Morgunblaðið - 25.05.2018, Side 2
Hengirúm og fleiri himneskar
hugmyndir sem breyta garð-
inum í sannkallaðan sælureit
og um leið eftirsóttasta stað
heimilisins.
8
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018
25.05.2018
25 | 05 | 2018
GARÐAR OG GRILL
Útgefandi
Árvakur
Umsjón
Jón Agnar Ólason
jonagnar@mbl.is
Blaðamenn
Anna Sigríður Einarsdóttir
annaei@mbl.is
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Elínrós Líndal
elinros@mbl.is
Jón Agnar Ólason
jonagnar@mbl.is
Þóra Sigurðardóttir
thora@mbl.is
Auglýsingar
Katrín Theodórsdóttir
kata@mbl.is
Forsíðumyndina tók Hanna
Prentun
Landsprent ehf.
Það hefur sannarlega þurft sterk bein
til að þola vorið og „sumarið“ það sem
af er þessu ári, alltént á suðvesturhorni
landsins. Sólarstundir sjaldséðari en
um langt árabil, úrkomumet eru í bráðri
hættu og hvassviðri í bland svo útigrill
og trampólín eru á hverfanda hveli. Og
það á að heita mánuður sem liðinn er
frá sumardeginum fyrsta? Það var þá
aldeilis sumar!
En þá rifjast það upp fyrir þeim sem
þetta ritar að hugtakið „gott veður“ er
afstætt, og þegar maður býr á Íslandi
er eins gott að temja sér það viðhorf að
sumar er ekki eitthvað sem jafngildir
fyrirfram ákveðnu veðri, heldur verður
það að vera hugarástand. Við ákveðum
hvenær komið er sumar. Grillum við
ekki hvort eð er í brunagaddi á þorra ef
því er að skipta? Hér sem fyrr er gott
að taka Pollýönnu sér til fyrirmyndar og
segja sem svo að verra gæti það verið;
hér gæti verið eldgos eins og á veður-
farsparadísinni Havaí. Það er hvorki
grillað né gróðursett þegar þannig
stendur á. Því er vissara að renna upp
vindjakkanum og grilla bara með bros á
vör, um leið og búið er að arfahreinsa
og trimma niður limgerðið.
Gleðilegt garða- og grillsumar!
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Er sumar árstíð eða hugarástand?
Það er hægastur
vandinn að njóta
grillaðra kræsinga
þótt maður aðhyll-
ist vegan-
mataræði. Erna
Valdís sýnir það og
sannar.
19
Að vanda er gnægð skemmtilegra
hugmynda að finna í IKEA þegar
kemur að því að lyfta upp garð-
inum og lífga upp á hann með
blómum, mublum og smávöru.
20
Hinn æðsti draumur flestra garð-
eigenda er að koma þar fyrir
heitum potti. Draumurinn gæti
verið nær því að rætast en þig
grunar.
12
Rafhitun
Ryðfríir neysluvatnshitarar, hitöld (element),
hitastillar, hitastýringar, rafhitarar til húshitunar
og flest annað til rafhitunar.
Við hjá Rafhitun erum sérfræðingar í öllu sem við
kemur rafhitun. Við bjóðum einungis úrvals tæki
sem hafa sannað sig með áralangri reynslu.
Rafhitarar fyrir heita potta
Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði • Sími: 565 3265 • ww.rafhitun.is
íslensk
framleiðsla
í 25 ár
Hiti í bústaðinn