Morgunblaðið - 08.05.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.05.2018, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Greint varfrá því íMorg- unblaðinu í gær að ríkisstjórnin hygðist verja 200 milljónum króna aukalega á ári til bættrar hags- munagæslu Íslands gagn- vart EES-samningnum og þeim gerðum Evrópusam- bandsins sem teknar eru upp í hann. Í því felst meðal annars að starfsfólki ráðu- neytanna verði fjölgað í sendiráðinu í Brussel, svo að það geti reynt að hafa áhrif á gerðirnar áður en Evrópusambandið sam- þykkir þær og lætur taka upp í samninginn. Það að Ísland þurfi að reyna að verja hagsmuni sína eins og það frekast getur ætti að liggja í augum uppi, en engu að síður kom fram í máli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkis- ráðherra í þjóðmálaþætt- inum Þingvöllum á K100 síðastliðinn sunnudag, að þegar farið var út í aðildar- umsóknina í ESB hefðu stjórnvöld ákveðið að taka niður „það fyrirkomulag sem var hvernig við gætt- um okkar hagsmuna, sem fólst meðal annars í því að við vorum með meiri mannafla úr fagráðuneyt- um inni í Brussel“, sem aft- ur reyndi þá að hafa áhrif á þessi mál á fyrstu stigum þess. Guðlaugur vísaði einnig til nýlegrar skýrslu utan- ríkisráðuneytisins um bætta framkvæmd EES- samningsins, en þar var það tiltekið, að af þeim 67.158 gerðum sem Evrópusam- bandið hefur tekið upp frá því að EES-samningurinn var gerður hefðu 9.028 ver- ið teknar upp í gegnum samninginn í íslenska lög- gjöf, eða um 13,4%. Stuðn- ingsmenn Evrópusam- bandsins hér á landi hafa oftar en ekki beitt því sem rökum fyrir inngöngu Ís- lands, að þetta hlutfall sé mun hærra, jafnvel um 80- 90%, og að þess vegna væri betra fyrir Ísland að hafa áhrif á löggjöfina innan frá, frekar en að þurfa að þiggja löggjöf Evrópusambands- ins án athugasemda. Nú fer það eftir mismun- andi sjónarmiðum hvort 13,4% teljist mikið eða lítið, þegar magnið sem stendur að baki því hlutfalli er svo mikið sem raun er. Engu að síður virð- ist það ljóst, að gengi Ísland inn í Evrópusambandið þyrfti það einnig að sporð- renna hinum 58.130 gerðum allra stofnana sambandsins, og það án þess að mögla, þar sem engar varanlegar undanþágur eru mögulegar frá hinu umsvifamikla reglugerðarbákni. Sú ákvörðun að draga úr hagsmunagæslu Íslands gagnvart EES-samn- ingnum vegna þess feigðar- flans sem aðildarumsóknin var hefur reynst dýrkeypt á fleiri en einn veg. Ein af- leiðing þessa varð sú, að Ís- land fór að dragast aftur úr með innleiðingu þeirra gerða sem teknar voru upp í samninginn, með þeim af- leiðingum að talsverður málskostnaður hefur farið í samningsbrotamál Eft- irlitsstofnunar EFTA, ESA, á hendur ríkinu. Þá er ekki einu sinni minnst á þá augljósu staðreynd að þær gerðir sem teknar hafa ver- ið upp í millitíðinni hafa þá ekki endilega verið útfærð- ar með sem hagfelldustum hætti fyrir landið, fyrst ekki var hirt um að reyna að hafa áhrif á þær þegar hægast var. Þessi angi aðildar- umsóknarinnar, þar sem hagsmunagæsla Íslands gagnvart EES-samn- ingnum var fyrir borð bor- in, gæti því þegar hafa vald- ið skaða sem ekki verður svo auðvelt að lagfæra. Þá verður að telja það óskilj- anlegt, að svo langan tíma hafi tekið að taka upp á ný það fyrirkomulag sem var við lýði áður, jafnvel löngu eftir að hörðustu aðild- arsinnum mátti vera það ljóst, að umsókn Íslands væri í raun sjálfhætt. Ísland mun aldrei geta fengið allt sitt fram alltaf, sér í lagi í samskiptum við bákn eins og Evrópusam- bandið. Þess vegna er það jafnvel enn brýnna, þegar tækifæri gefast til þess að halda hagsmunum Íslands fram, að þau séu nýtt til hins ýtrasta. Aðlögunarviðræð- urnar draga enn dilk á eftir sér} Nauðsynleg hagsmunagæsla N ú er stutt í enn einar kosningar. Sveitarstjórnarkosningar í þetta skiptið og Píratar bjóða þar fram í annað skiptið. Það hafa orðið ansi miklar svipt- ingar í pólitíkinni á undanförnum árum, fall rík- isstjórna, óvæntar kosningar og nýir flokkar. Það er hægt að teygja óstöðugleikann alveg frá því fyrir hrun þegar ásækni í völd bjó til allt of marga borgarstjóra á einu kjörtímabili. Í meira en 10 ár höfum við þurft að upplifa afleiðingar þess að stjórnmálamenn setja völd í fyrsta sæt- ið, allt annað mætir afgangi. Húsnæði, heil- brigðiskerfi, samgöngur, unga fólkið, eldra fólkið, öryrkjar, menntakerfi eru meðal mál- efna sem þarfnast athygli stjórnmálamanna. Verkefnin eru hvorki auðveld né ódýr og rétt- ara sagt væri hægt að segja að við höfum ekki efni á þeim öllum eins og er. Að minnsta kosti geta ekki allir fengið það sem þeir vilja. En af hverju hækkum við þá laun kjararáðs um 7,3%, í takt við launavísitölu, og segjum svo öllum öðrum að þeir geti ekki fengið það sama. Af hverju erum við að hækka laun stjórnenda á meðan laun starfsmanna eru lækkuð? Af hverju er sagt að prósentuhækkun sé sanngjörnust þegar hún leiðir til hærri krónutöluhækkunar fyrir þá sem fá meira? Af hverju hækkum við laun þeirra sem fá meira um hærri prósentu en þeirra sem fá minna? Af hverju efl- um við þá sem hafa valdið? Eins mikilvæg og öll þessi málefni sem ég taldi upp áð- an eru þá er baráttan gegn valdinu einnig gríð- arlega mikilvæg. Baráttan sést til dæmis í and- stöðu við breytingar á kosningakerfinu. Kosningakerfinu sem skilaði minnihluta at- kvæða meirihluta þingsæta. Kosningakerfinu sem skilar stórum flokkum fleiri fulltrúum en atkvæði þeirra segja til um. Fyrir páska var til dæmis merkileg andstaða við lækkun kosn- ingaaldurs. Það voru næstum því allir sam- mála því að það ætti að lækka kosningaaldur, það var bara eitt atkvæði sem greiddi atkvæði gegn breytingunni. Einhverra hluta vegna voru hins vegar margir andsnúnir því að breytingin mætti gerast núna. Það var alltaf vísað í einhverja hræðslu við að eitthvað gæti farið úrskeiðis. Það var hins vegar aldrei út- skýrt hvað það gæti verið. Það voru nákvæm- lega engin efnisleg rök fyrir því að það mætti ekki lækka kosningaaldurinn, bara hræðsluáróður. Hvað gæti farið úrskeiðis? Enginn gat sagt það. Ég get hins vegar sagt hvað gæti heppnast, Fjöldi fólks fengi tækifæri til þess að láta í ljós skoðun sína með atkvæði. Skoðun sem það á rétt á að sé tekið tillit til. En einhverjir voru hrædd- ir, við eitthvað, og lýðræðið er fátækara fyrir vikið. Í komandi sveitarstjórnarkosningum, veldu þá sem eru ekki hræddir við valdið. Veldu þá sem bjóða því birginn. Veldu þá sem spyrja óþægilegu spurninganna og benda á óþægilegu staðreyndirnar. Veldu Pírata. Björn Leví Gunnarsson Pistill Óþægilegar spurningar og staðreyndir Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Nýja fjármálaáætlun rík-isstjórnarinnar er byggðá mikilli bjartsýni, treyster á samfelldan hagvöxt fram til ársins 2023 og að hér verði því óslitinn hagvöxtur í 13 ár. Ef sú verður raunin yrði það einsdæmi í ís- lenskri hagsögu. Samtök atvinnulífs- ins benda á þetta og vara við of mikilli bjartsýni í umsögn við fjármálaáætl- unina. Hagvaxtarskeið á Íslandi end- ast yfirleitt í þrjú til fimm ár. For- sendur breytast skjótt og benda sérfræðingar SA á að óvissa ríkir í innlendum efnahagsmálum. Greina megi vísbendingar um að það hægi hratt á vexti hagkerfisins og lítið megi því útaf bera. SA hafa lagt fram ítarlega um- sögn við fjármálaáætlunina og segja að þótt boðaðar skattalækkanir séu fagnaðarefni þá sé skattastefnan eftir sem áður áhyggjuefni. Skattheimta sé nær hvergi meiri meðal þróaðra ríkja en hér á landi. ,,Enn standa að mestu óhreyfðar skattahækkanir eftirhrunsáranna og samhliða auknum umsvifum hefur skattheimta aukist umtalsvert. Hefur skattheimta á hvern Íslending vaxið um 780.000 kr. frá árinu 2009 og hafa álögur á fyrirtæki og fjármagn aukist umtalsvert á sama tíma. Skaðar slík stefna samkeppnishæfni landsins og vekur ugg hversu litla athygli það hlýtur að Ísland sé að festa sig í sessi sem háskattaríki,“ segir í umsögn SA. Þar eru m.a. birtir útreikningar á skattlagningu á meðaltekjur á Ís- landi frá 2000 til 2018 sem hlutfall af heildarlaunum einstaklinga og halda samtökin því fram að hið opinbera dragi árlega um 300.000 krónum meira til sín í formi skattatekna af meðaltekjum í dag samanborið við meðalskattheimtu fyrir hrun. „Stórátakið“ orðin tóm Margar umsagnir hafa borist fjárlaganefnd við áætlunina að und- anförnu. Samtök iðnaðarins halda því m.a. fram að „Stóraukin fjárfesting“ ríkisstjórnarinnar í samgöngumálum séu orðin tóm. „Samkvæmt áætl- uninni verða framlög til viðhalds og nýframkvæmda í vegamálum að með- altali 0,7% af landsframleiðslu á tíma- bilinu. Er það langt undir langtíma- meðaltali hér á landi en þetta hlutfall var svo dæmi sé tekið 1,1% á tíu ára tímabilinu frá 2001- 2010,“ segir þar. Þá virðist nafngiftin „stórátak í samgöngumálum“ vera komin til af því að áætlunin geri ráð fyrir að frá árinu 2019 bætist við sérstök árleg framlög til þriggja ára upp á 5,5 milljarða kr. Þessi þrjú ár nái hlutfall samgöngufram- kvæmda þó ekki langtímameðaltali „og því vægast sagt öfugmæli að tala um stórátak í því sambandi.“ Jafnframt geta SI þess að þegar þetta þriggja ára tímabil er liðið fari fjárfestingarhlutfallið í vegamálum niður í tæplega 0,6% af landsfram- leiðslu en einungis eitt ár á síðustu áratugum hafi hlutfallið farið neðar og var það árið 2012 skv. SI. Samgönguráðherra hafi svo ný- lega kynnt að yfir 220 milljarða vanti í viðhald og nýfjárfestingar í vegakerf- inu og til viðbótar falli til árleg við- haldsþörf upp á 11 milljarða. „Í áætl- uninni er gert ráð fyrir að samtals fari um 114 [milljarðar] kr. í viðhald og nýfjárfestingar í samgöngumálum á tíma áætlunarinnar. Þetta er ein- ungis tæplega 41% af þörf. Það er ekki hægt að kalla það stórátak,“ segja SI í umsögn sinni til þingsins. Óhreyfðar hækkanir Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar telur að afkomuhorfur sveitar- félaga séu ofmetnar bæði í fjármálastefnu stjórnvalda og í fjármálaáætl- uninni. Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar. Líklegt sé að heildar- afkoma sveitarfélaga verði neikvæð árin 2018 og 2019 og jafnvel einnig 2020 en ekki jákvæð eins og gert er ráð fyrir í fjármálaáætluninni. Fram kemur í ítarlegri umsögn borgarinnar að skv. mati Sambands ísl. sveitarfélaga megi gera ráð fyrir að lögin frá 2017 um skattfrjálsa ráð- stöfun séreignasparnaðar leiði til þess að sveitarfélögin fari á mis við út- svarstekjur upp á 7,2 milljarða yfir tíu ára tímabil. Þá má að mati borg- arinnar ætla að útsvarstekjutap hennar vegna skattfrjálsrar greiðslu séreignarsparnaðar inn á fasteignalán nemi alls 3,1 milljarði yfir tímabil- ið 1. júlí 2014 til 30. júní 2019. Afkomuhorfur eru ofmetnar UMSÖGN REYKJAVÍKURBORGAR Skattar af meðaltekjum 2000 til 2018 Útreikningar SA á staðgreiðslu tekjuskatts og tryggingagjaldi sem hlutfall af heildarlaunum einstaklings* 38% 37% 36% 35% 34% 33% 32% 31% 30% *Einstaklingurinn greiðir 4% í lífeyrissjóð Heimild: Samtök atvinnulífsins 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Skattlagning á meðaltekjur 2010-2018 35,7% Skattlagning á meðaltekjur 2000-2009 32,4%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.