Morgunblaðið - 25.05.2018, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, SMÍÐI OG SAMSETNING
ALLAR HURÐIR SMÍÐAÐAR SAMKVÆMTMÁLI
HANNAÐAR FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR
MARGAR ÚTFÆRSLUR OG LITAMÖGULEIKAR
STUTTUR AFGREIÐSLUTÍMI
BÍLSKÚRSHURÐIR
IS Hurðir ehf. | Reykjalundi, 270 Mosfellsbæ
564 0013 / 865 1237 | logi@ishurdir.is | www.ishurdir.is
Í S L E N S K
F R A M L E I Ð S L A
Elínrós Líndal
elinros@mbl.is
L
eiknir Ágústsson er skrúð-
garðyrkjumeistari og konan
hans Tinna er einnig skrúð-
garðyrkjumenntuð. Saman
eiga þau þrjú börn og eitt fyrirtæki:
Draumagarða sem er að hefja sitt 14
starfsár á þessu ári.
Leiknir er tvíburi en tvíburasystir
hans er Silja Ágústsdóttir, bóndi í
Landeyjum. Hann á fjögur systkin
og þakkar móður sinni henni Huldu
fyrir að kenna sér allt sem kunna
þarf í eldhúsinu. Með föður sínum
Ágústi og bræðrum sínum vann
hann lengi við smíðar, sem hefur
komið sér vel til að fullkomna allt
sem hægt er að gera í garðinum.
„Ég er fæddur og uppalinn Eyja-
peyi, bý núna í Hafnarfirði og elska
Kjósina þar sem við erum með bú-
stað.
Í Vestmannaeyjum lærði maður
að spranga og síga í björg og því er
það ekkert tiltökumál að klifra upp í
tré og fella við erfiðar aðstæður. Ég
hugsa oft með söknuði til Eyja, þá
sérstaklega núna þegar maður er að
ala upp börn. Ég held að það sé erf-
itt að finna betri stað fyrir börn að
alast upp á en Vestmannaeyjar.
Okkur fjölskyldunni líður þó vel í
Hafnarfirði enda fullt af skemmti-
legu fólki í þessum bæ. Þó svo að
aðrir í fjölskyldunni tilheyri annað-
hvort FH eða Haukum þá er ég al-
gjörlega hlutlaus í görðunum hér í
Hafnarfirði því ég er og verð ávallt
ÍBV-maður. Þar slær hjartað mitt
ennþá.“
Leiknir segir Draumagarða metn-
aðarfullt skrúðgarðyrkjufyrirtæki
sem vill ávallt bjóða upp á góða og
vandaða garðþjónustu. „Margir af
okkar kollegum eru búnir að sér-
hæfa sig annaðhvort í gráa eða
græna geiranum eins og algengt er
víða erlendis. Við erum ennþá að
sinna öllum pakkanum (gæna og
gráa hlutanum) sem mér finnst mjög
skemmtilegt. Það kostar meira að
eiga tæki og tól í allt en það gefur
okkur meiri breidd í görðunum.“
Hvað getur þú sagt mér um það
að vera skrúðgarðyrkjufræðingur
miðað við það að vera garðyrkju-
fræðingur?
„Þetta er góð spurning því allir
sem útskrifast úr skrúðgarðyrkju,
garðyrkjuframleiðslu og sem blóma-
skreytar geta titlað sig sem garð-
yrkjufræðingar. Því getur þetta ver-
ið dálítið villandi. En til að einfalda
málið þá skulum við kalla okkur
skrúðgarðyrkjufræðinga sem
vinnum í görðunum við uppbyggingu
og umhirðu garðanna. Garðyrkju-
fræðingar sem útskrifast úr garð-
yrkjuframleiðslunni sjá um fram-
leiðslu á garðplöntum sem við síðan
plöntum í garðana. Mjög gott sam-
starf er milli okkar og garðplöntu-
framleiðenda. Við leitum ráða hvorir
hjá öðrum enda fylgjumst við með
framþróun í greininni hvorir á sínu
sviði. Þeir skrúðgarðyrkjufræðingar
sem klára síðan meistaraskólann og
hafa fengið afhent meistarabréf geta
titlað sig skrúðgarðyrkjumeistara,
sem veitir þeim réttindi til að reka
sitt eigið löggilt fyrirtæki í greininni,
taka að sér nema o.s.frv. samkvæmt
iðnlöggjöfinni.“
Hvað er í tísku í sumar tengt
görðum?
„Það sem er í tísku núna er að
eignast viðhaldslítinn garð sem
þjónar garðeigandanum en ekki að
garðeigandinn verði þræll í sínum
eigin garði. Fjölærar jurtir eru að
verða vinsælar aftur enda sparar
það blómakaupin ár eftir ár. Síðan er
það tískusprengjan sem ég spái að
verði næstu ár en það eru frístand-
andi glerhýsi í garðinum. Ekki gróð-
urhús heldur útfærsla af gömlu góðu
sólhúsunum sem voru byggð sem
viðbót við húsin og voru vinsæl eftir
1980 en breyttust því miður í stærri
stofur með árunum.
Við erum alltaf að berjast við
vindinn á Íslandi og svo viljum við
meiri sól. Það er bara mjög erfitt að
slá á vindinn án þess að kveðja sólina
með t.d. háum trjám. Rétt hannaðar
skjólgirðingar og gróður veitir skjól
en oft ekki nóg fyrir íslenskar að-
stæður. En það er til leið til að njóta
garðsins í lengri tíma, sem ég veit að
gæti gjörbreytt garðmenningu og ég
vil segja einnig lýðheilsu okkar Ís-
lendinga. En það er heilsárs frí-
standandi glerhýsi í garðinum. Ein-
falda húsið væri óupphitað glerhús,
en þau eru í dag seld sem lítil gróð-
urhús, sem væri með þægilegum
garðhúsgögnum og plöntum til að
njóta með inn í vorið, sumarið og
fram á haust.“
Leiknir segir dýrari týpuna ekki
til að sér vitandi nema í kollinum sín-
um.
„Þar sé ég fyrir mér hús hönnuð
með meiri tengingu við það bygging-
arefni sem notað er á staðnum en þó
í grunninn með mikið gler svo hægt
sé að sjá allt sem skiptir máli í garð-
inum, upphitað, kamína, rafmagn
o.s.frv. Að sjálfsögðu værum við með
einhverjar fallegar ilmandi plöntur
inni í húsinu þó að gróðurinn í garð-
inum gæti dugað einn og sér í góðu
skipulagi.
En þetta er eitthvað sem væri
krefjandi verkefni fyrir okkar arki-
tekta, landslagsarkitekta og skrúð-
garðyrkjufræðinga til að hámarka
ánægju okkar Íslendinga í okkar
eigin garði.“
Leiknir hvetur fólk einnig til að
fara á næstu garðyrkjustöð þar sem
alltaf er eitthvað spennandi í gangi.
„Einnig eru Steypustöðin og BM
Vallá ávallt að bæta og auka vöruúr-
val sitt fyrir garðana.“
Hvernig mundir þú vilja sjá þróun
garða á næstu misserum?
„Númer eitt á garðurinn að vera
þannig að fólk noti hann og njóti.
Það þarf ekki alltaf að kaupa allt
nýtt. Það er hægt að hreinsa hellur
eða endurleggja eldri hellur, laga
grasflatir, einfalda beð, búa til stæði
fyrir hjólhýsið o.s.frv. Allt með það
lokamarkmið að byrja að njóta
garðsins. Grasið er síðan sér kapít-
uli. Því miður hefur frágangur und-
irbyggingar á grasflötum verið afar
slakur í nýbyggðum og eldri görð-
um. Ýmsar ástæður liggja þar að
baki og ætla ég ekki að fara að tí-
unda þær hér. En ég vona að fólk
fari að leggja meiri metnað í gras-
flatirnar. Bæði með réttri uppbygg-
ingu og góðri umhirðu. Þar getum
við séð miklar breytingar því þar
eigum við mikið inni.“
Hvað er sniðugt að gera í garð-
inum?
„Lifa, leika, rækta, slaka á og
njóta þess að vera til. Málið er að
stundum þarf maður nefnilega bara
að fara til baka til þeirra ára þegar
börnin þekktu ekki tölvu og gerðu
hluti sem þeim datt í hug að gera þá
stundina. Leikir á grasflötinni,
rækta kartöflur, gulrætur, kál,
krydd o.fl. Krökkum finnst þetta
gaman og það tengir þau betur við
núið,“ segir hann og bætir við að það
megi alltaf byrja smátt. „Það er til
dæmis hægt að rækta kartöflur í 20 l
fötu.“
Hvað ætti ekki að gera eða hverju
ættum við að gera minna af?
„Kolla tré er eitthvað sem við ætt-
um ekki að gera. Frekar að fella og
gróðursetja eitthvað sem passar bet-
ur hverju sinni. Ef tré eru kolluð þá
þarf að fylgjast vel með trénu í kjöl-
farið enda er mikil hætta á roti og
sýkingarhætta með leiðsluvefjunum
eykst til muna. Einnig er hætta á að
nýjar greinar sem myndast efst við
skurðsárið liggi grunnt og því
greinafestan veik. Þetta hefur valdið
alvarlegum slysum erlendis. Veit
ekki um slys hér á landi en mörg tré
á Íslandi sem ekki hafa verið klippt
árlega eftir kollun eru í rauninni
stórhættuleg.“
Þarf sálin að vera á sérstökum
stað til að geta fengist við garða og
blóm?
„Sálin fer í það minnsta á réttan
stað ef við eigum garð til að njóta,“
segir hann að lokum.
Sálin fer á
réttan stað
í góðum garði
Grænt Það leynir sér ekki að hér er fólk með græna fingur á ferð. Draumastaður.
Sælureitur Í garðinum hjá Leikni og Tinnu. Hver myndi ekki vilja eiga einn slíkan?
Umhyggja Blóm þurfa næringu og það þarf að sinna þeim vel. Að launum fæst
fallegur garður sem er prýði fyrir húsið og unaðsreitur fyrir íbúana.
Morgunblaðið/Valli
Garðhúsið Leiknir í garðhúsi sem hann vann fyrir Sigrúnu Hjartardóttur og mann hennar Björn Geir Leifsson: fallegt og
látlaust glerhús í Grafarvoginum sem þau reistu með hjálp Draumagarða. Útkoman er sannarlega glæsileg.