Morgunblaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018 Honda hefur frumsýnt sinn fyrsta rafbíl sem fer í fjöldaframleiðslu en verður markaðs- settur undir öðru nafni. Everus EV heitir hann og er enn á þróunarstigi. Honda sýnir Everus á árlegu bílasýningunni sem nú stendur yfir í Peking í Kína. Og það er engin tilviljun að hann steig sín fyrstu sýning- arspor þar því fyrst um sinn verður bíllinn þró- aður fyrir kínverskan markað eingöngu, hvað sem síðar verður. Þótt sagður sé enn á þróunarstigi herma heimildir að Everus sé svo gott sem klár fyrir raðsmíði. Hefur og Honda staðfest að hann fari í framleiðslu áður en árið er úti. Hvað út- litshönnun varðar svipar Everus um margt til Honda HR-V-bílsins. Everus verður fyrsti bíllinn sem Honda raðsmíðar í Kína. Og hann þykir marka stefnu- breytingu japanska bílsmiðsins og aukna áherslu hans á framleiðslu rafbíla. Á bílasýningunni í Frankfurt sl. haust sýndi Honda hugmyndarafbílinn Urban EV. Ætl- unin er að hann verði klár í fjöldaframleiðslu á næsta ári, 2019. Af frekara nýmæli á bás Honda í Peking er tvinnbílsútgáfa af Accord. Þessi bíll kemur fyrst á götuna í Kína, eða á seinni helmingi þessa árs, 2018. Eins og svo margir aðrir stórir bílaframleið- endur hefur Honda heitið því að bjóða fram til ársins 2025 meira en 20 ný bílamódel sem knú- in verða rafmagni að öllu leyti eða að hluta til. agas@mbl.is Honda með sinn fyrsta hreina rafbíl Everus, fyrsti rafbíll Honda, minnir um margt á Honda HR-V að útliti. Hann ríður á vaðið í Kína. Eftirspurn eftir rafbílum frá Nissan jókst um 10% á síðasta fjárhagsári sem lauk 31. mars. Mest er ásóknin í aðra kynslóð Leaf sem kynnt- ur var fyrr á árinu, aðallega í Japan, Bandaríkj- unum og Evrópu. Eins og á meginlandingu verður hér á landi einnig vart við hina miklu eftirspurn eftir „græna bílnum“ því hjá BL bíða yfir tvö hundr- uð viðskiptavinir eftir að fá nýjan Leaf afhentan og hefur bílaverksmiðja Nissan í Bretlandi ekki undan að framleiða bílinn. 15% aukning Að því er fram kemur í tilkynningu frá Niss- an Europe áætlar fyrirtækið að eftirspurnin fari vaxandi eftir því sem líður á árið og fleiri markaðir taka við hinni nýju kynslóð Leaf sem er gjörbreyttur frá fyrri kynslóð. Meðal markaða sem hefja sölu á nýjum Leaf síðar á árinu eru Suður-Ameríka, Eyjaálfa og Asía. Á árinu 2017 keyptu 54.541 Nissan Leaf, 15% fleiri en 2016 þegar seldir voru 47.423 bílar. Frá 2010 hafa rúmlega 320 þúsund Leaf verið seldir á fimmtíu og einum markaði. Nýja kyn- slóðin hefur nú þegar unnið til fjölda verðlauna, m.a. fyrir háþróaðan öryggisbúnað til aukinnar verndar fyrir farþega og gangandi vegfarendur. Þá var Leaf nýlega kosinn „grænasti bíllinn 2018“ hjá World Car Awards. Fleiri gerðir fá rafmótor Nissan Motor ætlar að stórauka framleiðslu á bílum með rafmótor, aukinni ökuaðstoð og háþróaðri snjalltækni. Markmiðið er að um mitt ár 2022 verði búið að afhenda eina milljón slíkra nýrra bíla, bæði 100% rafbíla og bíla með raf- mótor og annan aflgjafa. Bæði Renault og Mitsubishi munu njóta góðs af áætlun Nissan. Von er á átta nýjum 100% raf- bílum sem byggðir verða á grundvelli tækninn- ar í Leaf en einnig aðrir sem verða sérstaklega sniðnir að þörfum markaðanna í Kína og Japan. Þá er einnig von á aldrifnum sportjeppa í ætt við hugmyndabílinn IMx Kuro sem kynntur var í Genf í mars. Nissan gerir ráð fyrir að 40% söl- unnar nýjum bílum fyrirtækisins í Japan og Evrópu verði rafdrifin árið 2022 og að hlutfallið verði komið í 50% árið 2025. Í Bandaríkjunum gerir fyrirtækið ráð fyrir að hlutfallið verði 20- 25% árið 2025 en 35-40% í Kína. agas@mbl.is Löng biðröð eftir Leaf hjá BL Nýja útgáfan af Nissan Leaf hefur slegið í gegn hjá kaupendum jafnt hérlendis sem erlendis. Enginn 11 tengiltvinnbíla sem prófaðir voru á vegum sænska tækniritsins Teknikens Värld komust í tæri við þá vegalengd sem framleið- endur þeirra staðhæfa að þeir dragi á fullri rafhleðslu. Vinsældir tengiltvinnbíla hafa aukist stórum á undanförnum misserum en í aflrás þeirra eru bæði brunavél og rafmótor. Hlaða má raf- geyma þeirra úr venjulegri heimtaug og þykja þeir sameina kosti beggja bílgerða; hreins raf- bíls og venjulegs bíls með brunavél. Styttri vegalengdir er hægt að fara á rafmagni ein- göngu en grípa þarf til brunavélarinnar til lengri ferðalaga. Í Noregi hafa tvinnbílar rokið út en þaðan fylgir fregnum að margir kaupendur séu von- sviknir með takmarkað drægi rafhleðslunnar. Hinar opinberu drægistölur eru fengnar fram í prófunum í tilraunastofum og reynslan er sú að einkar erfitt hefur reynst að komast í tæri við þær í akstri. Þetta þykja svo niðurstöður sænska tíma- ritsins staðfesta, segja norskir miðlar. Í próf- unum þess var tengiltvinnbílunum ekið á sama hringnum með bæði bæjarvegum og hrað- brautum, með hámarkshraða frá 50 til 90 km/ klst. Mercedes dugði skammt Svo sem áður segir komst enginn bílanna 11 uppgefna drægislengd. Næst því var Kia Op- tima eða 95,5% vegalengdarinnar. Uppgefið drægi er 62 km en hann dró 59,2 km. Í öðru sæti varð stallbróðirinn Kia Niro sem komst 89,8% drægislengdarinnar. Á hinum endanum vakti athygli slök útkoma Mercedes E 350e. Bílsmiðurinn gefur upp raf- drægi upp á 33 km en í akstri vantaði þriðjung upp á að hann kæmist þá vegalengd. Dró hann aðeins 20,6 kílómetra eða bara 62,4% hins op- inbera drægis. Hinn stórvinsæli Mitsubishi Outlander var hlutfallslega litlu betri, komst 66,5% leið- arinnar, en opinbert drægi bílsins er 54 km. Dró Mitsubishiinn hins vegar aðeins 35,9 km í prófinu. Litlu betri var útkoma VW Golf GTE. Dró hann 34,2 kílómetra eða 68,4% af hinu uppgefna 50 kílómetra drægi Volkswagen. Niðurstaðan varð annars sem hér segir: Kia Optima Sportswagon Plug-In Hybrid komst 95,5% lofaðs drægis Optima er með 11,26 kWh rafgeymi Kia Niro Plug-In Hybrid komst 89,8% lofaðs drægis Niro er með 8,9 kWh rafgeymi Volvo XC60 T8 Twin Engine AWD komst 88,4% lofaðs drægis XC60 er með 10,4 kWh rafgeymi Toyota Prius Plug-In Hybrid komst 88,2% lofaðs drægis Prius er með 8,8 kWh rafgeymi Hyundai Ioniq plug-in komst 84,9% lofaðs drægis Ioniq er með 8,9 kWh rafgeymi Mini Countryman Plug-In Hybrid komst 80,5% lofaðs drægis Countryman er með 7,6 kWh geymi Volkswagen Passat Sportscombi GTE komst 78,2% lofaðs drægis Passat er með 9,9 kWh rafgeymi BMW 530e iPerformance komst 72,8% lofaðs drægis 530e er með 9,2 kWh rafgeymi Volkswagen Golf GTE komst 68,4% af lofuðu drægi Golf er með 8,7 kWh geymi Mitsubishi Outlander Plug-in Hybrid komst 66,5% lofaðs drægis Outlander er með 12 kWh geymi Mercedes E 350 e komst 62,4% lofaðs drægis E 350 e er með 6,2 kWh rafgeymi. agas@mbl.is Tengiltvinnbílar ollu vonbrigðum Kia bílarnir tveir drógu hlutfallslega lengst og komust næst tölum framleiðandans. Á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Pek- ing í Kína sýndi Volvo tvinnútgáfu af XC40- jeppanum í fyrsta sinn. Frekari tæknilegar upplýsingar um bílinn í þeirri útgáfu hafa ekki verið birtar. Þegar bíllinn kemur á götuna verður V60 langbak- urinn eini Volvo-bíllinn sem ekki verður í boði sem tvinnbíll. En Volvo ætlar ekki að láta staðar numið með tvinnbílum heldur áformar sænski bíl- smiðurinn – sem er í eigu Kínverja – að sækja um síðir fram með hreinum rafbílum. Þykja áformin jaðra við ofurbjartsýni eft- ir að Volvo birti tilkynningu í vikunni þess efnis að fyrirtækið ætlaði að stórauka sölu rafknúinna bíla á næstu árum, og að helm- ingur allra bíla sem fyrirtækið myndi selja árið 2025 yrði hreinir rafbílar. Hinn helm- ingurinn yrði tvinn- og tengiltvinnbílar. Verður rafmótor í öllum nýjum bílum Volvo frá og með árinu 2019. Volvo reiðir sig einna helst á bandaríska og evrópska bílkaupendur til að ná settu marki en mestu möguleikarnir til söluaukn- ingar eru þó í Kína, eins og fram kemur í tilkynningunni. Þar er nú þegar að finna stærsta markað veraldar fyrir tvinn- og raf- bíla. Þar við bætist að kínversk stjórnvöld stefna að því að minnst 20% bílasölunnar 2025 verði bílar sem lausir eru við brunavél úr aflrás sinni. „Í fyrra skuldbundum við okkur til að rafvæða bílaflota okkar til að undirbúa fyr- irtækið fyrir dagana eftir að brunavélin líð- ur undir lok,“ segir Håkan Samuelsson, for- stjóri fólksbíladeildar Volvo. „Í dag hnykkjum við á þessari skuldbindingu gagnvart stærsta markaði heims fyrir raf- vædda bíla. Rafbílavæðing Kína er framtíð rafbílavæðingar Volvo,“ sagði hann á bíla- sýningunni í Peking. agas@mbl.is Ofurbjartsýni á rafbílasölu Volvo Sumum sérfræðingum þykir sænsk-kínverski framleiðandinn Volvo setja markið full hátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.