Morgunblaðið - 17.05.2018, Side 14

Morgunblaðið - 17.05.2018, Side 14
Fyrirlesari og sérlegur gestur á aðalfundi Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins var Davía Temin, al- mannatengill og sérfræðingur í orð- spors- og krísustjórnun, en hún hefur stundum verið kölluð forstjórahvísl- arinn, enda iðulega kölluð til þegar fyrirtæki lenda í alls kyns krísum og óvæntum uppákomum. Forstjórahvíslarinn á aðalfundi AMÍS Kristján Kristjánsson og Kristín Hjálmtýrsdóttir. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Davía Temin, forstjóra- hvíslari. Birkir Hólm Guðnason, Gylfi Sigfússon, Margrét Sanders og Ari Fenger hlustuðu af athygli. Halla Tómasdóttir í ræðupúlti. Friðjón R. Friðjónsson. 14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018FÓLK Síðumúli 9 - 108 Reykjavík | Dalshraun 13 - 220 Hafnarfjörður Dalsbraut 1 - 600 Akureyri | 560-8888 • www.vfs.is Þegar þig vantar alvöru hörkutól AÐALFUNDUR SPROTAR Markús Máni M. Maute og félagar hjá Sportabler (www.sporta- bler.com) komu auga á hversu flókið það getur verið að halda utan um íþrótta- og frístundastarf barna og unglinga. „Í dag fara samskipti þjálf- ara, barna og foreldra aðallega fram í gegnum Facebook-hópa, og mikið af vinnutíma þjálf- aranna fer í að henda reiður á dagskránni, hverjir komast og komast ekki og tilfærslu þátttak- enda á milli hópa. Allar breytingar kalla á mikið um- stang og flækju- stigið vex eftir því sem íþróttafélögin eru fjölmennari og með fleiri flokka,“ segir Markús. Sportabler leysir vandann með handhægu kerfi sem hefur verið sér- smíðað til að skipuleggja íþrótta- starf. Iðkendur og foreldrar þeirra hafa nákvæma yfirsýn yfir hvaða við- burðir eru framundan, hvar og á hvaða tíma, allar breytingar koma skýrt fram og samskiptaleiðir eru greiðar. „Markmið okkar er að efla og styðja við skipulagt íþróttastarf með tvennum hætti: annars vegar að auka skilvirkni í skipulags- og samskipta- málum og hins vegar að bjóða kennsluefni í þjálfun jákvæðra per- sónuleikaþátta í gegnum íþróttir, þar sem íþróttastarfið og æfingar í t.d. sjálfstrausti fléttast saman með markvissum hætti,“ segir Markús. Á fund Adidas Sportabler lenti m.a. inni á radar hjá þýska íþróttafataframleiðand- anum Adidas sem bauð Markúsi á vinnustofu með stjórnendum fyrir- tækisins um hvernig auka megi já- kvæð samfélagsleg áhrif íþrótta- starfs. Markús segir áhuga Adidas m.a. skýrast af því hvernig kennslu- efni Sportabler auðveldar þjálfurum að gera jákvæðan og uppbyggilegan boðskap hluta af íþróttastarfinu. „Þeir hrifust mjög af okkar nálgun og deila þeirri sýn okkar að persónu- legi og félagslegi þátturinn sé það mikilvægasta sem flestir taka með sér út úr íþróttastarfinu,“ segir Markús. „Í samstarfi við sálfræðinga og Háskólann í Reykjavík höfum við unnið kennsluefni sem tæpir á atrið- um á borð við sjálfstraust, tilfinn- ingagreind og núvitund, og m.a. útbúið ræður sem þjálfararnir geta notað til að miðla þessum skilaboðum og hvetja ungmennin til dáða með markvissum hætti yfir lengra tíma- bil,“ útskýrir Markús. „Í kennsluefn- inu eru líka upplýsingar fyrir for- eldra svo að þeir geti fylgst með fræðslunni og tekið virkan þátt í að byggja börnin og unglingana upp þegar það á við. Notum við t.d. dæmi- sögur sem börn og foreldrar geta les- ið saman, og bendum á tiltekin atriði í sögunum sem gott er að ræða heimafyrir.“ Stefna á Evrópumarkað Sportabler er þegar komið í notk- un hjá mörgum íþróttafélögum hér á landi og segir Markús að það hafi verið mikils virði fyrir fyrirtækið hversu vel hugmyndinni hafi verið tekið og hve viljugir þjálfarar, sér- fræðingar og forsvarsmenn íþrótta- félaganna hafi verið að leggja hönd á plóg við prófanir og þróun. Þá hafi styrkir úr Lýðheilsusjóði, frá Ný- sköpunarmiðstöð Íslands og Rannís skipt sköpum. „Þau íþróttafélög sem hafa prófað hugbúnaðinn eru að auka útbreiðslu hans hjá sínu fólki og al- menn ánægja ríkir með Sportabler.“ Tekjumódelið gerir ráð fyrir að íþróttafélögin greiði fyrir afnot af kerfinu og yrði gjaldskráin breytileg eftir stærð félaganna. Sportabler ætti að eiga erindi við fleiri markaðs- svæði og segir Markús að fyrirtækið muni m.a. nýta þau tengsl sem sköp- uðust í gegnum Adidas til að koma sér á framfæri á Þýskalandsmarkaði og í löndunum þar í kring. 24stundir/Ómar Stúlkur á fimleikaæfingu. Sportabler leggur áherslu á að efla félagslega þáttinn í íþróttastarfi til að veita unga fólkinu gott veganesti út í lífið. Létta og dýpka íþróttastarfið Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Með Sportabler er gert mun auðveldara að halda utan um æfingar barna og unglinga, og hægt að nálg- ast kennsluefni sem á að þjálfa jákvæða persónu- leikaþætti hjá iðkendum. Markús Máni M. Maute

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.