Morgunblaðið - 11.05.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2018
KRINGLU OG SMÁRALIND
SKECHERS ULTRA FLEX DÖMUSKÓR
DÖMUSKÓR
MEÐ MEMORY FOAM INNLEGGI
STÆRÐIR 36-41
ERÐ: 12.995Bandaríska tæknifyrirtækið Apple
tilkynnti í gær að það hefði lagt
áform um að reisa nýtt gagnaver á
Írlandi á hilluna.
Umhverfisverndarsinnar hafa
barist hart gegn gagnaverinu, eink-
um vegna áforma um að fella tré á
stóru svæði þar sem verið átti að
rísa.
Apple áformaði að verja jafnvirði
100 milljarða króna til að reisa
gagnaverið í Athenry í Galway-sýslu
á vesturhluta Írlands en sagði í gær
að ferlið við að fá byggingar- og
starfsleyfi væri svo tímafrekt að fyr-
irtækið hefði neyðst til að fara aðrar
leiðir. Apple sagðist þó enn hafa mik-
inn áhuga á að byggja upp starfsemi
á Írlandi.
Heimilaði málarekstur
Stjórnendur Apple töldu sig hafa
fengið grænt ljós á byggingu versins
í október sl. þegar dómari í yfirrétti
hafnaði óskum þriggja einstaklinga
sem vildu áfrýja úrskurðum um um-
hverfismat. En í síðustu viku féllst
hæstiréttur Írlands á að fara mætti
með málið fyrir dómstóla og ljóst var
að þau málaferli yrðu langvinn.
Apple tilkynnti fyrir fimm árum
að það áformaði að reisa gagnaverið.
Írsk stjórnvöld áætluðu að um 300
störf myndu skapast við byggingar-
framkvæmdirnar og 150 varanleg
störf myndu skapast í verinu.
Evrópuhöfuðstöðvar Apple eru í
Cork á Írlandi. Fyrirtækið hefur átt
í deilum við Evrópusambandið um
skattasamninga sem Apple gerði við
írsk stjórnvöld. Hefur framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins komist
að þeirri niðurstöðu að samningarnir
jafngildi ólöglegri ríkisaðstoð og
skipað Apple að greiða Írlandi 13
milljarða evra, jafnvirði 1.600 millj-
arða króna, vegna þessa.
Apple hættir við
gagnaver á Írlandi
Leyfisferlið of tímafrekt vegna málaferla
AFP
Apple Bandaríska tæknifyrirtækið
er hætt við gagnaver á Írlandi.
Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Rússar freista þess nú að draga úr
spennunni milli Ísraelsmanna og Ír-
ana en samskipti Rússa við þessar
svörnu óvinaþjóðir hafa jafnan verið
vinsamleg.
Ísraelsmenn gerðu í fyrrinótt loft-
árásir á tugi hernaðarskotmarka í
Sýrlandi á svæðum þar sem Íranar
hafa herflokka. Var það sagt svar við
því að um 20 eldflaugum var skotið
frá Sýrlandi á ísraelskar hersveitir á
Gólanhæðum.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra
Rússa, hvatti í gær ríkin tvö til að
sýna stillingu og sagði að reyna ætti
að leysa allar deilur með viðræðum.
Bætti hann við að rússneskir ráða-
menn hefðu beðið Ísraelsmenn að
forðast aðgerðir sem hægt væri að
túlka sem ögrun þegar Benjamin
Netanyahu, forsætisráðherra Ísr-
aels, átti fund með Vladímír Pútín,
forseta Rússlands, í Moskvu í vik-
unni.
„Stjórnvöld í Kreml sitja á tveim-
ur stólum,“ hefur AFP-fréttastofan
eftir Alexei Malashenko, sérfræðingi
í rússneskum málefnum. „Þetta er
flókin og erfið staða fyrir Rússa, sem
hafa góð tengsl við bæði ríkin.“
Annar sérfræðingur, Fjodor
Lukjanov, sagði við AFP að Pútín og
Netanyahu næðu vel saman og fund-
urinn í Moskvu, kvöldið fyrir loft-
árásirnar, sýndi að Rússar öxluðu
stórt hlutverk við að finna lausn á
deilum Ísraels og Írans.
„Moskva gæti nýtt sér góð tengsl
við bæði ríkin til að koma á sam-
skiptum og tryggja að átökin fari
ekki út fyrir ákveðin mörk,“ sagði
Lukjanov.
Aukin áhrif
Áhrif Rússa í Mið-Austurlöndum
hafa aukist síðan þeir blönduðu sér í
styrjöldina í Sýrlandi haustið 2015 til
að styðja sýrlensk stjórnvöld.
„Hlutverk Rússlands sem sátta-
semjara er viðurkennt á svæðinu.
Þetta hlutverk mun stækka ef deil-
urnar milli Írans og Ísraaels magn-
ast,“ sagði Alexander Krílov, sér-
fræðingur hjá Alþjóðamálastofnun
Rússlands í Moskvu.
Hann benti einnig á að það styrkti
stöðu Rússa í þessum málum að þeir
hefðu góð tengsl við aðila sem enginn
annar vildi ræða við, svo sem Hamas
og Hezbollah, Íran og Kúrda.
AFP
Á Gólanhæðum Ferðamenn skoða ísraelska herstöð á Bentalfjalli á Gólanhæðum, sem Ísraelsmenn hertóku 1967.
Rússar vilja axla hlut-
verk sáttasemjara
Ísraelsmenn og Íranar hvattir til að sýna stillingu
Donald Trump Bandaríkjaforseti til-
kynnti í gær að hann myndi hitta
Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kór-
eu, á fundi 12. júní í Singapúr.
Stjórnvöld í Singapúr staðfestu
þetta í kjölfarið.
„Við munum báðir reyna að gera
þetta að mjög sérstakri stund fyrir
heimsfrið,“ sagði Trump í twitter-
tísti.
Þrír Bandaríkjamenn, sem setið
hafa í fangabúðum í Norður-Kóreu,
komu á miðvikudag til Bandaríkj-
anna en þeir voru leystir úr haldi
fyrr í vikunni. Embættismenn sögðu
að þar með hefði síðustu hindruninni
verið rutt úr vegi fyrir fundi Trumps
og Kims.
Singapúr er borgríki og eyja milli
Malasíu og Indónesíu og er ein af
mikilvægustu fjármálamiðstöðvum
heims. Þar búa um 5,6 milljónir
manna. Talið er að Singapúr hafi
orðið fyrir valinu sem fundarstaður
vegna þess að það er hlutlaust ríki og
stjórnvöld þar hafa mikla reynslu af
því að halda alþjóðlega fundi.
Singapúr er tæknivætt ríki og
þykir ein öruggasta borg í Suðaust-
ur-Asíu. Innviðir eru traustir en
miklar takmarkanir eru á starfsemi
fjölmiðla og fjöldasamkomum. Þá er
Singapúr í þeirri aðstöðu að eiga í
góðum samskiptum bæði við Banda-
ríkin og Norður-Kóreu. Kínverjar
munu einnig vera sáttir við þennan
fundarstað.
Leiðtogafundur
á öruggum stað
Trump og Kim hittast í Singapúr í júní
AFP
Hittast í júní Trump og Kim.
Mohamad Mahathir sór í gær
embættiseið sem forsætisráð-
herra Malasíu eftir að kosninga-
bandalag stjórnarandstöðuflokka,
sem hann fór fyrir, vann óvæntan
kosningasigur um helgina.
Mahathir varð þar með elsti
þjóðarleiðtogi heims en hann er
92 ára að aldri.
Mahathir var áður leiðtogi
flokkabandalags, sem fór með
völd í Malasíu frá árinu 1957,
þegar landið fékk sjálfstæði, þar
til í gær. Hann var sjálfur for-
sætisráðherra í 22 ár og stýrði
landinu með harðri hendi en
tókst jafnframt að gerbylta lífs-
kjörum íbúa landsins. Mahathir
lét sjálfviljugur af embætti árið
2003 en féllst á að verða forsætis-
ráðherraefni stjórnarandstöðu-
flokkanna eftir að Najib Razak,
fráfarandi forsætisráðherra,
flæktist í umfangsmikið spilling-
armál.
Elsti þjóðarleiðtog-
inn sór embættiseið
Fögnuður Mahathir Mohamad, í
miðið, fagnar sigri í kosningunum.