Morgunblaðið - 17.05.2018, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 17.05.2018, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018 7ATVINNULÍFIÐ Utanborðsmótorar Frá 1940 www.velasalan.is Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík Leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar Fyrirliggjandi á lager, skrúfur á flestar gerðir utanborðsmótora Verkstæði Vélasölunnar hefur á að skipa sérhæfum starfsmönnum til viðgerða og viðhalds á Mercruiser bátavélum og Mercury utanborðsmótorum. Bátar á sjó og vötn Ný sending af TERHI bátum TERHI 475 BR TERHI 475 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Sjóvá er einn samstarfsaðila í hreyfi- aflsverkefni Félags kvenna í atvinnurekstri, Jafnvægisvoginni, ásamt velferðarráðuneytinu, Deloitte og Morgunblaðinu. Her- mann Björnsson forstjóri félagsins segir aðspurður að FKA hafi leitað til Sjóvár þar sem félagið hafi um þó- nokkra hríð lagt mikla áherslu á jafna stöðu karla og kvenna í hví- vetna. „Hugsunin með þátttöku okk- ar var sú að við gætum deilt þeirri reynslu sem við búum yfir í þessum málum,“ segir Hermann í samtali við ViðskiptaMoggann. Jafnlaunavottun árið 2014 Hann segir að Sjóvá hafi til dæmis farið í jafnlaunavottun árið 2014. „Þá þurfti ekki að grípa til neinna ráð- stafana. Launamunur á milli kynja reyndist nánast enginn, og því má segja að aðdragandinn að þessari góðu stöðu innan fyrirtækisins sé enn lengri.“ Hann segir að ekki sé nóg að greiða jöfn laun fyrir sambærileg störf, einnig þurfi kynjaskipting á öllum sviðum að vera jöfn. „Því höf- um við náð allsstaðar um fyrirtækið. Vissulega er ég karlkyns forstjóri, en framkvæmdastjórnin auk mín er skipuð tveimur konum og einum karli.“ Hann segir að ein af áskorununum sem Sjóvá hafi staðið frammi fyrir sem þjónustufyrirtæki hafi verið að framlínufólkið, eins og Hermann kallar það, fólkið sem tekur á móti viðskiptavinunum, hafi verið að meirihluta til konur. „Þar höfum við náð að jafna stöðuna líka, og höfum markvisst fengið til okkar unga og flotta menn til jafnræðis við þær flottu konur sem þar eru.“ Betri starfsandi Hermann segir að með auknu jafnræði verði starfsandinn innan fyrirtækisins allur annar. „Að jafna stöðuna er engin kvöð eða skylda fyrir okkur, heldur finnum við á eig- in skinni hvernig andinn í fyrirtæk- inu verður miklu öflugri. Gallup mælir árlega starfsandann hjá okk- ur, og þar erum við meðal þeirra 10 fyrirtækja á landinu sem ná bestri einkunn.“ Gott er að sögn Hermanns að geta vísað til formlegra úttekta í þessum efnum, þannig að ekki sé einungis byggt á huglægu mati stjórnenda. Betra sé að hafa hlutlægt mat sem hægt sé að vísa til, enda auðmæl- anlegt. „Starfsandinn er gríðarlega mikilvægur því hann smitar út í þjónustuna.“ Hermann vísar til annarrar könn- unar sem Sjóvá lét gera árið 2015. Þá var kallað til sálfræðifyrirtæki sem bjó til sálfélagslegt áhættumat. „Þar er mælt hvort að fólk hafi orðið fyrir einelti á vinnustað eða kynferð- islegri áreitni til dæmis. Einnig eru metnir ferlar og viðbragðsáætlanir við slíkum vandamálum. Þá er einnig farið yfir hvert jafnvægið er á milli vinnu og einkalífs. Við komum vel út úr þessu mati, og nú erum við aftur að láta meta þetta. Í kjölfar #metoo byltingarinnar hefur orðið mikil um- ræða og vitundarvakning, og því verður spennandi að sjá útkomuna núna þremur árum síðar.“ Að mati Hermanns hefur gengið alltof hægt að jafna hlut kvenna og karla í atvinnulífinu. Eiginlega fá- ránlega hægt, eins og Hermann orðar það. „Það er furðulegt að hlut- irnir séu ekki í betra horfi, jafnvel þó að konur séu til dæmis í meirihluta allra sem útskrifast úr háskóla.“ En hvað er til ráða að mati Her- manns. Afhverju er staðan ekki betri? „Þetta er svona af því að við ákváðum að hafa þetta svona,“ segir Hermann og bætir við: „Þeir sem eru í stöðu til að taka ákvarðanir í starfsmannamálum, þeir ráða þessu. Það er ekkert flóknara en það. Það er nóg framboð af fólki af báðum kynjum. Margir voru hræddir um það árið 2014 þegar við fórum í jafnlaunavott- unina að þetta yrði gríðarlegur kostnaðarauki fyrir fyrirtækið, að jafna laun kynjanna, en því fór fjarri. Þetta eru engin geimvísindi.“ Aðspurður segir Hermann að önn- ur fyrirtæki hafi leitað til Sjóvár eft- ir ráðgjöf á sviði jafnréttismála eftir að að staða félagsins í þessum mál- um fór að kvisast út. „Maður var ekkert að flíka þessu, og leit á þetta sem sjálfsagðan hlut. En við viljum láta gott af okkur leiða og erum stundum kölluð til til að halda fyrir- lestra, og veita ráðgjöf.“ Hann segist vænta mikils af starf- inu að Jafnvægisvoginni. „Aðalmálið er fyrir fyrirtæki að líta á þetta sem sjálfsagðan hlut í rekstrinum. Þetta er gott fyrir fyrirtækið í heild sinni.“ Er undir stjórnendunum komið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Hermann Björnsson forstjóri Sjóvár segir að það séu engin geimvísindi að jafna hlut kvenna og karla innan fyrirtækja. Þeir sem fari með starfsmanna- málin hafi það í hendi sér að jafna stöðuna. Ljósmynd/Sigurjón Andrésson Hermann Björnsson forstjóri Sjóvár og Rakel Sveinsdóttir framkvæmdastjóri FKA handsala samkomulagið um Jafnvægisvogina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.