfund og ber að tilkynna framboð til stjórnar með sannanlegum hætti. H-listi Betri byggðar í Eyja- og Miklaholtshreppi hefur ákveðið að draga framboðslistann til baka. Verður óhlutbundin kosning í sveit- arfélaginu. Í yfirlýsingu frá listanum segir m.a. að Betri byggð hafi boðið fram fyrst í síðustu kosningum og náð að gera margt fyrir samfélagið á kjör- tímabilinu. Einnig var boðinn fram listi í kosningunum núna en þar sem ekki kom fram annað framboð í sveitarfélaginu fyrir tilskilinn frest hafi listinn tekið þá ákvörðun að draga til baka framboð sitt og þar með verður persónukjör að nýju í Eyja- og Miklaholtshreppi. Framboðs- listi dreginn til baka „Föður sem fær ekki að sjá börnin sín er skítsama um borgarlínu eða götótta vegi. Hann vill bara sjá börnin sín. Þetta eru málefni sem skipta máli. Við finnum fyrir mikl- um stuðningi, ekki síst hjá konum,“ segir Gunnar Kristinn Þórðarson, oddviti Karlalistans, sem býður fram í Reykjavík. Stefnumál listans og frambjóð- endur voru kynnt á blaðamanna- fundi á veitingastaðnum Horninu í gær. Þrjár konur eiga sæti á listan- um. Í öðru sæti er Gunnar Waage kennari og Stefán Páluson í þriðja. Karlalistinn vill bætta og aukna barnavernd og að barnavernd Reykjavíkurborgar beiti heimildum sínum til íhlutunar þegar umgengni er tálmað með óréttmætum hætti. Karlalistinn vill að Innheimtustofn- un sveitarfélaga taki aukið tillit til félagslegra og heilsufarslegra þátta við innheimtu meðlaga, en harka stofnunarinnar við inn- heimtu hefur aukist mjög á undan- förnum árum að mati frambjóð- enda hans. Þá vill Karlalistinn að þrýst verði á löggjafann um að færa innheimtur meðlaga til Trygginga- stofnunar og að félagsþjónusta borgarinnar mæti umgengnis- foreldrum sem ekki geta framfleytt börnum sínum í gegnum umgengni með sérstökum hætti. Nauðsynlegt er að Reykjavíkur- borg leitist við að mæta betur þörf- um drengja í grunnskólakerfinu, samkvæmt stefnuskrá framboðsins. Þá verði leikskólar og frístunda- heimili gjaldfrjáls fyrir einstæða foreldra. hdm@mbl.is Finnum fyrir stuðningi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kynning Karlalistinn kynnti frambjóðendur og stefnumál á Horninu í gær.  Karlalistinn kynnti stefnumál sín og frambjóðendur Hlynur Jóhanns- son skipar efsta sæti á lista Mið- flokksins á Akur- eyri. Hlynur er fimmtugur að aldri, menntaður íþróttakennari frá Laugarvatni en starfar nú sem svæðisstjóri fyrir Hertz bílaleigu. Hann er kvæntur Karen Ingi- marsdóttur og eiga þau þrjú börn. Í öðru sæti listans er Rósa Njáls- dóttir skrifstofukona og þriðja sæti skipar Karl Liljendal Hólmgeirsson nemi. Viðar Valdimarsson, skrif- stofumaður, er í fjórða sæti og Helgi Sveinbjörn Jóhannesson, starfs- maður Flugþjónustu, er í fimmta sæti. Hlynur oddviti Miðflokksins á Akureyri Hlynur Jóhannsson Bandaríska sprengjuflugvélin sem sótti Ísland heim í þeim tilgangi að fljúga heiðursflug yfir minningar- athöfn á Reykjanesi síðastliðinn fimmtudag er farin af landi brott. Vélin, sem er af gerðinni B-52H Stratofortress, fór frá Keflavíkur- flugvelli eftir hádegi í gær. Sprengjuflugvélinni var flogið hingað til lands frá Minot- herflugvellinum í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum, en þetta er fyrsta heimsókn B-52 Stratofortress til landsins frá árinu 1997. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sprengjuþotan farin til Bandaríkjanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.