Morgunblaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
S
tarfsemi Ísorku hefur vaxið hratt
undanfarin misseri og hljóðið gott í
Sigurði Ástgeirssyni, fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins: „Við
erum núna að leggja lokahönd á
stórt verkefni fyrir Reykjavíkurborg þar
sem hleðslustöðvar verða settar upp í bíla-
stæðahúsum borgarinnar. Þegar stöðvarnar
verða komnar í notkun, seinna í maímánuði,
verður Ísorka með stærsta hleðslukerfið á
landinu,“ segir hann.
Ísorka býður upp á fullkomnar raf-
hleðslulausnir fyrir heimili, fyrirtæki og
stofnanir. Sigurður segir mikla vinnu hafa
farið í að gera kerfið notendavænt og kveðst
hann geta fullyrt að hleðslulausnir Ísorku
séu þær fullkomnustu hér á landi, og þó að
víðar væri leitað. „Með okkar kerfi geta fyr-
irtæki t.d. sett upp hleðslustöð og tekið gjald
fyrir rafmagnið með sáralítilli fyrirhöfn. Við
tengjum hleðslustöðvarnar við stað-
greiðslugáttir og skráum þær inn á korta-
grunna ef þess er óskað svo að eigendur raf-
magns- og tengiltvinnbíla eigi auðvelt með
að finna stöðvarnar í GPS-kerfum,“ útskýrir
Sigurður. „Snjallsímaforritið okkar tengist
hleðslustöðvakerfinu í rauntíma og geta raf-
bílaeigendur notað símann til að hefja
hleðslu á aðeins þremur sekúndum, auk þess
að þeir sjá á korti hvort stöðvar eru í notk-
un, lausar eða bilaðar. Er meira að segja
hægt að taka hraðhleðslustöð frá í tiltekinn
tíma svo að ekki þurfi að bíða við stöðina eft-
ir að annar notandi klári að hlaða bílinn
sinn.“
Eykur ánægju starfsmanna
Að sögn Sigurðar er mikill áhugi á því meðal
íslenskra fyrirtækja að setja upp hleðslu-
stöðvar, ýmist til að hlaða eigin bílaflota, eða
til að leyfa starfsmönnum og gestum að
stinga bílunum sínum í samband. Sigurður
segir stjórnendur stundum hafa áhyggjur af
að mikið umstang og kostnaður kunni að
fylgja hleðslustöðvunum en Ísorka býður
upp á þægilega heildarlausn sem heldur
kostnaði í lágmarki og tryggir að ut-
anumhald hleðslustöðvanna bætist ekki við
aðrar daglegar skyldur starfsmanna. „Það
fylgir því ákveðinn kostnaður að setja stöðv-
arnar upp, en hægt er að búa til rekstr-
armódel eftir óskum hvers fyrirtækis til að
hafa tekjur af raforkusölunni. Ég held samt
að það sé rangt að líta þannig á að notkun
hleðslustöðvanna eigi að verða að nýrri
tekjulind, heldur á frekar að sjá þær sem
leið til að bæta þjónustu við gesti og auka
ánægju starfsmanna.“
Bendir Sigurður á að eftir því sem fleiri
aka um á rafbílum, því meiri ávinningur sé
af því fyrir vinnustaði að setja upp hleðslu-
stöðvar. „Eigendur rafbíla kunna vel að
meta það að geta hlaðið bílinn sinn yfir
vinnudaginn og held ég að það sé óhætt að
fullyrða að starfsfólk á rafbílum hugsi sig
tvisvar um áður en það færir sig frá vinnu-
stað sem býður upp á hleðslustöð yfir til
staðar þar sem hleðslustöðina vantar.“
Viðskiptavinum þykir líka hentugt að fá
hleðslu á meðan þeir heimsækja fyrirtæki og
stofnanir. „Á stöðum þar sem fólk stoppar í
hálftíma til klukkutíma getur verið sterkur
leikur að setja upp hleðslustöð. Þetta geta
verið staðir eins og verslunarmiðstöðvar,
stórmarkaðir, líkamsræktarstöðvar og kvik-
myndahús, og hjálpar til að laða að ákveðinn
hóp viðskiptavina. Hleðslustöðvarnar stuðla
að því að fólk stoppar lengur og er þá von-
andi að versla meira á meðan,“ segir Sig-
urður. „Svo eru rafbílaeigendur vísir til, ef
valið stendur t.d. um að kaupa í matinn á
tveimur stöðum, að velja frekar þá verslun
þar sem hægt er að hlaða bílinn.“
Morgunblaðið/RAX
Hleðslustöðvar bæta þjónustu
við gesti og gleðja starfsmenn
Ísorka hefur þróað rafhleðslu-
lausnir sem lágmarka umstang
og kostnað. Eigendur rafbíla
eru líklegri til að vilja frekar
leita með viðskipti sín þangað
sem þeir eiga möguleika á að
stinga bílnum í samband.
„Snjallsímaforritið okkar tengist
hleðslustöðvakerfinu í rauntíma og
geta rafbílaeigendur notað símann til
að hefja hleðslu á aðeins þremur sek-
úndum,“ segir Sigurður. Hann segir
upplagt að bjóða upp á hleðslu til að
laða að viðskiptavini.
Yfirleitt þarf ekki að ráðast í miklar
framkvæmdir til að setja upp
hleðslustöð og hjá fyrirtækjum er
alla jafna öflug raftenging sem ræð-
ur við það þótt settar séu upp
nokkrar stöðvar. „Það er samt viss-
ara að koma upp búnaði sem stýrir
álaginu svo að ef margir rafbílar eru
í sambandi þá fari raforkunotkunin
ekki yfir það sem kerfið ræður við.
Getur álagsstýringin t.d. beint mis-
miklu afli til hverrar stöðvar, þannig
að sá sem tengdist fyrst fái hröð-
ustu hleðsluna en þeir sem á eftir
koma fái minni hleðslu. Þegar fyrsti
bíllinn er fullhlaðinn er meiri orku
beint á þann næsta, og þannig koll
af kolli. Á venjulegum vinnustað
þýðir þetta að í lok vinnudags ættu
allir að geta haldið af stað heim á
leið með nægilega hleðslu á bíl-
unum sínum.“
Kostnaðurinn við hleðslustöðv-
arnar er breytilegur eftir því hvers
konar stöðvar verða fyrir valinu og
hvar þeim er komið fyrir. Sigurður
segir ódýrast ef hægt er að festa
stöðvarnar á vegg. „Það er vita-
skuld aðeins í boði þar sem ekki
þarf að vera gönguleið á milli
bílanna og veggsins. Að festa stöðv-
arnar á vegg þýðir að ekki er þörf á
neinu jarðraski og rafmagnskaplana
má leggja meðfram veggnum.“
Hjá fyrirtækjum og stofnunum er
algengast að velja stöðvar sem
hlaðið geta tvo bíla í einu og eru þá
tekin frá tvö stæði fyrir hverja
hleðslustöð. „Við hvetjum til þess
að þessi stæði séu merkt mjög
greinilega og ef stöðin er fest á
vegg dugar að mála vegginn.
Stundum þarf að láta það boð út
ganga að stæðin séu bara fyrir bíla
sem verið er að hlaða því sumir raf-
bílaeigendur halda að hleðslu-
stæðin séu einfaldlega prinsess-
ustæði fyrir alla sem aka á rafbíl.“
Að setja upp hleðlustöð tekur
ekki langan tíma. Sigurður segir
sérfræðinga Ísorku byrja á að skoða
aðstæður og gera tilboð, og oft sé
það bara dagsverk að koma
hleðslustöðvunum fyrir. Ef reynist
þörf á fleiri hleðslustöðvum er
hægur vandi að bæta nýjum við.
„En við vitum að þegar mikið er
sótt í hleðslustöðvarnar deila
starfsmenn þeim bróðurlega með
sér og skiptast t.d. á bílastæðum í
hádegishléinu. Það er nú einu sinni
þannig að þar sem tveir rafbíla-
eigendur hittast verða þeir sjálf-
krafa vinir.“
Mikilvægt að stýra álaginu á stöðvarnar
Morgunblaðið/RAX
Rafhleðslustöðvar eru til í ýmsum gerðum og búa margar yfir sniðugum tæknilegum eiginleikum.