Morgunblaðið - 17.05.2018, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018 13SJÓNARHÓLL
Garðsláttuvélar
sem slá á þínum gönguhraða
Það er leikur einn að slá með nýju
garðsláttuvélunum frá CubCadet.
Þær eru með MySpeed hraðastilli
sem aðlagar keyrsluhraða vélanna
að þínum gönguhraða.
Gerir sláttinn auðveldari
ÞÓR FH
Akureyri:
Baldursnes 8
603 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is
BÓKIN
Hver hefur ekki staðið sjálfan sig
að því að t.d. horfa á einhvern bjálfa
bulla út í eitt í sjónvarpi, eða sjá fólk
opinbera fávisku sína á Facebook, og
hugsað sem svo: Að
hugsa sér, að þetta
fólk skuli fá að kjósa!
Að mati Dambisu
Moyo gæti verið
æskilegt ef aðeins út-
valinn hópur hefði
atkvæðisrétt því
þannig taka stjórn-
málin skýrari stefnu
og byrja að snúast
frekar um lang-
tímamarkmið en lýð-
skrum líðandi stund-
ar. Moyo er höfundur
bókarinnar Edge of
Chaos: Why Democracy is Failing to
Deliver Economic Growth – and
How to Fix it.
Hún starfaði áður hjá Goldman
Sachs og vakti athygli á sínum tíma
fyrir metsölubókina Dead Aid þar
sem hún þótti færa sannfærandi rök
fyrir gagnsleysi þróunaraðstoðar.
Moyo útlistar hvernig hin frjáls-
lynda vestræna lýðræðishefð hefur
smám saman holast að innan svo að
heilu samfélögin virðast hvorki
stefna hingað né þangað. Lýðræðið
hugsar of skammt, að hennar mati,
enda snýst allt um hverju má áorka á
næstu 4-5 árum, og hvernig má laða
til sín atkvæðin á miðj-
unni með fögrum lof-
orðum. Hún vill meina
að þetta skýri, að
hluta til, hvers vegna
hagkerfi Vesturlanda
hafa hægt ferðina á
meðan lönd eins og
Kína eru að þjóta upp í
hæstu hæðir. Hvaða
flokki er jú ekki sama
um hagvöxtinn eftir 5-
10 ár ef það á að kjósa
strax á morgun?
Moyo leggur til tíu
leiðir til að laga það
sem bjátar á í lýðræðinu, og eru
flestar tillögurnar frekar hófstilltar,
s.s. að hafa kjörtímabil lengri en
fimm ár og setja betri reglur um fjár-
mögnun stjórnmálaflokka. En hún
telur að það gæti líka hjálpað að láta
fólk þreyta n.k. samfélagsfræðipróf
til að fá að kjósa, og að gefa atkvæð-
um hæfustu einstaklinganna meira
vægi. ai@mbl.is
Er lýðræði ekki málið
eftir allt saman?
Samkvæmt gildandi reglum höfundaréttar á höf-undur einkarétt til að gera eintök af verki sínu að-gengileg almenningi í upphaflegri eða breyttri
mynd, í þýðingu eða annarri aðlögun, í annarri tegund
lista eða með annarri tækni. Þegar höfundaréttarvörðu
efni er dreift á internetinu af notendum án leyfis, beinast
augun oft að ábyrgð milligönguaðila, líkt og fyrirtækja á
borð við Youtube eða Facebook. Um takmörkun ábyrgðar
slíkra milligönguaðila (e. safe harbour) er fjallað í lögum
um rafræn viðskipti nr. 30/2002, sem byggjast á sam-
nefndri tilskipun. Samkvæmt lög-
unum ber þjónustuveitandi sem
miðlar gögnum sem þjónustuþegi
lætur í té um fjarskiptanet eða veit-
ir aðgang að fjarskiptaneti ekki
ábyrgð vegna miðlunar gagnanna
að því tilskildu að þjónustuveitand-
inn eigi ekki frumkvæði að miðl-
uninni, velji ekki viðtakanda
gagnanna og velji hvorki né breyti þeim gögnum sem er
miðlað. Þjónustuveitandi sem hýsir gögn sem látin eru í té
af þjónustuþega ber ekki ábyrgð á þeim að því tilskildu að
hann fjarlægi þau eða hindri aðgang að þeim án tafar eftir
að hann hefur fengið vitneskju um að þau séu brotleg, svo
sem með tilkynningu frá rétthafa.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vinnur nú
ötullega að því að byggja upp rafrænan innri markað (e.
digital single market), án hindrana með það að markmiði
að mæta þeim áskorunum og nýta tækifærin sem felast í
tækninýjungum. Framkvæmdastjórninni þykir þó fram-
angreind ákvæði um takmörkun ábyrgðar milligöngu-
aðila, sem eru upphaflega að bandarískri fyrirmynd, ekki
sporna nægilega gegn mikilli dreifingu ólöglegs efnis,
þ.m.t. höfundaréttarverndaðs efnis. Hafa því verið lögð
fram drög að nýrri tilskipun um höfundarétt á rafrænum
innri markaði, þar sem kveðið er á um aukna ábyrgð milli-
gönguaðila. Í 13. gr. frumvarpsins er fjallað um skyldur
þjónustuveitanda sem hýsir og miðlar til almennings
gögnum sem þjónustuþegi lætur í té. Þar er meðal annars
fjallað um að þjónustuveitandi skuli beita ráðstöfunum á
borð við skimunartækni (e. filtering technology) til að
gæta hagsmuna höfunda. Í inngangsorðum frumvarpsins
er tiltekið að þjónustuveitandi skuli beita framangreind-
um ráðstöfunum þegar hann kemur með virkum hætti að
aðgengi almennings að höfundaréttarvörðu efni og gengur
þannig lengra en að hýsa einungis efni. Vilji þannig þjón-
ustuveitandi bera fyrir sig fyrrgreind takmörkunarákvæði
varðandi ábyrgð samkvæmt reglum um rafræn viðskipti,
þarf samkvæmt frumvarpinu að fara fram efnislegt mat á
milli einungis hýsingar og miðlunar til almennings með
virkum hætti. Mörkin þar á milli geta verið óljós og hefur
frumvarpið hlotið talsverða gagnrýni og talið búa til fleiri
vandamál fremur en lausnir. Þá hefur verið bent á að með
því að skylda hýsingaraðila til
þess að skima eftir höfundarétt-
arbrotum áður en efni er birt leiði
það til fyrirfram ritskoðunar í
andstöðu við m.a. mannréttinda-
reglur varðandi tjáningarfrelsi.
Evrópudómstóllinn komst til að
mynda að slíkri niðurstöðu í svo-
nefndu Netlog máli að skimunar-
kerfi fyrir höfundarréttarbrotum færi í bága við réttinn til
tjáningar og persónuverndar. Hefur jafnframt verið gagn-
rýnt að skimun skuli sett á fót án frekari útlistunar á slíku
kerfi. Væri það því í höndum einkaaðila að ákvarða nánara
inntak þess sem getur talist varhugavert með tilliti til rétt-
aröryggis og fyrirsjáanleika. Einnig gera frumvarps-
drögin ekki grein fyrir því hvernig bregðast skuli við þeg-
ar höfundaréttarvarið efni er notað með löglegum hætti og
gæti því skimunin í raun takmarkað lögmæta notkun á
höfundaréttarvörðu efni.
Athyglisvert verður að fylgjast með framþróun frum-
varpsins en Evrópuráðið hefur tekið til skoðunar að útlista
nánar tilvik sem falla undir ákvæðið og með því reyna að
draga úr fyrirsjáanlegri réttaróvissu. Stærstu milligöngu-
aðilar á markaðnum í dag eru bandarísk fyrirtæki, sem út-
skýrir á vissan hátt hve langt framkvæmdastjórnin er
reiðubúin að ganga í reglusetningu. Nái hins vegar um-
rætt frumvarp fram að ganga í óbreyttri mynd verða regl-
urnar einstaklega íþyngjandi samanborið við sams konar
reglur annars staðar, sem gæti raunar verið aðgangs-
hindrun fyrir evrópska aðila. Þannig getur tilraun til
lausnar á einu vandamáli skapað enn fleiri og beinlínis
gengið gegn markmiði Framkvæmdastjórnarinnar að
stuðla að uppbyggingu og nýsköpun í Evrópu.
Ritskoðun á rafrænum
innri markaði?
LÖGFRÆÐI
Lára Herborg Ólafsdóttir
lögmaður á Juris lögmannsstofu
”
Hefur jafnframt verið
gagnrýnt að skimun
skuli sett á fót án frekari
útlistunar á slíku kerfi.