Morgunblaðið - 17.05.2018, Side 9

Morgunblaðið - 17.05.2018, Side 9
Mynd/Basalt arkitektar Efnið sem tekið er úr hlíðinni er notað á ný til að fergja þakið og húsformið er brotið upp svo að herbergin og aðrir hlutar byggingarinnar standa stök út úr jörðinni. laug sem undirverktakar Landsvirkjunar byggðu fyrir starfsmenn sína þegar Búrfells- virkjun var byggð í kringum 1970. Laugin hef- ur nú verið dæmd ónýt, og hefur ekki verið í formlegri notkun í nær 10 ár. Fólk í sveitinni stundar þar þó enn óformleg næturböð. „Úr þessari uppsprettu koma um 20 lítrar af heitu vatni á sekúndu. 4 sekúndulítrar verða notaðir til að hita upp hótelið, en 16 verða notaðir í laugina,“ útskýrir Magnús. Hvenær varðstu sannfærður um að þetta væri gerlegt verkefni? „Þegar við frumkvöðlarnir viðruðum hug- myndina í upphafi fengum við að heyra ýmsar úrtöluraddir, sem kom í sjálfu sér ekki á óvart. Í upphafi snerist hugmyndin eingöngu um það hvernig væri hægt að búa til ferðamennsku í kringum sundlaugina, en við fengum það dæmi aldrei til að ganga upp. Laugin er ónýt og að mörgu leyti mjög ópraktísk. En um leið og við fórum að hugsa þetta út frá heita vatninu, þá fór boltinn að rúlla. Smátt og smátt fór að mót- ast þessi hugmynd um fjallabað, þ.e. ekki flísa- lagða sundlaug, heldur að gera bað sem væri meira í ætt við laugarnar í Reykjadal eða í Hveradölum. Um 250-300 fermetra laug- arsvæði þar sem þú gætir setið í rólegheitum, baðað þig og notið útsýnisins. Það styrkti verk- efnið svo mikið þegar Bláa Lónið og samstarfs- aðilar, þ.e Basalt Arkitektar og Design Group Italia undir stjórn Sigurðar Þorsteinssonar, komu að því, því þar er mikil þekking á þessum rekstri og á því hvernig beri að vinna með nátt- úrunni til að skapa einstaka upplifun. Upplif- unin verður þó allt önnur í Fjallaböðunum en í Bláa Lóninu.“ Magnús segir að rauði þráðurinn í öllum und- irbúningi fyrir framkvæmdina sé að vera búinn að undirbúa svæðið fyrir komu þeirra 30-50 þúsund manna sem komið gætu í Fjallaböðin á ári hverju. „Nú höfum við 3-4 ára glugga til að tryggja að allt sé vel gert. Árnar brúaðar, girð- ingar lagaðar, gönguleiðir lagðar, hjóla- og reiðstígar skipulagðir og svo framvegis.“ Hópur aðila undir stjórn Skeiða- og Gnúp- verjahrepps vinnur nú að því að opna aðgengi almennings að svæðinu, sem Magnús Orri von- ast til að verði einskonar þjóðgarðsígildi þegar allt verður tilbúið. „Við eigum okkur þann draum að gestamóttakan verði einhvers konar gestastofa dalsins þar sem gestir geti fræðst um dalinn, skipulagt gönguferðina við stórt kort og fengið sér kaffi. Þá skiptir engu hvort það ætlar að koma í bað eða ekki. Dalurinn er okkar allra.“ Þjóðlendufé rennur í þjóðlenduna Spurður um fjármögnun innviðauppbygging- arinnar segir Magnús að Rauðukambar muni borga leigu fyrir landið, og þeir fjármunir fari til þjóðlendunnar. „Við höfum lýst því yfir að við viljum styrkja verulega þær framkvæmdir sem þarf að ráðast í og þannig leggja viðbótarfé í þá uppbyggingu umfram leigugreiðslurnar.“ Spurður nánar um útfærslu baðanna segir Magnús að enginn klór verði notaður í vatnið, en enginn afsláttur verði gefinn af hreinlætis- kröfum. Magnús vonar að verkefnið verði einskonar sýnidæmi um það hvaða leið er ákjósanlegust fyrir íslenska ferðaþjónustu. „Verkefnið er um- hverfisvænt alla leið. Það verður til dæmis kvóti á því hversu margir gestir geta komið í bað og gestir þurfa að panta tíma. Þannig verður bað- ferð eins og ferð í leikhús. Miðinn er ekki of dýr ef þú ert skipulagður og við tryggjum að álaginu er dreift svo að upplifun hvers og eins verði góð. Þá erum við að leggja í verulegan viðbótar- kostnað við að byggja þjónustumiðstöðina, kaupa rafmagnsfarartæki og svo framvegis. Um svæðið liggur vinsæl reiðleið og segist Magnús vilja áfram opna leið fyrir hestamenn að ríða um svæðið. „Við munum hafa gerði við Fjallaböðin og hestamenn eiga að geta sprett af sínum fákum og komið í bað. Þannig viljum við hafa baðlónið í nánum tengslum við menningu dalsins og náttúru, samanber að skilgreina og byggja upp hjóla- og gönguleiðir í dalnum. „Stórt atriði í þessu öllu er að stilla verðlaginu í hóf, með því að samtvinna rekstur hótelsins og Fjallabaðanna. Að því leytinu mun gistingin nið- urgreiða aðgönguverð í baðlónið. Við ætlum líka að halda gestafjölda hóflegum, en til sam- anburðar þá eru Fontana á Laugarvatni, Secret Lagoon á Flúðum og Reykjadalur með tvöfalt eða þrefalt fleiri gesti. Bláa lónið er svo með um eina milljón gesta. Okkar staður með sína 30-50 þúsund gesti verður allt önnur upplifun.“ Verkefnið mun hafa umtalsverð áhrif fyrir at- vinnulíf á svæðinu, en gert er ráð fyrir um 60 starfsmönnum við hótelið og böðin. Ráðgert er að reisa íbúðir fyrir starfsmenn og þjónustu- húsnæði í Árnesi. Magnús segir að stefnt sé að því að Fjallaböð- in verði einhver umhverfisvænasta bygging á heimsvísu sem til er í dag. Notuð verður svoköll- uð BREEAM-vottun í allri umhverfisstjórnun á byggingartíma. Kolefnisspor byggingarinnar í heild sinni verður reiknað út, og þannig verður vitað nákvæmlega hvernig er hægt að kolefn- isjafna verkefnið – bæði bygginguna og svo reksturinn síðar meir. „Hver einasta spýta, steypuklumpur, skrúfa og nagli verða flokkuð samkvæmt ýtrustu kröf- um svo dæmi sé tekið. Það eru þúsundir atriða sem þarf að huga að í þessari vottun. Þetta á að vera umhverfisvænna en fólk hefur séð hér á landi áður.“ Hvað tímalínu verkefnisins varðar segir Magnús að næsti vetur verði notaður til að full- hanna verkefnið, og hefja á byggingarfram- kvæmdir næsta vor. „Það tekur okkur svo 2-3 ár að klára, þannig að við ættum að geta opnað árið 2022.“ Enn er beðið eftir samþykktu deiliskipulagi fyrir svæðið, en Magnús segir að allir sem hafa kynnt sér verkefnið séu mjög jákvæðir. Allir séu sammála um að vanda vel til verka og stíga var- lega til jarðar gagnvart náttúrunni. „Ég hef ekki hitt neinn sem er neikvæður gagnvart þessu verkefni, en allir eru sammála um að allt sé gert rétt, þó það taki kannski eitt ár í viðbót. Við bakhjarlarnir erum á sama máli. Það ber að vanda sem lengi á að standa.“ na Fjallaböð og hótel Morgunblaðið/Valli MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018 9FRÉTTASKÝRING Aðstandendur Fjallabaðanna, þau Bergrún Björnsdóttir, Magnús Orri Schram, Helgi Júlíusson, Ellert Kristófer Schram, Hrönn Greipsdóttir og Ragnheiður Björk Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.