Morgunblaðið - 17.05.2018, Side 1
ÁNÆGÐURVIÐSKIPTAVINUR INNBLÁSTUR
Rolls-Royce jeppi loksins að koma á göturnar. 4
Unnið í samvinnu við
Sjóvá hefur lagt mikla áherslu á að
jafna stöðu karla og kvenna í hvívetna
og bætt þannig starfsandann. 7
VIÐSKIPTA
4
Chandrika Gunnarsson í Austur-Indíafjelaginu segir að
það að ná því markmiði að gera sérhvern viðskipta-
vin ánægðan sé innblástur á hverjum degi.
ÁHERLSLA Á JAFNA STÖÐU
FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018
Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is
Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton
endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir
viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant
Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.
Titringur vegna verðmats
Á síðustu vikum hafa starfsmenn á
vegum fjármálafyrirtækisins Arctica
Finance kynnt afstöðu sína til verð-
lagningar á bréfum Icelandair Group,
sem skráð eru á aðalmarkaði í Kaup-
höll Íslands. Í þessari kynningu, sem
ViðskiptaMogginn hefur séð, er bent
á að núverandi verðlagning bréfanna
sé verulega há í samanburði við verð-
lagningu á bréfum annarra skráðra
flugfélaga sem keppa á sama eða
svipuðum markaði og Icelandair. Í
lok dags í gær voru bréf Icelandair
Group skráð á genginu 12,57 í Kaup-
höllinni. Frá upphafi maímánaðar
hafa þau lækkað um ríflega 12%. Þá
hafa bréf fyrirtækisins lækkað gríð-
arlega á síðustu tveimur árum. Þann-
ig náðu bréfin hátindi sínum í lok apr-
ílmánaðar 2016 og stóðu þá í 38,4.
Rýrnunin nemur því 67,3% á tæpum
25 mánuðum og hefur félagið glatað
nærri 130 milljörðum af markaðsvirði
sínu. Stendur það nú í tæpum 63
milljörðum króna.
Í máli Arctica kemur fram að blik-
ur séu á lofti á markaði, m.a. vegna
hækkandi eldsneytisverðs en einnig
mikils launakostnaðar. Er bent á að
hlutfall launakostnaðar af tekjum
Icelandair séu mun hærra en hjá
flestum samkeppnisaðilum, þ.m.t.
Wow air, SAS og Norwegian. Byggir
fyrirtækið afstöðu sína til verðlagn-
ingarinnar á þeim gögnum sem að-
gengileg eru opinberlega. Í kynningu
er einnig bent á verðmöt greining-
ardeilda sem ganga í berhögg við af-
stöðu fyrirtækisins. Á það m.a. við um
nýlegt verðmat Arion banka þar sem
gert er ráð fyrir að EBITDA fyr-
irtækisins muni nær tvöfaldast á
komandi árum og að staða fyrirtæk-
isins muni styrkjast.
Hlutdeildin eykst verulega
Í kjölfar þess að starfsmenn
Arctica kynntu vangaveltur sínar um
verðlagningu á bréfum Icelandair
hefur hlutdeild Arctica í viðskiptum
með bréf Icelandair aukist verulega.
Samkvæmt upplýsingum eftir til-
boðsbókum, og aðgengilegar eru í
gögnum Kauphallarinnar, sést að í
maímánuði er hlutdeild Arctica
22,3%. Í aprílmánuði nam hlutdeild-
ina 13,26%, marsmánuði 10% og í
febrúar 5,92%. Meðalhlutdeild Arc-
tica á markaðnum með bréf Iceland-
air það sem af er ári nemur 9,69%.
Aðilar á markaði, sem Viðskipta-
Mogginn hefur rætt við, einkum nú-
verandi hluthafar í Icelandair, hafa
lýst gremju í garð Arctica vegna fyrr-
nefndrar kynningar. Hafa þeir haldið
því fram að fyrirtækið sé að tala bréf
félagsins niður. Þeim fullyrðingum
höfnuðu forsvarsmenn Arctica í sam-
tali við ViðskiptaMoggann þegar mál-
ið var borið undir þá.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Titrings hefur gætt á verð-
bréfamarkaði í maímánuði í
kjölfar þess að fjármála-
fyrirtækið Arctica Finance
kynnti afstöðu sína til stöðu
Icelandair fyrir hópi fjár-
festa.
Morgunblaðið/Júlíus Sigurjónsson
Í nýju verðmati Arion banka er dregin upp nokkuð önnur mynd af stöðu Ice-
landair en sú sem starfsmenn Arctica hafa gert á fundum með fjárfestum.
Úrvalsvísitalan
EUR/ISK
2.000
1.900
1.800
1.700
1.600
1.500
17.11.‘17
22.11.‘17
16.5.‘18
16.5.‘18
1.700,28
1.748,05
130
125
120
115
110
122,75
123,05
Fjallaböðin, 300 fermetra baðlón og 40
herbergja hótel, mun byrja að rísa á
næsta ári í Þjórsárdal.
Fjárhagsáætlanir gera ráð fyrir
kostnaði upp á fjóra milljarða króna. Að
auki verður byggð sérstök þjónustu-
miðstöð skammt frá Fjallaböðunum, en
þaðan verður fólk flutt á staðinn í um-
hverfisvænum rafmagnsbílum. Þá
verða byggðar íbúðir og lageraðstaða í
Árnesi, sem er í um 20 km fjarlægð.
Magnús Orri Schram, forsvars-
maður verkefnisins og einn frumkvöðla,
segir að horft sé til þess að fram-
kvæmdin öll frá a - ö verði umhverf-
isvænni en fólk hafi áður séð hér á
landi.
Íslenskar heilsulindir, sem eru að
60% hlut í eigu Bláa lónsins, munu eiga
50,1% í verkefninu á móti frumkvöðl-
unum, sem eru auk Magnúsar þau Ell-
ert K. Schram og Ragnheið-
ur B. Sigurðardóttur.
Milljarða verkefni í Þjórsárdal
Morgunblaðið/Valli
Fjallaböðin verða umhverfisvænni
en áður hefur sést hér á landi.
Nýr baðstaður og hótel í
jafnri eigu þriggja frum-
kvöðla og dótturfélags
Bláa lónsins, verður tilbú-
inn árið 2022 í Þjórsárdal.
8
Með því að rýna í tölvufyrir-
tækið Apple má átta sig á
þeim fimm atriðum sem vega
þyngst í markaðs-
þróun samtímans.
Apple er mæli-
stika á markaði
10
Samfélagsvefurinn reynir að
kveikja neistann í ört kulnandi
ástarsambandi við notendur,
með nýrri stefnu-
mótaþjónustu.
Lex: Neistaflug
hjá Facebook
11