Morgunblaðið - 11.05.2018, Blaðsíða 27
Jónasar og fósturamma mín var Elín
Einarsdóttir húsfreyja.
Pabbi kenndi mér ungum mann-
ganginn og við tefldum stíft skóla-
félagarnir. Ég æfði fótbolta með KA
frá því ég man eftir mér og var í
hópnum sem varð Íslandsmeistari
með KA 1989. Þar eignaðist ég góða
vini sem enn halda hópinn og halda
saman upp á þennan merkisatburð í
sögu félagsins. Ég var einnig mikið á
skíðum í Hlíðarfjalli, eins og títt var
um krakka á Akureyri.“
Eftir útskrift var Jónas um hríð
fulltrúi á lögmannsstofu, síðan
kennslustjóri við lagadeild HÍ. Hann
starfaði síðan í dóms- og kirkju-
málaráðuneytinu og var jafnframt
ritari refsiréttarnefndar.
Jónas hefur rekið lögmannsstofu í
Hafnarfirði frá 1999, framan af í
samstarfi við tengdaföður sinn, Árna
Grétar Finnsson, hrl. og ljóðskáld.
Samhliða því var Jónas um árabil
stundakennari í almennri lögfræði
og kröfurétti við lagadeild HÍ og
kenndi síðar kauparétt sem aðjúnkt
við lagadeild HR. Þá kenndi hann í
nokkur ár á námskeiðum til löggild-
ingar verðbréfamiðlara og fast-
eigna-, skipa- og fyrirtækjasala.
Jónas er m.a. stjórnarformaður
Landsvirkjunar og formaður Kjara-
ráðs og var í um áratug oddviti yfir-
kjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi
við alþingiskosningar, þjóðar-
atkvæðagreiðslur um Icesave og for-
setakjör.
Jónas var formaður Orators, fé-
lags laganema, sat í stjórn bókaút-
gáfu Orators og var annar tveggja
framkvæmdastjóra Lögfræði-
aðstoðar Orators. Hann var m.a. for-
maður Stefnis, félags ungra sjálf-
stæðismanna í Hafnarfirði, vara-
formaður SUS, var í tæpan áratug
formaður fulltrúaráðs sjálfstæðis-
félaganna í Hafnarfirði og formaður
kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins
í Suðvesturkjördæmi. Auk þess var
hann formaður Lögmannafélags Ís-
lands. Jónas hefur skrifað greinar í
tímarit og dagblöð um lögfræði og
þjóðmál.
Áhugamálin eru mörg. „Í uppá-
haldi er að ferðast um landið og
veiða í fallegu ánum okkar. Ég var
ungur þegar ég fór fyrst í veiði með
föður mínum í Laxá í Aðaldal og hef í
mörg ár veitt í ánum á Norðaust-
urlandi og í Vopnafirði með góðum
veiðifélögum. Á veturna reynir fjöl-
skyldan að komast á skíði og svo
njótum við þess að ferðast saman,
innanlands og utan.
Við Ingibjörg eigum þrjú börn á
unglingsaldri, það er því alltaf líf og
fjör. Ég hlusta talsvert á tónlist og
hef gaman af því að fylgjast með nýj-
um straumum. Daglegir göngutúrar
með eiginkonunni veita mér líka inn-
blástur, ekki sist þegar þeir enda í
sundlaugunum.“
Fjölskylda
Eiginkona Jónasar er Ingibjörg
Árnadóttir, f. 21.11. 1972, lögmaður.
Foreldrar hennar voru Árni Grétar
Finnsson, f. 3.8. 1934, d. 11.10. 2009,
hrl. og skáld í Hafnarfirði, og k.h.,
Sigríður Oliversdóttir, f. 18.6. 1935,
d. 26.2. 2014, húsfreyja.
Börn Jónasar og Ingibjargar eru
1) Guðmundur Már, f. 17.5. 1999,
nemi í VÍ; 2) Lovísa Margrét, f. 6.5.
2003, í Lækjarskóla, og 3) Stefán
Árni, f. 11.4. 2005, í Lækjarskóla.
Systkini Jónasar eru Unnur Elín,
f. 9.12. 1970, starfar hjá Íslenskum
Verðbréfum á Akureyri, og Guð-
mundur Már, f. 7.3. 1974, tölvunar-
fræðingur í Kópavogi.
Foreldrar Jónasar: Guðmundur
Steingrímsson, f. 21.3. 1942, fyrrv.
framkvæmdastjóri Skipstjóra- og
stýrimannafélags Norðlendinga á
Akureyri, og k.h., María Sigbjörg
Sveinbjörnsdóttir, f. 20.11. 1942, d.
15.4. 2017, móttökuritari á Heilsu-
gæslustöðinni á Akureyri.
Úr frændgarði Jónasar Þórs Guðmundssonar
Jónas Þór
Guðmundsson
Ingigerður Benediktsdóttir
húsfr. í Bolungarvík
Guðmundur Andrésson
bátsform. í Bolungarvík
Ingunn Guðlaug Valmaría Guðmundsdóttir
húsfr. í Vopnafirði
María Sigbjörg Sveinbjörnsdóttir
móttökuritari á Heilsugæslust. áAkureyri
Sveinbjörn Sigbjörnsson
verkam. á Vopnafirði
María Sveinbjörnsdóttir
húsfr. í Tunguseli, bróðurdóttir Þórðar, föður Sigvalda
Þ. Thordarson arkitekts og Jónasar Þ. Thordarson,
fósturföður Maríu Sigbjargar, móður afmælisbarnsins
Sigbjörn Grímsson
b. í Tunguseli, Sauðanessókn
Þórdís Ingibjörg Samsonardóttir
húsfr. áAkureyri
Guðmundur Aðalbjörn Pálsson
b. á Féeggstöðum í Barkárdal
Aðalbjörg Þórdís Aðalbjörnsdóttir
húsfr. áAkureyri
Steingrímur Guðmundsson
vélstj., leigubílstj. og síðar skrifstofum. áAkureyri
Guðmundur Benediktsson
kennari og b. á
Ásláksstöðum í HörgárdalGuðmundur Steingrímsson
framkvstj. Skipstjóra- og
stýrimannafélags Norðlendinga áAkureyri
Unnur Guðmundsdóttir
húsfr. á Ásláksstöðum
Barði Guðmundsson þjóðskjalavörður og alþm. í Rvík
Skafti Guðmundsson
b. í Gerði í Hörgárdal
Guðmundur Skaftason endurskoðandi,
skattrannsóknarstj. og síðar hæstaréttardómari
Baldur
Guðmundsson
verkam. í Rvík
Hulda Baldursdóttir
húsfr. í Rvík
Kristín Pálsdóttir
hjúkrunarfr. í Rvík
Ívar Páll Jónsson
sérfræðingur hjá
Landsvirkjun
Bergþór Pálsson óperusöngvari
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2018
95 ára
Gyða Þórarinsdóttir
90 ára
Svava Sveinsdóttir
Þórhalla Ragnarsdóttir
85 ára
Ari Sigurðsson
Arnar Herbertsson
Bragi Stefánsson
80 ára
Gunnar Malmquist
75 ára
Ingveldur Sæmunda
Albertsdóttir
Jóhanna Guðrún
Kristjánsdóttir
Margrét Valgerðardóttir
Sigurlín J.M. Sigurðardóttir
Stefán Magnússon
70 ára
Anna Pétursdóttir
Arnór G. Ragnarsson
Erna Fossdal Júlíusdóttir
Indriði Theódór Ólafsson
Ingimar Kjartansson
Jórunn Erla Sigurðardóttir
Karl Franklín Magnússon
Lilja K. Kristjánsdóttir
Sigurður Friðbjörnsson
Þóra G. Hafsteinsdóttir
60 ára
Adam Ásgeir Óskarsson
Elzbieta Teresa Cichocka
Gróa Bjarnadóttir
Halldór Jóhann Harðarson
Hjálmar Bjarnason
Ingibjörg M. Valgeirsdóttir
Jóhann Ólafson
Jóhann Sigfússon
Jóna Ósk Vignisdóttir
Leifur Árni Árnason
50 ára
Anna Herdís Eiríksdóttir
Helga Barðadóttir
Helga Gústavsdóttir
Hermann Þór Bauer
Isabel Maria V. Palmero
Jerzy Miroslaw Sojka
Joanna Ewa Kocel
Joao Ramos Rocha
Jónas Þór Guðmundsson
Jun Cui
Karólína Hreiðarsdóttir
Ragnar Gísli Kristjánsson
Russell Stephen Donnelly
Valdís Erla Harrysdóttir
Valgerður T. Gunnarsdóttir
40 ára
Fabrice R. Corminboeuf
Ilona Iosifovna Karlashchuk
Ingi Ragnarsson
Katarzyna Sylwia Jagielska
Katrín Þóra Jónsdóttir
Sigurlína H. Einarsdóttir
Símon Georg Jóhannsson
Yonatan A. Tesfahunegn
Þorlákur Jónsson
30 ára
Andri Björn Birgisson
Baldur Kári Eyjólfsson
Elín Björnsdóttir
Elí Ólsen Valgarðsson
Ester Óskarsdóttir
Guðni Þ. Guðjónsson
Halla Björt Ármannsdóttir
Helena Auður Guðnadóttir
Jakub Marcin Róg
Jimena Klauer Morales
Jón Theódór Jónsson
Kristinn Már Þorleifsson
Magnús Bjarni Pétursson
Vedran Turkalj
Viðar Hauksson
Þröstur Pétursson
Til hamingju með daginn
30 ára Magnús ólst upp í
Grindavík, býr þar og er
stöðvastóri hjá Hertz-
bílaleigu í Leifsstöð.
Systur: Ásdís Ester Krist-
insdóttir, f. 1973, starfs-
maður í Bláa lóninu, og
Sigurlaug Pétursdóttir, f.
1981, húsfreyja í Grinda-
vík.
Foreldrar: Pétur Gísla-
son, f. 1948, fyrrv. fisk-
verkandi, og Guðrún
Bjarnadóttir, f. 1951, fyrrv.
fiskverkandi í Grindavík.
Magnús Bjarni
Pétursson
30 ára Jón Theódór ólst
upp í Reykjavík, býr á
Hvanneyri, yfirmaður hjá
N1 og þjálfar í fótbolta.
Maki: Guðlaug Jóns-
dóttir, f. 1992, leikskóla-
kennari.
Dætur: Sigrún Alda, f.
2012, og Elín Harpa, f.
2014.
Foreldrar: Sigrún Guð-
laug Ólafsdóttir, f. 1949,
starfsmaður Reykjavíkur-
borgar, og Jón Pálsson,
f. 1947, vélvirki.
Jón Theódór
Jónsson
30 ára Helena ólst upp í
Neskaupstað, býr í
Reykjavík og er heima-
vinnandi sem stendur.
Maki: Örvar Ingi Jóhann-
esson, f. 1982, píanó-
kennari.
Börn: Apríl, f. 2014, og
Vikar Jökull, f. 2016.
Foreldrar: Ástríður Ingi-
björg Þorgeirsdóttir, f.
1956, hárgreiðslukona, og
Guðni Haukur Sigurðs-
son, f. 1952, vélstjóri hjá
Alcoa.
Helena Auður
Guðnadóttir
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
silestone.com
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
Ingi Þór Einarsson hefur varið dokt-
orsritgerð sína í menntavísindum við
Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfa-
deild, Menntavísindasviði Háskóla Ís-
lands. Ritgerðin ber heitið „Hreysti og
heilsa íslenskra barna með þroskahöml-
un (Physical fitness and health of Ice-
landic children with intellectual disabi-
lity“).
Leiðbeinandi var dr. Sigurbjörn Árni
Arngrímsson, prófessor við Mennta-
vísindasvið Háskóla Íslands, og með-
leiðbeinandi dr. Daniel Daly, prófessor
við KU Leuven, Belgíu.
Umræðan um minnkandi hreyfingu
og versnandi holdafar hjá íslenskum
ungmennum hefur verið nokkuð áber-
andi undanfarin ár, en lítið er vitað um
stöðu mála hjá íslenskum börnum með
fatlanir.
Meginmarkmið þessarar rannsóknar
var að skoða hreyfingu, þol, holdafar og
ýmis viðhorf til hreyfingar meðal tæp-
lega 100 íslenskra ungmenna með
þroskahömlun á aldrinum 6-16 ára. Til
samanburðar var hópur barna sem ekki
höfðu neina fötlun skoðaður á sama
tíma og á sama hátt.
Niðurstöður sýndu að börn með
þroskahömlun voru líklegri til að flokk-
ast of feit, voru með hærri blóðþrýsting
og hærra mittis-
mál. Einnig voru
börn með þroska-
hömlun með minna
þol og hreyfðu sig
minna en jafnaldrar
þeirra án fötlunar.
Engin börn með
þroskahömlun
náðu ráðlögðum
viðmiðum um lágmarkshreyfingu af
hárri ákefð á dag, en um þrír fjórðu
ófatlaðra barna náðu þeim viðmiðum.
Við nánari skoðun á hreyfimynstri
barnanna kom í ljós að börnin með
þroskahömlun fengu stærstan hluta
hreyfingar sinnar á skólatíma og eins
voru þau í meiri kyrrsetu eftir skóla en
á skólatímanum sjálfum. Þessu var öf-
ugt farið hjá börnum án fötlunar.
Hóparnir tveir hafa mismunandi
ástæður til að stunda hreyfingu, þar
sem börn með þroskahömlun eru alls
ekki eins keppnisdrifin og ófötluðu
börnin en höfðu meiri áhyggjur af
holdafari sínu. Einnig kom í ljós að
þekking fötluðu barnanna og fjöl-
skyldna þeirra á mikilvægi hreyfingar
er ekki góð, því stór hluti þeirra taldi sig
vera að hreyfa sig alveg nóg, þó að
raunin væri allt önnur.
Ingi Þór Einarsson
Ingi Þór Einarsson er fæddur 1968. Hann er aðjunkt við Háskólann í Reykjavík.
Ingi Þór lauk stúdentsprófi frá MH 1989, BS-prófi í íþróttafræði 2005 og meist-
araprófi 2008 frá Kennaraháskóla Íslands. Ingi Þór hefur lengi starfað með
Íþróttasambandi fatlaðra að afreksþjálfun fatlaðra íþróttamanna ásamt því að
vera ráðgjafi fyrir alþjóðasamtök fatlaðra íþróttamanna (IPC). Maki Inga Þórs er
Guðrún Árnadóttir og börn þeirra eru Eydís og Laufey.
Doktor