Morgunblaðið - 08.05.2018, Qupperneq 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2018
✝ ÞorbjörgSveinsdóttir
fæddist á Brúna-
stöðum í Fljótum
10. nóvember 1927.
Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu Skjóli 2.
maí 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Guðrún
Jónsdóttir, f. 2.6.
1886, d. 1.3. 1968,
og Sveinn Þórarinn
Arngrímsson, f. 19.7. 1885, d. 7.3.
1963. Systkini Þorbjargar: Herj-
ólfur, f. 23.6. 1911, d. 28.11. 2001,
Hólmfríður, f. 6.3. 1916, d. 4.6.
2007; óskírður, f. 1.4. 1917, dó
þremur dögum síðar; Jón, f. 15.6.
1919, d. 1922, Guðrún, f. 4.12.
1920, d. 1922; Jóna Sigrún, f.
1957. Börn Kristófers og Þor-
bjargar eru: Jóhannes, f. 7.7.
1962. Kona hans er Berglind
Björk Ásgeirsdóttir, f. 11.7. 1966.
Börn þeirra eru Ívar Örn, f. 15.7.
1987, Íris Ösp, f. 6.5. 1991, og
Kristbjörg Una, f. 20.9. 1995.
Unnusti Írisar er Sigurður Jóns-
son, f. 29.12. 1988. Barn þeirra er
Malen Ýr, f. 25.7. 2017. Guðrún,
f. 24.10. 1964. Maður hennar er
Javier Casanova, f. 4.8. 1966.
Börn þeirra eru Kristófer, f. 26.5.
1998, og Andrea Nahir, f. 20.11.
1999. Kristín, f. 17.9. 1968. Mað-
urinn hennar er Jónas Jónasson,
f. 16.7. 1965. Börn þeirra eru
Hildigunnur, f. 12.9. 1987, Þór-
katla, f. 2.10. 2001, d. 2.10. 2001,
og Þorbjörg, f. 11.12. 2002. Unn-
usti Hildigunnar er Arnar Logi
Kristinsson, f. 4.5. 1986. Börn
þeirra eru Einar Logi, f. 10.9.
2007, d. 26.2. 2009, og Tristan
Logi, f. 18.12. 2009.
Útför Þorbjargar fer fram frá
Seljakirkju í dag, 8. maí 2018, og
hefst athöfnin klukkan 11.
11.5. 1923, d. 16.4.
2000; Jóhanna, f.
27.1. 1925, d. 2.6.
1990; Sigríður Jód-
ís, f. 15.3. 1932, d.
11.12. 1986. Á æsku-
heimili hennar ólust
einnig upp Sigur-
björg Ingimundar-
dóttir, f. 11.6. 1909,
d. 29.9. 2003, og
Karl S. Bjarnason, f.
31.8. 1916, d. 17.3.
2012.
Þorbjörg kvæntist Kristófer S.
Jóhannessyni 22.9. 1962. Kristó-
fer var fæddur 16.4. 1930 og lést
7.4. 2011. Foreldrar hans voru
Jóhannes Kristófersson, f. 8.7.
1891, d. 6.10. 1973, og Kristín
Ólafsdóttir, f. 27.2. 1896, d. 14.3.
Eftir að mamma hafði fengið
fréttina um að amma hefði veikst
alvarlega fyrr um morguninn og
væri á leið í flug til Íslands köll-
uðum við til hennar að skila til
ömmu að hún væri besta amma í
heimi. Þrátt fyrir að kunna ekki
stakt orð í ensku fór ekki á milli
mála hversu hlý og umhyggju-
söm hún var. Amma reyndi oft að
fá okkur til að læra íslensku en
við þráuðumst við. Við hvöttum
hana líka til að læra ensku en þá
þráaðist hún við. Amma sagði að
við værum Íslendingar og hún
talaði við okkur eins og við vær-
um fullfær um að skilja hana.
Hún kom oft í heimsókn með afa
til Bandaríkjanna og oftar en
ekki til að hjálpa til þegar pabbi
var í burtu vegna vinnu.
Skemmtilegast var þó að koma í
heimsókn til ömmu til Íslands.
Hún bakaði fyrir okkur pönnu-
kökur og við máttum borða eins
margar og við vildum, með þykku
lagi af sykri. Hún kenndi okkur
meira að segja að baka pönnu-
kökur en okkur fannst samt
skemmtilegra að borða þær.
Það var alltaf mjög gaman
þegar öll fjölskyldan kom saman
hjá ömmu og afa í Stóragerðinu,
þá var góði maturinn hennar
ömmu á borðum og mikið hlegið.
Það var ekki síður skemmtilegt
að fara í sumarbústaðinn í Gríms-
nesinu þar sem margt var hægt
að gera. Okkur þótti sérstaklega
skemmtilegt að hoppa úr efri koj-
unum og niður í þær neðri, feng-
um aldrei nóg af því. Þess á milli
spilaði amma við okkur á spil og
gaf okkur fullt af kexi. Þrátt fyrir
að amma væri hætt að geta heim-
sótt okkur til Bandaríkjanna
héldum við áfram mörgum af
jólahefðum hennar, til að mynda
bökum við brúnu lagtertuna sem
er einstaklega góð og steikjum
laufabrauð að skagfirskum sið.
Laufabrauðsskurðurinn hefur
fengið á sig óhefðbundnari blæ
með tímanum og yfir sumum
mynstrunum myndi amma
krossa sig. Við njótum þess að
gera laufabrauðið og baka lag-
tertuna og munum halda í þann
sið líka með fjölskyldum okkar
þegar þar að kemur.
Elsku amma okkar, við búum
að yndislegum minningum af þér.
Við munum halda minningu þinni
á lofti með því að viðhalda þeim
hefðum sem þú kenndir okkur.
Drottinn blessi minningu þína,
elsku amma.
Kristófer og Andrea
Casanova,
Jupiter, Flórída.
Elsku besta amma okkar, nú
ertu farin frá okkur.
Þú varst besta amma sem
hægt var að eiga. Þú varst svo
góð við okkur systur og gerðir
allt fyrir okkur. Þú kenndir okk-
ur að spila vist og leggja kapal,
kenndir okkur að gefast ekki upp
og vera ávallt bestu útgáfurnar af
okkur.
Þegar við systurnar komum til
ykkar afa í heimsókn var annað-
hvort þrammað upp í Austurver í
bakaríið eða farið í Kringluna, þá
sérstaklega í Tiger. Þú elskaðir
Tiger og fannst óskaplega
skemmtilegt að labba þar í gegn.
Ekki skemmdi fyrir okkur systr-
um að við fengum nú oftast að
kaupa okkur eitthvert smotterí.
Einnig er það okkur minnis-
stætt að þegar við komum til þín í
Stóragerðið fengum við ávallt
vöfflur. Þú varst alltaf tilbúin
með vöfflumixið og varst ekki
lengi að baka nokkrar vöfflur fyr-
ir okkur. Þú hugsaðir ávallt svo
vel um okkur.
Þú munt ávallt eiga stóran
sess í hjörtum okkar, elsku amma
okkar.
Guð geymi þig.
Hildigunnur og Þorbjörg.
Þorbjörg Sveinsdóttir var ná-
granni minn í hartnær 30 ár. Hún
var ekki bara nágranni minn
heldur var hún einnig mamma
bestu vinkonu minnar og átti
þess vegna heilmikla hlutdeild í
lífi mínu.
Hún spurði mig síðastliðið
sumar hvað hún gæti gert fyrir
mig, hvort hún gæti alls ekki gert
neitt fyrir mig. Hún kom með
Stínu í Stóragerðið að vitja mín
þar sem ég eyddi dögunum hang-
andi í sófanum mínum í bið eftir
að gróandinn léti sjá sig. Mér
fannst þetta svolítið krúttlegt.
Þarna var ég sófahangandi kona
á miðjum aldri og þessi níræði öð-
lingur að bjóða mér hjálp.
Hún sem nú þegar hafði gefið
mér svo mikið, algjörlega
áreynslulaust og ómeðvitað. Nær
hefði verið að ég hefði boðið
henni einhverja aðstoð.
Þegar ég benti henni á það
hnussaði í vinkonu minni, hún
mundi nú ekki eftir neinu sér-
stöku sem hún hafði gert fyrir
mig. Ég brosti og rifjaði upp með
henni hvernig henni hefði tekist
að kenna mér áttirnar í umhverfi
mínu þegar ég var svona fimm
með því einu að segja alltaf sunn-
an við húsið eða norðan við húsið
þegar ég var að leita að vinkonu
minni.
Einnig minnti ég hana á
hversu oft hún hefði gefið mér að
borða og hvernig hún var ekki að
spara þegar lyktin sem smaug út
um gluggann varð til þess að
stelpuskottið hringdi á bjölluna
til að fá nýja kleinu.
Henni fannst nú ekki mikið til
þessa koma. En það kom ekki á
óvart því henni fannst þetta allt
saman bara sjálfsagður hlutur og
engin ástæða til að miklast af því.
Með dugnaði sínum og nærveru
var hún þannig frábær fyrir-
mynd.
Ég er þakklát fyrir þau for-
réttindi að hafa eytt síðustu dög-
um hennar hér í þessari jarðvist
með henni, börnum hennar og
barnabörnum þar sem rifjuð voru
upp skemmtileg atvik úr æsku
okkar í Stóragerðinu svo og ým-
islegt annað úr seinni tíð.
Nú er hvíldin komin og hún
farin til fundar við Drottin sinn,
eftir sitjum við hin rík af minn-
ingum og með áskorun í hjarta
um að gera vel og vera blessun
fyrir aðra á sama hátt og hún var.
Hvíl í friði elsku Bubba mín og
Drottinn blessi minningu þína,
börn, barnabörn og aðra ástvini
og þau huggi í sorginni.
Guðlaug Tómasdóttir.
Þorbjörg
Sveinsdóttir
Það er svo margt
sem kemur upp í
huga minn er ég
hugsa um hann afa,
hlýjuna sem maður
fékk er maður kom til hans, bros-
ið, hláturinn, kaffi- og bryggjur-
úntarnir eru ógleymanlegir og
eins er við kíktum á lífið í mið-
bænum, þá var oft mikið hlegið.
Hann afi var einstakur maður,
alltaf í góðu skapi og brosandi og
alltaf til í að kíkja á rúntinn þar
sem við áttum okkar ófá spjöllin
um lífið og tilveruna og ömmu.
Eftir því sem á leið og síðustu ár
fór hann að tala meira og meira
um hana ömmu og finnst mér
eins og ég hafi kynnst henni svo-
lítið og er ég afa því mjög þakk-
látur.
Hann var virkilega einstakur
maður sem hefur heldur betur
fengið að finna fyrir mótbyr á
sinni ævi en alltaf staðið það af
sér á ótrúlegan hátt og haldið
áfram. Hann var ekki bara afi
minn heldur líka minn besti vinur
Ingibjörn
Hallbertsson
✝ Ingibjörn Hall-bertsson fædd-
ist 23. júní 1928.
Hann lést 14. apríl
2018. Útför Ingi-
björns var gerð 26.
apríl 2018.
sem kenndi mér svo
ótrúlega margt sem
á eftir að nýtast mér
í gegnum mína tíð.
Mikið svakalega á
ég eftir að sakna
þín, elsku afi minn,
og þinnar óborgan-
legu nærveru.
En elsku afi, nú
ertu loksins kominn
til hennar ömmu
sem þú hefur talað
svo mikið um undanfarin ár. En
þín verður sárt saknað hérna
megin og hlakka ég til að hitta
þig er minn tími kemur. En
amma hefur örugglega tekið vel
á móti þér, elsku vinur minn og
afi.
Elsku Ragnhildur, Jói, Árni,
Sigga, pabbi, Óli og Hlíf, mínar
dýpstu samúðarkveðjur til ykkar
og ykkar fjölskyldna.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Hólmgeir Hallbert
Kristmundsson.
Amma er dáin.
Hún var góð kona.
Mér þótti vænt um
hana. Meira en
það.
Ýmislegt rifjast upp. Af
Vesturbrún, af Laugarásvegin-
um, og úr Sólheimunum. Alltaf
tilefni til að gleðjast. Afmæli,
páskar, jól, hvers kyns áfangar,
bara eitthvað. Ávallt pláss fyrir
alla. Rými var bara hugar-
ástand. Háværar samræður.
Hlátrasköll. Sinnep með hangi-
kjötinu. Ólögulegar marenskök-
ur. Hverjum var ekki sama?
Gjafirnar aukaatriði. Það sem
skipti máli var að hittast, að
fjölskyldan kæmi saman.
Amma hélt okkur saman.
Við kveðjum ömmu – en
samt ekki. Hún skilur svo
margt eftir sig. Hún gerði okk-
ur að betri manneskjum. Hún
var heil. Í hugum barnanna var
hún gömul en samt glöð. Undir
það síðasta var hún blind en sá
þó betur en flestir. Og þótt lík-
amlegir burðir hafi gefið eftir
með aldrinum var hún sterk,
bjó ein, var sjálfstæð og hug-
Áslaug Zoëga
✝ Áslaug Zoëgafæddist 19. jan-
úar 1926. Hún lést
13. apríl 2018.
Áslaug var jarð-
sungin 27. apríl
2018.
urinn ævinlega
skýr. Og hreinn.
Ávallt fullur af
þakklæti fyrir alla
þá gæfu sem henni
hafði hlotnast á
langri ævi. Gæfuna
sem hún mældi
einkum í börnun-
um sínum, börnum
þeirra, og börnum
þeirra. Ekkert
veitti henni meiri
ánægju en að líta yfir hópinn
sinn.
Ég sé fyrir mér mynd frá
síðustu jólum: Öll barnabarna-
börnin, næstum óteljandi,
íklædd jólagjöfunum sínum frá
ömmu – grænum risaeðlukósý-
göllum úr H&M. Í stofunni,
saman á mynd. Með langömmu
í miðjunni. Snilld.
Amma var ættmóðirin. Og
hún naut ómældrar virðingar
okkar allra.
Elsku amma, mér þótti vænt
um að fá að vera með þér á
hinsta degi. Mér fannst gott að
halda í höndina á þér á spít-
alanum.
Og mér finnst notalegt að
hugsa til þess að þú fórst frá
okkur eins og þú hafðir sjálf
kosið. Södd. Án þjáninga. Án
þess að glata nokkru af þeim
virðuleika sem ávallt einkenndi
þig. Og með fólkinu þínu.
Óttar.
Brynleifur vinur
minn er látinn. Ég
kynntist Brynleifi í
læknanámi og við urðum vinir.
Fljótlega kom í ljós sjálfstæði
hans til orða og verka. Hann
kyngdi ekki orðalaust öllu sem
hann sá, las og heyrði og var t.d.
óragur við að kryfja til mergjar
sumar fullyrðingar prófessor-
anna. Af viðbrögðunum spunnust
oft skemmtilegar og fróðlegar
umræður í fyrirlestrarsalnum.
Að loknu áralöngu framhalds-
námi í heilsugæslu, lungna-
sjúkdómum og stjórnun heil-
brigðismála, m.a. við
háskólastofnanir í Skandinavíu
og Bretlandi, sneri hann heim.
Hann starfaði lengst af sem hér-
aðslæknir á Selfossi og síðast
sem yfirlæknir lyfjadeildar á
sjúkrahúsinu þar. Brynleifur
starfaði mikið að félagsmálum og
Brynleifur H.
Steingrímsson
✝ Brynleifur Há-steinn Stein-
grímsson fæddist
14. september
1929. Hann lést 24.
apríl 2018.
Útför Brynleifs
fór fram 4. maí
2018.
einnig í stjórnmál-
um. Hann var
fulltrúi „Jafnaðar-
mannalista“ og
Sjálfstæðisflokksins
í bæjarstjórn Sel-
foss og um skeið for-
seti bæjarstjórnar
þar. En eins og
hann hafði vit, skap
og sjálfstæði til
rakst hann illa í
flokki. Hann var
virkur og ritfær og ritaði margar
greinar um heilbrigðismál í fag-
tímarit og fjölmiðla. Hann gaf út
eina ljóðabók, „Í ljósi dags“. Enn
minnast menn minningargreinar
er hann ritaði um kollega okkar
„er greitt var náðarhöggið“ á
Hellisheiðinni. Síðustu árin lágu
leiðir okkar saman er við sinntum
heilsugæslustörfum í Keflavík
þegar ungir læknar höfðu sagt
upp störfum. Þeim afleysinga-
störfum lauk er við gengum á
fund bæjarstjóra Keflavíkur og
sögðum honum að sameiginlegur
aldur afleysingalæknanna væri
150 ár.
Ég sendi ættingjum Brynleifs
samúðarkveðjur mínar.
Ólafur Ólafsson,
fyrrverandi landlæknir.
Karl Bergmann
Guðmundsson,
bekkjarbróðir og
samstúdent, var ekki
meðal okkar sérstaklega þekktur
fyrir fljótfærni eða skyndiákvarð-
anir. Þvert á móti fyrir nákvæmni,
vandvirkni og íhygli.
Þessir eiginleikar hans nýttust
honum vel í daglegu lífi og í starfi
hans sem skipulagsstjóri Lands-
bankans, en ekki síst í vali á lífs-
förunaut.
Í radarnum kom hann auga á
unga stúlku, Höllu Jóhannsdóttur,
og stýrið var sett beint af augum.
Leiðin var að vísu nokkuð löng,
utan af Seltjarnarnesi upp á
Skólavörðustíg og ekki bíll í hvers
manns eigu en markið var klárt og
hann sparaði ekki sporin.
Hún hafði allt sem unga mær
mátti prýða, glæsileg, skarp-
greind og umfram allt skemmti-
leg.
Það veitti ekki af. Félagslíf okk-
ar sjö stráka, fyrstu stúdenta
Verslunarskólans, var ekki fjöl-
skrúðugt og heldur drungalegt en
með komu Höllu í hópinn birti og
svo komu fleiri ljósgjafar, meðal
Halla
Jóhannsdóttir
✝ Halla Jóhanns-dóttir fæddist
20. nóvember 1923.
Hún lést 8. apríl
2018.
Útför Höllu fór
fram í kyrrþey 20.
apríl 2018.
þeirra Sigríður
systir Höllu.
Næstu áratugina
áttum við hjón og
Halla og Karl nokk-
uð þétta samleið,
samverustundir
bæði í Vínarborg og
veiðihúsum við Haf-
fjarðará, Langá og
Haukadalsá og í
ferðum um landið,
meðal annars um
Vestfirði.
Allar þessar ánægjustundir
höfum við nú á efri árum haft
tækifæri til að rifja upp og gleðj-
ast yfir.
Þegar ég nú að leiðarlokum læt
hugann reika um liðna tíð kemur
fram mynd af konu sem bjó yfir
hógværri glaðværð, með skýra
hugsun, sem ekki lét skammta sér
skoðanir né þröngvaði þeim upp á
aðra. Konu sem manni strax eftir
stutt kynni fór að þykja vænt um.
Það kom fyrir á samverustund-
um okkar að Höllu þraut þolin-
mæði við að bíða eftir viðbrögðum
Karls að hún sagði með sinni
hægð: „Bóndi minn.“
Nú hefur Halla kvatt og lagt
upp í sína hinstu ferð. Við lok
þeirrar ferðar mun hún með bros
á vör segja: „Komdu sæll bóndi
minn.“
Við vottum börnum þeirra
hjóna og aðstandendum öllum
innilega samúð.
Benta og Valgarð Briem.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann