Morgunblaðið - 17.05.2018, Side 16

Morgunblaðið - 17.05.2018, Side 16
VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is. Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Nordal fréttastjóri, sn@mbl.is. Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. VIÐSKIPTI Á MBL.IS Þakíbúð á rúmar 400 milljónir Allt að 50% færri bókanir en í fyrra Amerískur „diner“ á Egilsstöðum Sá ríkasti stóreignamaður á Íslandi „Verðlag á Íslandi verður aldrei lágt“ Mest lesið í vikunni INNHERJI SKOÐUN Snorri Ásmundsson myndlistar- maður hefur hafið sölu á afláts- bréfum á alþjóðamarkaði. Snorri staðfestir í samtali við Viðskipta- Moggann að fyrsta sending, 100 aflátsbréf, hafi farið frá honum nú í vikunni. Bréfin, sem eru undirrituð af honum sjálfum, verða seld í þrem- ur flokkum. C-flokkur er fyrir al- gengustu syndir, eins og hvítar lygar og óhreinar hugsanir, B-flokkur er fyrir alvarlegri afbrot, eins og þjófn- að, framhjáhald, og óspektir á al- mannafæri, og A-flokkur er síðan fyrir alvarlegustu brotin, eins og morð og aðrar syndir sem eigandi bréfsins kann að drýgja í framtíðinni. „Ég er mjög bjartsýnn á þessa út- rás mína,“ segir Snorri. Hann segir að það hafi verið at- hafnamaðurinn Heath Hauksson sem hafi séð viðskiptatækifæri í að bjóða bréfin til sölu sem gjafavöru á alþjóðamarkaði í gegnum heimasíð- una direct-land.com. Bréfin verða einnig til sölu á Groupon, Ebay og Amazon og kosta 29,9 sterlingspund. Byrjaði í Kringlunni Aflátsbréfasala Snorra hófst upp- haflega árið 2003 í Kringlunni. „Ég fékk að vera þar með sölubás, en daginn eftir fékk ég skilaboð um að vöruflokkurinn væri ekki æskilegur. Það rigndi inn kvörtunum. Fólk átt- aði sig ekki á því að ég var þarna í fullum rétti með leyfi frá sjálfu almættinu.“ Varan fékk aukna athygli í kjölfar þess að 500 ár voru í fyrra frá því að Marteinn Lúther mótmælti aflátsbréfasölu kaþólsku kirkjunnar. Í útrás með aflátsbréfin Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Snorri Ásmundsson mynd- listarmaður hélt að hann yrði milljónamæringur þeg- ar hann hóf sölu aflátsbréfa árið 2003. Hann telur að nýr samningur um alþjóðlega sölu gæti glætt söluna. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Samfélögin á Vestfjörðum hafasótt í sig veðrið á síðustu árum og var kominn tími til. Allt of lengi hafa Vestfirðingar þurft að bíða eftir öflugum atvinnutækifærum og að miklu leyti hefur kjálkinn farið á mis við þann uppgang ferðaþjón- ustunnar sem einkennt hefur flest önnur svæði landsins. En nú horfir til betri vegar og tækifærin eru mörg og arðbær. Mitt í þessum uppgangi hafa nokkrir ein- staklingar, ekki síst sérfræðingar að sunnan, fengið þá flugu í höfuðið að það verði samfélaginu á Flateyri til framgangs að opna þar svokall- aðan lýðháskóla sem hafi það markmið að nemendur geti þrosk- ast og menntað sig. Er sérstaklega tekið fram að þar verði þekkingin sótt, þekkingarinnar vegna. Kannski er því öðruvísi farið við aðrar menntastofnanir, en ólíkt lýðháskólanum, skila þær stofnanir þó viðurkenndum prófgráðum sem í mörgum tilvikum veita starfsrétt- indi á tilteknum sviðum. Til skemmri tíma mun skólinn áFlateyri fjölga íbúum á staðn- um. Hins vegar er hætt við að hann verði innan skamms orðinn liður á fjárlögum og fjárhagslegur baggi á sveitarfélögunum fyrir vestan. Þá tapa allir, Flateyringar, nemend- urnir og skattgreiðendur. Síst er þó hugsað um síðastnefnda hópinn, eins og jafnan. Furðuleg forgangs- röðun Þann 11. júlí næstkomandi verða73 ár frá því að formlegt milli- landaflug hófst héðan. Þá var Catal- ina PBY-5 flugbáti Flugfélags Íslands flogið beint til Largs í Skotlandi. Fjórir í áhöfn og fjórir farþegar. Þeir miklu kappar sem stóðu að því fyrir- tæki öllu saman hafa eflaust ekki get- að gert sér í hugarlund að rúmum sjö áratugum síðar yrði í viku hverri hægt að velja milli 40 flugvéla sem beint væri á flugvelli í New York. Því síður að þangað mætti komast án tveggja til þriggja millilendinga. Og þótt vera kunni að í sínumvilltustu draumum hafi þeir getað látið sig dreyma um þetta hefðu þeir aldrei orðið svo háfleygir í draumasmíðinni að láta sér detta í hug að hægt yrði að hrúga á fjórða hundrað manns upp í eina og sömu vélina, koma henni á loft í Keflavík og lenda rúmum tíu tímum síðar í landi sjálfs Mahatma Ghandis sem um þessar mundir knúði fram sjálfstæði hins gríðarstóra ríkis innan breska heimsveldisins. Enn hefur það reyndar ekki gerst.En 6. desember stefnir allt í að belgmikil A330 breiðþota á vegum Wow air muni einmitt, laust fyrir há- degi, hefja sig til flugs í Keflavík og lenda tíu og hálfri klukkustund síðar í Delí á Indlandi. Það verður lengsta áætlunarflug íslensks flugfélags til þessa dags og hið fyrsta til hinnar víð- áttumiklu og menningarríku Asíu. Það eru spennandi en krefjanditímar á flugmarkaði í dag. En þeir eru sannarlega spennandi fyrir Íslendinga sem horfa upp á flug- félögin tvö, Icelandair og Wow, opna hvern nýjan áfangastaðinn á fætur öðrum. Verðstríðið sem gerir mark- aðinn krefjandi, opnar einnig tæki- færi fyrir sífellt fleiri til ferðalaga heimshorna á milli. Það er með hrein- um ólíkindum að hægt sé að bjóða upp á flug til Indlands (þótt á kynn- ingarverði sé) fyrir tæpar 20 þúsund krónur. Miðað við loftlínuna milli Keflavíkur og Delí má gera ráð fyrir að farþegi sem ferðast á þessu gjaldi, töskulaus að vísu, greiði aðeins 2,6 krónur fyrir hvern floginn kílómetra. Það jafngildir því að farið milli Akur- eyrar og Reykjavíkur kostaði 640 krónur. Fyrir það er ekki hægt að fá pönnuköku á Suðurlandi. Sagan segir að þær séu mun ódýrari á Indlandi, en ekki eins sætar. Loftbrú frá Íslandi til Asíu opnast innan skamms Sænska flugfélagið Nextjet hefur óskað eftir gjaldþrotaskipt- um og aflýst öllum flugferðum. Nextjet flug- félagið í þrot 1 2 3 4 5 SETTU STARFSFÓLKIÐ Í BESTA SÆTIÐ RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.