Morgunblaðið - 17.05.2018, Page 15

Morgunblaðið - 17.05.2018, Page 15
Landsvirkjun hélt ársfund sinn í vikunni undir yfirskriftinni „Á traustum grunni“ þar sem kynnt voru þau tækifæri og þær áskoranir sem framundan eru og fjallað um raforkumarkaðinn í víðu samhengi. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahags- ráðherra, ávarpaði fundinn auk þess sem starfsfólk Landsvirkjunar flutti fjölbreytt er- indi um starfsemi fyrirtækisins. Rætt um raforkumarkaðinn á ársfundi Landsvirkjunar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efna- hagsráðherra, flutti ávarp. Þorsteinn Pálsson, fyrr- verandi ráðherra, og Hall- dór Benjamín Þorbergs- son, framkvæmdastjóri SA, stinga saman nefjum. Hörður Arnarson, forstjóri Lands- virkjunar, fór yfir stöðu fyrirtækisins. Selma Svavarsdóttir, forstöðumaður á starfsmannasviði Landsvirkjunar, og í bak- grunni er Stefanía G. Halldórsdóttir, fram- kvæmdastjóri markaðs- og þróunarsviðs. Helgi Jóhannesson, lögmaður á LEX, var á meðal ársfund- argesta. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018 15FÓLK VÖNDUÐ JEPPADEKK Á FRÁBÆRU VERÐI STÆRÐ 315/70R17 49.600,- kr. STÆRÐ 285/70R17 46.900,- kr. ARCTIC TRUCKS | KLETTHÁLSI 3 | 110 REYKJAVÍK | 540 4900 WWW.ARCTICTRUCKS.IS ÞÚ FÆRÐ JEPPADEKKIN HJÁ OKKUR! Vantar fyrirtækið þitt gæða prentefni? Við bjóðum fjöl- breyttar lausnir hvort sem er í offset eða stafrænt. Komdu við í kaffisopa og við finnum leið sem hentar best hverju sinni. PRENTVERK ÁRSFUNDUR Íslandsbanki Rúnar Steinn Benediktsson hefur gengið til liðs við verðbréfamiðlun Íslandsbanka. Rúnar starfaði áður hjá Fossum mörkuðum í markaðs- viðskiptum með áherslu á miðlun hlutabréfa. Rúnar er með B.Sc. próf í hagfræði frá Háskóla Íslands, próf í verðbréfaviðskiptum og hefur lokið ACI dealing prófi. Hann vinnur að meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja við Háskólann í Reykjavík. Rúnar Steinn gengur til liðs við Íslandsbanka Landsbankinn Í júlí næstkomandi munu Nína Guðbjörg Pálsdóttir og Sigrún Sæmundsdóttir taka við stjórn úti- búa Landsbankans á Selfossi og í Hamraborg í Kópa- vogi. Nína tekur við starfi útibússtjóra á Selfossi þegar Gunnlaugur Sveinsson lætur af störfum vegna aldurs. Nína hefur yfir þriggja áratuga reynslu af störfum á vett- vangi Landsbankans. Frá 2004 til 2010 var hún útibús- stjóri á Selfossi en á árunum 2011 til dagsins í dag hefur hún gegnt stöðu forstöðumanns á einstaklingssviði bankans og sem sérfræðingur í áhættustýringu hans. Sigrún tekur við starfi útibússtjóra Landsbankans í Hamraborg. Hún tekur við starfinu af Guðrúnu Ægisdótt- ur sem flyst á einstaklingssvið bankans. Sigrún hefur ríf- lega 20 ára starfsreynslu á vettvangi bankakerfisins. Hún hefur unnið í 15 ár hjá Landsbankanum sem sérfræð- ingur, deildarstjóri og forstöðumaður, m.a. á einstaklings- sviði bankans. Sigrún lauk námi í iðnrekstrarfræði frá Tækniskóla Íslands árið 1996 og BS-prófi í viðskipta- fræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2006. Tveir nýir útibússtjórar VISTASKIPTI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.