Morgunblaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Þ
að markaði tímamót þeg-
ar Toyota setti tvinnbíl-
inn Príus fyrst á markað
árið 1997. Síðan þá hefur
Toyota þótt leiðandi í
þróun tvinnbíla og eru t.d. allir
Lexus-bílar sem fluttir eru til Ís-
lands búnir tvinntækni.
Hörður Bjarnason, tæknifulltrúi
Toyota á Íslandi, segir það enga
tilviljun að japanski bílarisinn hafi
veðjað á tvinntæknina: „Með
tengiltvinnbíl er hægt að fara
megnið af öllum akstri innanbæjar
á rafmagninu einu saman en samt
halda fyrirvaralaust af stað úr
bænum, þökk sé bensínvélinni,“
segir hann. „Í dag er uppgefin
drægni Prius-tengiltvinnbílsins um
50 km á rafmagnshleðslunni, sem
er hæfilegt fyrir daglegan akstur
flestra til og frá heimili og vinnu-
stað eða skóla.“
Prius kom fyrst í sölu í Evrópu
árið 2000 og lenti á Íslandi um
svipað leyti. Hörður segir bílana
hafa reynst vel og að allflestir af
fyrstu íslensku príusunum séu enn
í umferð. „Það hefur sýnt sig að
rafhlaðan endist eins og lofað var,
þótt auðvitað séu einstaka frávik
eins og með annað í gömlum bíl-
um,“ bætir hann við en ný kynslóð
Toyota Prius-tengiltvinnbíls var að
koma á markað fyrir skemmstu.
Möguleikar vetnisins
Toyota hefur líka veðjað á vetnis-
tæknina og er núna til sýnis hér á
landi fyrsti fjöldaframleiddi vetnis-
knúni bíllinn frá Toyota; stallbak-
urinn Mirai: „Mirai hefur verið fá-
anlegur í Evrópu allt frá árinu
2015 og gefið góða raun. Hann er
fernra dyra og ögn stærri en
Avensis.“
Mirai notar ekki sprengihreyfil
heldur efnarafal og er því í reynd
rafmangsbíll þó að orkan sé geymd
í formi vetnis sem dælt er á tank.
„Munurinn er bara sá að í stað
þess að hafa raforkuna á raf-
hlöðum er rafmagnið fengið úr
efnarafalnum sem hvatar saman
vetni og súrefni til að búa til raf-
orku og vatn. Út um pústið á Mirai
kemur því bara vatn.“
Það er síðan rafmótor sem snýr
hjólunum og segir Hörður að efna-
rafallinn framleiði jafngildi 155
hestafla. „Toyota hefur þróað
vetnisbíla í tvo áratugi, en tæknin
sem notuð er í Mirai er tíu ára
gömul. Útkoman er umhverf-
isvænn bíll með góða aksturseig-
inleika og lágan þyngdarpunkt
sem eykur stöðugleika í akstri.
Vélin er mjög hljóðlát enda eiga
engar spreningar sér stað, en ef
lagt er við hlustir má heyra í loft-
dælum sem sækja súrefni og beina
inn á efnarafalinn.“
Enga stund að fylla
Vetnið hefur m.a. þann kost að
ekki tekur langan tíma að fylla á
tankinn. Að hlaða rafmagnsbíl get-
ur kallað á þolinmæði og ákveðið
skipulag en vetnistankinn fyllir
ökumaður á svipaðan hátt og fyllt
er á bensín- eða díselbíl. „Að dæla
á vetnisbíl er ekki flókið. Er stútn-
um á dælunni einfaldlega komið
rétt fyrir og sér búnaðurinn í dæl-
unni og bílnum um að setja á rétt
Raforkan geymd í formi vetnis
Hjá Toyota er núna til
sýnis vetnisbíllinn Mirai
sem notar efnarafal til
að búa til rafmagn úr
vetni og súrefni. Út um
púströrið kemur aðeins
hreint vatn. Toyota ruddi
brautina með Prius-
tvinnbílnum.
Við áfyllingu tala bíllinn og dælan saman og stýra ferlinu.
Vetnið hefur ákveðna kosti og ætti að henta þörfum tiltekins hóps ökumanna. Drægnin er eins og hjá bensínbíl.
Morgunblaðið/RAX
Hörður fyrir framan Mirai sýningarbílinn. Örfáar mínútur tekur að fylla tankinn og efnarafallinn er nærri hljóðlaus. Von er á nýjum vetnisstöðvum.
Hörður segir það algengan mis-
skilning að fólk haldi að bens-
ínvélin í tvinnbílum virki eins og
nk. ljósavél sem býr til raforku sem
síðan knýr bílinn áfram. „Tvinn-
tækni Toyota snýst fyrst og fremst
um að fanga orku sem annars færi
til spillis, s.s. þegar stigið er á
bremsuna. Frekar en að tapa
orkunni í formi hita í bremsum
notar bíllinn rafmótorana sem raf-
ala og hleðsluálagið frá þeim not-
að til að hægja á bílnum. Þannig er
hreyfiorku bílsins umbreytt í raf-
orku sem geymd er á rafhlöðu,“
segir hann. „Bensínvélin er aðal-
aflgjafinn eftir sem áður, en með
tvinntækninni má draga stórlega
úr eldsneytisnotkun með því að
nýta raforkuna sem til vinnst við
hemlun og hafa dautt á bensínvél-
inni á meðan. Tengiltvinnbílar eru
síðan með stærri rafhlöðu og hægt
að hlaða þá með því að stinga í
samband við venjulega innstungu.
Rafhlaðan er ekki jafn stór og í raf-
mangsbílum en þó nægilega öflug
til að fara megi stuttar ferðir án
þess að þurfa að nota bensínvél-
ina.“
Hreyfiorkan
fönguð
magn. Eftir 3-5 mínútur er tank-
urinn fullur og hægt að halda af
stað hvert á land sem er þegar
áfyllingarstöðvar verða komnar
upp.“
Mirai er með 4,8 kg tank og seg-
ir Hörður að samkvæmt tölum
framleiðanda þurfi um 1 kg af
vetni til að aka 100 km. „Notk-
unargildi Mirai er því mjög sam-
bærilegt því sem við þekkjum úr
bensín- og díselbílum hvað varðar
drægni og áfyllingartíma.“
Erfitt er að segja til um það með
vissu hvort vetnisbíll eins og Mirai
yrði ódýrari í rekstri en sambæri-
legur bensín- eða díselbíll, því eins
og stendur eru engar vetnis-
dælustöðvar starfræktar á Íslandi.
Ef miðað er við verð á vetni vest-
anhafs ætti kílóið af því að kosta
1.300-1.400 kr. og myndi þá fullur
tankur kosta í kringum 6.500 kr.
„Vetnisverð getur þó verið breyti-
legt milli landa enda aðstæður og
framleiðslukostnaður misjafn,“
segir Hörður. „Það styttist í að
nýjar vetnisstöðvar verði teknar í
gagnið og verið að setja upp þrjár
í Reykjavík og úti á Reykjanesi.“ Mirai notast við nýjustu tækni.