Morgunblaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018FRÉTTIR
Hjónin Gunnar og Chandrika
Gunnarsson lyftu veitingastaða-
menningu Íslands á annað plan
fyrir 24 árum þegar þau opnuðu
Austur-Indía hraðlestina, og síðar
heimsendingarstaðinn Hraðlest-
ina. Gunnar er núna fallinn frá en
Chandrika heldur áfram að stýra
þessum blómlega rekstri af festu
og metnaði.
Hverjar eru helstu áskoranirnar
í rekstrinum þessi misserin?
Hækkun kostnaðar og aðstæður
á vinnumarkaði. Við höfum alltaf
lagt ríka áherslu á faglega þjón-
ustu og gæða hráefni, hvort sem
um ræðir íslenskt grænmeti og
kjöt eða krydd, sem við flytjum
sérstaklega inn frá Indlandi. Okk-
ar áskorun er að halda áfram að
geta boðið viðskiptavinum okkar
fyrsta flokks mat og þjónustu en
halda kostnaði í hófi. Starfsfólk
okkar hefur að jafnaði langan
starfsaldur miðað við mörg veit-
ingahús, en við höfum fundið fyrir
skorti á vinnuafli sem uppfyllir
okkar kröfur.
Hver var síðasti
fyrirlesturinn sem þú sóttir?
Ég fékk nýlega að kynnast Fé-
lagi kvenna í atvinnulífinu (FKA)
á fundi samtakanna og varð heill-
uð af starfseminni sem þar fer
fram. Ég naut leiðsagnar eigin-
manns míns þegar við stofnuðum
Austur-Indíafjelagið, en það var
oft og tíðum erfitt að reka fyrir-
tæki í nýju landi, sérstaklega sem
kona. Því fagna ég þeirra fram-
taki og vona að ég geti miðlað
minni reynslu til ungra frum-
kvöðla á vettvangi FKA í framtíð-
inni.
Hvernig heldurðu
þekkingu þinni við?
Veitingageirinn snýst um fólk
og til að viðhalda þekkingu þarf að
halda góðu sambandi við starfs-
fólk og viðskiptavini. Mér hefur
alltaf reynst best að taka virkan
þátt í rekstrinum, á öllum sviðum.
Hugsarðu vel um líkamann?
Ég nýt þess að vinna við ind-
verska matseld og með indversk
krydd, sem hefur góð áhrif á
heilsuna. Margar af uppskriftum
okkar byggjast á gömlu Ayurveda
uppskriftum ömmu minnar á Ind-
landi og ég get ekki ímyndað mér
neitt betra fyrir líkama og sál en
hennar mat.
Hvað gerirðu til að fá
orku og innblástur í starfi?
Ekkert jafnast á við ánægðan
viðskiptavin. Að ná því markmiði
að gera sérhvern viðskiptavin
ánægðan er öflugur hvati og inn-
blástur fyrir hvern dag í starfi.
SVIPMYND Chandrika Gunnarsson eigandi Austur-Indíafjelagsins
Hvatinn fólginn í að
gleðja viðskiptavinina
Morgunblaðið/Eggert
„Við höfum fundið fyrir skorti á vinnuafli sem uppfyllir okkar kröfur,“ segir Chandrika um rekstrarskilyrðin í
dag.
ÖKUTÆKIÐ
Loksins er búið að svipta hulunni af
fyrsta jeppanum frá Rolls-Royce.
Eiga allra fyrstu eintökin af
Cullinan að koma á göturnar
árið 2019 og er enginn vafi á
því að hvorki má finna fínni né
dýrari jeppa á markaðinum.
Útlitið, jafnt að innan sem
utan, ber keim af Phantom-
glæsikerrunni, sem þjóðhöfð-
ingjar og milljarðamæringar
nota til að komast á milli
staða, og er ekki laust við að
kassalaga línurnar komi vel
út á jeppa. Undir húddinu er sams
konar V12 vél og í Phantom og beinir
hún um 560 hestöflum til hjólanna.
Þeir sem vilja frekar sitja í aftur-
sætinu og láta bílstjórann eða lífvörð-
inn sjá um aksturinn geta pantað
Cullinan með n.k. hægindastólum aft-
urí og kæli sem rúmar nokkrar vín-
flöskur og glös. Ef fólk setur það fyrir
sig að þurfa að príla upp í þennan
stóra og stæðilega bíl, þá er hægt að
ýta á takka í handfangi hurðanna sem
lækkar fjöðrunina svipað og pöpull-
inn á að venjast þegar hann tekur
strætó.
Grunnútgáfa Cullinan ætti að
kosta um 74 milljónir króna þegar bú-
ið er að bæta við íslenskum vöru-
gjöldum og virðisaukaskatti.
ai@mbl.is
Konungur jeppanna
er mættur á svæðið
SNYRTIVARAN
Blaðamenn ViðskiptaMoggans eru
miklir snyrtipinnar og kunna vel að
meta góð ilmvötn. Þeir halda mikið
upp á agalegu fínu ilmina sem
franska tískuhúsið Louis Vuitton lét
ilmfræðinginn Jacques Cavallier
Belletrud útbúa, en það tók hann
fjögur ár af rannsóknum og ferðalög-
um um allan heim að fullkomna lín-
una sem fyrst kom á markað árið
2016.
Verst að fyrsti skammturinn sem
Belletrud blandaði var ætlaður kon-
um, þó sumir þeirra fari reyndar
karlmönnum alveg ágætlega. En
núna er alltént væntanleg lína gagn-
gert fyrir herra, og er hún innblásin
af þeirri nautn að ferðast og flakka.
Ilmirnir hafa fengið nöfn við hæfi,
s.s. Sur La Route og Nouveau
Monde en síðarnefndi ilmurinn bygg-
ist á ferðalögum ítalska landkönn-
uðarins og aðalsmannsins Pierre Sa-
vorgnan de Brazza, sem var dyggur
viðskiptavinur Louis Vuitton, en
borgin Brazzaville í Kongó er nefnd í
höfuðið á honum. ai@mbl.is
Útpældir herrailmir frá Louis Vuitton
NÁM: BA próf í hagfræði frá Háskólanum í Bangalore 1985; BA
og MA í alþjóðafræðum frá Háskólanum í Suður-Karólínu 1989
og 1991.
STÖRF: Ég starfaði sem uppvaskari, þjónn og loks rekstr-
arstjóri á veitingahúsinu Latif’s á námsárum í Suður-Karólínu.
Árið 1994 stofnaði ég veitingahúsið Austur-Indíafjelagið ásamt
eiginmanni mínum, Gunnari Gunnarssyni og í framhaldinu,
Hraðlestina, árið 2003.
ÁHUGAMÁL: Matur, ferðalög og allar samverustundir með fjöl-
skyldu minni og vinum.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Ég á tvö börn með eiginmanni mínum,
Gunnari Gunnarssyni, sem féll frá fyrir ári síðan.
HIN HLIÐIN
Snögg
og góð
þjónusta
Stafrænt prentaðir
límmiðar á rúllum
Vantar þig lítið upplag?
Stafræn límmiðaprentun hentar vel fyrir minni upplög.
Pappír, hvítt plast, glært plast og fl. þú velur!
Sími 540 1818 | Skemmuvegi 4 | Kópavogi
midaprent@midaprent.is | midaprent.is
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is
IÐNAÐARMENN VERSLANIR
VEITINGAR VERKSTÆÐI
BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA