Morgunblaðið - 17.05.2018, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 17.05.2018, Qupperneq 12
VEFSÍÐAN Gervigreindar-aðstoðarmenn verða fullkomnari með hverju árinu, og margir nota tæknina til að létta sér amstur hins daglega lífs. Sumir af þessum gervigreindar-aðstoð- armönnum eru svo snjallir að þeir geta svarað tölvupósti og skipulagt fundi svo vel að halda mætti að þar væri ritari af holdi og blóði á ferð. En gervigreindinni eru samt tak- mörk sett og stundum þarf alvöru manneskju til að leysa úr málunum. Þar kemur Fin (www.fin.com) með lausn með því að blanda saman gervigreind og teymi aðstoð- armanna sem eru boðnir og búnir að hjálpa til við hvers kyns reddingar á öllum tímum sólarhringsins. Gervigreindin getur séð um flest, s.s. að panta vörur á netinu, bóka flug, hótel eða borð á veitingastað, greiða reikninga, senda tölvupósta, finna smið eða pípulagningamann, og jafnvel skrifa upp texta af upp- töku, en starfsfólk Fin tekur að sér flóknari verkefni. Af heimasíðu Fin má ráða að þjón- ustan sé aðeins í boði á ensku, svo að íslenskumælandi fólk getur ekki reiknað með að fá mikla hjálp við sitt daglega stúss. En hafi fólk áhuga þá kostar Fin frá 20 dölum á mánuði, fyrir ígildi 20 mínútna aðstoðar. Þeir sem þurfa meiri hjálp geta valið „professional“ pakkann á 270 dali á mánuði og fá með því afnot af að- stoðarmanni í 5 klukkustundir. Svo er „executive“ pakkinn sem kostar 2.500 dali á mánuði fyrir 48 klukku- stundir af aðstoð. ai@mbl.is Aðstoðarmaður með kosti manns og tölvu 12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018SJÓNARHÓLL Sæbjúgu innihalda mikið kollagen og yfir 50 tegundir af næringarefnum sem hafa öll mjög jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi mannslíkamans ÍSLENSKA FRAMLEIÐSLA: Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á arcticstar.is . Arctic Star sæbjúgnahylki fást í flestum apótekum og heilsubúðum og í Hagkaupum. Arctic Star Sæbjúgnahylki Sæbjúgu eru þekkt fyrir: • Hátt prótíninnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið og mótstöðu líkamans gegn ýmsum sjúkdómum • Að auka blóðflæði sem minnkar líkur á blóðtappa • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlíns EGGERT Of fáar íbúðir voru byggðar á undanförnum ár-um. Þessi staðreynd hefur leitt til mikillaverðhækkana á húsnæði, langt umfram launahækkanir. Þetta ógnar ekki einungis efnahags- legum stöðugleika heldur félagslegum stöðugleika enda þurfa allir þak yfir höfuðið. Undanfarin ár hafa launþegar upplifað kaupmáttaraukningu sem er langt umfram það sem gengur og gerist í nágrannalönd- unum. Sívaxandi húsnæðiskostnaður samhliða lítilli íbúðauppbyggingu undanfarinna ára skekkir þó myndina. Leiguverð hefur hækkað um 23% á síðustu tveimur árum en laun hafa hækkað um 10% á sama tíma. Fólk í lægri tekjuhóp- um hér á landi greiðir hærra hlutfall ráðstöfunartekna í húsaleigu heldur en sömu tekjuhópar á Norðurlöndum samkvæmt nýlegri greiningu Íbúðalánasjóðs Sveitarfélög og ríki þurfa að stíga inn til að bæta úr og vinna með öðrum aðilum á byggingamarkaði til þess að tryggja nægt framboð hús- næðis. Með því að koma hús- næðis- og byggingamálum fyrir í einu ráðuneyti innviða eykst yfirsýn og skilvirkni í málaflokknum, sveit- arfélög þurfa að gera ráð fyrir fleiri íbúðum á skipu- lagi og einfalda þarf stjórnsýsluna auk þess að gera hana skilvirkari til að draga úr töfum og óþarfa kostnaði. Þannig er hægt að byggja rétt húsnæði á réttum stöðum. Undanfarin ár hefur lítið verið byggt en á næstu árum er mikil þörf fyrir íbúðir. Á næstu tveimur ára- tugum eða svo þarf að byggja 45 þúsund íbúðir sé horft til spár um fjölgun landsmanna og forsendu um 2,25 íbúa í hverri íbúð eins og gert er ráð fyrir í aðal- skipulagi Reykjavíkur. Á árunum 2010-2017 voru um 2.400 íbúðir byggðar í Reykjavík eða sem samsvarar um 300 íbúðum á ári að meðaltali. Sé tekið tillit til uppbyggingar næstu ára, samkvæmt spá SI, er áætl- að að 5.300 íbúðir verði byggðar í Reykjavík 2010- 2020 eða tæplega 500 íbúðir á ári að meðaltali. Þrátt fyrir að flestar íbúðir í byggingu um þessar mundir séu í Reykjavík þá eru það hlutfallslega fáar íbúðir samanborið við nágrannasveitarfélög. Tafir í skipulagi og hjá byggingafulltrúum sveitar- félaga og kröfur af ýmsu tagi bæði tefja fram- kvæmdir og leiða beint og og óbeint til viðbótar- kostnaðar sem er þvert á það markmið að byggja hagkvæmt húsnæði. Það er þjóðhagslega mikilvægt að bæta þarna úr því kostnaður samfélagsins alls er ansi hár og hleypur hugsanlega á milljörðum á ári hverju ef allt er talið. Mathöllin á Hlemmi er góð viðbót við fjölbreytta flóru veitingastaða í borginni og gæðir þetta svæði lífi. Reykjavíkurborg stóð fyrir breytingum á húsnæðinu þannig að veitingamenn gætu komið sér fyrir og boðið gestum upp á veit- ingar. Tafir á veitingu bygg- ingaleyfis, m.a. vegna skipulags- mála, ásamt öðrum ástæðum, leiddu til þess að þetta verkefni tafðist um nærri ár, upphaflega stóð til að hefja starfsemi haustið 2016 en það tókst ekki fyrr en í ágúst 2017. Með öðrum orðum, þá reyndu borgaryfirvöld á eigin skinni hversu óskilvirkt kerfið er. Þetta er ekki bundið við Reykja- vík heldur er málum þannig háttað á einn eða annan hátt í mörgum sveitarfélögum. Þetta verður úrlausn- arefni kjörinna fulltrúa eftir kosningar. Á nýlegum fundi samtaka atvinnurekenda með frambjóðendum í Reykjavík var spurt hvort treysta mætti því að breytingar yrðu innan árs þannig að skipulag gerði ráð fyrir fleiri íbúðum og að stjórn- sýsla yrði einfölduð og gerð skilvirkari. Allir fram- bjóðendur nema einn sögðu að bætt yrði úr þessu. Öðru verður þó ekki trúað en að allir frambjóðendur vilji breytingar, sjá til þess að stærsta sveitarfélag landsins geri sitt í uppbyggingu, einfaldi stjórn- sýsluna og geri hana skilvirkari þannig að borgin geti sjálf komið sínum verkefnum í gegnum kerfið, ólíkt því þegar Mathöllin á Hlemmi varð að veruleika ári síðar en til stóð. Þannig er dregið úr sóun og unnið að einu helsta hagsmunamáli almennings á Íslandi um þessar mundir. EFNAHAGSMÁL Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Ríki í ríkinu ” Öðru verður þó ekki trú- að en að allir frambjóð- endur vilji breytingar, sjá til þess að stærsta sveitarfélag landsins geri sitt í uppbyggingu, einfaldi stjórnsýsluna og geri hana skilvirkari ...

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.