Morgunblaðið - 08.05.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Hulda Steinunn Valtýs-
dóttir, fyrrverandi
blaðamaður, þýðandi og
borgarfulltrúi, lést sl.
sunnudag á 93. aldurs-
ári.
Hulda fæddist 29.
september 1925, dóttir
hjónanna Valtýs Stef-
ánssonar, ritstjóra
Morgunblaðsins, og
Kristínar Jónsdóttur
listmálara.
Hulda lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík
1945. Hún hóf snemma að starfa hjá
Morgunblaðinu og sagði m.a. í viðtali
við blaðið að hún hefði byrjað að send-
ast í afgreiðslunni í Austurstræti 10
eða 12 ára gömul. Hún vann sem ritari
föður síns í ritstjórastóli og síðar sem
blaðamaður. Hulda skrifaði fyrir Les-
bók Morgunblaðsins auk þess að rita
fasta pistla í blaðið, þar sem umhverf-
is- og menningarmál voru henni hug-
leikin. Frá 1989 til 2005
sat Hulda í stjórn Ár-
vakurs, útgáfufélags
Morgunblaðsins, og var
varaformaður stjórnar
frá 1989 til 1995.
Hulda vann við þýð-
ingar og þýddi barna-
sögur og leikrit, m.a.
sögurnar um Bangs-
ímon eftir A.A. Milne og
leikritin Dýrin í Hálsa-
skógi, Kardemommu-
bæinn og Karíus og
Baktus eftir Thorbjørn Egner, auk
fleiri sígildra verka sem Helga systir
hennar leikkona las svo ógleymanlega í
útvarpi. Barnatími þeirra Helgu og
Huldu varð mjög vinsæll og var á dag-
skrá Ríkisútvarpsins um árabil og leik-
verk Thorbjørns Egners hafa lifað
með þjóðinni frá því Þjóðleikhúsið setti
þau fyrst á svið.
Hulda sat í borgarstjórn Reykjavík-
ur fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1982 til
1986 og var varaborgarfulltrúi frá
1986 til 1990. Hún var formaður um-
hverfismálaráðs og fyrsti formaður
menningarmálanefndar Reykjavíkur.
Hulda hafði alla tíð mikinn áhuga á
skógrækt og var formaður Skóg-
ræktarfélags Íslands frá 1981 til 1999.
Þá var hún formaður framkvæmda-
nefndar um landgræðsluskógaátakið
Ár trésins, sat í stjórn Landgræðslu-
sjóðs og í stjórn Rannsóknastöðvar-
innar á Mógilsá. Hulda var heiðurs-
félagi Skógræktarfélags Íslands og
Skógræktarfélags Reykjavíkur. Hún
hlaut stórriddarakross hinnar íslensku
fálkaorðu fyrir störf að skógræktar-
málum.
Eiginmaður Huldu var Gunnar
Hansson arkitekt. Hann lést árið 1989.
Þau eignuðust þrjár dætur, Kristínu,
Helgu og Hildigunni.
Morgunblaðið þakkar Huldu við
leiðarlok heilladrjúgt samstarf, stuðn-
ing og vináttu og sendir fjölskyldu
hennar innilegar samúðarkveðjur.
Andlát
Hulda Valtýsdóttir
Breiðafjarðarferjan Baldur gnæfir vel yfir
Reykjavíkurhöfn þessa dagana, en í slippnum er
nú unnið að viðhaldi á skipinu. Þegar ljósmynd-
ari sótti svæðið heim var verið að mála skrokk-
inn, en skammt frá voru erlendir ferðamenn allt
um kring enda slippurinn heillandi.
Morgunblaðið/Hari
Baldur kominn á
þurrt í Reykjavík
Jón Birgir Eiríksson
Jbe@mbl.is
Langt er í land í kjaradeilu ljós-
mæðra og íslenska ríkisins. Ljós-
mæður standa við kröfur sínar og
komu ekki til móts við ríkið að neinu
leyti á samningafundi hjá ríkissátta-
semjara síðdegis í gær.
Samningaviðræður hafa staðið yf-
ir frá 5. febrúar sl. og lítið gengið í
viðræðunum. Á þessu tímabili hefur
nokkur fjöldi ljósmæðra sagt upp
störfum, yfir 20 á Landspítalanum,
þar sem yfir 150 ljósmæður starfa,
og helmingur á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja, fjórar af átta. Sumar
þeirra leita nú nýrra starfa.
„Við komum ekki til móts við ríkið
og það kom ekkert frá ríkinu heldur,
við erum enn að bíða eftir því. Þetta
snýst um að fá leiðréttingu á launa-
setningunni – þar stendur hnífurinn í
kúnni,“ segir Katrín Sif Sigurgeirs-
dóttir, formaður samninganefndar
ljósmæðra. Hún nefnir að eina til-
lagan sem fram hafi komið frá samn-
inganefnd ríkisins sé launahækkun
upp á 4,51%. „Við höfum mætt full-
komnum ósveigjanleika,“ segir hún,
en nefnir þó að frá því á síðasta fundi
hafi samninganefnd ríkisins hlustað
betur og veitt útskýringar á svig-
rúmi ríkisins til hækkana.
Hætta störfum á háannatíma
Stærstur hluti þeirra sem sagt
hafa upp mun hverfa frá störfum 1.
júlí nk., en þær fyrstu hafa þegar
hætt störfum. Að sögn Guðrúnar
Gunnlaugsdóttur, ljósmóður á Land-
spítalanum, er álagstoppur um þetta
leyti vegna sumarleyfa og fjölgunar
fæðinga yfir sumartímann, en hún
telur það alls ekki öruggt að ljós-
mæðurnar snúi aftur til starfa, náist
góður samningur.
„Það er synd að við séum að missa
þessa reynslu og þekkingu úr húsi.
Því lengra sem líður því ákveðnari
erum við í því að koma ekki til baka,“
segir hún. „Ég þekki dæmi um að
einhverjar hafi ráðið sig í störf við
eitthvað allt annað. Ein er búin að
skrá sig í háskólann í haust og ein
ætlar að vera í afleysingum. Ríkið
getur ekki búist við því að allur þessi
hópur komi aftur til starfa.“
Samninganefndin tók saman fyrri
röksemdir sínar fyrir launahækkun
fyrir forsvarsmenn ríkisins í gær.
„Það kom fram gagnrýni um þetta
um helgina og við tókum þetta sam-
an núna og afhentum. Staðan er
óbreytt, en það er samtal að eiga sér
stað núna, sem er kannski frábrugð-
ið því sem áður var. Á síðasta fundi
hófst það og er vonandi fyrsta skref-
ið í átt að lausn,“ segir Katrín Sif.
Ljósmæður leita í önnur störf
Engin niðurstaða á samningafundi með ljósmæðrum í gær Ljósmæður standa fast við kröfur sínar
Yfir tuttugu hafa sagt upp störfum á LSH Reynsla og þekking tapist með uppsögnum ljósmæðra
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Samningafundur Ljósmæður og fulltrúar ríkisins ræddu saman í um
klukkustund síðdegis í gær. Engin niðurstaða náðist á fundinum.
Karitas hefur sagt upp samningi
við Sjúkratryggingar Íslands og
mun að óbreyttu hætta starfsemi 1.
september nk., skv. tilkynningu, en
Karitas hefur sent bréf til heil-
brigðisráðherra, Svandísar Svav-
arsdóttur, og óskað eftir fundi.
Karitas sinnir fólki með lang-
vinna eða lífsógnandi sjúkdóma á
höfuðborgarsvæðinu og býður upp
á sólarhringsþjónustu í heimahús-
um sem gerir mikið veiku fólki
kleift að vera heima. Karitas hefur
starfað skv. samningi við Sjúkra-
tryggingar Íslands frá árinu 1994,
sem hefur lítið breyst frá upphafi,
þrátt fyrir ítrekaðar óskir um end-
urskoðun hans.
„Við fáum einungis greitt fyrir
vitjanir samkvæmt samningnum,
en ekki fyrir bakvaktir eða aðra
þjónustu sem við veitum,“ segir
Valgerður Hjartardóttir, hjúkrun-
ar- og fjölskyldufræðingur hjá Kar-
itas, í samtali við Morgunblaðið.
Karitas sinnir árlega 200 til 300
einstaklingum ásamt aðstandend-
um og er í nánu samstarfi við
Landspítalann og sérfræðinga í
heilbrigðis- og velferðarkerfinu.
Bakvaktarhluti þjónustunnar hafi
þyngst mikið því vaxandi þörf sé
fyrir samskipti og stuðning í gegn-
um síma og tölvur með breyttu
samfélagi. Samningurinn sé barn
síns tíma, áherslur í þjónustunni
séu breyttar og ekki hafi verið
brugðist við því með endurskoðun
hans. Karitas geti því ekki lengur
boðið hjúkrunarfræðingum sínum
samkeppnishæf starfsskilyrði og
kjör. ernayr@mbl.is
Karitas segir upp
samningi við ríkið
Leggur að óbreyttu niður starfsemi
Félag atvinnurekenda (FA) hefur
sent landbúnaðar- og sjávarútvegs-
ráðherra, Kristjáni Þór Júlíussyni,
bréf þar sem mótvægisaðgerðum
stjórnvalda gegn tollasamningi við
ESB er mótmælt og ráðherra krafinn
svara. Stefnt er að því að við útreikn-
ing á magni tollkvóta við innflutning
verði miðað við ígildi kjöts með beini,
sbr. tilkynningu á vef atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytisins.
„Íslensk stjórnvöld sömdu við ESB
um tollalækkanir og kynntu það sem
mikinn ávinning til neytenda en vinna
nú markvisst að því að eyða honum,“
segir Ólafur Stephensen, fram-
kvæmdastjóri FA. Hann telur að
þriðjungur ávinnings neytenda glatist
við mótvægisaðgerðirnar og bendir á
að landbúnaðurinn hafi nú þegar
fengið bætur vegna tollalækkana á
innfluttu kjöti í gegnum búvörusamn-
inginn.
Mótvægisaðgerðirnar eru að til-
lögu starfshóps fyrrverandi landbún-
aðarráðherra, Sigurðar Inga Jó-
hannssonar, skipaðra fulltrúa
Bændasamtaka Íslands og búgreina-
félaga, Samtaka iðnaðarins og utan-
ríkisráðuneytis auk fulltrúa sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra.
ernayr@mbl.is
Stjórnvöld
eyða ávinn-
ingi neytenda