Morgunblaðið - 08.05.2018, Page 30

Morgunblaðið - 08.05.2018, Page 30
Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Ari Ólafsson keppir í kvöld fyrir Íslands hönd í fyrri undanúrslitum Eurovision í Portúgal og syngur lag- ið „Our Choice“ eftir Þórunni Ernu Clausen. Nítján lönd taka þátt í Lissabon í kvöld og er framlag Ís- lands nr. tvö í röðinni. Keppnin er sýnd í beinni útsendingu á RÚV, sem hefst kl. 19. Ef marka má veðbanka eru litlar líkur taldar á að Ísland komist í úr- slitin næsta laugardagskvöld en fyrri keppnir hafa sýnt að ekki er alltaf að marka veðbankana. Ari tekur óneit- anlega þátt í sterkum riðli, með nokkrum löndum sem spáð er efstu sætum í úrslitunum, s.s. Ísrael, Kýp- ur, Tékklandi, Eistlandi og Búlgaríu. Könnun MMR sýnir að þjóðin er klofin í afstöðu sinni til þess hvort Ís- land komist í úrslitin. 51% aðspurðra telur Ísland ekki komast í úrslit en 49% eru bjartsýn á að lagið fari upp úr riðlinum í kvöld. Eru konur mun bjartsýnni en karlar. Aðeins 10% svarenda telja Ísland enda í efstu tíu sætum keppninnar. Töfrar geta gerst á sviðinu Birgitta Haukdal, sem keppti fyrir Ísland í Eurovision árið 2003, segist eiga erfitt með að spá fyrir um gengi Íslands í ár, hún sveiflist til og frá. Hvað sem gerist þá muni hún halda Eurovision-partí í kvöld, grilla og njóta þess að horfa á keppnina. „Þetta er lag og flutningur sem við getum verið stolt af, hvort sem við komumst áfram eða ekki. Ef sjarm- inn hans Ara nær í gegn til áhorf- enda, líkt og hann gerði hér heima, þá kemst hann áfram. Miklir töfrar geta gerst á sviðinu, þannig að ég ætla að kossa fingur og vona að við rúllum í gegn,“ segir Birgitta. Páll Óskar Hjálmtýsson, Eurovisi- on-sérfræðingur og þátttakandi í keppninni 1997, segir spá veðbanka ekki aðalmálið. Það sé alltaf erfitt fyrir Norðurlandaþjóðirnar að kom- ast upp úr undanúrslitunum. „Það er engin leið að treysta því að við séum í þeirri aðstöðu að geta klappað hvert öðru á bakið. Við þurfum að hafa í farteskinu skothelt lag með skot- heldum flytjanda. Þá munum við hafa alveg eins mikla möguleika og hver önnur þjóð,“ segir Páll Óskar við Morgunblaðið. Hann segir lagið „Our Choice“ ekki hafa mikla möguleika á að kom- ast áfram heldur sé að það fyrst og fremst Ari sjálfur. „Ef Ari kemst áfram þá er það fyrst og fremst hópnum og hans gríðarlegu hæfileikum að þakka. Ari er með svo stóra og fallega gjöf, þessa söngrödd sem hann hefur, að ég held að þessi Eurovision-keppni sé bara upphitun fyrir glæsilegan feril sem sér ekki fyrir endann á. Hann er bara rétt að æfa sig að syngja fyrir framan myndavélar,“ segir Páll Óskar um íslenska lagið og flytjandann. Hann segist ekki hafa áhyggjur af því þótt veðbankar séu með Ísland neðarlega, það muni ekki rista djúpt. „Ari sem listamaður hefur sýnt síðan hann var smástrákur hvers hann er megnugur. Ég get lofað því að hann er að fara að gera eitthvað meirihátt- ar, ekki endilega bara innanlands heldur utan. Það er ljóst hvert stefn- ir með hann.“ Eurovion-ball á Spot Annars segist Páll Óskar vera slakur, aðalmálið sé að undirbúa Eurovision-ball á Spot í Kópavogi næsta laugardagskvöld. Auk hans munu stíga á stokk fleiri stjörnur sem keppt hafa í Eurovision, eins og Selma Björns, Jóhanna Guðrún, Hera Björk, Stebbi Hilmars og Eyj- ólfur Kristjáns. Ljósmynd/Andres Putting Eurovision Ari Ólafsson syngur lagið Our Choice í fyrri undanúrslitunum í Portúgal í kvöld. Þjóðin er klofin í afstöðu sinni til þess hvort lagið fari áfram. Telja Ara geta fleytt laginu áfram í úrslit Páll Óskar Hjálmtýsson Birgitta Haukdal  Ari Ólafsson verður annar á svið í fyrri undanúrslitum Röð keppenda í undankeppninni í kvöld 1 Aisel Aserbaídsjan X My Heart 2 Ari Ólafsson Ísland Our Choice 3 Eugent Bushpepa Albanía Mall 4 Sennek Belgía A Matter Of Time 5 Mikolas Josef Tékkland Lie To Me 6 Ieva Zasimau- skaitè Litháen When We're Old 7 Netta Ísrael TOY 8 ALEKSEEV Hvíta- Rússland FOREVER 9 Elina Nechayeva Eistland La Forza 10 EQUINOX Búlgaría Bones 11 Eye Cue F.Y.R. Makedónía Lost And Found 12 Franka Króatía Crazy 13 Cesár Sampson Austurríki Nobody But You 14 Yianna Terzi Grikkland Oniro Mou 15 Saara Aalto Finnland Monsters 16 Sevak Khanagyan Armenía Qami 17 ZiBBZ Sviss Stones 18 Ryan O'Shau- ghnessy Írland Together 19 Eleni Foureira Kýpur Fuego 30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2018 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ninalee A. Craig, stúlkan sem ítölsku karlarnir stara á í klassískri ljósmynd Ruth Orkin frá árinu 1951, lést fyrir helgi í heimaborg sinni, To- ronto í Kanada. Hún var níræð. Hún kallaði sig Jinx Allen þegar hún mætti linsu Orkin á götuhorni í Flórens fyrir 67 árum og gekk þar hnarreist framhjá 15 ítölskum körl- um sem veittu henni óskipta athygli. Þessi ljósmynd hefur orðið efniviður kvikmynda, málaferla, tískuþátta – þetta er ein frægasta ljósmynd 20. aldar, myndin á næstsöluhæsta ljós- myndaveggspjaldi sögunnar. Ninalee Craig var þá 23 ára göm- ul. Hún var nýútskrifuð úr háskóla í New York og lagði ein upp í sex mánaða ferðalag um Evrópu. Í Flór- ens bjó ljósmyndarinn Ruth Orkin á sama hóteli. Hún var peningalítil og þegar þær hittust þennan morgun í anddyrinu spurði Orkin Allen hvort hún mætti taka af henni myndir; Herald Tribune kynni að birta þær í þættinum „Óþekkt fegurð“. Þeir greiddu fimmtán dali fyrir. Ungu konurnar gengu út í daginn og þegar þær fóru framhjá körl- unum á torginu tók Orkin mynd. Henni þótti viðbrögð karlanna svo forvitnileg, að hún bað Allen að fara aftur upp á gangstéttina og ganga á milli þeirra að nýju. Það er þessi mynd filmunnar sem er sú fræga. Fyrir áratug hét Jinx Allen Nina- lee Craig og þá ræddum við saman í Reykjavík um myndina frægu. „Þetta er költ-mynd,“ sagði Craig. „Stundum bregður fólki að heyra að ég sé konan á myndinni, og missir út úr sér að það hafi talið fyrirsæt- una löngu dauða! En ég er sprelllif- andi og hef það alveg frábært. Þetta ævintýri með myndina hefur verið stórskemmtilegt. En það er svo merkilegt að flestir þessara gaura á myndinni eru örugglega löngu dauð- ir – þó ekki greifinn á vespunni, hann er vinur minn – en engu að síð- ur eru ennþá að koma fram kallar sem segjast vera þarna og heimta peninga. Ég held að þeir 15 séu orðnir um 450 talsins nú – svo marg- ir vilja eiga hlut í þessu ævintýri.“ Morgunblaðið/RAX Fyrirsætan „Flestir þessara gaura á myndinni eru örugglega löngu dauð- ir,“ sagði Ninalee A. Craig og benti á þá sem dáðust að henni á myndinni. Stúlkan á mynd Ruth Orkin látin Veggspjald Ljósmynd Ruth Orkin er næstsöluhæsta veggspjaldið. Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | sími 551 3366 | www.misty.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.