Morgunblaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018 Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is M iklar framkvæmdir standa nú yfir á Krókhálsi 11 þar sem bílaum- boðið Askja hyggst stækka við sig með nýrri byggingu ásamt viðbyggingum við húsnæðið sem nú hýsir stóran hluta starfseminnar. Í ný- byggingunni hyggst fyrirtækið byggja upp starfsemina í kringum Kia og verður hús- næðið hátt í 4.000 fermetrar. Í núverandi hús- næði verður haldið utan um söluna á fólks- bílum og sendiferðabílum frá Mercedes-Benz. Stefnt er að því að Kia flytjist í nýbygginguna í haust. Fram að þeim tíma ganga góðlátlegar skeytasendingar milli þeirra Ásgríms H. Ein- arssonar, sölustjóra Mercedes-Benz og Þor- geirs Ragnars Pálssonar, sölustjóra Kia. Þeir keppa um viðskiptavini sem koma í Öskju í þeim tilgangi að kynna sér nýjasta framboðið frá framleiðendunum tveimur. „Það verður mikill munur fyrir okkur þegar við komumst í nýja húsið og getum breitt úr okkur með þessa stóru vörulínu frá Kia. Þegar ég byrjaði vorum við að keyra á 3 til 4 teg- undum en í nýja sýningarsalnum getum við stillt upp allt að 15 bílum og veitir ekki af því plássi,“ segir Þorgeir. Spurðir út í þróun markaðarins með tilliti til aukinnar áherslu á rafmagnsnotkun í sam- göngum segja þeir báðir að sú þróun hafi komið til af ótrúlegum krafti. „Mercedes-Benz hefur lagt mikla áherslu á að mæta þessari þróun og í dag myndi ég segja að helmingur þeirra, sem hingað kæmu, væri sérstaklega að velta fyrir sér möguleik- unum í tengiltvinnbílum. Það er í raun ótrú- lega hátt hlutfall miðað við hversu stutt er síð- an bílaframleiðendur fóru að bjóða upp á þessa leið,“ segir Ásgrímur. Mjög margir velta fyrir sér rafmagninu Þorgeir tekur í sama streng en segir að hlut- fallið sé jafnvel hærra þegar kemur að Kia- bílunum,“ og bendir hann á að samsetning við- skiptamannahópsins sé nokkuð ólík og að hærra hlutfall eldri viðskiptavina horfi til þýska framleiðandans. „Það er rétt og þar er fólk m.a. að velta fyrir sér dísilvélunum sem eru orðnar mjög spar- neytnar og umhverfisvænar. Umræðan um dís- ilinn hefur verið á nokkrum villigötum og miðar öll við eldri vélar sem menguðu mun meira en þær gera í dag. Sumir vilja ekki stíga skrefið strax í átt að rafmagninu en þá eru þessar nýju dísilvélar mjög álitlegur kostur. Það er mik- ilvægt að hafa þessa leið í boði í bland við stóra stökkið yfir í rafmagnið,“ segir Ásgrímur. Drægnin hefur sett ákveðnar skorður Þeir Þorgeir og Ásgrímur eru sammála um að fólk sé mjög opið fyrir þeim möguleika að kaupa bíla sem ganga að hluta eða öllu leyti fyr- ir rafmagni. Hins vegar hafi drægnin áhrif á ákvarðanatökuna. „Þetta væri öðruvísi ef hreinu rafbílarnir væru með 400 kílómetra drægni eða meira og þá væri einnig mikill munur ef tengiltvinnbíl- arnir gætu farið 80 til 100 kílómetra á rafmagn- inu einu saman. Það mun hins vegar gerast og þá mun þetta taka markaðinn yfir,“ segir Þor- geir. En fólk veltir fleiri þáttum en drægninni fyr- ir sér og segir Ásgrímur að fólk velti vöngum yfir því hvernig hægt sé að koma bílnum í hleðslu heima og á vinnustað. „Það þarf að velta því fyrir sér og aðstaða fólks er misjafnlega góð hvað þetta varðar. Fólk sem býr í gömlum hverfum þar sem ekki er aðgengi að bílakjallara eða bílskúr getur þetta orðið dálítið strembið, enda er ekki enn farið að setja upp hleðslustaura úti við götu eins og víða er farið að gera erlendis,“ segir Ásgrím- ur. Hann bendir þó á að nokkur fyrirtæki séu farin að bjóða upp á snjallar lausnir til að koma hleðslubúnaði fyrir og að sífellt fleiri fjölbýlis- hús séu farin að láta koma upp hleðslutækni við stæði í bílageymslum. Fólk farið að panta bíl fyrir næsta ár Þegar Þorgeir og Ásgrímur eru spurðir út í hvers sé að vænta á komandi mánuðum á raf- bílamarkaðnum færast þeir báðir í aukana enda ljóst að bæði Kia og Mercedes-Benz hyggjast ryðja nýjungum braut á þessu sviði. „Við vorum með rafmagnsútgáfu af B-class frá Benz í sölu hér hjá okkur en framleiðslu á þeim bílum hefur verið hætt. Við seldum 22 eintök af þeim og fólk er enn að spyrjast fyrir um þennan bíl enda reyndist hann afar vel. En nú er áhersla Benz á nýja línu sem nefnist EQ. Um mitt næsta ár stefnum við á að hefja sölu á fyrstu eintökunum af þeirri línu. Það verður jepplingur sem nefnist EQC og verður uppgefin drægni hans í kringum 450 kílómetr- ar.“ Ásgrímur segist afar spenntur fyrir að fá nýja rafbílinn í sölu og að hann sé ekki einn um það. Þannig sé fólk nú þegar búið að setja sig í samband við umboðið til að skrá sig fyrir eintaki af þessari tegund. „Það er afar fátítt að fólk sé að panta bíla svo löngu áður en farið er að selja þá. En það segir ýmislegt um spenninginn fyrir þessu.“ Á komandi árum hyggst Mercedes-Benz svo koma með á markað fleiri bíla í sömu línu og stefnt er á EQA og EQB árið 2020 og munu fleiri fylgja í kjölfarið. Kia kemur með tvo langdræga bíla Þorgeir segir að Kia stefni nú á að hefja sölu á tveimur nýjum bílum sem muni hafa mikla drægni. Þar sé um að ræða nýja útgáfu af Kia Soul EV sem sé væntanleg í upphafi næsta árs. Hún verði með hátt í 500 km drægni í stærri útgáfunni. Þá er einnig nýbúið að kynna til sögunnar Kia Niro sem verði aðeins knúinn rafmagni og að hann verði einnig með drægni á við Soul EV. „Þetta eru spennandi bílar svo ekki sé meira sagt og hin mikla drægni mun gera þá að mjög álitlegum kosti fyrir alla þá sem eru að velta fyrir sér kaupum á bílum í þessum stærðarflokkum.“ Samkeppnin verður í raf- magninu. Spurðir út í samkeppnina á rafmagns- og tengiltvinnmarkaðnum segja þeir báðir að þar liggi víglínan um þessar mundir. „Það eru sífellt fleiri framleiðendur að koma með bíla sem uppfylla þessar kröfur fólks og það á bæði við um ódýrari endann en ekki síð- ur í dýrari tækjunum,“ segir Ásgrímur. „Fólk er alltaf að opna betur augun fyrir þessum möguleikum og það vill nýta til fulls þau þægindi og þá hagkvæmni sem af þessu hlýst,“ segir Þorgeir. Þeir benda á að umboðin séu á mismunandi tímum með herferðir fyrir ákveðnum bílateg- undum en nú sé staðan sú að sífellt sé haldið á lofti þeim tegundum sem búa yfir þessari tækni. Það segi sína sögu um hversu mikill áhuginn sé á þessari tækni. Nýjungar í farvatninu hjá Benz og Kia Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þorgeir Ragnar Pálsson, sölustjóri Kia, og Ásgrímur H. Einarsson, sölustjóri Mercedes-Benz, eru samherjar í samkeppni og keppa á vettvangi Öskju. Í dag sviptir Kia hulunni af hinum nýja og rennilega Niro sem verður að öllu leyti knúinn rafmagni. Á næsta ári mun koma á göturnar hinn byltingarkenndi EQC sem verður með drægni upp á 450 km. Samkeppnin á bílamarkaði snýst orðið að stórum hluta um framboð á bílum sem með einu eða öðru móti ganga fyrir rafmagni. Því hafa sölustjórar hjá Öskju fengið að kynnast á undanförnum misserum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.